Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 22
JD A (
MORGUNBLAÐIÐ
p.s
22
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
LISTIR
Þokkafullur
samleikur
TONLIST
L i s t a s a f n S i g u r j ó n s
Ólafssonar
KAMMERTÓNLEIKAR
Ásdis og Amaidur Aniarböm fluttu
samleiksverk eftir Friedrich Burgm-
Uller, Jaime M. Zenamon, Hafliða
Hallgrímsson og Radamés Gnattali.
Þriðjudagurinn 12. ágúst, 1997.
SAMLEIKUR á selló og gítar getur
verið erfiður vegna mikils munar
á hljómstyrk hljóðfæranna en að
þessu sinni var undirleikurinn í
höndum Arnaldar Arnarsonar, sem
er reyndur konsertgítaristi, er get-
ur sem best haldið í við eitt selló.
Tónleikarnir hófust á þremur næt-
urljóðum eftir eldri Burgmiiller
bróðurinn, Friederick (1806-
1874), sem aðallega er kunnur
fyrir kennsluverk í píanótækni.
Yngri bróðurinn, Norbert (1910-
1936), sem var undrabarn, þótti
meiri tónsmiður en Friedrich en
bjó sína stuttu ævi við mikia fá-
tækt og heilsuleysi. Næturljóðin
eru falleg tónlist og voru fallega
mótuð af flytjendum og lék Ásdís
Arnardóttir næturljóðin í heild að
mörgu leyti vel.
Annað viðfangsefni tónleikanna
var Reflexoes nr. 6 eftir Jaime
Mirtenbaum Zenamon (1953), gít-
arista frá Bolivíu. Ekki eru verk
hans viðameiri að gerð en verk
Burmiillers en fallega hljómandi
og voru hið besta flutt. Þriðja verk-
ið á efnisskránni var Tristia, eftir
Hafliða Hallgrímsson. Um er að
ræða flokk smáverka, sem öll bera
heiti, er að því leyti til minna á
franska rókókó-höfunda á 17. og
18. öld. Tákngildi tónhljóða er tak-
markað og að lýsa í tónum „Á í
norðri, Svefnþrungnum fjöllum,
Haföldum og Kvöldflugi yfir þögn-
ina“, nær tæplega meiru en ein-
hverri ímyndarðri stemmningu.
Hafölduna þekkja flestir í stærra
formi en túlkuð var í verki Hafliða
en besti kafli þessa raðverks var
kafli sem ber heitið Aldrei mun
stjarna deyða og þar mátti heyra
eitt og annað sem vel hefði þénað
sem túlkun á hafróti. Má vera að
sú hafalda sem Hafliði túlkaði í
sínu verki hafi átt að sofa í frið-
sæld ládeyðunnar. Verkið í heild
var auðheyrilega vel æft og á köfl-
um töluvert bragð að leik systkin-
anna.
Tónleikunum iauk með Sónötu
eftir Radames Gnattali (1906-
1988) frá Brasilíu. Sónatan er ekki
sérlega nýtískuleg, nema helst loka-
kaflinn, con spirito, sem var lakast
leikinn. Adagio þátturinn var fall-
ega mótaður. Það verður að segjast
eins og er, að mikill hluti tónlistar
frá Suður-Amerku er ekki áhuga-
verður, nema þá helst að heyra
megi danshrynjandi, sem þó gerir
verk manna þarna suður frá oftlega
helst til of einhæf. Þar fer ekki
milli mála að Arnaldur er fær gítar-
isti og í undirleiknum fékk hann
einstakt tækifæri til að útlista leikni
sína. Ásdís leikur af þokka og náði
að gæða sum verkin leikhlýju en
vantar ennþá reisn einleikarans, er
talar til áheyrandans af myndug-
leik. Þrátt fyrir þetta var leikurinn
í heild þokkafullur. Aukalag fluttu
þau og er það útsetning á „ís-
lensku" þjóðlagi, sem sungið er við
saknaðarljóð séra Stefáns Olafsson-
ar, í Vallanesi austur. Þetta ljóð,
Ég veit, eina baugalínu, er eitt af
dýrustu ástarkvæðum íslenskrar
tungu og stakk það undirritaðan,
að lagið var útsett eins og danslag,
með útafvíkjandi hljómskipan hér
og þar, líklega til að vera nýtísku-
legur.
Jón Ásgeirsson
Djasstónleikar
í Ytri-Njarð-
víkurkirkju
TROMPETLEIKARINN Veigar
Margeirsson heldur tónleika næst-
komandi sunnudagskvöld kl. 20.30
í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á efnis-
skránni eru þekkt lög úr djassheim-
inum í léttari kantinum auk laga
eftir Veigar sjálfan. Með honum
ieika Eyþór Gunnarsson á píanó,
Gunnlaugur Guðmundsson á kontra-
bassa, Jóhann Hjörleifsson á tromm-
ur og Jóel Pálsson á saxófón.
Veigar hefur undanfarin misseri
stundað nám í tónsmíðum og útsetn-
ingum á Miami og bar sigur úr být-
um í tónsmíðakeppni á vegum djass-
tímaritsins Down Beat, en keppend-
ur eru úr öllum helstu tónlistarhá-
skólum Bandaríkjanna og Kanada.
Veigar hefur dvalið hér á landi í
sumar og leikið með Milljónamær-
ingunum og er einnig nýkominn
heim úr tónleikaferð með Mezzoforte
og mun hann halda af landi brott
til náms í lok þessa mánaðar.
♦.4-»
Djass á
Jómfrúnni
Á VEITINGAHÚSINU Jómfrúnni
við Lækjargötu verða haldnir djass-
tónleikar laugardaginn 16. ágúst kl.
16-18 og mun verða leikið utandyra
ef veður leyfir.
Þeir sem leika eru Reynir Sigurðs-
son á víbrafón, Hilmar Jensson gítar
og Gunnar Hrafnsson á bassa.
HANDVERKSSÝNING
verður I Árbæjarsafni á
sunnudag.
Handverks-
hátíð í Árbæ
HANDVERKSHÁTÍÐ verður
haldin í Árbæjarsafninu á
sunnudag.
Gestir safnsins fá að sjá
margs konar handverk, ísleif-
ur Friðriksson eldsmiður
smíðar skeifur í gömlu smiðj-
unni við Árbæ, úrsmiður verð-
ur að störfum í Þingholts-
stræti og gullsmiður í Suður-
götu 7. A baðstofuloftinu I
Árbænum verður tóvinna,
roðskógerð og spjaldvefnað-
ur. Eldri borgarar úr Gerðu-
bergi sýna orkeringu I Suður-
götu 7, bókband í Miðhúsi og
útskurð í Árbæ.
Vox Feminae.
Vox Feminae æfir
fyrir Austurríkisferð
KVENNAKÓRINN Vox Feminae
mun halda opna æfingu undir
stjórn Sibyl Urbancic, í húsnæði
Kvennakórs Reykjavíkur að Ægis-
götu 7, laugardaginn 16. ágúst nk.
Kórinn fer í tónleikaferð til Aust-
urrikis í mánuðinum og mun halda
þar tvenna tónleika.
Æfingin á morgun hefst kl. 15
og stendur í u.þ.b. klukkustund.
Aðgangur er ókeypis. Á dagskrá
verða verk eftir austurrísk og fs-
lensk tónskáld frá 16. öld og fram
til 20. aldar. Nokkur verk eru eft-
ir eldri tónskáld s.s. Caspar Ot-
hmayr, Leonhardt Lechner,
Heinrich Isaac og Joseph Haydn
en önnur eru eftir 20. aldar tón-
skáld: Konur eftir Þorkel Sigur-
björnsson og verk eftir Báru
Grfmsdóttur við Þulu Theódóru
Thoroddsen ásamt Maríuljóðum
eftir Atla Heimi Sveinsson, og
Anton Heiller. Auk þess verður
flutt graffskt verk við orð úr Inú-
it-eskimóamáli; Snowforms eftir
R. Murray Schafer. Auk þess
verða flutt austurrísk þjóðlög og
fslensk þjóðlög f raddsetningu
Victors Urbancic, Jóns Ásgeirs-
sonar og Árna Harðarsonar.
Kórinn mun sí ðan syngja við
messu þjá sr. Karli Sigurbjöms-
syni í Hallgrfmskirkju sunnudag-
inn 17. ágúst kl. 11.1 tónleikaferð
sinni til Austurrfkis dagana
20.-27. ágúst nk. mun kórinn
halda tvenna tónleika undir stjóm
Sibyl Urbancic. Annars vegar f
Stift Göttweig laugardaginn 23.
ágúst og hins vegar f St. Michael
kirkjunni í Vín 24. ágúst.
íslenzkar íðir
LIST OG
HÖNNUN
Norræna húsið
a n d d y r i
ULL OG ÍÐIR
Sunnlenskar handverkskonur. Op-
ið alla daga á tímum Norræna
hússins. Til 17. ágúst. Aðgangur
ókeypis.
ULLARVINNSLU, handverki og
hvers konar listrænum íðum hef-
ur vaxið fiskur um hrygg á
undanförnum árum og sums
staðar í svo ríkum mæli að hægt
er að tala um byltingu. Er hér
öðru fremur um sjálfsbjargarvið-
leitni fólks að ræða á erfiðum
tímum, en einnig vaxandi skiln-
ing á þýðingu skapandi listíða.
Var ekki vonum fyrr og enn er
margt frumstætt og af vanefnum
gert, en mjór er mikils vísir og
af mannauði eiga íslendingar
nóg. Hér skiptir markaðssetning
og skilningur afar miklu, en eng-
inn vafi leikur á, að vettvangur-
inn á mikla framtíð fyrir sér ef
rétt er að málum staðið.
Það er einmitt tilfellið, er
handverkskonur á Suðurlandi,
sem tengjast ullarvinnnslu í
Þingborg fá menntaðan fag-
mann til að velja verk á sýningu
og annast uppsetningu hennar
eins og á sér stað um fram-
kvæmdina í anddyri Norræna
hússins. Fengu þær Hildi Há-
konardóttur veflistakonu hlut-
verkið, sem án vafa hefur geng-
ið hreint til verks og valið rjóm-
ann af innsendum munum.
Ullarvinnslan í Þingborg starfar
í gömlu skólahúsi rétt við þjóð-
veginn í miðjum Flóanum austan
við Selfoss. Þar er sölustaður á
sumrin og rekið kembiverkstæði
sem framleiðir lyppur til
handspuna árið um kring og
einnig er þar aðstaða til nám-
skeiða. í handverkshópnum eru
um 30 konur sem fyrstu árin
unnu undir stjórn Helgu Thor-
oddsen, vefjarefnafræðings og
handverksfrömuðar, að því að
bæta meðferð ullarinnar og
finna möguleika til að nota þetta
hráefni á nýjan og fjölþættari
hátt, bæði til handspuna með
nútímalegum hjálpartækjum svo
sem rafknúnum kembivélum og
fljótvirkum rokkum og sömu-
leiðis flókagerðar, sem víða ryð-
ur sér nú til rúms og býður upp
á margs konar möguleika. Jafn-
framt er töiuvert unnið úr horn-
um, beinum og fleiri dýraafurð-
um. Fleiri upplýsingar liggja
frammi á sýningunni eins og
t.d. sú skondna vitneskja, að
orðið peysa er komið frá sjó-
mönnum á frönskum duggum
og þýðir bóndi, paysan, á þeirra
tungu. Þeir hafa líkast til bent
á peysuklæddan búandann og
endurtekið; paysan, paysan,
þegar þeir vildu gera kaup og
orðið fest í málinu. Hér var að
líkindum um tvíbanda, tvílita
peysu að ræða með doppóttu
símunstri, og hér gerir lausa
mynsturbandið á röngunni flík-
ir.a hlýrri, því hún er nánast
tvöföld. Sjálf lopapeysan er ung
að árum ekki nema rétt fertug,
þótt hún sé nú orðin sígild. Lopi
er óspunnin ull, verður til sem
millistig í vélaframleiðslu og
uppgötvaðist það nánast fyrir
tilviljun að hægt var að pijóna
úr honum á vinnslustiginu.
Allt eru þetta nytsamar upp-
lýsingar sem rétt er að halda
fram og árétta, en á sjálfri sýn-
ingunni er mikið úrval hvers
konar íða og má nefna roðtösk-
ur, textíla, skart, ullarflóka,
grísablöðrur, körfur, þæfingar,
prjón, jurtalitun, galdrastafi á
steinvölur, tálgaða hrafna, lóur
og að sjálfsögðu peysur. Einnig
má nefna að pijónuð verk Guð-
rúnar Hálfdánardóttur frá Höfn
í Hornafirði eru á staðnum, sem
sýna sveitafólk að störfum.
Það sem helst vekur athygli á
þessari markverðu framkvæmd
er að einungis konur hafa lagt
hér hönd að, en íðir eru með
sanni ekki sérfag kvenna nú um
stundir hvað sem segja má um
fyrri tíma. Máli skiptir að hér
er rétt stefna tekin á hæðina um
framníngu handverks og þjóð-
reisnar um leið.
Bragi Ásgeirsson
>
t
L
t
!
I
í
r;
i
iv'
Flauta, víóla og harpa »
í Stykkishólmskirkju
LOKATÓNLEIKAR sumartón-
leikanna í Stykkishólmi þetta árið
verða í lok Dönsku daganna
sunnudaginn 17. ágúst kl. 17. Það
eru þær Guðrún Birgisdóttir,
flautuleikari, Svava
Bernharðsdóttir, ví-
óluleikari og Elísa-
bet Waage, hörpu-
leikari, sem leika.
Á efnisskránni
eru tónverk eftir
W.A. Mozart,
danska tónskáldið
Carl Nielsen, Ge-
orge Bizet, Jaques
Ibert, Gabriel
Fauré og Claude
Debussy.
Allar hafa tónlistarkonurnar
lokið framhaldsnámi erlendis.
Guðrún fór að loknu námi hér
heima til Óslóar og síðan til París-
ar. Hún hefur spilað á fjölmörgum
tónleikum, samleik og einleik,
bæði heima og erlendis auk þess
að kenna við Tónlistarskóla Kópa-
vogs og Skólahljómsveit Laugar-
nesskóla.
Svava Bernharðsdóttir lauk
doktorsprófi frá Juilard tónlistar-
skólanum 1989 og nam barokk-
tónlist í Sviss. Hún hefur starfað
með fjölmörgum hljómsveitum
hér heima og erlendis og starfar
nú sem leiðandi víóluleikari við
Slóvensku fílharmoníuna í Ljublj-
Guðrún Svava
Birgisdóttir Bernharðsdóttir
ana. Hún er einnig dósent í víólu-
leik við háskólann þar í borg.
Hörpuleikarinn Elísabet Waage
fór að loknu námi í píanóleik og
hörpuleik hér heima til framhalds-
náms í hörpuleik í Konunglega
tónlistarháskólanum í Haag í Hol-
landi. Kammermúsík skipar stóran
sess í starfi Elísabetar en einnig
leikur hún í hljómsveitum. Elísabet
hefur komið fram sem einleikari
bæði hér á íslandi, í Hollandi,
Finnlandi og Danmörku.
í
i:
í
I
.