Morgunblaðið - 15.08.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 15.08.1997, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Norðmenn og Rússar hafa umtalsverðan kvóta í Barentshafi Rússar vilja fá 43 krónur fyrir kílóið VIÐSKIPTI með aflaheimildir milli Rússa annars vegar og Norðmanna og Færeyinga hinsvegar eru allnokk- ur, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær. Auk ríkjasamninga þar að lútandi, mun vera töluvert um að einstakar út- gerðir í Færeyjum og Noregi hafi samið sérstaklega um veiðiheimildir í Barentshafi sem greitt er fyrir með peningum. Samkvæmt upplýsingum frá sam- tökum norskra útvegsmanna í gær mun gangverðið á kílóinu af Bar- entshafsþorski vera nálægt 4,50 norskum krónum sem svarar til um 43 ísl. krónum. í sumum tilvikum fela þessir sérsamningar einnig í sér að ráðnir séu rússneskir sjómenn um borð í norsk veiðiskip upp í afla- heimildirnar. Útgerðirnar semja sér Milli Noregs og Rússa hafa samn- ingar um gagnkvæm veiðiréttindi í lögsögum ríkjanna verið í gildi und- anfarin 25 ár, en aflaheimildir Norð- manna í Barentshafi hafa heldur farið minnkandi á milli ára heldur en hitt, að sögn talsmanns norskra útvegsmanna. Samkvæmt ríkjasamningi Noregs og Rússa mega Norðmenn veiða á árinu 1997 6 þúsund tonn af þorski og 4 þusund tonn af ýsu í Barents- hafi. Á móti fá Rússar að veiða ýmsar tegundir innan norskrar lög- sögu, svo sem 3 þúsund tonn af karfa, 2.500 tonn af ufsa, 2 þúsund tonn af steinbít og 50 þúsund tonn af kolmunna, sem Norðmenn hafa lítið sem ekkert nýtt sjálfir. Til viðbótar hafi komið til afla- heimildir, sem norskir útvegsmenn hafa samið sérstaklega um við Rússa, en á því fór að bera fyrir um fimm til sex árum. Síðustu tvö til þijú árin hafi sá kvóti numið um 20 þúsund tonnum á ári, mest í þorski og smáræði í ýsu. Gagnkvæmir samningar ríkjandi frá 1977 Samkvæmt upplýsingum færeyska sjávarútvegsráðuneytisins, hafa samningar á milli Færeyinga og Rússa um gagnkvæmar veiðiheimild- ir í lögsögum ríkjanna verið við lýði allt frá árinu 1977, en um mismikið magn mun hafa verið að ræða frá einu ári til annars. í ár, 1997, fá Færeyingar að veiða 16.500 tonn af þorski, 3.600 tonn af ýsu, 2.500 tonn af ýmsum flatfiski og 1.500 tonn af rækju í Barentshafi í skiptum fyrir 135 þúsund tonn af kolmunna í fær- eyskri lögsögu. Aflaheimildirnar voru þær sömu í fyrra nema í þorski þeg- ar Færeyingar máttu veiða litlu minna eða 14 þúsund tonn af þorski í Barentshafi. Ekki fengust í gær upplýsingar um hversu miklar afla- heimildir einstakir útgerðarmenn í Færeyjum hafa aflað sér utan þessa. Stefnt að tvíhliða samningi milli Rússa og íslendinga Forsenda þess að íslendingar geti keypt kvóta af Rússum er að gerður verði tvíhliða samningur um sam- skipti íslands og Rússlands á sviði sjávarútvegs. Utanríkisráðherrar ríkjanna, Halldór Ásgrímsson og Jevgení Prímakov, tóku ákvörðun um að efna til viðræðna um slíkan samning í nóvember síðastliðinn. í sumar hafa viðræður farið fram milli íslenskra og rússneskra emb- ættismanna. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa viðræðurnar gengið vel og er stefnt að undirritun samn- ingsins í haust. í þeim samnings- drögum, sem eru til umfjöllunar, er meðal annars gert ráð fyrir gagn- kvæmum skiptum á veiðiheimildum, rétti til kaupa á veiðiheimildum og aðferðum til að leysa deilumál á sviði sjávarútvegsmáia. Morgunblaðið/RAX HANDFÆRABÁTAR hafa verið að gera það gott víða á færin í sumar. Víða góð aflabrögð hjá smábátum 1.100 tonnum landað á Suðureyri í júlí TRILLUR hafa verið að fá góðan afla víða á landinu síðustu daga. Til dæmis hefur afli smábáta á Suðureyri verið með eindæmum í allt sumar og segja heimamenn að aflinn hafi sjaldan eða aldrei verið jafn góður. Þá hefur afli Grímseyj- arbáta ekki verið jafngóður í mörg ár. Samkvæmt upplýsingum hafnarvarðar á Suðureyri, gera nú um 50 „aðkomutrillur“ út frá staðnum. I gærmorgun var búið að landa um 207 tonnum á Suður- eyri i þessari viku, í alls 110 lönd- unum. í júlímánuði einum var land- að um 1.100 tonnum, en þess má geta að um 2.400 tonnum var land- að á Suðureyri á öllu síðasta ári. Aflanum er Iandað bæði hjá Freyju hf. á Suðureyri og á Fiskmarkað Suðurnesja. Nóg af físki alls staðar „Það hefur verið ævintýrafiskirí í allt sumar. Ég man aldrei efir öðru eins. Nú eru mun fleiri bátar á þessum veiðum, á stóru svæði og það virðast allir fá afla hvar sem rennt er niður færi,“ sagði Sigurður Þórisson, á Percy ÍS, í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Sig- urðar sækja bátarnir bæði á grunn- og djúpslóð. Hann segir fiskinn óvenju góðan miðað við Vestíjarð- armið, mikið af þriggja til fimm kílóa fiski. „Það hefur reyndar ver- ið heldur daprara á handfærin síð- ustu tvo daga og þá má segja að aflabrögðin séu orðin eðlileg. Það hefur líka mokfiskast á línuna og skiptir þá engu máli hvort menn eru að eltast við þorskinn eða forðast hann, það hefur líka verið mjög gott á ýsu og steinbít," sagði Sigurð- ur. „Við höfum fengið góðan afla á handfærin í sumar og einnig reyt- ingsafla á línuna. Það munar mest um að tíðin hefur verið einstaklega góð í sumar og miklar stillur. Þetta er skársta sumarið í langan tíma, bæði hvað varðar aflabrögð og tíðarfar, en þetta fylgist að sjálf- sögðu að,“ sagði Jóhannes Henn- ingsson, trillusjómaður í Grímsey, í gær. Að sögn Jóhannesar fá bátarnir þokkalega góðan fisk, þó aflinn hafi verið blandaður. Hann sagði ekki mikið af aðkomubátum í Grímsey og væntanlega færu flakk- ararnir frekar vestur á firði. „Það hefur víða verið gott fiskirí á færin í sumar og því dreifast menn um landið,“ sagði Jóhannes. ^ NASA Atta daga í geimnum ÁHÖFN bandarísku geimferj- unnar Discovery hóf í gær átt- unda starfsdag sinn úti í geimn- um. Förin hefur gengið að ósk- um, og starf geimfaranna einn- ig. Islensk-kanadiski geimfar- inn Bjarni Tryggvason hefur sinnt rannsóknum og virkni titringsjafnara sem er hans eig- in hönnun. Áætlað er að Dis- covery lendi 18. ágúst. Auk vís- indastarfanna hefur Bjarni haldið fréttamannafund, er hann ræddi við kanadíska fréttamenn sem voru staddir í Toronto, en sjálfur sveif hann í þyngdarleysi um borð í Dis- covery. Þá hefur hann sagt skólabörnum í Saskatchewan- fylki undan og ofan af því hvernig það er að vera úti í geimnum, og einnig hefur hann rætt við Jean Chrétien, forsæt- isráðherra Kanada. Samdráttur hjá grænfriðungnm FÆKKUN félagsmanna og fjár- málavandræði hafa orðið til þess að umhverfisverndarsamtökin Gre- enpeace hyggjast draga verulega úr starfsemi sinni í Bandaríkjunum, og m.a. ioka flestum af 10 svæða- skrifstofum sínum, að því er blaðið San Francisco Examiner greinir frá. Deborah Rephan, fulltrúi sam- takanna, segir líklegt að öllum skrifstofum þeirra í Bandaríkjunum verði lokað nema þeirri í höfuðborg- inni Washington. Einnigyrði starfs- fólki í Bandaríkjunum að líkindum fækkað úr 400 í 65 og fjárhagsáætl- un fyrir næsta ár dregin saman úr 29 milljónum dala í 21 milljón. Rephan segir að þrátt fyrir að samtökin hafi verið áberandi á al- þjóðavettvangi hafi félagafjöldi þeirra í Bandaríkjunum dregist saman úr 1,2 milljónum 1991 í rétt rúmlega 400 þúsund nú. Þessi samdráttur í Bandaríkjun- um mun ekki hafa áhrif á alþjóða- samtök Greenpeace, sem hafa útibú í 32 löndum. Fjárhagsáætlun þeirra hljóðar upp á 145 milljónir dala. I » \ | \ I Finnlandi lifir latínan ÞÓTT latína sé almennt talin „dautt“ tungumál gætu þeir sem áttu leið til Jyvaskyía í Finnlandi á síðustu dögum auð- veldlega hafa haldið að svo væri ekki. Þar komu saman 220 Iatínufræðingar frá 21 landi á vikulanga ráðstefnu, sem lauk í vikunni, og ræddu heima og geima að hætti Caesars og Cice- ros. Latínufræðingar víða að úr heiminum komu jafnvel gagngert til Finnlands til þess að fríska upp á hæfni sína til að tala hina fornu menningar- tungu. Þrátt fyrir að aldir séu liðnar frá því latína var sameiginlegt tungumál evrópskra mennta- manna og því skortur á latnesk- um orðum til að lýsa ýmsum fyrirbrigðum nútímans, olli það þátttakendum ráðstefnunnar, sem voru iðnir við nýyrðasmíði, ekki vandræðum. Þannig gátu til dæmis allir auðveldlega skil- ið að „inscriptorem cursualem electronicam" stæði fyrir tölvu- póst. Finnskur framburður næstur upprunalegum Líklegt er að sú tunga sem hljómaði af vörum ráðstefnu- gesta hafí verið allnokkuð frá- brugðin því sem heyra mátti á götum Rómaborgar til forna. Hver og einn talaði latínuna með sínum eigin framburði. Þó að engar óyggjandi sann- anir séu til fyrir því hvernig hin klassíska latína hljómaði, telja málvísindamenn sig hafa fundið út með allgóðri vissu hvernig hinn upprunalegi fram- burður var. „Þetta gerir að verkum að allir hafa ákveðna viðmiðun sem þeir geta lagt sig fram um að nálgast," segir Pia Ahtonen, ein skipuleggjenda ráðstefnunnar og latínukennari í Jyvaskyla. Eins og viðeigandi er á fund- arstað ráðstefnunnar trúa margir því að finnskur fram- burður komist næst hinum upp- runalega - jafnvel þótt í fínnsku sé færri orð að fínna af latneskum uppruna en í öðr- um nútímatungum. „Eg syng með mínum fínnska framburði vegna þess að það er hreinasta latínan," segir Jukka Ammondt, prófessor við háskólann í Jyvaskyla, sem gerði garðinn frægan fyrir tveimur árum þegar liann tók upp EIvis Presley-lög á Iatínu. L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.