Morgunblaðið - 15.08.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 43
I
!
I
I
I
1
I
(
(
(
(
(
(
i
(
i
i
i
BREF
TII. BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Farsæld
þjóðanna
Frá Hallgrími Sveinssyni:
„FARSÆLD þjóðanna er ekki kom-
in undir því að þær séu mjög fjöl-
mennar eða hafí mjög mikið um
sig. Sérhverri þjóð vegnar vel, sem
hefur lag á að sjá kosti lands síns
og nota þá eins og þeir eiga að
vera notaðir."
Þessi orð Jóns Sigurðssonar frá
1838 eru sígild og eru hér rifjuð
upp í tilefni greinar Einars K. Guð-
finnssonar, alþingismanns, í blaðinu
Bæjarins besta á ísafirði, sem ný-
lega _er vitnað til í Staksteinum
Mbl. I grein sinni talar Einar m.a.
um að aukinn fjölbreytileiki sé lykil-
atriði þegar rætt sé um byggða-
mál. Einnig talar hann um að þeim
landssvæðum virðist vegna best
sem geti boðið upp á fjölbreytni á
öllum sviðum.
Astæða er til að taka undir þessi
orð þingmannsins og fleiri í hans
ágætu grein. En íslendingar verða
að koma auga á kosti landsins og
fjölbreytileika þess og vera menn
til að nýta þá rétt, ef vel á að fara,
eins og Vestfirðingurinn Jón forseti
hamraði stöðugt á.
Á Vestfjörðum eru og hafa alltaf
verið miklir möguleikar til lífsbjarg-
ar. Á sumum sviðum jafnvel meiri
en í öðrum landshlutum. Ekki má
heldur gleyma því, að fjölbreytnin
býr ekki síst í fólkinu sjálfu. Það
er svo stjórnvalda að skapa hin al-
mennu skilyrði til að það fái notið
hæfileika sinna. Hér vestra eru það
samgöngurnar og fiskurinn í sjón-
um sem skipta sköpum í þeim efn-
um. Ef samgöngurnar eru i lagi
mun flest annað veitast að auki,
þar með talin sú fjölbreytni á flest-
um sviðum, sem fólk sækist eftir
og Einar Kr. Guðfinnsson talar um.
Þetta skildu hinar fornu menningar-
þjóðir eins og Persar og Rómveijar.
Hjá þeim voru samgöngur for-
gangsmálaflokkur.
Augu manna eru að opnast fýrir
því að það er lífsnauðsyn að tengja
saman byggðirnar hér vestra með
heilsársvegum. Vestfjarðagöngin
tala þar skýru máli. Kraftur og ein-
hugur þeirra framsýnu manna sem
þar stóðu fyrir verkum þarf að vera
áfram ráðandi. Fari svo, mun Vest-
firðingafjórðungur verða eftirsóttur
til búsetu, en ekki dæmdur til auðn-
ar. En mikið er undir því komið að
Vestfirðingar sjálfir komi sér sam-
an um hvaða leiðir á að velja til
áframhaldandi uppbyggingar sam-
gangna innan fjórðungsins og teng-
ingar hans við aðra landshluta. Þar
verður að horfa á hlutina í sam-
hengi og hagsmunir heildarinnar
að ráða en ekki hreppapólitík.
Stjórnvöld munu vonandi taka
meira mark á samtaka Vestfirðing-
um sem tala einu máli, heldur en
sundruðum sérhagsmunahópum
héðan að vestan. Álit samgöngu-
nefndar þeirrar sem situr að störf-
um fyrir Fjórðungssamband Vest-
firðinga um þessar mundir, mun
trúlega vega þungt þegar Alþingi
tekur stefnur í samgöngumálum
fjórðungsins, til hagsbóta fyrir inn-
byggjara hans og landið í heild.
HALLGRÍMUR SVEINSSON,
Hrafnseyri.
„Eðlisfræði“
á villigötum
Frá Sveini Kristinssyni:
FURÐULÍTIL samstaða sýnist
meðal íslenskra launamanna, sér í
lagi verkamanna, í átökum þeim
um kaup og kjör, sem orðið hafa á
þessu ári. Eg hélt þó að verkamönn-
um væri fullkunnugt um að samtök
atvinnurekenda eru það sterk að
óijúfandi samstaða verkamanna
væri eina leiðin til að ná kjarabótum
sem eitthvað munar um. Því óskilj-
anlegra er þegar einstakir hópar
verkamanna eru að spyrna gegn
öðrum hópum innan sömu heildar-
samtaka, til dæmis með verkfalls-
brotum eða annarri sundrungar-
starfsemi.
Sjaldan skortir hinsvegar sam-
heldnina meðal atvinnurekenda.
Þeir kunna að vísu stundum að
vera ósammála um ýmis smærri
atriði. En um þá meginstefnu sýn-
ast þeir sammála og samtaka: að
alþýða manna skuli ekki þurfa að
stríða við offituvandamál um það
leyti sem hún fagnar nýrri öld.
Sumir forystumenn launþega
láta hins vegar ginnast til að
skemmta skrattanum með því að
munnhöggvast opinberlega eða
hnjóða hver í annan á almanna-
færi. Það er þeirra samheldni.
Þannig greindi einn verkalýðsfor-
ingi „skítlegt eðli“ hjá öðrum í
beinni útsendingu Ríkisútvarpsins.
Maður þarf ekki að vera eðlisfræð-
ingur til að renna grun í að þessi
tegund eðlis muni hvergi nærri
uppfylla lágmarkskröfur um vöru-
vöndun.
Þótt kommúnisminn, sem löng-
um var sameiningarafl róttækasta
hluta verkalýðsins, sé nú sagður
dauður eða í andarslitrunum, þá
finnst mér það ætti ekki að þurfa
að koma í veg fyrir að íslenskir
verkamenn nái samstöðu um brýn-
ustu hagsmunamál sín. Menn þurfa
væntanlega að éta eftir sem áður.
Gætu fuiltrúar verkamanna ekki
hætt um stund að pæla í „skítlegu
eðli“ hver annars? Gæti þeir ekki
beint eðlisfræðirannsóknum sínum
þangað, sem þörfín er meiri?
SVEINN KRISTINSSON,
Þórufelli 16, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Dýraglens
marcie.uihatdo
I DO AFTER I FINISH
REAPIN6 THE B00K5
0NTHI5 LIST?
TELLTHETEACHER HOU) MUCH YOU © SURE, MARCIE.. 1
LIKED THEM s '7T~—m
tþ ?l| í 5
Magga, hvað geri ég Skrifar ritgerð um Auðvitað, Segðu kennaranum Já, „að sjálfsögðu,
þegar ég er búin að lesa hverja þeirra ... Magga ... hve gaman þér þótti Magga.“
bækurnar á þessum að þeim...
lista?