Morgunblaðið - 15.08.1997, Page 6

Morgunblaðið - 15.08.1997, Page 6
b 6 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997___________________________________________________________MORGUNftLAPIÐ FRÉTTIR JEPPINN lá utan vegar eftir óhappið í gær. Morgunblaðið/Arnór Jafnréttisráð mót- mælir skipan í Rann- sóknarráð Islands Grundvallarbreyt- ing gerð á fram- setningu fjáriaga Hvellsprakk og valt út af JEPPABIFREIÐ fór út af Reykjanesbraut við Stapa síðdegis í gær. Að sögn lögreglu hvell- sprakk á öðrum hjólbarða bifreið- arinnar að framan með þeim afleið- ingum að bílstjóri missti stjóm á henni og missti hana út af veginum þar sem hún fór eina veltu. Far- þegi var í bílnum auk bílstjóra. Báðir voru í bílbeltum og sluppu með lítilsháttar meiðsl. -------------- Hlaða og hest- hús brunnu ELDUR kom upp í hlöðu og áföstu hesthúsi við bæinn Hellishóla í Fljótshlíð í fyrrinótt. Kona, sem var í sumarbústað ekki langt frá, tilkynnti slökkvilið- inu á Hvolsvelli um eldinn klukkan rúmlega fímm. Atta slökkviliðs- menn á þremur slökkvibílum fóru á staðinn og var heimilisfólk þá sof- andi. Húsin voru alelda þegar slökkvi- lið kom á staðinn og var ekki hægt að bjarga þeim. Engar skepnur voru í hesthúsinu en hey, sem var í hlöðunni, er ónýtt. íbúðarhúsið á bænum var aldrei í neinni hættu. JAFNRÉTTISRÁÐ hefur mót- mælt því að einungis tvær konur voru skipaðar í nýtt Rannsóknar- ráð af alls 11 sem þar sitja. Að sögn Eh'nar Líndal formanns Jafnréttisráðs veldur það þeim miklum vonbrigðum að þeir sem hafa um þessi mál að segja hafí ekki nýtt tækifæri tii að bæta hlut kvenna. „Við lýsum furðu okkar á þeirri þröngsýni sem lýsir sér í hlutfalli kynja í Rannsóknarráði íslands. Þetta samræmist ekki fram- kvæmdaráætlun ríkisins um skipan í opinber ráð og nefndir sem miðar að því að rétta hlut kvenna í þeim. Það er nauðsynlegt að tryggja bæði konum og körlum sömu möguleika til áhrifa á stefnumótun Rannsóknarráðs íslands," sagði Elín. Fór eftir tilnefningum „Ég fer eftir þeim tilnefningum sem ég fékk,“ segir Bjöm Bjarna- son menntamálaráðherra. Af þeim þremur aðilum sem tilnefna í Rannsóknarráð tilnefndu tveir konur, annars vegar æðri mennta- stofnanir, stjómanir safna á vegum menntamálaráðuneytis og Vísinda- félag Islendinga og hins vegar rannsóknastofnanir utan verksviðs menntamálai'áðuneytis. Mennta- málaráðherra skipaði Önnu Soffíu Hauksdóttur prófessor við HÍ fyrir hönd þeirra fyrrnefndu og Þórönnu Pálsdóttur fyrii' hönd þeirra síðarnefndu. Engin kona var tilnefnd af Alþýðusambandi ís- lands og Vinnuveitendasamband- inu. Tveir fulltrúar eru skipaðir í ráð- ið án tilnefningar, þeir Þorsteinn I. Sigfússon prófessor við verkfræði- deild HÍ og Baldur Hjaltason for- stjóri Lýsis hf. „Ég hafði ekki þessi sjónarmið sem jafnréttisráð hefur þegar ég í samráði við rfkisstjórn- ina skipaði í Rannsóknarráð. Ég mat þetta út frá hæfni einstak- hnga,“ segir Bjöm Bjamason menntamálaráðhema. FJÁRLAGAFRUMVARP fyrir ár- ið 1998 verður sett fram á rekstrar- grunni í stað þess að vera sett fram á greiðslugrunni eins og fjárlög undanfarinna ára, samkvæmt lög- um um fjárreiður ríkisins sem sam- þykkt voru á Alþingi í vor. Frá og með næsta ári verða því fjárlög og ríkisreikningur samræmd í fram- setningu og munu sýna allar fjár- skuldbindingar ríkisins ásamt greiðsluhreyfingum, sem til þessa hafa einungis verið sýndar í fjárlög- um. Fjármálaráðuneytið vekur sér- staka athygli á þessari breytingu í tengslum við útkomu ríkisreiknings fyrir árið 1996, sem kom út í gær, en að mati ráðuneytisins munu nýju lögin marka þáttaskil í upplýsinga- gjöf um ríkisfjármál. í breytingunni felst m.a. að gjöld ríkissjóðs verða sundurliðuð eftir ábyrgðarsviðum og viðfangsefnum þannig að þau sýni skuldbindingar s.s. lífeyrisskuldbindingar. Fjárlög- in munu einnig sýna greiðsluhreyf- ingar. Eru reikningsskil ríkisins þannig færð nær því sem gerist á almennum markaði með þeirri und- antekningu að á A-hluta ríkissjóðs verða fjárfestingar að fullu gjald- færðar þegar til þeirra er stofnað eins og verið hefur en ekki eign- færðar og afskrifaðar á líftíma þeirra eins og gert er í almennum reikningsskilum. Þá verða fjárlög og lánsfjárlög felld saman. Að mati fjármálaráðuneytisins eru kostirnir við framsetningu fjár- laga á rekstrargrunni þeir að heild- arumsvif ríkissjóðs koma skýrar fram og mat á langtímaáhrifum rík- isfjármála verður auðveldara. Með þessari breytingu mun hugtakið fjárveiting öðlast nýja merkingu en til þessa hefur fjárveiting til stofn- unar falið í sér ígildi greiðslu til hennar. Með breyttri framsetningu mun fjárveiting hins vegar fela í sér heimild til að stofna til skuldbind- ingar jafnhliða því sem sýnt verði hvað ríkissjóður mun greiða til stofnunarinnar á fjárlagaárinu. Miklar breytingar á samsetn- ingu langtímaskulda Skv. ríkisreikningi batnaði afkoma ríkissjóðs umtalsvert á síðasta ári. Tekjuhalli ríkissjóðs lækkaði um 6,5 milljarða kr. eða úr 15,2 milljörðum í 8,7 milljarða. Tekjujöfnuður sem hiutfall af vefgri landsframleiðslu fór úr því að vera 3,4% halli árið 1995 í 1,8% halla á seinasta ári og hefur ekki verið hagstæðari það sem af er þessum áratug. Heildarskuldir ríkissjóðs í árslok 1996 námu 245 milljörðum kr. en að teknu tilliti til lánveitinga hans voru þær 174 milljarðar kr. I hlutfalli við landsframleiðslu námu skuldir rík- issjóðs 49,2% um seinustu áramót samanborið við 51,5% árið 1995. Verulegar breytingar urðu á sam- setningu langtímaskulda ríkissjóðs í fyrra eftir tiltölulega litlar breyt- ingar þrjú ár þar á undan. Þannig lækkað hlutdeild bandaríkjadollars í skuldinni úr 24,5% í 20,7% á milli ára, en á móti jókst vægi þýskra marka úr 11,7% í 18,9%. Vægi lána í innlendri mynt breyttist tiltölulega lítið á milli ára og nemur rösklega þriðjungi í langtímaskuldum» ríkis- sjóðs. Skýrsia Raunvísindastofnunar Háskólans og Orkustofnunar fyrir Vegagerðina Eldvirknin eykst undir Vatnajökli FREKAR miklar líkur verður að telja á að næstu áratugir á eldgosa- svæði Vatnajökuls verði viðburða- ríkari en þeir sem nýhðnir eru. Ókyrrð á svæðinu síðasta ár bendir til að í hönd fari óróatímabil, en sú ókyrrð tekur til fleiri en einnar meg- ineldstöðvar líkt og gerðist í fyrri goshrinum 1340-1362 og 1710-1730. Kvikuhlaup og gos varð í Bárðar- bungu, tvö smágos á Lokahrygg og líklega innskot við Hamarinn. Þá hafa fylgt þessum umbrotum skjálftar við Tungnafellsjökul og Esjufjöll og Grímsvötn sýndu lífs- mark 1983 og 1984. Því verður að gera ráð fyrir að áframhald atburða geti verið með mjög margvíslegum hætti. Þetta kemur fram í skýrslu sem Raunvísindastofnun Háskólans og Orkustofnun unnu fyrir Vegagerð- ina um gos og hlaup í Vatnajökli á síðasta ári. I skýrslunni er reynt að draga upp myndir af hugsanlegri at- burðarás undir jökli, þótt tekið sé fram að engin leið sé til að meta hversu líkleg hver atburðarás sé. Askja Bárðarbungu Þeir möguleikar, sem nefndir eru í skýrslunni eru í fyrsta lagi, að gos verði innan öskju Bárðarbungu, þar sem þungamiðja atburðarásar síð- ustu ára hefur verið. „Reikna verður með þeim möguleika að kvika streymi nú upp í grunnstætt kviku- hólf undir öskju Bárðarbungu og bæti upp það þrýstingsfall sem varð í gosinu 1996. Það gæti tekið nokkra mánuði að byggja upp þrýsting að nýju sem dygði til að hleypa af stað nýju gosi. Fremur líklegt verður að telja að slíkt gos eigi sér aðdraganda í aukinni skjálftavirkni undir öskj- unni, í vikur eða mánuði áður en kvikan brýst til yfirborðs. Ef gos kemur upp innan öskjunnar leitar bræðsluvatnið án mikillar viðstöðu út úr henni til austurs og til Jök- ulsár á Fjöllum. Flóðið sem af því skapast ræðst mjög af afli gossins." Ánnar möguleiki, sem skýrsluhöf- undar nefna, er kvikuhlaup lárétt út frá Bárðarbungu og gos utan öskj- unnar. „Mestar líkur eru á slíkum gosum á sprungusveimnum sem liggur út frá megineldstöðinni til suðvesturs og norðausturs. Ef kvikuhlaupið er langt getur það leitt til hraungoss utan jökulsins," segir í skýrslunni og enn fremur að ef gos verði undir jökli megi reikna með jökulhlaupum og fari eftir legu eld- varpanna hvar þeirra gæti. Til greina komi Jökulsá á Fjöllum, Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Tungnaá, Skaftá og jafnvel Skeiðará. Hár þrýstingur í Lokahrygg Þriðji möguleikinn er gos á Loka- hrygg eða í Hamrinum. „Smágosin á Lokahrygg benda til þess að kviku- þrýstingur geti verið hár í grunn- stæðum kvikuhólfum á þeim slóðum, sérstaklega má líta á smágosið undir Vestari Skaftárkatli í ágúst 1996 sem merki um vaxandi þrýsting. Einnig má benda á að skjálftavirkni í kjölfar gossins í október 1996 hefur að miklum hluta verið bundin við eystri helming Lokahryggjar." Þá segir, að hlaup í kjölfar stórs goss á þessum slóðum myndi fara í Skaftá og hugsanlega einnig í Hverfísfljót og kanna þyrfti áhrif hugsanlegs stórs hlaups á sam- göngumannvirki á þessum slóðum. Fjórða hugsanlega atburðarásin er ef gýs innan Grímsvatnaöskjunn- ar. „Gosin 1983-4 sýna að kviku- þrýstingur undir Grímsvötnum er að líkindum hár, og að hann þurfí ekki að aukast mikið til að hleypa af stað gosi. Það er þó eftirtektarvert að áreitið sem kvikuhólf Grímsvatna varð fyrir í gosinu í október og þeg- ar vatnsþrýstingur í Vötnunum óx og minnkaði snöggt í okt.-nóv. dugði það ekki til að hleypa upp gosi. Vera kann að breytingarnar hafí verið of snöggar, og að kvikuþrýstingur þurfí fyrst að aðlagast háum vatns- þrýstingi svo að þrýstingsléttir geti verkað eins og gikkur. Næstu hlaup úr Grímsvötnum gætu því hleypt upp gosi þó hlaupið í nóvember hafi ekki gert það.“ Hlaup í Grímsvötnum gæti færst i fyrra horf Talið er ólíklegt að stórhlaup fylgi í kjölfar goss innan Grímsvatnaöskj- unnar, en aukin eldvirkni í Gríms- Gos í öskju Bárðarbungu hÆ —1 hlaup f I i -p^sGrímsvötn Hamariín ©) VATNAjÖKULL^, /5 SOkm Gos á Lokahrygg eða í Hamrinum Lokahryggur \ milli Grímsvatha og HamarsinS ' Kvikuhlaup frá Bárðar-ý bungu og gos utan | öskjunnar Gos í Grímsvatna- öskjunni eða kvikuhlaup og gos utan öskjunnar m B^rðarbung . i \ VATNA/ÖKULL Crímsvötn \ vötnum muni auka jarðhita þar til lengri tíma litið. íshellan muni þynnast og hlaupamunstrið leita í það horf sem það var á fyrri áratug- um aldarinnar, þ.e. stór hlaup en strjál. Síðasti möguleikinn er kvikuhlaup frá Grímsvötnum og gos utan öskj- unnar. „Kvika undir Grímsvötnum getur leitað þaðan lárétt og leitt til goss utan öskjunnar. Bent hefur verið á samband Skaftárelda við eldsumbrot í Grímsvötnum. Ef gos verður innan vatnasviðs Grímsvatna getur það leitt til hlaups úr Grím- svötnum líkt og varð í nóvember 1996. Gos geta líka orðið utan þess vatnasviðs og eru hlaup hugsanleg t.d. í Skaftá, Hverfisfljóti og Djúpá af þessum sökum.“ I l i I > I \ i \ i i i i i i i i \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.