Morgunblaðið - 15.08.1997, Síða 35

Morgunblaðið - 15.08.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 35 vegna vetrarhörku og ísvanda- mála. Var þá álagið oft meira en nú á tímum hinna miklu framfara í fjarskiptatækni og rafbúnaði. I slíkum þrengingum lá Ingólfur ekki á liði sínu og var jafnan í fremstu víglínu. Þegar stund var milli stríða í erilsömu starfi leitaði Ingólfur oft afþreyingar á bökkum vatnsfall- | anna og þá ekki í virkjunarhugleið- ingum heldur til veiða. Þar naut hann annarrar gjöfullar hliðar á landsins ám og vötnum enda af- bragðs laxveiðimaður. Jafnframt lagði hann rækt við ýmsar veiðiár bæði með því að stuðla að bættri fiskgengd og styrkingu laxastofns- ins með seiðasleppingum og rann- sóknum. Ingólfur gerði sér ávallt far um að vernda umhverfi virkj- ana þeirra sem hann starfaði við sem mest og best og var vart á betra kosið í því efni. Snyrti- mennska var þar í hávegum höfð og hefur hún allt síðan reynst mótandi í þeirri viðleitni Lands- virkjunar að leggja metnað sinn í að rekstur aflstöðva fyrirtækisins sé í sem mestri sátt við umhverfið. Landsvirkjunarmenn kveðja Ingólf með söknuði og virðingu. Minningar um góðan starfsfélaga munu hins vegar lifa sveipaðar þakklæti fyrir ágætt samstarf og mikið og gott framlag til orkumála þjóðarinnar. Eiginkona Ingólfs, Ásdís Einars- dóttir, og börn eiga nú um sárt að binda. Að þeim er mikill harm- ur kveðinn er Ingólfur nú heldur í sípa hinstu för. Ásdísi og aðstandendum öllum votta ég innilega samúð. Megi minningin um vænan dreng verða þeim huggun harmi gegn. Halldór Jónatansson. Elsku afi, okkur langar að minn- ast þín með fáeinum orðum. Minningarnar eru svo margar og söknuðurinn mikill, því afi átti svo stóran þátt í lífi okkar. Afi Ingólfur var góður afi og honum þótti afskaplega vænt um öll barnabörnin sín og vildi allt fyrir þau gera. Afi var mikill fjölskyldu- maður og ekkert gladdi hann meira en þegar öll fjölskyldan var saman komin á Rauðalæknum. Hvað gjaf- ir snertir var afi alltaf stórtækur. Þau fáu skipti sem afi bað okkur um að gera sér smá greiða t.d. slá og raka grasið, launaði hann alltaf þrefalt fyrir vel unnin störf. Við systkinin eigum margar góðar minningar um afa í sum- arbústaðnum okkar. Afi var mikill veiðimaður og naut hann sín því vel í Skugga, innan um alla fisk- ana og náttúrufegurðina. Alltaf var stutt í grínið hjá honum og minnumst við þess þegar hann var búinn að sannfæra okkur um að álfar byggju í klettunum umhverf- is Skugga. Oft á tíðum þegar við vorum yngri fengum við systkinin að vera í pössun hjá ömmu og afa á Rauða- læk. Alltaf var jafn gaman og til- hlökkunin mikil. Þá fórum við oft út á tún skammt frá og spiluðum fótbolta og ætíð fór afi út í glugga að fylgjast með okkur með kíkinn í hendi. Þrátt fyrir að afi sé nú farinn frá okkur vitum við að hann er enn að fylgjast með okkur og mun gera að eilífu. Nú er komið að kveðjustund, elsku afi okkar. Við viljum þakka þér fyrir þær góðu stundir sem við fengum að njóta með þér. í hjarta okkar geymum við allar góðu minningarnar. Elsku amma, guð gefi þér styrk á þessari erfiðu stundu. Guðmunda Ósk, Ásdís og Ingólfur Snorri. fRtrgtsttMafeife -kjaml málslns! MINNINGAR JÓHANN JÓNASSON + Jóhann Jónasson 1 fæddist á Svínár- nesi á Látraströnd 26. nóvember 1920. Hann lést í Fjórð- ungssjúkrahúsinu Akureyri 7. síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Elín Þorsteinsdóttir frá Svínárnesi og Jónas Jóhannsson frá Selárbakka. Eina systur átti Jóhann, Onnu, fædd 9. júní 1918, hún dó 35 ára gömul. Anna átti eina dóttur, Elínu, búsett á Akureyri. Jóhann giftist Emilíu Stef- ánsdóttur 17. nóvember 1945. Þau eignuðust tvö börn, Stefán, fæddur 8. október 1946, og Önnu Jónu, fædd 5. ág- úst 1959. Eigin- kona Stefáns er Mendanita Eyrún Cruze. Þau eiga tvö börn, Ritu Rós og Tómas Pál. Stefán á tvo drengi frá fyrra hjónabandi, Þor- stein Kristin og Jóhann Emil. Anna Jóna og eig- inmaður hennar, Einar Jón Briem, eiga tvö börn, Jóhann Orra og Emilíu Góu. Útför Jóhanns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það virðist sem þetta ár ætli að verða ár minningargreina hjá undirrituðum því svo hefur maður- inn með ljáinn höggvið í vinahóp og frændgarð. Þetta er í þriðja sinn með um það bil mánaðar millibili, sem ég finn þörf hjá mér til að skrifa minn- ingargrein og vona ég svo sannar- lega að hlé verði nú á. Það hvarflaði svo sannarlega ekki að mér þegar við Sonja vorum á ferð á Akureyri síðustu helgina í apríl að nú í ágúst yrði vinur minn Jóhann Jónasson allur. Hann var að vanda svo hress og skemmtilegur en þannig eru minn- ingar mínar um þennan góða dreng, alltaf í góðu skapi og mér ætíð tilhlökkunarefni að hitta hann og þó hefði ég viljað kynnast hon- um miklu betur og að samveru- stundirnar hefðu verið fleiri og lengri. Þannig átti það einmitt að verða í sumar og hafði ég heyrt að Jó- hann ætlaði að bjóða mér að koma með sér í laxveiði í tengslum við ættarmót, sem hvorugum okkar auðnaðist að sækja og þá var ætl- un mín að bjóða honum með út á sjó þá ég fór með nokkrum félögum mínum á skak frá Hauganesi nú fyrr í sumar. Það var einmitt þá, sem ég vissi fyrst af því að vinur minn væri kominn á sjúkrahús og það væri nokkuð alvarlegt því að hans stóra og hlýja hjarta væri orðið veikt. Það varð því ekki úr að hann kæmi með á sjóinn á hans gömlu og kunn- ugu heimaslóð, á miðin í kringum Hrísey. Það var einmitt þegar ég kom í fyrsta sinn til Hríseyjar ásamt konu minni og með lítil börn í far- teskinu að okkar Jóhanns fýrstu kynni urðu og vorum við að koma í okkar fyrstu en ekki síðustu heim- sókn til þeirra ágætis hjóna Jó- hanns og Millu, en hún er móður- systir konu minnar. Það var strax þama að vel fór á með okkur Jóhanni, hann svona glóbjartur á að líta og bauð af sér góðan þokka, hress í bragði en undir niðri bjó funi sem helst minnti á litarhátt mannsins. Mér fannst ég fljótt sjá að Jó- hann hafði sterkt skap en jafn- framt vel beislað og hamið og ef honum mislíkaði þá átti hann gott með að henda því frá sér og taka upp góða skapið enda hændust að honum bæði börn og fullorðnir. Börnin okkar voru alltaf hænd að honum og sama virtist verða með barnabömin og þess vegna kom það ósjálfrátt hjá 10 ára dóttur- dóttur okkar er henni var greint frá því að Jóhann væri dáinn: „Þetta verður þá aldrei sama heim- ilið.“ Jóhann var á áram áður mikið til sjós á ýmsum skipum og síðar með eigin útgerð í félagi við ýmsa aðra góða menn í Hrísey og var þá oft ekki slegið slöku við. Það þótti því talsverður viðburður að hann skyldi taka sér frí í örfáa daga á sjöunda áratugnum til að þau hjón kæmu með okkur Sonju að heimsækja skyldmennin í Kelduhverfinu og varð úr þessu hið minnisstæðasta ferðalag en þá hafði Jóhann ekki próf á bíl þó hann væri fær í flestan sjó. Bílpróf tók hann að sjálfsögðu síðar þegar þörfín kallaði en það var ekki fyrr en að loknum Hríseyj- arárunum og þau hjónin fluttu til Akureyrar en þar hafa þau búið í tuttugu og fimm ár og Jóhann við ýmis störf en lengst af þó í Vél- smiðjunni Odda og hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa en þar kom starfsreynslan aldeilis vel að notum við að brýna hnífana fyrir fisk- vinnslukonur. Ekki gat Jóhann hætt að veiða físk þegar sjómennskunni lauk og því var það fljótt að sögur fóru af því að hann væri kominn með „veiðidelluna“ og færi út og suður með stöng í silung og lax og það var einmitt að við fóram saman í Skjálfandafljót fyrir svona tveimur áram eða svo og í sumar átti að endurtaka ferðina en sú ferð verð- ur aldrei farin. Ég heyrði eftir honum haft á sjúkrahúsinu á Akureyri þegar hann var kominn þangað og eflaust haft einhverja vitund um það hvað framundan væri, að það hlytu nú að vera einhverjar laxveiðiár þarna hinumegin. Þarna var Jóhanni rétt lýst, kasta frá sér armæðunni og taka upp léttara hjal og það ætla ég að vona að veiðitúrinn, sem átti að verða hér verði þá þar þegar við aftur sjáumst og það verði þá svipað og í okkar jarðneska lífi, að þú verðir búinn að kanna bestu veiðistaðina þegar ég kem. Þín verður saknað, kæri vinur, af mörgum, það veit ég og með þessum fáu og fátæklegu orðum kveð ég þig, því miður sé ég ekki fram á að geta verið við útför þína en kveðjan kemur þá í staðinn. Hafðu þökk fyrir allt gamalt og gott, ég tel mig hafa ýmislegt af þér lært. Sárastur verður þó sökn- uðurinn hjá þinni góðu konu og fjölskyldunni. Milla mín, megi góð- ur Guð styrkja þig og ykkur öll og með þessum orðum fylgja hug- heilar samúðarkveðjur frá okkur Sonju, börnum og bamabörnum. Þórir Halldór Óskarsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tðlvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokatlaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaösins I bréfasíma 6691115, eða á netfang þess þess (minning@mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni ( bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasfðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðalllnubil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa sktrnarnöfn sln en ekki stutt- nefni undir greinunum. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÉTUR KRISTJÁN ÁRNASON múrarameistari, Bugðulæk 7 Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðju- daginn 19. ágúst kl. 15.00. Úlfhildur Þorsteinsdóttir, Ómar Pétursson, Hlini Pétursson, Guðmundur Pétursson, Hólmsteinn Pétursson, Árni Pétursson, Logi Pétursson, Lýður Pétursson, Anna Lísa Blomsterberg, Kristín Kristjánsdóttir, Hallfríður Bára Einarsdóttir, Aðalheiður Þóra Sigurðardóttir, Guðveig Einarsdóttir, Kristín Jóhanna Hirst, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir mín, stjúpmóðir okkar, tengda- móðir og amma, JÓSEFÍNA SVANLAUG JÓHANNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést aðfaranótt mánudagsins 4. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Alúðarþakkir færum við starfsfólki Hrafnistu Hafnarfirði fyrir áralanga vináttu og umönnun. Hulda Á. Karlsson, Hólmfríður Friðsteinsdóttir, Kormákur Kjartansson, Ástrfður Friðsteinsdóttir, Þórdfs Friðsteinsdóttir, Vigfús Waagfjörð, Sjöfn Sasser, John Sasser, Steina Friðsteinsdóttir, Óskar Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL EINAR SiGURÐSSON, Safamýri 48, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 13. ágúst. Sigriður Helgadóttir, Sigurður Pálsson, Kara Páisdóttir, Valur Árnason, Sigrún Pálsdóttir, Ragnhildur Ásta Valsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR, Baldursgötu 36, andaðist á dvalarheimilinu Kumbaravogi sunnudaginn 3. ágúst. Jarðarför hennar hefur farið fram ( kyrrþey, Jón G. Hilmarsson, Þórir Hilmarsson, Þórhildur Helgadóttir, Gunnar Hilmarsson, Sigriður Sverrisdóttir, Knútur Hilmarsson, Óiafur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + öllum þeim sem heiðruðu minningu ÖNNU SUMARLIÐADÓTTUR Digranesvegi 60 áður húsfreyju að Sandhólaferju við andlát hennar og útför sendum við alúðarþakkir. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð, en þar dvaldi hún seinustu æviárin Margrét Guðmundsdóttir Leifur Guðmundsson Gunnar Guðmundsson Bryndis Stefánsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Stefán Stefánsson Sigurður Grétar Guðmundsson Helga Harðardóttir Ólafur Guðmundsson Elfsabet Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.