Morgunblaðið - 15.08.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 19
ERLEIMT
Reuter
JONNY Winters, Elviseftirherma frá Köln í Þýskalandi, stillir
gítarinn fyrir utan skrifstofur Sun-hljómplötuútgáfunnar í
Memphis, en þar í borg hóf hann ferilinn.
Tuttugri ár liðin frá því Elvis Presley lést
„Konungurinn
er allur“
„ELVIS Presley, sem olli byltingu
í bandarískri dægurtónlist með
ófáguðum söngstíl og var hetja
tveggja kynslóða rokktónlistar-
unnenda, lést í gær í Memphis,
Tennessee. Hann var 42 ára.“
Þannig hófst frétt í bandaríska
blaðinu Washington Post fimmtu-
daginn 17. ágúst 1977, eða íyrir
réttum tuttugu árum.
Þau tíðindi, er þarna var greint
frá, að konungur rokksins væri
allur, mörkuðu ákveðin þáttaskil
í bandarískri sögu, því með hon-
um var genginn einn kyndilbera
nýrra viðhorfa til lífsins og tilver-
unnar, sem hafði gefíð einni kyn-
slóð tóninn, í eiginlegri og óeigin-
legri merkingu, í uppreisn hennar
gegn annarri.
Lík Presleys fannst klukkan
hálf þijú síðdegis að staðartíma
í Memphis. Hann var á heimili
sínu, óðalinu Graceland. Jerry
Esposito, einn framkvæmdastjóra
hans, fann hann . I frétt Washing-
ton Post daginn eftir kom fram
að dánarmein Presleys hafi verið
sagt mjög óreglulegur hjartslátt-
ur, sem teldist í rauninni hjarta-
áfall. Þriggja klukkustunda
krufning hefði ekki leitt í ljós
merki um nein önnur mein. Engin
merki fundust um ofnotkun lylja.
Elvis Aaron Presley fæddist í
Tupelo í Mississippi 8. janúar
1935. Tvíburabróðir hans, Jesse
Garon, lést við fæðingu. Elvis var
18 ára þegar hann fór fyrst í
upptökustúdíó í Memphis og
reiddi fram fjóra dollara til að
taka upp lögin „My happiness“
og „That’s when your heartaches
begin“ til þess að gefa móður
sinni.
En hann hóf söngferilinn fyrr,
söng sálma og gospellög með for-
eldrum sínum, Vernon og Gladys.
Þau gáfu drengnum gítar þegar
hann var 11 ára, og þótt hann
yrði ímynd uppreisnarseggsins
sem gaf lítið fyrir gildi genginna
kynslóða var hann ætíð nátengd-
ur foreldrum sínum, ekki síst
móður sinni, sem var honum kær-
ari en flest annað.
Plötur hans seldust í meira en
500 milljónum eintaka á meðan
hann lifði og hann lék í 33 kvik-
myndum. Þegar hann kom fram
í sjónvarpsþætti Eds Sullivans
1956 æptu unglingar sig hása en
kaþólskur prestur átaldi drenginn
fyrir „siðbrot". Gagnrýnanda
New York Times þótti lítið til
koma, enda yrði varla greint að
Presley þessi hefði söngrödd að
ráði.
Gagnrýnandi Washington Post
sagði um eina af fyrstu kvikmynd-
unum sem Presley Iék í, að vin-
sældir hans væru til marks um
„ungdómsdýrkun, ungdóms sem
er hrár, óreyndur og óagaður,
ungdóms sem dýrkar hinar frum-
stæðustu hvatir og líkamlegan
þokka, ungdóms sem á enga sam-
leið með sér eldra fólki."
Fyrsta maí 1967 giftist hann
Pricillu Beaulieu og í febrúar
1968 fæddist þeim dóttir, Lisa
Marie. Hjónabandinu lauk með
skilnaði í október 1973. Skömmu
eftir það fóru að berast fréttir
af því að Presley ætti við heilsu-
brest að stríða.
Fregnin af láti hans barst um
allan heim. í Santíagó í Chile var
prentun dagblaða stöðvuð og út-
varpsstöðvar breyttu dagskránni
og greindu frá ævi „el Rey de
Rock ’n’ RoIl.“ Evrópskar út-
varpsstöðvar, þar á meðal Radio
Luxembourg, hættu reglulegum
útsendingum og hófu að spila tón-
list konungisins.
„Konungurinn er allur," sagði
fyrrum Bítill, John Lennon. „En
rokktónlistin mun aldrei deyja.
Lengi lifi konungurinn."
Ath! Við höfum opið lengur: Föstudag 9-20 - Laugardag 10-17
KEFLAVIK:
Bílasala Reykjaness
Hafnargötu 88
Sími 421 6560
BORGARNES:
Bílasala Vesturlands
Borgarbraut 58
Sími 437 1577
SELFOSS:
Betri bílasalan
Hrlsmýri 2a
Sími 482 3100
REYÐARFJORÐUR:
Lykill hf.
Búðareyri 25
Sími 4741199
AKUREYRI:
Bifreiöaverkstæöi
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5
Sími 462 2520
Sunnudaginn 17. ágúst veröur einnig opiö kl.13-17 í Bílahúsinu
LrÍL/LMÚ SÍ®
(í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) • Sævarhöföa 2 • Reykjavík
Símar: 525 8020 - 525 8026 - 525 8027 • Símbréf 587 7605
Einnig ÚTSALA á ÚTILEIKFÖNGUM frá BJARKEY
á fjölda notaöra bíla
Nú er tækifærib!
Vegna gífurlegrar sölu á nýjum bílum
hjá Ingvari Helgasyni og Bílheimum
seljum viö fjölda notaöra bíla
meö alvöru afslætti.
Frábær greiöslukjör:
Engin útborgun og lán til allt ab 48 mánaða
Fyrsta afborgun getur veriö eftir allt að 6 mánuði
Visa/Euro raðgreiðslur til allt að 36 mánaða
Þú kemur og semur
Rýmingarsala Frábær greiðslukjör: Engin útborgun og lán til allt að 48 mánaba Fyrsta afborgun getur verib eftir allt ab 6 mánuöi Visa/Euro rabgreibslur til allt ab 36 mánaða.
á notuðum Þú kemur og semur
dráttaruélum, Ath! Við höfum opið lengur: Föstudag 9-20 - Laugardag 10-17 - Sunnudag 13-17
gröfum og | | í! Helgason hf.
Ueififínnutæklum Simi 525 8000 Beimi sími sölumanna 525 8070