Morgunblaðið - 15.08.1997, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
MORGUN BLAÐIÐ
AKUREYRI
GUÐRÚN Gunnarsdóttir vinnur við verk sitt sem samanstendur
af laufblöðum hinna ýmsu trjáa skógarins.
umferð ökutækja um akvegi svæð-
isins er áætlað að í Kjarnaskóg
komi árlega um 125 þúsund gestir.
Gönguleiðir eru í skóginum og leik-
völlum hefur verið komið þar upp
sem auka útivistargildi hans. Á
síðustu árum hafa bæst við lönd,
Nausta- og Hamraborgir og Eyrar-
landsháls þannig að samtals er nú
um að ræða um 800 hektrara frið-
lands, útivistar- og skógræktar-
svæði á ytri byggðarmörkum Akur-
eyrar.
í gróðrarstöðinni eru framleiddar
skógar- og garðplöntur, um 120 teg-
undir tijáa og runna og er heild-
arframleiðslan á bilinu 500-600 þús-
und plöntur á ári. Stöðin sinnir fyrst
og fremst Norðurlandi eystra en þó
eru plöntur seldar út um allt land.
Hálf öld liðin frá upphafí trjáræktar í Kjarnaskógi
Ellefu listamenn sýna
verk sín í skóginum
FIMMTÍU ár eru á þessu ári liðin
frá því að Skógræktarfélag Eyfirð-
inga hóf tijárækt í Kjarnaskógi. Um
ein milljón plantna hefur verið verið
gróðursett í skóginum á þessu tíma-
bili. Af þessu tilefni verður formlega
opnuð á morgun, laugardaginn 16.
ágúst, myndlistarsýningin „Upp-
skera“ í Kjarnaskógi en í henni taka
þátt eilefu myndlistarmenn.
Færa skóginn nær
skapandi list
Á skógardegi Skógræktarfélags
Eyfirðinga sem haldinn verður á
morgun, verður myndlistarsýningin
„Uppskera" formlega opnuð en með
henni vill félagið minnast þess að
50 ár eru liðin frá því tijárækt hófst
í Kjarnaskógi og vísit' lagður að
öflugu ræktunarstarfi með stofnun
Gróðrarstöðvarinnar í Kjarna. Sýn-
ingin verður opnuð kl. 14 á Steina-
gerðisvelli, en hún stendur til 30.
september næstkomandi. Þessi sýn-
ing er þáttur í þeirri viðleitni að
auka fjölbreytileikann og færa skóg-
inn nær skapandi list. Ellefu mynd-
iistarmenn taka þátt í sýningunni
og hafa þeir verið að störfum í skóg-
inum í vikunni við að^ koma verkum
sínum upp. Þeir eru Ásta Ólafsdótt-
ir, Finnur Arnar Arnarson, Guðrún
Gunnarsdóttir, Gunnar Árnason,
Gunnar Kr. Jónsson, Guttormur
Jónsson, Hlynur Helgason, Hrefna
Harðardóttir, Jón Laxdal Halldórs-
son, Ragnhildur Stefánsdóttir og
Þórdís Alda Sigurðardóttir.
Tekna aflað með kartöflusölu
Hallgrímur Indriðason fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags Ey-
firðinga sagði að upphaf tijáræktar
megi rekja til áranna 1945 til 1946
þegar forsvarsmenn félagsins hófu
leit að heppilegu landi til að koma
Morgunblaðið/Björn Gíslason
ÁSTA Ólafsdóttir var að vinna við verk sitt í Kjarnaskógi í vik-
unni, en það er uppgröftur sem fjallar um tímann.
á fót gróðrarstöð til að framleiða
tijáplöntur í skógarreiti félagsins og
til sölu á almennum mat'kaði. Voru
nokkrir staðir skoðaðir í þeim til-
gangi, en árið 1946 bauðst félaginu
að kaupa erfðafestuland Gunnbjarn-
ar Egilssonar, um 20 hektara land
meðfram Brunná. Hafist var handa
við að slétta og plægja landið fyrir
græðireit en fyrst var sáð fyrir tijám
í Gróðrarstöðinni í Kjarna vorið
1947. Jafnframt notuðu skógrækt-
armenn aðstöðuna til kartöflurækt-
ar, en félagið aflaði sér tekna fyrstu
árin með sölu á kartöflum.
Um leið og unnið var við fram-
kvæmdir við Gróðrarstöðina var haf-
ist handa við gróðursetningu í skóg-
ræktarlandið og voru plöntur fengn-
ar frá ýmsum stöðum fyrsta árið,
einkum Vöglum og Hallormsstað,
en síðar eingöngu úr eigin ræktunar-
stöð. „Á fyrstu árunum voru það
aðallega félagar í skógræktarfélag-
inu, og áhugasöm félagasamtök í
bænum sem unnu að gróðursetning-
unni í sjálfboðavinnu, en síðar störf-
uðu unglingar í vinnuskólanum við
útplöntun í skóginum," sagði Hall-
grímur.
125 þúsund gestir árlega
Árið 1952 fékk Akureyrardeild
félagsins um 80 hektara land á
erfðafestu hjá Akureyrarbæ úr landi
Kjarna sem áður hafði verið sameig-
inlegt beitarland í eigu bæjarins. Á
næstu 20 árum var plantað í þessi
lönd um 600 þúsund plöntum, alls
hefur verið plantað um einni milljón
plantna á tímabilinu.
Árið 1972 var gengið frá samn-
ingi milli Akureyrai'bæjar og Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga um úti-
vistarsvæði í Kjarnaskógi og var
það formlega opnað árið 1974.
Eftir að samningurinn tók gildi
hefur Akureyrarbær kostað fram-
kvæmdir í Kjarnaskógi. Sam-
kvæmt nýjum upplýsingum um
Bæjarstjóri vill
að bærinn greiði
húsaleignbætur
Morgunblaðið/Björn Gíslason
SIGRÍÐUR Sunneva, fatahönnuður á Akureyri, sýnir Guðrúnu
Katrínu eina af þeim flíkum sem hún hefur hannað.
Frú Guðrún Katrín opnar Handverk ’97
Virðing fyrir vönduðu
handverki fer vaxandi
JAKOB Björnsson bæjarstjóri á
Akureyri lagði á fundi bæjarráðs í
gær fram tillögu um að Akureyrar-
bær taki upp greiðsiu húsaleigubóta
frá 1. janúar 1998 og að hagsýslu-
stjóri í samráði við forstöðumenn
húsnæðisskrifstofu, félagsmála-
stjóra og félagsmálaráð hefji undir-
búning þess og geri tillögu til bæjar-
ráðs um fyrirkomulag á greiðslum
og starfsmannahaldi við húsaleigu-
bótakerfið.
í greinargerð bæjarstjóra með til-
lögunni kemur fram að Akureyrar-
bær hafi ekki tekið upp greiðslu
húsaleigubóta fyrr vegna ágalla í
núverandi kerfí. Fulltrúar Akur-
eyrarbæjar hafí við öll tækifæri
komið þessum skoðunum á fram-
færi og lagt fram tillögur til breyt-
Barnafatnaður úr flísetnum
íslensk framleiðsla
Laugaveg 48 B (upp í lóðinni),
sími 552 1220
inga, auk þess hafi hagsýslustjóri
átt sæti í vinnuhópi um gerð tillagna
að breyttum reglum. Á fulltrúaráðs-
fundi Sambands íslenskra sveitarfé-
laga sem haldinn var í Reykjavík í
mars voru lagðar fram tillögur að
nýju húsaleigubótakerfí sem taka á
flestum þeim grundvallaratriðum
sem bæjarstjórn Akureyrar hefur
gagnrýnt við núverandi kerfi.
„Bæjarráð Akureyrar lýsir því
yfir stuðningi við tillögurnar og
skorar á stjórn Sambands ísienskra
sveitarfélaga að vinna af krafti að
framgangi þeirra í samningum við
ríkisvaidið, þannig að niðurstöður
liggi fyrir í tæka tíð fyrir samþykkt
fjárhagsáætlana sveitarfélaganna,
þ.e. eigi síðar en 1. desember næst-
komandi," segir í tillögu bæjar-
stjóra.
Skaðaði bæjarfélagið
Heimir Ingimarsson, Alþýðu-
bandalagi, bókaði á fundinum
stuðning sinn við greiðsiu húsa-
leigubóta. Tekur hann fram að hann
hafi talið rangt af Akureyrarbæ að
taka ekki upp greiðslu þessara bóta
fyrir þremur árum eins og flest
stærstu sveitarfélög landsins. „Ég
tel að sú ákvörðun hafi skaðað
bæjarfélagið einkum á sviði fólks-
fjöldaþróunar í bænum,“ segir í
bókun hans.
GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir for-
setafrú opnaði sýninguna Handverk
’97 í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla í
gærdag. Sýningin er nú haldin í
fímmta sinn og hafa sýnendur aldrei
verið fleiri, en þeir eru vel á annað
hundrað talsins. Þeir koma víða að
af landinu, auk þess sem handverks-
fólk frá Grænlandi tekur nú þátt í
sýningunni. Fjölbeytileikinn er í fyr-
irrúmi og hráefnið sem notað er í
handverkið er af ýmsum toga.
Frú Guðrún Katrín sagði að ís-
lendingar hefðu um aldir stundað
handverk og miðlað kunnáttu sinn
frá einni kynslóð til annarrar. Arfur
frá liðinni tíð hefði þróast og mót-
ast í tímans rás og færu nú marg-
ir handverksmenn nýjar leiðir og
notuðu önnur hráefni við listsköpun
sína. Handverkssýning sem þessi
hefði mikið gildi, það væri öllum
mikilvægt að fá hvatningu frá öðr-
um til að efla sköpunarverk sín.
Hún kvað virðingu manna fyrir
vönduðu handverki fara vaxandi
og margt nýtt væri að gerast hjá
íslensku handverksfólki. Hand-
verkssýningin væri metnaðarfull
og hún vænti þess að staða hand-
verksfólks myndi styrkjast í fram-
tíði. ni. Sjálf færi hún af sýning-
unni ríkari af þekkingu og hug-
myndum.
Sýningin er opin í dag, föstudag,
frá íd. 11 til 20, á morgun, laugar-
dag, frá kl. 11 til 21 og henni lýk-
ur á sunnudag kl. 20.
Dokkardag-
ur á morgun
DOKKARDAGUR Akureyrarhafn-
ar verður á morgun, laugardaginn
16. ágúst, dagskráin hefst kl. 8
um morguninn með morgunhress-
ingu á hafnarvigtinni og lýkur um
miðnætti með flugeldasýningu.
Aðalhátíðarsvæðið verður á svæð-
inu sunnan Strandgötu, við nýja
flotbryggju sem þar er.
Dorgveiðikeppni hefst kl. 10 og
dagskrá sem nefnist í minningu
Nonna og Manna hefst kl. 10.30.
Boðið verður upp á sjávarréttasúpu
í fyrrverandi slysavarnarfélagshúsi
og þar verða einnig matreiðslusýn-
ingar á ýmsum sjávarréttum. Mód-
elsýning á klæðnaði úr sjávarfangi
hefst kl. 15.20.
Um kvöldið leikur Mýranda og
klukkustund síðar verður eldvígsla
flotbryggjunnar.
-----♦ ♦ ♦---
Minningaker
Hrefnu
HREFNA Harðardóttir leirlista-
kona opnar sína fyrstu einkasýn-
ingu í Gallerí Svartfugli í Kaup-
vangsstræti í dag, 15. ágúst kl.
20.30.
Á sýningunni eru sjö leirker með
loki sem unnin eru með blandaðri
tækni og ýmsum fylgihlutum. Sýn-
inguna kallar hún Minninga-ker.
Hrefna hefur stundað nám og sótt
námskeið bæði í leirlist og grafík
í Frakklandi, Ítalíu, Englandi og
Ungveijalandi. Hún lauk námi frá
MHÍ, leirlistadeild árið 1995.
I
\
I
í
I
I
1
I
I
I.
í
L
I
I
I
fe
fe
■
i
fe
i
:
i
i
i
fe
I
5
j