Morgunblaðið - 15.08.1997, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 27
AÐSENDAR GREINAR
Já, hlustum
á Adam Smith!
FYRIR skömmu
hvatti ég Þorvald
Gylfason og aðra
veiðigjaldssinna til
þess að lesa rit Adams
Smiths, föður hag-
fræðinnar, því að
Smith hefði gert meg-
inröksemd þeirra
gegn kvótakerfinu
skil. Hún er, að hag-
fræðingar hafi ekki
áhuga á bættum við-
skiptahag, ef fólk eins
og ímelda Marcos á
Filippseyjum hirðir
eitt ávinninginn.
Smith hafði hins veg-
ar bent á það, að auð-
menn hefðu ekki miklu meira
magamál en annað fólk, svo að
auður þeirra hlyti að lokum að
renna í fjárfestingar og kaup á
vöru og þjónustu. Bættur hagur
auðmanna væri um leið bættur
hagur annarra.
Þorvaldur Gylfason svaraði, að
Adam Smith hefði verið andvígur
opinberum styrkjum til einstakra
atvinnugreina, því að þeir röskuðu
hag þeirra, sem ekki nytu þeirra,
og rugluðu styrkþegana í ríminu.
Þetta var satt og rétt, en kom
ekki við því, sem við Adam Smith
höfðum verið að segja. Kvótakerf-
ið er hagkvæmt skipulag fiskveiða,
en ekki kerfi opinberra styrkja við
sjávarútveg. Þetta á ekki að þurfa
að segja neinum hagfræðingi. Þor-
valdur Gylfason vakti síðan at-
hygli á því, að Adam Smith var
ekki andvígur stuðningi við lista-
menn, þótt hann mælti mjög í
Hannes Hólm-
steinn Gissurarson
móti styrkjum til
framleiðslufyrirtækja.
Þetta er laukrétt. Eins
og fram kemur í Auð-
legð þjóðanna árið
1776, hugsaði Adam
Smith sér, að ríkið
annaðist þrjú mikil-
væg verkefni, að halda
uppi lögum, veijast
erlendum innrásar-
herjum og tryggja
þjónustu, sem væri
heildinni í hag, þótt
ekki borgaði sig alltaf
fyrir einkaaðila að
veita hana. Meðal hins
síðastnefnda taldi
Adam Smith stuðning
við skólagöngu og fagrar listir.
Það er því misskilningur, sem
Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi pró-
Kvótakerfið er hag-
kvæmt skipulag fisk-
veiða, segir Hannes
Hólmsteinn Gissurar-
son í sjöundu grein sinni,
en ekki kerfi opinberra
styrkja við sjávarútveg.
fessor, hélt fram í bókinni Sögu-
slóðum árið 1978, að Adam Smith
hafi talið „afskipti af hálfu ríkisins
ónauðsynleg að því frátöldu, að
ríkinu bæri að vernda líf og eignir
þegnanna, ogjafnvel skaðleg". Er
ekki seinna vænna, að Þorvaldur
leiðrétti þennan misskilning Gylfa.
Þorvaldur Gylfason kynnti hins
vegar ekki skoðun Adams Smiths
á háskólaprófessorum í fimmtu
bók Auðlegðar þjóðanna. Þar sagði
Smith hið mesta óráð að slíta í
sundur tengslin á milli framboðs
háskólakennslu og eftirspurnar
eftir henni. Háskólaprófessorar
þyrftu ekki að taka neitt tillit til
þeirra, sem greiddu fyrir þjónustu
þeirra. Þeir stjórnuðu sjálfir þeirri
stofnun, sem ætti að halda uppi
aga og eftirliti með þeim, en hætt
væri við því, að þeir bindust sam-
tökum um gagnkvæm grið, þyldu
hver öðrum að vanrækja skyldur
sínar.
Það er sannleikskjarni í þessari
gagnrýni Adams Smiths. Þau rök,
sem Þorvaldur Gylfason hefur ós-
part notað gegn íslenskum bænd-
um, hitta hann sjálfan fyrir: Fram-
leiðsla hans er ekki í neinum tengsl-
um við markaðinn; ríkið sér um að
tryggja honum lágmarkslaun án
tillits til þess, hvort hann stendur
sig vel eða illa. Og Þorvaldur stend-
ur sig að minnsta kosti ekki vel sem
spámaður. Fyrir nokkrum misser-
um gaf hann út bókina Síðustu
forvöð. Þar sagði hann, að allt
væri hér á leiðinni norður og niður
sakir óstjórnar. En hér er uppgang-
ur á öllum sviðum, hallalaus fjár-
lög, engin verðbólga, hverfandi at-
vinnuleysi, sterkur gjaldmiðill! Is-
lendingar hljóta hæstu einkunn
fyrir skipulag fiskveiða hjá Efna-
hags- og samvinnustofnuninni í
Evrópu og hafa nýlega verið settir
í hæsta lánshæfnisflokk hjá erlend-
um fjármálafyrirtækjum. Síðustu
forvöð?
Höfundur er prófessor í
stjórnmálafræói í
félagsvísindadeild Háskóla
Islands.
Reykholt hér
og Reykholt þar
Á HVERJU ári kemur töluverð-
ur fjöldi af ferðamönnum bæði inn-
lendum og erlendum í Reykholt til
að beija Snorralaug augum. Það
væri ekki í frásögur færandi ef
ekki væru til tvö Reykholt á land-
inu. Það Reykholt sem hér um
ræðir er ekki í Borgarfirði og þar
er engin Snorralaug, heldur er það
Reykholt í Biskupstungum. Þang-
að keyra menn um Grimsnes,
Skeið, eða yfir Kjöl og er Reykholt
í um 7 km fjarlægð frá Skálholti
og 18 km frá Geysi. Þó ferðalang-
ar finni ekki umrædda laug þá
verða þeir ekki fyrir vonbrigðum
í Reykholti í Biskupstungum, því
þar og í nágrenni þess er ýmislegt
að sjá. Helstu vonbrigði ferða-
manna tengjast því þegar farangur
þeirra fer einn hring um Borgar-
íjörðinn áður en hann kemst í
„rétt“ Reykholt. Gárungarnir vildu
ólmir nefna heita pottinn í Reyk-
holtslaug Snorralaug, en til að
valda ekki frekari misskilningi
fékk hann nafnið Aragjá til heið-
urs Ara fróða.
í Reykholti er þéttbýliskjarni
með nálægt 100 íbúa. Þar er mik-
ill jarðhiti og fjöldi gróðurhúsa.
Reykholtshver sér ibúum fyrir
nægu heitu vatni og þar er mann-
líf ekki síður blómlegt en gróður-
líf. Áttatíu og fimm nemendur eru
í Reykholtsskóla, sem er grunn-
skóli, og rúmlega. þijátíu börn eru
í Leikskólanum Álfaborg, sem rek-
inn er í gamla skólahúsinu.
Síðla sumars þegar ferðamenn-
irnir hætta að spytja um Snorra-
laug hefjast hringingar í Reyk-
holtsskóla frá fólki í leit að upplýs-
ingum um framhaldsskólann, sem
eins og laugin góða er staðsettur
í Borgarfirði. í Reykholti var hins
Gárungarnir vildu ólmir
nefna heita pottinn í
Reykholtslaug Snorra-
laug, segir Asborg
Arnþórsdóttir, en til
að valda ekki frekari
misskilningi fékk hann
nafnið Aragjá til heiðurs
Ara fróða.
vegar byggður steinsteyptur
heimavistarskóli árið 1927 og
munu Biskupstungnamenn hafa
verið manna fyrstir til að byggja
í sveit svo veglegan skóla til fram-
tiðar. Skólahald var snemma með
miklum myndarbrag, steypt sund-
laug var við skólahúsið og kennt
var m.a. sund, söngur og handa-
vinna. Einn og sami kennarinn
kenndi allar greinar, jafnt smíðar,
saum, íþróttir sem og raddaðan
söng. Orgel var í skólanum enda
Tungnamenn með ólíkindum
söngelskir, hvar sem tveir eða
fleiri koma saman þá er orðið
söngfært og gjarnan tekið lagið.
Nemendur gróðursettu tijáplönt-
ur, fóru í menningarferðalög á
vorin og á vetrum voru haldnar
skemmtanir þar sem nemendur
komu fram. Þannig var líf skóla-
barna fyrir tæpum 70 árum og
enn í dag alast börn í Biskups-
tungum upp við ríka umhverfisvit-
und og menningarlíf. Heimavist
er aflögð í Reykholti en nemendur
koma víðs vegar að úr sveitinni í
skólabílum.
Félagsheimilið Aratunga er í
Reykholti, það er ekki lengur
„sveitaballhús" (eins og margir
minnast með blik í auga) heldur
er þar skólamötuneyti og lífleg
félagastarfsemi á vetrum en veit-
ingahús og þjónusta við ferðamenn
á sumrin. Skrifstofa Biskupst-
ungnahrepps er i Aratungu og al-
gengt er að menn telji að byggða-
kjarninn heiti Aratunga, en það
er eingöngu húsið sjálft sem ber
það nafn. Reykholt í Biskups-
tungum er allt í senn miðstöð sveit-
arinnar, viðkomustaður ferða-
manna og vaxandi þéttbýlisstaður,
en það er spurning hvort ekki
þyrfti að aðgreina Reykholtin tvö
í daglegu tali. Hvernig hljómar
Reykholt vestra og syðra sbr.
Borgarfjörður eystri eða bara
Reykholt hér og Reykholt þar?
Höfundur er ferdamálafulltrúi
uppsveita Arnessýslu.
Reykjanesfólkvang-
ur, náttúruperla á
höfuðborgarsvæðinu
REYKJANES-
FÓLKVANGUR er
svæði sem afmarkast
af Heiðmörk og Blá-
fjallafólkvangi að norð-
an og sýslumörkum
Árnessýslu til sjávar að
austan. Vesturmörkin
liggja frá Vífilsstaða-
hlíð, um Kaldársel,
vestan Undirhlíða og
vestan við Vesturháls
til sjávar við Selatanga.
Fólkvangurinn nær
yfir um það bil 300 fer-
kílómetra svæði og er
hann eitt langstærsta
friðlýsta svæði sinnar
tegundar á landinu.
Hildur
Jónsdóttir
Þetta svæði er á margan hátt ein-
stakt. Þarna er landslag afar fjöl-
breytt og menjar um eldvirkni,
gliðnun jarðskorpunnar og jarðhita
mjög sýnilegar. Þar er hægt að
skoða nokkuð greinilega ummerki
landreks þar sem risastórar plötur
jarðskorpunnar rekur i sundur um
2 cm á ári. Allur Reykjanesfólk-
vangur er í hinu upprunalega land-
námi Ingólfs Arnarsonar, en brátt
komu aðrir til sem segir í Landn-
ámu. Gamli bærinn í Krísuvík, á
landnáms- og söguöld, hefur staðið
þar sem nú heitir Húshólmi í Ög-
mundarhrauni. Krísuvík var höfuð-
ból og kirkjustaður og fylgdu henni
margar hjáleigur.
Alls eru til heimildir um 13 býli
í Krísuvíkurlandi. Norður frá lönd-
um Vatnsleysustrandar og Krísuvík-
ur tóku við afréttarlönd Álftanes-
hrepps, og tímabundið var byggð í
Kaldárseli. Hlunnindi voru þarna
mikil og telur jarðabók Árna Magn-
ússonar og Páls J. Vídalín þar hafa
verið skóg til kolagerðar fyrir ábú-
endur, móskurð, fjörugrös, eggja-
tekju og fuglaveiði i bergi, selveiði,
rekavon í betra lagi og sölvatekju
nokkra. Ekki má gleyma útræði sem
víða var gott og þó sérstaklega á
Seiatöngum.
Mjög víða má sjá skýrar mann-
vistarminjar, húsarústir, réttir, sjáv-
arbyrgi og garða sem fróðlegt er
að skoða. Gerð hefur verið mjög
ítarleg úttekt á fólkvanginum hvað
varðar gróðurfar og mannvistar-
minjar. Skýrsla þessi var unnin árið
1990 af Guðrúnu Gísladóttur, dós-
ent við Jarð- og landfræðiskor Há-
skóla íslands. í skýrslunni eru teikn-
ingar af nokkrum þeirra býla sem
að mati Guðrúnar hafa mest varð-
veislugildi og hugmyndir um endur-
byggingu þeirra. Það væri skemmti-
legt að geta endurreist þessar lýs-
andi minningar um gamla tímann
og hefðir. Ein leið til þess að koma
slíkum hugmyndum í framkvæmd
er að auglýsa eftir félagasamtökum
eða fyrirtækjum sem vilja taka slík
eyðibýli eða svæði í fóstur og sjá
um fjármögnun og umönnun til ein-
hverra ára. Það gæti orðið stolt
stofnana í byggðarlögum sem eiga
hlutdeild í Reykjanesfólkvangi að
sjá til þess að gömul mannvist
gleymist ei.
Margir staðir í Reykjanesfólk-
vangi hafa eyðilagst af virðingar-
leysi fyrir náttúrunni. Þar má nefna
hafa
staði þar sem ökumenn
hafa þurft að fá útrás
fyrir aksturshæfileika
sína eða réttara sagt
vanhæfni. Djúp eru
sárin sem hægt er að
lesa upp eftir malar-
hryggjum og fallegum
mosagrónum breiðum.
Sá sem lætur eftir sig
önnur eins svöðusár af
hugsunarleysi og
glannaskap veltir því
ekki augnablik fyrir sér
hversu marga áratugi
eða árhundruð tekur
fyrir slík sár að gróa.
Sama má segja um ótal
sandnámur sem teknar
verið innan fólkvangsins. I
könnun sem stjórn Reykjanesfólk-
vangs gerði fyrir ári eru 18 námur
innan fólkvangsins, og þar af hafa
tvær starfsleyfi. Hinar eru flestar
Það gæti orðið stolt
stofnana í byggðarlög-
um, sem eiga hlutdeild
í Reykjanesfólkvangi,
segir Hildur Jónsdótt-
ir, að sjá til þess að
gömul mannvist gleym-
ist eigi.
yfirgefnar án þess að frá þeim hafi
' verið gengið sem skyldi og valda
margar hverjar stórhættu svo ekki
sé talað um mikil náttúrulýti. Það
er hreint ótrúlegt að sjá hvað skilið
er eftir á víðavangi eða falið að
fjallabaki. Árlega þarf að hirða
ónýtar bifreiðar, rafgeyma, spýtna-
brak og ryðgaðar tunnur sem skilið
hefur verið eftir. Umgengni um
fólkvanginn fer þó batnandi og með
auknum upplýsingum og leiðbein-
ingum má merkja mikla bót. Það
er von stjórnar Reykjanesfólkvangs
að sem flestir leggi leið sína um
þessi fallegu svæði sem eru ótrúlega
stutt frá heimilum meirihluta lands-
manna.
Á næstu vikum mun koma út
endurnýjað kort af fólkvangnum þar
sem er að finna ítarlegar upplýs-
ingar um sögu, gróður, dýralíf og
jarðfræði svæðisins. Á kortið eru
merktar helstu gönguleiðir og
kennileiti sem og hin nýja göngu-
leið, Reykjavegur, sem liggur í
gegnum Bláfjallafólkvang og
Reykjanesfólkvang. Korti þessu
verður dreift endurgjaldslaust á
skrifstofum þeirra bæjarfélaga sem
standa að stjórn fólkvangsins og á
fleiri stöðum, en þau bæjarfélög
eru: Reykjavík, Seltjarnarnes,
Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörð-
ur, Grindavík og Reykjanesbær.
Verið velkomin í Reykjanesfólk-
vang, hann bíður ykkar með opinn
faðminn.
Höfundur er landfræöingur og
situr í stjórn Reykjanesfólkvangs.
Námskeið í vörustjórnun
Helstu þættir: Vörustjórnun, birgða- og lagerstjórnun, framleiðslustjórnun, vöru-
dreifing, upplýsingatækni, greining og lausn vandamála.
Námskeiðið er ætlað: Innkaupa- og lagerstjórum, lagermönnum, framleiðslu-
stjórum, verkstjórum í framleiðslu, sölustjórum, stjórnendum í dreifingu,
framkvæmdastjórum minni fyrirtækja, gæðastjórum og yfirmönnum tölvumála.
Námskeiðið verður haldið 26.—27. ágúst.
Upplýsingar og innritun í _ ~ _ . , _
síma 570 7100 og 570 7287 IðlltdBklllStOf 1111111 I