Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Háskólaráð vísar frá tilboði í þjónustu sem Stúdentaráð hefur nú með höndum HI myndi spara 4 milljónir ERINDI Samtaka um betri Há- skóla, sem höfðu gert tilboð í þjón- ustu við háskólanema á mun lægra verði en Stúdentaráði Háskóla Ís- lands er nú greitt fyrir sömu þjón- ustu, var vísað frá á fundi Háskóla- ráðs í gær. Tilboð samtakanna í þá verk- takaþjónustu sem Háskólaráð hef- ur á síðustu árum samið við Stúd- entaráð um að sinna, svo sem rekstur réttindaskrifstofu, at- vinnu-, húsnæðis- og barnagæsl- umiðlunar, hljóðar upp á um 4,8 milljónir króna á ári en Stúdenta- ráði eru nú greiddar rúmar 8,7 milljónir fyrir þjónustuna. Tals- maður samtakanna bendir á að þær fjórar milljónir sem Háskólinn myndi spara með því að ganga að tilboði þeirra hefði t.d. mátt nýta með þvl að kaupa tölvur í þijú til fjögur ný tölvuver Háskólans. Há- skólaráð samþykkti að ganga til samninga við Stúdentaráð en fre- staði að ganga frá samningnum þar til innihald hans hefði verið rætt nánar. í áliti umboðsmanns Alþingis frá árinu 1995 kemur fram að gjald sem um árabil hafði verið tekið af stúdentum við Háskóla íslands sem hluti af innritunargjaldi, sem hafði runnið í sjóði Stúdentaráðs, ætti sér ekki lagastoð og því væri óheimilt að innheimta það af stúd- entum. Skylduaðild að Stúdenta- ráði stæðist með öðrum orðum ekki lög. Undanfarin tvö ár hefur Háskólaráð gert verktakasamning við Stúdentaráð um þá þjónustu sem það sinnir við stúdenta og greiðir fyrir það upphæð samsvar- andi þeirri sem áður rann til Stúd- entaráðs af innritunargjöldunum. Ingvi Hrafn Óskarsson, tals- maður Samtaka um betri Háskóla, sem samanstanda af nokkrum há- skólastúdentum og nýlega útskrif- uðum, sem gegnt hafa ýmsum stjórnunar- og ábyrgðarstörfum innan háskólasamfélagsins, segir að þessi verktakasamningur sé í raun ekki annað en dulbúin skyldu- aðild að Stúdentaráði. Hann segir ennfremur að samningurinn 'hafi hingað til verið afar ónákvæmur, Háskólinn hafi ekki haft eftirlit með framkvæmd hans og ekki sett fram skýrar kröfur um þau verk- efni sem Stúdentaráði beri að sinna. í greinargerð með tilboði sam- takanna er tekið fram að ástæða þess sé ekki sú að þau telji Stúd- entaráð hafa sinnt hlutverki sínu illa. Ingvi Hrafn kveðst hins vegar telja að Stúdentaráð eigi fyrst og fremst að sinna hagsmunabaráttu fyrir stúdenta. Tengist ágreiningi innan stúdentahreyfingarinnar Sveinbjörn Björnsson háskóla- rektor segir ástæðu þess að erindi samtakanna var vísað frá einfald- lega hafa verið þá að samkvæmt túikun lögfræðinga Háskólans hefði Háskólaráð ekki lagalega heimild til að ganga til samninga um tilboðið. Hann sagði einnig ljóst að málið tengdist að hluta til ágreiningi sem lengi hefði verið ríkjandi innan stúdentahreyfíngar- innar um skylduaðild að Stúdenta- ráði. Það væri ágreiningur sem Háskólaráð hefði ekki viljað taka afstöðu til. Mánuður í fullbúna brú FRAMKVÆMDIR við nýju brúna á Miklubraut yfir Reykjanes- braut, við rætur Ártúnsbrekku, ganga vonum framar og stefnir í að umferð verði hleypt á fullbú- in mannvirkin um miðjan sept- ember, hálfum mánuði fyrr en útboðsgögn gerðu ráð fyrir. Fyrri hluta dagsins á morgun verða tafir á umferð um Reykja- nesbraut vegna framkvæmd- anna. Verktakafyrirtækin Völur og Sveinbjöm Sigurðsson hafa unn- ið verkið og að sögn Guðmundar Nikulássonar, hjá gatnadeild borgarverkfræðings, stefnir í að um miðjan sepbember verði ekki öðru ólokið en frágangi og göngustígagerð og umferðar- mannvirkin komin að fullu í Morgunblaðið/Ásdís Nýjar regl- > itr um öku- skírteini taka gildi > í DAG tekur gildi ný reglugerð um ökuskírteini sem þýðir m.a. að ) ný gerð ökuskírteina verður tekin í notkun. Þá hefur reglugerðin að geyma margvísleg ný og jafnframt ítarlegri ákvæði um ökuskírteini og ökuréttindaflokka en gilt hafa til þessa, ákvæði um ökunám og ökupróf svo og um önnur skilyrði sem fullnægja skal til að öðlast ökuréttindi og halda þeim. Reglu- $ gerð þessi tekur mið af tilskipun k Evrópusambandsins um ökuskír- w teini en reglur þeirrar tilskipunar " eru nú hluti af reglum Evrópska efnahagssvæðisins. (EES). Útlit hinna nýju ökuskírteina er í samræmi við samræmdar kröfur sem gilda innan EES, en þau eru gerð úr plasti af svipaðri gerð og greiðslukort. Ríkislögreglustjóri verður formlegur útgefandi nýju » ökuskírteinanna en allar ákvarðan- ir um útgáfu ökuskírteina, sem og p um afturköllun ökuréttinda, verða ^ í höndum hlutaðeigandi lögreglu- stjóra. Mánaðarbið eftir nýju skírteini Tekin verða í notkun ný eyðu- blöð fyrir umsóknir um ökuskír- teini sem og ný eyðublöð fyrir læknisvottorð og verður framvegis heimilt að leggja fram umsókn hjá ^ hvaða lögreglustjóra sem er, óháð ■ því hvar á landinu viðkomandi hef- ur búsetu. Samkvæmt upplýsing- um frá skrifstofu ríkisjpgreglu- stjóra mun þó taka lengri tíma nú en áður að fá skírteini eða um mánuð í stað nokkur daga. Á með- an beðið er getur viðkomandi hins vegar fengið bráðabirgðaaksturs- ». heimild. Nýja ökuskírteinið mun kosta jafn mikið og það gamla eða þijú | þúsund krónur, samkvæmt upplýs- ingum frá ríkislögreglustjóraemb- ættinu. gagnið. Nú um helgina og næstu vikur má búast við að nokkrar tafir verði áumferð um Reykjanes- braut. í fyrramálið verður farið að rífa undanslátt undan brúnni og verður þá lokað fyrir umferð undir hana og að sögn Guðmund- ar má gera ráð fyrir að þessar framkvæmdir standi fram eftir laugardeginum. Aðra helgi verð- ur svo lokað á slaufur norðan- megin við brúna til þess að und- irbúa tengingu við nýju brúna. Oddviti Jökuldalshrepps segir að auka megi arð af hreindýraveiðum Þyrfti að setja lágrnarks- I verð og bjóða veiðileyfi út Trust Pentium 166 166 Mhz örgjörvi ___ 32 Mb minm Be>' 4.3 Gb Quantum Jiskur S3 Trio 64 V2 «Kjákort / 2Mh 24 lirnða Panasonic geisladrif SoundBlastir AWE 64 hljóðkort 300 W 3D Surround hátalarar Wíndows 95 lyklaborð Wmdows 95 stýríkerfi Það fcatf í Kkert r kr. 126.900 Ca í bestu tilboðin í bænum! .Trust Sama tölva með tolvudunadur Intel Pentium 166 MHz MMX: kr. 137.900 — •• -1 OlvUKJOr Sait*a tölva með I OlVUr Intcl Pentium 200 MHz MMX: verslun v 145.900 heimilanna HREPPSNEFND Jökuldalshrepps hefur samið við heimamann um að veiða helming þess hreindýrakvóta sem hreppurinn fékk úthlutaðan í ár. Arnór Benediktsson oddviti segir að með þessu móti vonist hrepps- nefndarmenn til að arður af veiðun- um verði meiri en ef sá kostur væri tekinn að láta hreindýraráð selja veiðileyfi hreppsins á almennum markaði. Amór segir hreindýraráð gefa út fast verð veiðileyfa en miklu nær væri að gefa út lágmarksverð og veiðimenn gætu svo boðið í leyfin. Hákon Hansson, formaður hrein- dýraráðs, segir að ráðinu sé ekki heimilt að gefa út lágmarksverð að óbreyttum lögum. Hins vegar standi til að breyta reglum og þá verði þetta hugsanlega heimilt og hrein- dýraráði falið að fara með öll veiði- leyfi. Jökuldalshreppur má veiða 37 hreindýr í ár, 19 tarfa og 18 kýr. Á fundi hreppsnefndar í síðustu viku var tekin fyrir ósk heimamanns í hreppnum um að hann fengi að veiða öll dýrin og að hann ábyrgðist að skila ekki minni arði en hreppurinn fengi eftir öðrum leiðum. Niðurstaða hreppsnefndar varð sú að heima- maðurinn mætti veiða 10 tarfa og 9 kýr, en hreindýraráði yrðu afhent- ar veiðiheimildir á 9 törfum og 9 kúm. „Við eigum um þijár leiðir að velja, að ráða mann til að veiða upp í heimildir, skipta veiðiheimildum milli íbúa hreppsins eða fela hrein- dýraráði að selja veiðiheimildir á almennum markaði," sagði Arnór Benediktsson oddviti. „í fyrra fór- um við þá leið að deila hreindýra- kvótanum jafnt á bæi, en sú ráðstöf- un var kærð. Núna ákváðum við að skipta kvótanum. Heimamaður- inn telur sig geta borgað okkur betur en hreindýraráð af því að verð á hreindýrakjöti er mjög hátt og við viljum gjarnan sjá hveiju samkeppnin skilar." Arnór sagði að næstu tveir hrepp- ar við Jökuldalshrepp hefðu farið þá leið í fyrra að láta einn mann veiða kvótann og það hefði skilað þeim meiri arði af veiðunum en áður. „Það er sjálfsagt að láta á þetta reyna en hér hefur alltaf ver- ið einhver óánægja, sama hvaða leið hefur verið farin. Þennan kaleik mætti taka frá sveitarstjórnum ef hreindýraráð gæfi út lágmarksverð í stað þess að festa verðið fyrir- fram.“ Ekki lágmarksverð að óbreyttum reglum Hákon Hansson, formaður hrein- dýraráðs, sagði að enn ættu nokkur sveitarfélög á Austfjörðum eftir að ákveða hvernig þau ráðstöfuðu hreindýrakvóta sínum, þrátt fyrir að veiðar hefðu mátt heflast 1. ágúst. „Nokkur sveitarfélög ætla að fara svipaða leið og Jökuldalshreppur, en aðrir hafa tekið þann kostinn að skipta kvótanum á bæi, til dæmis gera Fljótsdælingar það núna. Hreindýraráði er ekki heimilt að gefa út lágmarksverð en það stendur til að breyta reglum um störf ráðs- ins. Á þessu ári starfaði nefnd að breytingum en hún náði ekki að ljúka störfum fyrir þinglok. Ég held að í drögum nefndarinnar hafí verið gert ráð fyrir að hreindýraráð færi eitt með sölu veiðileyfa, en á móti kæmi að heimilt yrði að gefa upp lág- marksverð veiðileyfa." I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.