Morgunblaðið - 03.09.1997, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
1
FRÉTTIR
Starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur kynnt skýrsla um sameiningu sjúkrahúsa
Gag-nrýnisraddir áberandi
STARFSFÓLKI Sjúkrahúss
Reykjavíkur var í gær kynnt
skýrsla um framtíðarsýn sjúkra-
húsanna á höfuðborgarsvæðinu.
Þar er lagt til að sex sjúkrahús í
Reykjavík og nágrenni verði sam-
einuð í eitt stórt háskólasjúkrahús.
Fundurinn var fjölmennur og voru
gagnrýnisraddir áberandi þó að
einnig væru ýmsir sem fögnuðu
skýrslunni.
Fundurinn hófst með því að
Svanbjörn Thoroddsen og Katrín
Olga Jóhannesdóttir, starfsmenn
ráðgjafarfyrirtækisins VSÓ, sem
unnu skýrsluna ásamt danska ráð-
gjafarfyrirtækinu Ernst & Young,
kynntu helstu niðurstöður skýrsl-
unnar. Þau lögðu áherslu á að um
áfangaskýrslu væri að ræða og að
enn væri eftir að útfæra hugmynd-
ina nánar, að því tilskildu að sam-
staða næðist um meginniðurstöð-
una.
Talnalegar forsendur ekki
að öllu leyti réttar
Allmargir fundarmanna gerðu
athugasemdir við skýrsluna. Þær
helstu voru á þá leið að talnalegar
forsendur væru ekki að öllu leyti
réttar þar sem meinlegar villur
hefðu slæðst inn. Fram kom sú
skoðun, m.a. hjá Jóhannesi M.
Gunnarssyni lækningaforstjóra, að
Morgunblaðið/Þorkell
STARFSMENN Sjúkrahúss Reykjavíkur fjölmenntu á kynning-
arfundinn í gær.
komast hefði mátt hjá þessum vill-
um með faglegu samráði við starfs-
menn sjúkrahússins. Gagnrýnt var
að farið hefði verið með skýrsluna
eins og hernaðarleyndarmál meðan
hún var í vinnslu og að með því
hefði stjórnendum sjúkrahússins
jafnvel verið sýnt visst vantraust.
Þá bentu nokkrir fundarmanna
á að í skýrslunni væru nær ein-
göngu raktir kostir sameiningar og
ókostir þess að hafa sjúkrahúsin
tvö. Magni Jónsson læknir sagði
ennfremur að lítið væri gert úr
þeirri verkaskiptingu sem þegar
væri komin á milli stóru sjúkrahús-
anna tveggja.
Óljós árangur sameiningar
Landakots og Borgarspítala
Nokkrir starfsmannanna rifjuðu
upp erfiða sameiningu Landakots
og Borgarspítala og gekk Niels
Christian Nielsen læknir svo langt
að tala um sjö ára stríð í því sam-
bandi. Sameiningin hefði verið erfið
fyrir starfsfólkið og eyðilagt vinnu-
andann innan veggja vinnustaðar-
ins. Hans skoðun væri sú að enn
væri ekki farið að reka þar heillegt
sjúkrahús og að í raun væri ekkert
ljóst ennþá um áþreifanlegan
árangur af sameiningunni.
Meðal fundarmanna kom fram
sú skoðun að háskólaspítali gæti
aldrei orðið ódýr og afkastamikill
eins og stefnt er að. Slíkur spítali
væri eðli málsins samkvæmt dýrari
í rekstri en aðrir.
Samvinna af hinu góða
Þrátt fyrir umtalsverða gagnrýni
á skýrsluna heyrðust einnig
ánægjuraddir á fundinum. Ein
þeirra sem fögnuðu skýrslunni var
Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrun-
arforstjóri. Hún sagði þar margt
sem koma myndi að gagni í fram-
tíðinni. Til dæmis væri mikilvægt
að hafa nú einhvetjar tölur til sam-
anburðar en þær þyrftu þó vissu-
lega að vera samanburðarhæfar og
réttar. Hún kvaðst almennt þeirrar
skoðunar að samvinna væri af hinu
góða og að henni bæri að stefna.
Nauðsynlegt væri þó að vita hver
raunverulegur pólitískur vilji yfir-
valda væri í málinu.
Björg
hrynja
niður
áveg
MILDI var að hvorki fólk né
fénaður varð fyrir tveimur stór-
um björgum sem hrundu úr
fjallshlíðinni rétt vestan við
bæinn Steina undir Eyjafjöllum
skömmu fyrir klukkan átta í
gærmorgun. Björgin stað-
næmdust á miðjum veginum,
hlið við hlið, og lokuðu honum
fyrir umferð um tíma.
Að sögn lögreglu á Hvolsvelli
voru björgin það stór og þung
að vinnuvélar réðu ekki við að
fjarlægja þau fyrr en þau höfðu
verið sprengd í tvígang. Starfs-
menn Vegagerðarinnar gerðu
braut til hliðar við veginn þann-
ig að hægt væri að hleypa um-
ferð framhjá meðan gijótið var
fjarlægt og gert við veginn, sem
skemmdist nokkuð þegar björg-
in skullu á honum.
Lögreglan beinir því til veg-
farenda á þessum slóðum að líta
vel í kringum sig, þar sem svona
nokkuð geti gerst hvenær sem
er. I dag er von á starfsmönnum
frá snjóflóðadeild Veðurstof-
unnar til að líta á ummerki.
Yfirmenn þriggja
framleiðsludeilda
RÚV ráðnir
ÚTVARPS STJÓRI hefur ráðið yfir-
menn þriggja framleiðsiudeilda Rík-
isútvarpsins. Margrét Oddsdóttir hef-
ur verið ráðin yfirmaður menningar-
mála, Óskar Ingólfsson hefur verið
ráðinn yfirmaður tónlistarmála og
Þorgerður Gunnarsdóttir hefur verið
ráðin yfirmaður samfélags- og dæg-
urmála. Kristín Ólafsdóttir hlaut fleiri
atkvæði útvarpsráðs í stöðuna en
Þorgerður.
Utvarpsráð tók afstöðu til umsækj-
endanna á fundi sínum i gær. í stöðu
yfirmanns menningarmála hlaut
Margrét Oddsdóttir 6 atkvæði og Jón
Viðar Jónsson 1 atkvæði. Þriðji um-
sækjandinn var Sólveig Pálsdóttir. í
stöðu yfirmanns samfélags- og
menningarmála hlaut Kristín Ólafs-
dóttir 4 atkvæði og Þorgerður Gunn-
arsdóttir 3 atkvæði. Aðrir umsækj-
endur voru Gústaf Níelsson, Jón Ás-
geir Sigurðsson og Óðinn Jónsson.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,
formaður útvarpsráðs, sagðist ekki
gera athugasemd við ráðningu Þor-
gerðar í stöðuna. „Engin launung er
á því að stuðningur minn var hjá
Þorgerði Gunnarsdóttur. Ég var eftir
bestu samvisku að velja góðan stjórn-
anda fyrir ríkisútvarpið," sagði Gunn-
laugur og tók fram að útvarpsráð
væri aðeins umsagnaraðili og mý-
mörg dæmi væru um að svipuð staða
kæmi upp. Nú síðast fyrir ári.
í stöðu yfirmanns tónlistarmála
hlaut Óskar Ingólfsson öll sjö at-
kvæði útvarpsráðs. Aðrir umsækj-
endur voru Bjarki Sveinbjörnsson,
Guðmundur Emilsson, íris Erlings-
dóttir, Már Magnússon, Trausti Þór
Sverrisson og Þórarinn Stefánsson.
Ljósrnynd/GJ
STARFSMENN Vegagerðarinnar brugðu skjótt við og fjarlægðu björgin. Áður þurfti þó að sprengja
þau, þar sem þau voru það þung að vinnuvélar réðu ekki við að fjarlægja þau í heilu lagi.
\
)
)
i
)
í
\
>
i
>
i
Réttað í máli Sijsrurðar VE í Noregi
Skipstjórinn neitar
öllum sakargiftum
Bodö. Morgunblaðið.
RÉTTARHÖLD hófust í Bodö í
Morgunblaðið/Nordlands Fremtid
FRIÐRIK Arngrímsson, lögmaður útgerðar Sigurðar VE, og Krist-
björn Árnason, skipstjóri, bera saman bækur sínar í réttinum í gær.
Noregi í gær í svokölluðu Sigurðar-
máli en norska strandgæslan stóð
nótaveiðiskipið Sigurð VE 15 að
meintum ólöglegum veiðum innan
lögsögu Jan Mayen 7. júní síðast-
liðinn. Skipstjóri neitaði öllum
sakargiftum við vitnaleiðslur og
kvaðst hafa fylgt öllum reglugerð-
um af bestu vitund. Sigurður Ein-
arsson var í réttinum ásamt skip-
stjóra skipsins, stýrimanni og Jóni
Ólafssyni rafeindavirkja. Sigurður
segir að sjónarmið skipstjóra og
útgerðar hafi komið vel fram í
réttinum í dag, vel hafi tekist að
skýra ástæður þess að skeytin
bárust ekki.
Lögð var fram ákæra á hendur
skipstjóra og útgerð í þremur lið-
um: Mánudaginn 26. maí 1997
hafí norsku fiskistofunni ekki bor-
ist skeyti þess efnis að báturinn
væri hættur veiðum á Jan Mayen-
svæðinu og föstudaginn 6. júní
hafði norsku fiskistofunni heldur
ekki borist skeyti þess efnis að
veiði, eða leit, væri hafin. Þriðji
liðurinn varðaði ófullnægjandi út-
fyllingu á veiðibók skipsins.
Skeytin send
Fyrsta vitnið sem kallað var fyr-
ir var skipstjórinn, Kristbjörn
Árnason, hann neitaði sakargiftum
og sagði skeytin hafa verið send á
réttum tíma og lýsti stuttlega að-
draganda málsins. Kristbjörn sagði
fyrir réttinum að yfirleitt sæi stýri-
maðurinn um skeytasendingar en
sendinguna 26. maí sendi hann þó
sjálfur og staðfestinguna hefði
hann lagt í símaskrána. Í landleg-
unni eftir sjómannadag kom svo
ný símaskrá um borð og þeirri ,
gömlu var fargað. Stýrimaðurinn,
Andrés Þorsteinn Sigurðarsson, ’
vitnaði einnig og sagðist hafa gert i
margítrekaðar tilraunir til að senda
fyrsta skeytið í inmarsat-fjar-
skiptatækinu sem var eina skeytið
sem barst til Noregs. Síðan var
rangt númer í veiðileyfi skipsins
sett í minni tækisins, og því bár-
ust seinni skeytin ekki en skipveij-
ar áttuðu sig ekki á því. Fram kom
í yfirheyrslum yfir stýrimönnum á
norska strandgæsluskipinu sem
tók Sigurð að vantað hefði afrit j
af skeytunum og einnig hefði það
komið mönnum mikið á óvart þeg-
ar skipstjóri lét stöðva aðalvél
skipsins eftir samskipti við íslenska
utanríkisráðuneytið.
Sækjandi eyddi miklum tíma í
að spyrja hvers vegna engin gögn
fyndust um sendingar tækisins
fyrir 5. júní en það skýrist með ,
því að rafmagn var tekið af skipinu
á sjómannadag. Vitnaleiðslum i
verður haldið áfram í dag og bú- )
ast má við dómsniðurstöðu eftir
nokkrar vikur.