Morgunblaðið - 15.08.1997, Qupperneq 38
■«#38 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Bjöm Stefáns-
son fæddist á
Fögrueyri við Fá-
skrúðsfjörð 7. apríl
1910. Hann lést á
Fj ó r ð u ngssj ú kr a-
húsinu í Neskaup-
stað 5. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hans vom Herborg
Björnsdóttir frá
Dölum í Fáskrúðs-
♦ firði, f. 1. janúar
1883, d. 23. júlí 1971,
og Stefán Þorsteins-
son frá Eyri við Fá-
skrúðsfjörð, f. 28.
febrúar 1882, d. 15.
september 1958. Systkini Björas
vora Friðjón, f. 1911, d. 1969,
Þorsteinn, f. 1912, Margrét, f.
1918, og Unnsteinn, f. 1922.
Hinn 9. maí 1941 kvæntist
Björa eftirlifandi eiginkonu
sinni, Þorbjörgu Einarsdóttur
frá Ekra í Stöðvarfirði, f. 16.
ágúst 1915. Foreldrar hennar
voru Guðbjörg Erlendsdóttir, f.
1886, d. 1978, og Einar Bene-
diktsson, f. 1875, d. 1967. Böm
Björas og Þorbjargar eru: 1)
Nanna Ingólfsdóttir, fósturdótt-
ir, f. 12. ágúst 1934. Foreldrar:
Elsa Kristín Einarsdóttir (systir
Þorbjargar), f. 1908, d. 1937, og
Ingólfur Jónsson, f. 1908. Nanna
er gift Sveini Víði Friðgeirssyni,
f. 1932. Börn: a) Þröstur Ingólf-
ur, f. 1953, b) Friðgeir Fjalar,
f. 1955, c) Bjaraþór Elís, f. 1957,
d) Elsa Kristín, f. 1963, d. 1974,
2) Eysteinn, f. 9. janúar 1942,
kvæntur Önnu Gerði Njálsdótt-
;% ur, f. 1944. Börn: a) Harpa, f.
1965, b) Njáll, f. 1970, og c) Þor-
björg Rún, f. 1981. 3) Lára, f.
Látinn er tengdafaðir minn, Björn
Stefánsson, fyrrverandi kaupfélags-
stjóri, á 88. aldursári. Bimi kynntist
ég fyrst fyrir 24 árum, skömmu eft-
ir að leiðir mínar og Björns sonar
hans lágu fyrst saman. Fyrstu kynni
okkar voru þegar ég kom með Birni
Björnssyni á heimili foreldra hans.
Björn var þá einn heima og heilsaði
mér en horfði nokkuð rannsakandi
á mig. Hann var þó fljótur að bijóta
ísinn með viðræðum sínum við mig.
Björn var meðalmaður á hæð og
grannvaxinn. Hann var haltur vegna
1 .^slyss á fæti, en þrátt fyrir það var
hann kvikur í hreyfingum og snögg-
ur. Hann var ákaflega bóngóður og
lipur. Þegar ég kynntist honum var
hann_ erindreki hjá Áfengisvarnar-
áði. Ég fann fljótlega að hann var
■ vel kynntur af störfum sínum sem
kaupfélagsstjóri. Við Björn bjuggum
t um tíma á heimili hans og Þorbjarg-
ar á Kópavogsbraut og sumarlangt
j bjuggum við með Birni þegar hann
, var í bænum. Aldrei bar skugga á
þá sambúð og oftar en ekki mildaði
I Bjöm andrúmsloftið ef samræður
! okkar Björns sonar hans voru orðnar
t full hvassar. Á þessum árum var ég
j ákaflega viðkvæm fyrir afskiptasemi
, annarra en heilræði Björns voru
'jgreinilega af öðrum meiði. Þau til-
í einkaði ég mér og hafa þau reynst
j mér vel. Eitt þeirra heilræða var að
S hjón skyldu ekki fara að sofa ósátt.
ÍÁ síðasta ári mínu í háskóla tók
Þorbjörg að sér að gæta Hans Tóm-
asar sonar okkar sem þá var á fyrsta
ári. Þá kom Björn daglega og fljót-
1 lega fór Hans Tómas að heimta að
I fara til afa síns um leið og hann
> birtist. Þegar Hans Tómas stækkaði
\ kom Björn um nokkurt skeið á hveij-
í um laugardagsmorgni og fór með
| drenginn út og sýndi honum náttúr-
I una, endur, gæsir, og bátana á
*'*Ægisíðunni sem drengurinn fékk
■ auðvitað að fara upp í. Árið 1976
! fórum við Bjöm Björnsson fyrstu
j ferð okkar saman austur á Stöðvar-
‘. fjörð með Hans Tómas sem þá var
t á fyrsta ári. Þá lagði afi Björn til
f að við færum þessa leið á tveim
l dögum, og hafði fundið okkur sama-
I stað um nóttina. Þannig var hann
f^okkur aila tíð, fullur umhyggjusemi
} og hlýju.
25. október 1943,
gift Ingólfi Hjartar-
syni, f. 1942. Böm:
a) Jón, f. 1967, b)
Hildur Björg, f.
1973, og c) Björn
Freyr, f. 1977. 4)
Guðbjörg Ólöf, f. 6.
júlí 1946, gift Lars
Göran Larsson, f.
1944. Böm: a) Mart-
in Björn Georg, f.
1977, og b) Birgit
Þorbjörg Ingrid, f.
1981. 5) Björn, f. 27.
janúar 1952, kvænt-
ur Láru Guðleifu
Hansdóttur, f. 1951.
Böm: a) Hans Tómas, f. 1975,
b) Þorbjörg Edda, f. 1979, og c)
Bjöm Einar, f. 1988. 6) Einar
Stefán, f. 23. apríl 1958, kvæntur
Þorgerði Jónsdóttur, f. 1957.
Börn: a) Sigrún Lára, f. 1982,
b) Stefán, f. 1987, c) Elísabet, f.
1989, og d) María Viktoría, f.
1994.
Björa útskrifaðist frá Sam-
vinnuskólanum 1932. Á árunum
1932-37 stundaði hann far-
kennslu á Austfjörðum og versl-
unarstörf hjá Kaupfélagi Fá-
skrúðsfirðinga. Hann var kaup-
félagsstjóri í þrjátíu ár, á Akra-
nesi 1937-38, Stöðvarfírði
1938-54, Siglufirði 1954-61 og
Egilsstöðum 1961-67. Hann var
erindreki hjá Áfengisvamarráði
1967-77. Bjöm sat á Alþingi sem
varaþingmaður fyrir Framsókn-
arflokkinn haustið 1950. Björn
og Þorbjörg hafa búið á Hóli í
Stöðvarfirði frá árinu 1979.
Útför Bjöms fer fram frá
Stöðvarljarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Frá því Hans Tómas var 6 ára
dvaldi hann sumarlangt um nokk-
urra ára skeið hjá Þorbjörgu og Birni
á Stöðvarfirði. Þá fékk hann að róa
til fiskjar með afa sínum, auk þess
að aðstoða við heyskap og læra hjá
ömmu sinni og afa hversu gjöful
íslensk náttúra getur verið. Sama
var með_ Þorbjörgu Eddu og Björn
Einar. Á þennan hátt hafa bæði
Þorbjörg og Björn staðið að uppeldi
barnanna með okkur og veitt þeim
dýrmætt veganesti. Þrátt fyrir fötlun
á fæti, var hann ósjaldan með þau
á bakinu eða berandi þau á annan
hátt í beijamó, steinaleit eða í öðrum
ferðum. Fyrir mig valdi hann auð-
veldustu leiðina á áfangastað í beija-
mó, en hljóp sjálfur léttilega yfir
skriður og hvað sem fyrir varð.
Ekki verður minnst á tengdaföður
minn nema með því að geta þess
að hann var með ólíkindum gestris-
inn. í starfi sínu sem kaupfélags-
stjóri og æ síðar bauð hann mörgum
manninum í mat og kaffí á heimili
sínu og Þorbjargar. Þó margir gest-
ir kæmu fyrirvaralaust tóku tengda-
foreldrar mínir ávallt á móti fólki
með mikilli reisn. Mig hefur oft undr-
að í gegnum árin hvernig þau gátu
ávallt virst tilbúin til að taka á móti
gestum þrátt fyrir ýmsar annir í leik
og starfi. Það fór vel um alla, þó
oft væri bekkurinn þröngt setinn á
Hóli.
Þó Björn væri orðinn fullorðinn
maður og nú hvíldinni feginn er
mikill söknuður í huga mínum við
fráfall hans. Hann var mér ákaflega
góður og hlýr frá fyrstu kynnum.
Börnum mínum var hann með ein-
dæmum góður afí, eftirlátssamur
þegar það átti við en agaði þau þeg-
ar á þurfti að halda, enda naut hann
virðingar þeirra. Hann var með af-
brigðum lipur og fór margar ferðirn-
ar með mig og börnin frá Egilsstöð-
um á Stöðvarfjörð. Aldrei heyrði ég
hann telja snúninga eftir sér eða
minnast á að hann hefði nokkuð
fyrir mig gert. Fram undir lok síð-
asta árs, var hann af umhyggjusemi
að minna mig að vinna ekki svona
mikið.
Efst í huga mínum nú eru þakkir
fyrir að fá að kynnast honum, njóta
umhyggju hans og hlýju og eiga
samleið með honum þessi ár. Ég
votta Þorbjörgu tengdamóður minni,
börnum hans, systkinum, ættingjum
og vinum samúð mína. Þeir sem eiga
mikið missa mikið. Veri Björn Stef-
ánsson Guði falinn.
Lára G. Hansdóttir.
í dag er ég fór til grasa og leit
til beija um leið varð mér hugsað til
þess að gaman hefði verið að deila
gleðinni yfir bláu beijunum með
Birni, tengdaföður mínum, og fannst
mér þá sem hann væri með mér og
það var góð fylgd. Osjálfrátt datt
mér í hug ljóðið sem hann hafði svo
mikið dálæti á og er í rauninni lýsing
á iífsstíl Bjöms eins og hann var.
Birtan kemur með blessað strit
húmið með hlýjan dvala.
Eg gref mér brunn og ég brýt mér land
brauðs míns neyti og þorstanum svala
og hirð’ ekki um keisarans hefðarstand.
(Þýð. Helgi Hálfd.)
Undanfarna daga hefur mér oft
verið litið út að Hólnum úr sumar-
bústað mínum og hugsað til þess
með söknuði hve skrýtið væri að sjá
ekki Björn koma gangandi stíginn
upp að Steinahlíð með pijónahúfuna
á höfðinu, stafinn í annarri hendi
og beijaboxið í hinni, kankvísan og
glaðan á svip — og ég hef óskað
þess að hann liti nú inn og fengi sér
kaffisopa og súkkulaðibita áður en
hann legði í brekkuna að tína ber.
Spjalla við hann svolitla stund um
lífið og tilveruna og segja — jæja,
ætli berin verði ekki góð eftir svo
sem hálfan mánuð, og heyra hann
enn einu sinni hrósa húsinu okkar
og kaffinu — alltaf tilbúinn að hrósa
og segja eitthvað jákvætt.
Og hugurinn hefur reikað og
minningarnar sótt á. Ég man vel
þegar ég hitti Björn í fyrsta sinn.
Ég var þá nýtrúlofuð syni hans og
hann bauð okkur út að borða á
Hótel Borg. Ég kveið því dálítið að
hitta hann, tuttugu ára skólastelpan
og alls óvön að borða á svona finum
stað. En kvíði minn reyndist óþarfur
og hvarf við fyrsta handtak og bros.
Hann var einstaklega hrifinn af því
að ég væri af alþýðufólki komin!
Síðan eru liðin þijátíu og þijú ár.
Björn, tengdafaðir minn, var mjög
alúðlegur, jákvæður og opinn maður
og einstaklega gestrisinn. Þannig var
hann alla tíð í minn garð og ég held
reyndar allra er á vegi hans urðu.
Mér fannst dálítið undarlegt hversu
opinn hann var að tjá sig um allt og
lá við að ég vissi ekki alltaf hvernig
bæri að taka því. Ég var ekki vön
því að karlmenn af hans kynslóð tjáðu
sig eða töluðu mikið um tilfinningar.
En það gerði Björn. Reyndar var það
einkennandi fyrir hann að tala um
það sem máli skipti. Hann var heill
og sannur í öllu sem hann gerði, mat
menn ekki eftir titlum né metorðum
heldur að verðleikum, ævinlega já-
kvæður út í allt og alla. Ekki það
að hann gæti ekki orðið reiður en
þá sagði hann það líka.
Tvö sumur vann ég, mánuð í senn,
á skrifstofu KHB á Egiisstöðum þar
sem Björn var síðast kaupfélags-
stjóri og kynntist því hversu vel
hann var metinn í starfi og eins hinu
hve öllu starfsfólki þótti vænt um
hann. Hann var samvinnumaður af
hugsjón og bar hag hreyfingarinnar
ætíð meira fyrir bijósti en eigin hag.
En sjálfsagt munu aðrir geta greint
betur frá starfsferli Björns en ég.
Þegar ég kom fyrst á heimiii
þeirra Þorbjargar og Björns árið
1964 var ég, tuttugu ára borgar-
barnið úr lítilli fjölskyldu — agndofa
yfir öllum þeim gestagangi og þeirri
gestrisni sem þar var viðhöfð. Ég
man aldrei eftir máltíð svo ekki
væru gestir við borð og það stundum
margir. Ef ekki var pláss þá var
bara bætt við borði og stólum.
Reyndar átti ég eftir að kynnast
betur þessari gestagieði því við
bjuggum saman mörg sumur á
Stöðvarfirði eftir þetta. Ætíð var
sem um kynjaborðið í ævintýrinu
væri að ræða, því aldrei varð lát á
viðurgjörningi við gesti og gang-
andi. Þau hjón kunnu svo sannarlega
þá list flestum betur að vera gest-
gjafar. Ég er þess fullviss að aldrei
hefur nokkur maður farið frá þeim
án þess honum fyndist hann hafa
gert þeim sérstakan greiða með því
að vera gestur þeirra hversu lengi
sem hann dvaldi, klukkustund eða
nokkrar vikur ef því var að skipta.
Verst að hann gat ekki verið lengur
og borðað meira.
Það er notalegt að koma til slíkra
og þess naut ég og mín fjölskylda
svo sannarlega. Aldrei varð ég þess
vör að við værum ekki hjartanlega
velkomin þótt allt sumarið væri. Ég
skildi það ekki þá en ég skil það í
dag hve einstakt lán það var að
hafa fengið að vera samvistum við
þau, svo oft og svo lengi. Ég sagði
stundum í gríni að þau ættu að kom-
ast í Heimsmetabók Guinness fyrir
gestrisni en auðvitað er slíkt ekki
skráð fremur en annað sem mestu
máli skiptir í þessu lífi.
Ekki get ég látið hjá líða að minn-
ast dugnaðar Björns til allrar vinnu.
Mörg sumur reru þeir feðgar (í eig-
inlegum skilningi) Björn og Ey-
steinn, maki minn, á litlum árabát
lengst út _ á haf, kannski síðastir
manna á Islandi. Þegar þeir komu
dauðþreyttir en ánægðir að landi
eftir róðurinn, og oft talsverða veiði,
fékk Björn sér gjarnan hressingu
og snaraðist svo út í heyskap sem
unglingur væri, þótt hann væri þá
um sjötugt.
Síðustu sautján árin hafa þau
búið á Hóli, Björn og Þorbjörg, á
fallega, rammíslenska heimilinu
sínu, en við verið í sumarhúsinu
okkar í um tvö hundruð metra fjar-
lægð. Sumardvöl okkar hér hefur
verið þeim óijúfanlega tengd og
sakna ég þess sárt þegar að geta
ekki deilt með tengdaföður mínum
gleðinni yfir beijatínslunni og góðum
kaffisopa — þess að hann strýkur
mér ekki oftar um vangann og þakk-
ar fyrir kaffisopann og hrósar mér
um leið fyrir eitthvað. En ég er þakk-
lát fyrir það að hafa fengið að kynn-
ast honum og átt með honum svona
mörg, góð ár. Ég þakka fyrir það
að bömin mín eiga ljúfar minningar
um góðan afa sem þeim þótti raun-
verulega vænt um. Þau lærðu svo
margt af honum sem máli skiptir í
lífinu. Fyrst sagði hann þeim músa-
sögur, síðar frá uppvexti sínum. Þau
lærðu að bera virðingu fyrir og fá
ást á íslenskri náttúru. Björn var
mikið náttúrubarn, elskaði hafið,
fjöruna og flöllin, jurtir og steina
og umgekkst þetta allt af nær-
gætni. Hann kenndi þeim að veraid-
leg auðæfi er ekki það sem máli
skiptir. Björn var aldrei ríkur af fé
þótt alltaf hefði hann nóg, en þess
ríkari af andlegum auði og það sýndi
hann best með breytni sinni. Hann
átti það sem mér finnst eftirsóknar-
verðast í þessu lífi, ást og virðingu
þeirra sem hann umgekkst, ekki síst
sinna nánustu.
Nú kemur húmið með hlýjan dvala
og Björn hirðir ekki frekar en endra-
nær um keisarans hefðarstand. En
mér þykir gott til þess að vita að
Björn verður jarðsettur í kirkjugarð-
inum á Stöðvarfirði þar sem hann
hefur hafið á aðra hönd og betja-
brekkurnar, sem við deildum ást á,
á hina.
Ég gleðst yfir að hafa lífsakkerið
hans, Þorbjörgu tengdamóður mína,
enn hjá okkur, en hann taldi það
sitt mesta happ í iífinu að hafa eign-
ast hana fyrir lífsförunaut. Mig lang-
ar til að þakka henni hve vel hún
hugsaði um Björn í veikindum hans
síðasta árið.
Kæri tengdapabbi. Hafðu þökk
fyrir allt og hvíl þú í friði.
Anna G. Njálsdóttir.
Kæri tengdafaðir.
Þegar ég kynntist þér fyrst starf-
aðir þú hjá Áfengisvarnaráði en
hafðir að baki áratuga farsælt starf
innan samvinnuhreyfíngarinnar. Þar
sem þú að auki hafðir gegnt trúnað-
arstörfum fyrir Framsóknarflokk-
inn, m.a. setið á þingi um tíma, bjóst
ég nýútskrifaður lögfræðingurinn
með Vöku og Heimdallarstimpil að
sjálfsögðu við að hitta fyrir frekar
þröngsýnan, kreddufullan og lífs-
þreyttan mann.
Áuðvitað segir þetta meira um
mína fordóma á þessum árum en
ég ætti að viðurkenna. Hins vegar
væri það þvílík þverstæða við lífs-
hlaup þitt að vera ekki heiðarlegur
gagnvart sjálfum sér að annað kem-
ur ekki til greina.
BJÖRN
- STEFÁNSSON
Að sjálfsögðu hrundu þessir
ógrunduðu dómar strax eins og oft-
ast er raunin við nánari kynni á við-
komandi mönnum eða málefnum.
Frá þessum fyrstu fundum okkar
er mér sérlega minnisstæð lífsgleði
þín, víðsýni og hversu þér tókst
ávallt í viðræðum okkar að beina
athyglinni fremur að ’ verðmætum
lífsins en skuggahliðum þess, hvort
sem um fólk eða málefni var að
ræða.
Síðar kynntist ég öllum öðrum
mannkostum þínum. Ég veit hins
vegar að ailar lofræður eru þér á
móti skapi. Nægir því trúlega okkur
báðum að fram komi að ég kveð nú
þann mann sem ég hef metið hvað
mest um ævina.
Að sjálfsögðu var ég því ætíð
nokkuð ánægður með þá fullyrðingu
þína að við værum í ýmsu nokkuð
líkir. Líklega er þó nokkur Bjartur
í Sumarhúsum í okkur báðum. Báð-
ir náttúrubörn þótt þú hafir haft
meira hugrekki til að leyfa þér þann
munað á þessum efnishyggjutímum.
Þá er enn von til þess að ég nái að
temja mér hið jákvæða lífsviðhorf
þitt og óbilandi trú á mannskepnuna.
Kæri vinur. Það eru sérstök for-
réttindi að hafa tengst þér og Þor-
björgu fjölskylduböndum. Hafa
kynnst lífsviðhorfum ykkar og notið
ótakmarkaðrar manngæsku ykkar.
Ég veit þú fyrirgefur eigingirnina
að hafa ekki kvatt þig á sjúkralegu
þinni. Vildi varðveita myndina af þér
kíminleitum og sporléttum án haust-
fölva. Veit líka að þú sigldir þína
hinstu ferð reifur með séttuna
drekkhlaðna.
Ingólfur.
Mig langar til að minnast tengda-
föður míns, Björns Stefánssonar,
örfáum orðum.
Fyrsta skipti sem ég hitti Björn
var hann nýkominn heim frá Sví-
þjóð, þar sem hann hafði haldið upp
á sjötugsafmæli sitt á heimili dóttur
sinnar þar. Síðan skyldi haldið heim
á Stöðvarfjörð þar sem þau Björn
og Þorbjörg höfðu nýlega fest kaup
á gömlu húsi sem þau stóðu í að
gera upp og þar sem þau ætluðu
að eyða síðasta hluta ævi sinnar.
Mér fannst mjög ævintýralegt að
fólk sem komið var á þennan aldur
skyldi leggja í slíkt stórræði en ekki
kaupa sér þægilega íbúð í bænum
eins og flestir hefðu gert í þeirra
sporum. En eftir því sem ég kynnt-
ist þeim hjónum betur sá ég að það
var andstætt eðli þeirra að setjast í
helgan stein, heldur vildu þau hafa
nóg fyrir stafni. Brátt fylltist húsið
af gestum og gangandi, barnabörn-
um sem komu ár eftir ár til sumardv-
alar og oft áttum við Einar og börn-
in okkar eftir að njóta einstakrar
gestrisni þeirra hjóna.
Það er erfitt að minnast Björns
án þess að Þorbjörg sé með í mynd-
inni. Þau voru eins og lítið púslu-
spil, samrýnd en ólík og bættu hvort
annað upp. Hún, létt á fæti, ávallt
með hundrað járn í eldinum og hú-
morinn í lagi. Hann, á kafi í dagblöð-
um í einhveijum stól milli þess sem
hann ræddi eilífðarmálin. Svo var
hann allt í einu rokinn út og farinn
að slá grasið með orfi og ljá. Hann
var stundum áhyggjufullur að sjá,
oft utan við sig, en alltaf blíður og
jákvæður. Manni leið vel í návist
hans, hann hrósaði fóki án afláts
og laðaði þannig fram bestu hliðar
þess. Hann var einstakur mann-
þekkjari, tiifinninganæmur og mátti
ekkert aumt sjá. Hann spjallaði við
alla sem á vegi hans urðu og sagði
í einlægni frá sínum hjartans málum
án þess að vottur af feimni gerði
vart við sig. Alltaf átti hann einhver
uppörvandi orð tiltæk, svo menn
fóru örlítið ánægðari frá honum en
þegar þeir komu.
Sambandið við náttúruna var
Birni í blóð borið. í körgu landslagi
Austfjarðanna ólst hann upp og sem
gamall maður sneri hann þangað
aftur. Mér eru minnisstæð atvik úr
gönguferðum sem við fórum með
honum upp í fjall og út eftir firðin-
um. Eitt sinn réðust á okkur kríur.
Varð þá að sjálfsögðu uppi fótur og
fit meðal borgarbarnanna sem voru
með honum í för. Björn virtist hins
vegar varla taka eftir þessu, datt
allavega ekki í hug að gera veður