Morgunblaðið - 15.08.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINIVIINGAR
+ Guðrún Jóns-
dóttir fæddist á
Sléttu í Reyðarfirði
6. júní 1910. Hún
lést 6. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Jón
Jónatansson úr
Vestur-Húnavatns-
sýslu og Guðrún
Jónsdóttir frá
Ásunnarstöðum í
Breiðdal. Foreldra
sína missti Guðrún
4-6 ára. Hún átti
einn hálfbróður,
Guðna Jónsson.
Hann drukknaði 1923. Eftir lát
foreldra hennar útvegaði Guðni
henni fóstru, Pálínu Bjarna-
dóttur, og eftir lát Guðna var
Guðrún áfram hjá Pálínu. Pál-
ína lést þegar Guðrún var á
unglingsaldri og þá fór hún I
vist til læknishjónanna á
Vopnafirði, Árna Vilhjálmsson-
ar og Aagotar Vilhjálmssonar.
Það er skrítin tilfínning að rita
minningarorð um hana ömmu, mér
finnst einhvernveginn að hún sé ekki
dáin, hafi ekki verið veik, heldur sé
hún á ferðalagi og eigi eftir að koma
til baka. En svo er víst ekki, hennar
tími var kominn þó svo að hún hefði
barist eins og hetja í sínum veikind-
um og vonað innst inni að hún fengi
að lifa lengur.
Sem lítil stelpa var ég „prímadonn-
an“ á loftinu hjá afa og ömmu, dek-
urdúllan sem allt var látið eftir. Ef
eitthvað var í matinn hjá mömmu
sem mér ekki líkaði þá var bara far-
. ið á loftið og borðað þar og oftar
en ekki var ég búin að kanna þetta
fyrirfram. Ég átti líka mitt einka-
sæti og svo var spilað „físka fisk“
og fleiri skemmtileg spil.
Eftir að yngri bræður mínir fædd-
ust og mér fannst falla skuggi á
mig á neðri hæðinni þá átti ég alltaf
mitt fasta sæti á loftinu og hélt því.
Á kvöldin fékk ég að fara í „rass-
bað“ í vaskinum hjá ömmu og oftar
en ekki svæfði hún mig með lestri
úr vísnabókinni.
Amma var mjög bamgóð kona og
fengum við barnabörnin og síðan
okkar börn að njóta þess. Allir vissu
hvar kúluskúffan var og þegar ég
bjó í Reykjavík þá voru sendingarnar
til mín og minna ófáar, gjafir, brauð
' ■ og kökur, en amma var snillingur í
að baka og bakaði ofaní hundrað
manns fyrir hver jól. Hún hélt góðu
sambandi við fjölda manns og var
vinmörg, síminn var hennar aðal
samskiptatæki seinni árin og fékk
enginn að sjá símareikninginn. Hún
Hún dvaldi hjá þeim
þar til hún fór í
kvennaskólann á
Hallormsstað
1928-1929. Þaðan
fer hún sem vinnu-
kona í Syðra-
Laugaland í Eyja-
fjarðarsveit.
Guðrún giftist
1932 Tryggva Jó-
hannessyni frá
Ytra-Laugalandi.
Þeirra synir eru
Hjörleifur, Ytra-
Laugalandi, fæddur
1932, giftur Vil-
borgu Þórðardóttur, þau eiga
sex börn, og Aðalbjörn, Laug-
arholti, fæddur 1937, giftur
Guðrúnu Jónsdóttur, þau eiga
fimm börn. Langömmubörnin
eru 21 og langalangömmubörn-
in eru 5.
Jarðarför Guðrúnar fer fram
frá Munkaþverárkirkju i dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
hringdi oft í viku meðan hún lá á
Landspítalanum til að vitja um sitt
fólk og láta vita af sér, oft var hún
þreytt og átti maður erfitt með að
skilja hana.
Við nöfnurnar fórum í nokkur
ferðalög saman bæði suður og austur
og er ferð sem við fórum fyrir þrem-
ur árum eftirminnilegust. Þá keyrð-
um við tvær til Reyðarfjarðar og var
stoppað á öllum þeim stöðum sem
þau afí höfðu stoppað á í gegnum
tíðina. Hún elskaði Reyðarfjörð og
Austurland og þar átti hún sína bestu
vini. Hún hafði ætlað sér að fara
með okkur austur nú í sumar en
heilsan leyfði það ekki. Þegar ég
kvaddi hana á spítalanum þá bað hún
mig fyrir kveðju til flallanna sinna.
Nú verða heimsóknimar og símtöl-
in á loftið ekki fleiri, en allar minn-
ingarnar, myndirnar og hlutimir sem
þú gerðir og gafst okkur standa eft-
ir. Ég kveð þig nú í hinsta sinn
amma mín og þó að við værum ekki
alltaf sammála um alit þá þótti okk-
ur undurvænt hvorri um aðra.
Þín
Hugrún (Hugga).
Elsku langamma er dáin og mig
langar tij að kveðja með nokkrum
orðum. Ég man þegar ég var að
koma í Ytra-Laugaland þegar ég var
minni hvað það var gott að koma
upp á loftið og fá kúlu eða eitthvert
annað góðgæti, leggjast upp í rúm
og spjalla við langömmu og fá að
róta í gamla dótinu hennar. Allar
gönguferðirnar í Kvennaskólagarð-
inn og upp að stóru steinum með
nesti þar sem við spjölluðum um
heima og geima. Þegar ég flutti svo
norður kenndi hún mér að sauma
þvottapoka og dúkkuföt' á gömlu
handsnúnu saumavélina sína. Lang-
amma hafði mjög gaman af því að
föndra í félagi aldraðra og kenndi
mér einnig ýmislegt sem hún lærði
þar. Hún var alltaf tilbúin að hlusta
og gefa mér þann tíma sem ég þurfti.
Ég mun alltaf muna þegar hún og
afi komu til Danmerkur í heimsókn
til okkar hvað henni fannst gaman
og vildi skoða allt þótt hún væri
ekki góð til heilsunnar.
Elsku langamma, ég mun aldrei
gleyma öllum ánægjustundunum
sem við áttum saman og þú munt
alltaf skipa séstakan sess í huga
mínum.
Guð geymi langömmu um alla ei-
lífð.
Þín
Eva Huld Ivarsdóttir.
Ó, Jesú bróðir bezti
og bamavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á bamæskuna mína.
(P. Jónsson.)
Þessa fallegu bæn gafst þú okkur
öllum á fallegum veggdiski á fyrsta
afmælisdeginum okkar. Þetta sýnir
best þann hug og velvilja sem þú
barst til okkar langömmubarnanna
og diskurinn minnir okkur á ótelj-
andi heimsóknir á loftið í sveitinni
þar sem súkkulaðikúlum eða öðru
góðgæti var stungið í lítinn lófa og
kossi smellt á vanga. Takk fyrir
yndislegar samverustundir, við sökn-
um þín öll. Guð blessi þig, elsku lang-
amma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ólafur, Sandra, Steinar,
Hjörtur og Silvía.
Nú er elsku Rúna okkar horfin frá
okkur. Það er svo mikill söknuður
að hafa hana ekki héma til að tala
við hana og hlæja með henni.
Rúna var mikill Austfirðingur og
sérstaklega þótti henni vænt um
fjörðinn sinn, Reyðarfjörð. Oft talaði
hún um fossinn sinn á Sléttu og að
nú væri svartalogn á firðinum sínum.
Oft sagði Rúna að sér fyndist ekkert
sumar nema að koma austur og eins
að við kæmum norður til þeirra.
Mörg voru kvöldin sem hringt var
á báða bóga og margt spjallað. Það
er ómetanlegt að hafa fengið að vera
með henni öll þessi ár og fengið að
njóta biíðu hennar og umönnunar.
Það voru miklar unaðsstundir.
Rúna var gjöful og vildi helst alltaf
vera að gefa, margt fallegt gaf hún
okkur en best var það sem hún gaf
af sjálfri sér. Hún var alveg sérstök,
hún gat aðlagast öllum og var eins
við alla, enda átti hún marga vini.
Bömum okkar og barnabömum þótti
vænt um hana og minntust oft á
góða matinn hennar Rúnu, enda var
hann frábær.
Þegar við vorum á Laugalandsskó-
lanum var gott að hafa hana og
hennar fjölskyldu nálægt, oft var
hlaupið til þeirra og þá var nú glatt
á hjalla.
Síðasta kveðjustundin mun aldrei
gleymast. Þú varst svo falleg þar sem
þú lást á koddanum og það var svo
mikill friður yfir þér. Þú brostir til
okkar og sagðir: „Þið sofið í rúminu
okkar í nótt, er það ekki?“
Elsku Tryggvi, Hjörleifur, Addi,
tengdadætur og íjölskyldur, megi
Guð styrkja ykkur í þessari sorg.
Ó, hve sárt ég sakna þín
sómakonan elskulega,
minning þín er skærast skín
skarta mun í sálu mín
orðstír þinn er aldrei dvín
eyðir burtu sorg og trega.
Ó, hvert sárt ég sakna þín
sómakonan elskulega.
Jórunn og Klara.
Okkur langar hér með örfáum
orðum að kveðja kæra vinkonu okk-
ar, Guðrúnu Jónsdóttur, eða Rúnu
eins og hún var alltaf kölluð.
Alltaf var tilhlökkun að koma á
Laugaland og heimsækja þau Rúnu
og Tryggva á loftinu. Frá því að ég
man eftir mér fór ég þangað með
foreldrum mínum á hveiju sumri og
alltaf var það jafn spennandi. Þá
hitti ég Rúnu mína og Tryggva og
leið mér alltaf eins og ég væri kom-
in til ömmu og afa. Mikið var spjall-
að og hlegið því ávallt ríkti mikil
gleði á loftinu.
Margar hafa ferðir okkar Villa
verið hin seinni ár, frá Reyðarfirði
til Reykjavíkur, þar sem komið var
við á Laugalandi og hressing þegin
hjá henni Rúnu. Ávallt var það okk-
ur kærkomin hvíld og alltaf jafn
yndislegt að koma þar.
Það verður óneitanlega tómlegt
að koma á Laugaland og sjá ekki
hana Rúnu okkar standa á tröppun-
um og taka á móti okkur með út-
breiddan faðm og bros á vör.
En nú hefur hún Rúna kvatt þenn-
an heim eftir erfíð veikindi. Hún barð-
ist hetjulega síðasta árið við erfíðan
sjúkdóm, en varð að lokum að láta í
minni pokann. Aldrei kvartaði hún
og enn tók hún á móti okkur með
bros á vör þrátt fyrir veikindin.
Við þökkum fyrir að hafa þekkt
þessa yndislegu konu og munum
ávallt geyma minningu hennar í
hjörtum okkar.
Elsku Tryggvi, synir og aðstand-
endur, Guð styrki ykkur í þessari sorg.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast;
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Sesselja og Vilhjálmur.
Eyjafjörðurinn var baðaður í sól
miðvikudaginn 6. ágúst og staðar-
byggðin ljómaði sem aldrei fyrr en
þó mátti greina þar skugga því ein
af fegurstu rósunum var fallin. Guð-
rún Jónsdóttir frá Ytra-Laugalandi
hafði kvatt þennan heim og haldið á
vitþess sem linaði þjáningar hennar.
Ég átti því láni að fagna að fá
að fara í sveit eins og það var kall-
að og það var að Ytra-Laugalandi
í Öngulstaðahreppi eins og það hét
þá, til þeirra Rúnu og Tryggva eins
og þau voru alltaf kölluð og ég var
víst ekki hár í loftinu í fyrstu en
hún tók mér eins og ég væri hennar
sonur og þannig var það upp frá
því og þegar ég lít til baka fínnst
mér að alltaf hafi verið sól öll sumr-
in sem ég var þar og alltaf skín
brosið hennar Rúnu í gegn. Hún var
ákveðin í því að reyna að fita mig
því ég var óttaleg rengla þá. Ég
minnist þess þegar ég fékk pott-
brauð var smjörið ofan á því jafn
þykkt og brauðið, og ekki var spar-
aður í mig ijóminn þegar við vorum
að skilja niðri í kjallara.
Áberandi var hve hún var góð við
alla lítilmagna svo og allar skepnur
á bænum og alltaf tók hún málstað
þeirra sem minna máttu sín. Og það
var gaman að fylgjast með því þegar
hún var að taka til nestið handa fólk-
inu sem var að vinna á engjunum.
Þá var ekki skorið við nögl. Svo setti
hún kaffið á flöskur og þær síðan
ofan í lopaleista svo að það héldist
nógu heitt þann tíma sem það tók
mig að komast til þeirra. Ævinlega
kallaði hún mig elsku drenginn sinn
þó svo að ég væri orðinn fullorðinn
og höfðu synir mínir orð á því ein-
hveiju sinni við móður sína að hún
kallaði pabba elsku drenginn sinn.
Þegar við bjuggum um tíma erlendis
skrifaði hún mér helstu fréttir úr
sveitinni sinni sem hún unni svo
mjög og ekki síður unni hún æsku-
stöðvum sínum á Austfjörðum.
Ég fæ aldrei með orðum lýst þeim
hlýhug og elsku sem hún sýndi mér
og minni fjölskyldu og söknuðurinn
er mikill, en við eigum minninguna
um góða konu með sitt hlýja bros
og sú minning lifir. Við sendum
Tryggva okkar innilegustu samúð-
arkveðjur svo og Hjörleifí og Aðal-
birni og þeirra fjölskyldum og við
biðjum algóðan Guð að veita þeim
styrk í sorginni.
Kristín og Rafn Sveinsson.
GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
SIGURÐUR
INGIMUNDARSON
+ Sigurður Ingi-
mundarson var
fæddur í Björnsbúð
á Hellissandi 12. júlí
1927. Hann Iést 8.
ágúst síðastliðinn í
Landspítalanum. .
Hann var sonur
hjónanna Magnfríð-
ar Sigurlínadóttur
og Ingimundar Guð-
mundssonar.
Vegna veikinda
foreldra Sigurðar
fór hann barnungur
í fóstur til hjónanna
Ásgerðar Bjarna-
^ dóttur og Jóhannes-
ar Brandssonar í Móabæ á
Hellissandi og reyndust þau og
börn þeirra Sigurði alla tíð mjög
vel.
Systkini Sigurðar voru, eldri
en hann, Sigurlína húsfreyja
sem fluttist til Bandaríkjanna
og lést þar 1969, hennar börn
voru 5 en eru 4 á lífi, Guðrún,
húsfreyja í Hafnarfirði, hennar
börn eru 3, og yngri
en Sigurður Magn-
fríður, húsfreyja í
Hafnarfirði, hennar
synir voru 2 en ann-
ar er látinn, Jó-
hanna, húsfreyja í
Reykjavík, hennar
börn eru 6 og yngst-
ur Eggert, verka-
maður á Hellissandi,
hans börn eru 3.
Sigurður fór mjög
ungur að vinna fyrir
sér eftir því sem að-
stæður og fötlun
hans leyfðu og
reyndar á stundum
langt umfram það sem nokkrum
manni myndi nú til dags detta í
hug að ætlast til.
Sjómennska á margskonar
fiskiskipum var lengst af starfs-
vettvangur Sigurðar en síðar
ýmis verkamannavinna aðallega
í Reykjavík uns hann verulega
farinn að heilsu vistaðist til dval-
ar á Kópavogshæli rétt um fer-
tugt og átti þar hæli og heimili æ
síðan.
Utför Sigurðar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Nú er ég aldinn að árum.
Um sig meinin grafa.
Senn er sólarlag.
Svíður í gömlum sárum.
Samt er gaman að hafa
lifað svo langan dag.
Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga
- sæt mun hvfldin eftir vegferð stranga -
þá vildi ég, móðir mín,
að mildin þín
svæfði mig svefninum langa.
(Örn Arnarson.)
Ég þakka þér fyrir samfylgdina,
kæri vinur.
Svanhvit Björgvinsdóttir.
Siggi frændi er farinn, dáinn,
genginn til Guðs síns. Samt sem
áður lifír hann með okkur sem þekkt-
um hann. Einlægnina og glaðværð-
ina munum við. Tónlistarunnandann
sem alltaf var tilbúinn að eignast
nýja plötu í safnið munum við. Sig-
urður bróðir hennar mömmu er hluti
af bernskuminningunum. Hann kom
alltaf í heimsókn um stórhátíðir, til-
búinn að njóta og gefa af sér. Minnis-
stæð er mér afmælisveisla Sigga,
sem fjölskyldunni var boðið í á Kópa-
vogshælið. Allir á deildinni voru sam-
an komnir við veisluborð auk utanað-
komandi gesta. Borðið svignaði af
hnallþórum og súkkulaði var skenkt
í bollana. Innan við tíu ára hnáta
fylgdist með veislugestum á meðan
hún sötraði í sig heitt súkkulaðið.
Ég skildi það ekki þá, af hveiju þetta
var svona líkt barnaafmæli, en ég
skil það núna. Siggi frændi var oft-
ast kátur en aldrei eins kátur og í
afmælisveislum. Hann ljómaði eins
og tungl í fyllingu. Ekki man ég
hvort þetta var stórafmæli en fyrr í
sumar fékk hann að halda upp á sjö-
tugsafmælið sitt með pomp og pragt.
Þar var allt til alls, gleðiglaumur,
fólk og kræsingar. Best af öllu var
þó Sigurður sjálfur. Hann var al-
sæll, lék við hvern sinn fingur og
nú skein hann skært eins og sól í
heiði. Veislan var umtöluð á meðal
vina og ættingja, og þá sérstaklega
lífsgleði Sigga. Sumri tók að halla,
hann var að æfa sig fyrir Reykjavík-
urhlaupið en þá féll skuggi á. Siggi
veiktist alvarlega, hann var lamaður
til hálfs og átti erfitt um mál. Kvöld
eitt þegar ég leit inn til hans var hjá
honum gestur. Ein af konunum sem
annaðist hann stytti honum stundir.
Hann var þrekaður og átti erfitt um
andardrátt. Við sögðum honum frá
ýmsu skondnu og þrátt fyrir veikind-
in vantaði ekki húmorinn. Reglulega
kom spékoppi í ljós og brosvipra
færðist yfir annað munnvikið.
Hún hefur sjálfsagt auðveldað
honum lífið þessa létta lund því Siggi
fór ekki varhluta af dimmu dögunum.
Honum var búið gott skjól á Kópa-
vogshæli og síðan á sambýlinu á
Kópavogsbraut. Þar naut hann
ástríkrar umönnunar Evu, Sigur-
bjargar, Svanhvítar og fjölmargra
annarra sem ekki er unnt að nafn-
greina hér. Vil ég fyrir hönd fjöl-
skyldunnar þakka allan þann hlýhug
og aðstoð sem hann naut hjá starfs-
fólki stofnunarinnar. Þar sem Siggi
frændi ljómaði eins og tungl í fyll-
ingu á miðjum aldri en skein eins
og sólin sjálf á sjötugsafmælinu,
hlýtur ljómi hans í dag að skína enn
skærar í ljósi Guðs. Ég geri sálm
Sigurðar Kr. Péturssonar að síðustu
kveðju minni til Sigga frænda.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Bára Friðriksdóttir.