Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTiR
Fræga fólkið leggur leið sína í stöðugt meira mæli hingað til lands til að skoða sig um
Stjörnu-
regn
á Islandi
Jerry Seinfeld, Damon Albarn, Winona Ryd-
er, Alan Alda, nú síðast John F. Kennedy
yngri og margir fleiri. Stjörnunum blátt áfram
rignir yfír ísland. Anna G. Ólafsdóttir velti
fyrir sér ástæðunni fyrir stjömuregninu og
því eftir hverju stjömumar væru að sækjast
á lítilli eyju langt norður í Atlantshafi.
JOHN F. Kennedy hefur nánast alveg sloppið við ágang fjöl-
miðla hér á landi. Hann er ritsljóri tímaritsins George og því
er ekki talið ólíklegt að þar megi sjá umfjöllun um Island á
næstu mánuðum.
MEÐ derið slútandi fram
á dökk sólgleraugun er
smogið í gegnum
mannþröngina og út í
bílaleigubíl fyrir framan flugvöll-
inn. Aðeins fámennur fylgdarhópur
veit hvað til stendur enda er til-
gangur ferðarinnar að finna frið
og frelsi fjarri ys og þys stórborg-
anna svo ekki sé minnst á ágang
fjölmiðla. Boltinn hleður utan á
sig. Fleiri og fleiri stjörnur heim-
sækja ísland og láta vel af landi
og þjóð í fjölmiðlum þegar heim er
komið.
Upp kemur sú spuming hvenær
boltinn hafi farið að rúlla. Hvað
hafi verið upphafið að tískusveifl-
unni íslandi meðal fræga fólksins
beggja vegna Atlantshafsins. Ing-
var Þórðarson, tónleikahaldari,
segist ekki í nokkrum vafa um að
upphafið megi rekja til heims-
Bílvelta á
Laugar-
vatnsvegi
BÍLVELTA varð á Laugar-
vatnsvegi, skammt neðan við
afleggjarann að Neðra-Apa-
vatni, um sjöleytið í fyrra-
kvöld á sama stað og ekið
var á hest nóttina á undan.
Að sögn lögreglu á Sel-
fossi er talið að ökumannin-
um, ungri stúlku, hafi brugð-
ið svo við að sjá hræ hestsins
í vegkantinum að hún hafi
misst stjórn á bíinum, með
þeim afleiðingum að hann
valt.
Stúlkan var ein í bílnum
og hafði öryggisbeltið
spennt. Hún var flutt á heil-
sugæslustöðina á Selfossi til
skoðunar en meiðsl hennar
voru ekki talin alvarleg. Bíll-
inn er mikið skemmdur.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglu er venjan sú að lög-
regla fær kranabíl til að fjar-
lægja dýrahræ eftir umferð-
aróhapp og er það yfirleitt
gert í samráði við trygg-
ingafélag þa_ð sem vátryggir
bifreiðina. í þessu tilfelli
hafði eigandi hestsins óskað
eftir að fá að fjarlægja hræ-
ið sjálfur og hafði hann lofað
að gera það í síðasta lagi á
miðvikudagsmorgun, en það
lá enn í vegkantinum um
kvöldið þegar seinna óhappið
varð.
frægðar Bjarkar Guðmundsdóttur.
„Eg er ekki í vafa um að undir-
rótin er frami Bjarkar. Mér fyndist
nær að veita henni fálkaorðuna en
mörgum öðrum,“ segir hann og
nefnir í næstu andrá Islandsvininn
Damon Albarn úr hljómsveitinni
Blur.
Damon tók ástfóstri við ísland
eftir að hann kom í fyrsta sinn
hingað til lands í fyrra. Hann hef-
ur hælt landi og þjóð á tónlistar-
sjónvarpsstöðinni MTV, BBC og í
15 til 20 viðtölum í erlendum tíma-
ritum á síðastliðnu ár. Sömu sögu
er að segja um Jarvis Cocker, aðal-
söngvara Pulp, og David Bowie lét
jákvæð orð í garð íslands falla á
tónlistarsjónvarpsstöðinni MTV
eftir tónleika á íslandi í lok júní í
fyrra. Eftir tónleikana hefur töku-
lið frá MTV komið 8 til 9 sinnum
til íslands.
íslenskt næturlíf og náttúra
Ingvar nefnir íslenskt næturlíf
þegar hann er spurður hvað laði
þekkta fólkið til íslands. „Hérna er
alveg einstakt næturlíf og nær
stanslaust Ijör frá mánudegi til
mánudags. Ekki þykir heldur verra
að stjörnumar eru látnar í friði.
íslendingum finnst flott að láta eins
og stjörnurnar séu venjulegt fólk.
Flestum finnst blátt áfram hallæris-
legt að reyna að heilsa eða láta
bera á sér,“ segir Ingvar um leið
og hann tekur fram að klisjan um
að fallegustu konurnar séu á ís-
landi sé sönn _og ein af ástæðunum
fyrir því að ísland sé jafnvinsælt
og raun beri vitni.
Dísa Anderiman, sem ásamt fleir-
um hefur staðið að tónleikum
þekktra tónlistarmanna hér á landi,
nefnir hins vegar íslenska náttúru.
„Vinsælustu tónlistarmennirnir eru
oft ekki að hugsa eins mikið um að
losna við ágang almennings. Heim-
sóknirnar eru yfirleitt stuttar og
fylgdarliðið sér um að halda aðdá-
endum frá hópnum. Hins vegar heill-
ast flestir af íslenskri náttúru og
dásama íslenska hestinn. Eg hef
heyrt fóik tala um að það hafí ekki
upplifað betri stund en reiðtúr á ís-
lenskum hesti í íslenskri náttúru,"
segir hún og nefnir aðra möguleika
eins og snjósleðaferðir og bátaferðir.
Ingvar segir að tónleikahaldarar
reyni eftir bestu getu að kynna tón-
listarfólkinu land og þjóð á jákvæð-
an hátt. „Mér finnst undarlegt að
ferðamálayfirvöld sjái ekki ástæðu
til að styðja svona framtak. Ég
held að þau átti sig ekki á því hversu
mikil auglýsing felst í því að maður
eins og David Bowie hrósar landinu
hvað eftir annað í flölmiðlum eins
og MTV. Við erum að tala um að
milljónir fylgist með útsendingunni.
Varla er hægt að hugsa sér ódýr-
ari og árangursríkari auglýsingu,"
segir hann.
Land ævintýranna
Ingvar segir að smám saman
hafi orðið auðveldara að fá tónlist-
armenn til að halda tónleika hér á
landi. Ástæðan sé fyrst og fremst
sú að ísland sé komið með orð á
sér fyrir að vera skemmtilegt land.
í sama streng tekur Einar Gúst-
afsson, forstöðumaður skrifstofu
ferðamálaráðs í New York. „Fólk
hefur hugmynd um að ísland sé
ekki aðeins fallegt land heldur líka
skemmtilegt, ævintýralegt. Þjóðin
sé vingjarnleg og láti þekkt fólk í
friði,“ segir hann og nefnir að
þekkta fólkið telji sig því til viðbót-
ar öruggt á íslandi.
Einar segir að fræga fólkið sé
að uppgötva ísland í gegnum fjöl-
miðlakynningu. „Staðreyndin er að
margföld umíjöllun um Island hefur
verið í bandarískum íjölmiðlum á
undanförnum þremur til fjórum
árum. Þróunin hefur i stórum drátt-
um falist í því að kynningin hefur
færst úr daglöðum í tímarit og úr
tímaritum í sjónvarp. Sjónvarpið er
drýgri aflgjafí fyrir ísland en hinir
fjölmiðlarnir því að miklu fleiri sjá
sjónvarpið," segir hann.
„Stjörnurnar eru einfaldlega að
uppgötva ísland í gegnum fjölmiðl-
unina. ísland er orðið_ „heitt" og
ferðir stjarnanna til íslans gefa
okkur byr undir báða vængi því að
íjölmiðlar fylgjast auðvitað með
hér. Ég get nefnt að í öllum blöðum
var sagt frá íslandsferð Seinfelds."
Fleiri blaðamenn á leiðinni
Einar segir að á vegum ferða-
májaráðs komi 50 til 60 blaðamenn
til íslands á hveiju ári. „Sífellt meiri
áhugi er á ferðum til ísland hjá fjöl-
miðlum. Nú vitum við að yfir 30
fjölmiðlamenn frá Bandaríkjunum
og Kanada eru á leiðinni til íslands.
í þeim hópi eru fréttamenn frá sjón-
varpsstöðvum, sterkum tímaritum
og dagblöðum. Við eigum því von á
mikilli og góðri umflöllun á næstu
mánuðum útúr þessu.“
Morgunblaðið/Kristinn
Aðgerðaáætlun
norrænnar karla-
nefndar samþykkt
myndir karlmennskunnar og ólík
hlutverk karlsins enda er kominn
tími til að horfast í augu við að
karlar eru jafn ólíkir innbyrðis og
konur,“ segir hann.
Hann segir að þrátt fyrir að
Norðurlöndin hafi verið leiðandi sé
umræðan um jafnrétti kynjanna
frá sjónarhóli_ karia kqmin afar
stutt á veg. „Ég get nefnt að lítið
hefur verið haft samráð á milli
Norðurlandanna á sviði rannsókna
og/eða varðandi meðferðir. Að-
gerðaáætlunin gerir ráð fyrir að
menn beri saman bækur sínar.“
Samanburður á orlofsrétti
Norræna karlanefndin gerir
grein fyrir því hvað æskilegt sé
að gert verði á næstu þremur árum
eða til ársins 2000. „Að tillögu
nefndarinnar verður t.a.m. gerður
samanburður á rétti karla til fæð-
ingarorlofs og því hvemig karlar
nýta sér núverandi kvóta. Ráð-
stefna verður haldin um föðurhlut-
verkið og fræðslu til handa feðrum.
Kannað verður hvaða leiðir eru
færar til að draga úr heimilisof-
beldi og hvað þjóðirnar geta lært
hver af annarri um meðferð of-
beldishneigðar,“ sagði Sigurður og
tók fram að tillaga nefndarinnar
væri að byijað væri á því að vinna
í feðrafræðslu og samræmingu
meðferðar gegn ofbeldishneigð.
NORRÆNU j afnréttisráðherrarnir
samþykktu þriggja ára aðgerða-
áætlun norrænnar karlanefndar á
nýlokinni jafnréttisráðstefnu í Riga
í Lettlandi. SigurðurvSvavarsson,
formaður norrænu karlanefndar-
innar, segir að aðgerðaáætlunin
feli í sér mikilvæga slóð fyrir um-
ræðu um jafnrétti kynjanna.
Hann segir að fimmmenning-
arnir í nefndinni hafi fljótlega orð-
ið sammála um að of mikil einföld-
un fælist í því að tala um karlhlut-
verkið og karlmennskuna með
ákveðnum greini. „Við völdum að
vinna gegn því að of mikið væri
talað um steríótýpur með því að
tala fremur um ólíkar birtingar-
Arangurs-
laus bið
BÆNDUR og búalið í Borgar-
firði gátu kæst yfir góðu veðri í
vikunni. Sömu sögu var ekki að
segja um stangveiðimenn í Norð-
urá sem Ijósmyndari Morgun-
blaðsins rakst á. Sólin hefur ekki
góð áhrif á fiskinn og þrátt fyrir
að hægt væri að sjá Iaxinn berum
augum ofan af brúnni lét veiðin
á sér standa.