Morgunblaðið - 03.09.1997, Síða 9

Morgunblaðið - 03.09.1997, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 9 FRÉTTIR Ráðnir að Samvinnu- háskólanum ÞORLÁKUR Björnsson hefur ver- ið ráðinn aðstoðarrektor við Sam- vinnuháskólann á Bifröst. Hann lauk Cand merc gráðu í Fjármála- stjórnun frá Ála- borgarháskóla árið 1995 ogBS gráðu frá sama skóla þar á und- an. Hann lagði einnig stund á nám við Sam- vinnuháskólann á árunum 1988-90. Þorlákur hefur starfað við Samvinnuháskólann, sem aðjúnkt og lektor, frá hausti 1995. Helstu kennslugreinar hans eru í bókhaldi og áætlunargerð. Sambýliskona Þorláks er Sigrún Guðmundsdóttir sem starfar einn- ig við kennslu í Samvinnuháskólan- um. Þau eiga eitt barn. Bjarni Jónsson hefur verið ráð- inn lektor við Samvinnuháskól- ann á Bifröst. Bjarni lauk MBA prófi frá Univers- ity of Strathec- lyde árið 1991 og BS prófi í líffræði frá Háskóla ís- lands árið 1982. Bjarni er að vinna að doktorsritgerð sinni í rekstrarhagfræði við Glasgow University samhliða starfi sínu við Samvinnuháskólann. Á ár- unum 1993-94 starfaði Bjarni sem framkvæmdastjóri Marklands hf. og 1991-93 hjá Byggðastofnun við atvinnuráðgjöf og að atvinnumál- um. Frá 1984 til 90 var hann fram- kvæmdastjóri fiskeldistöðvarinnar Vatnaræktar hf. Helstu kennslu- greinar hans eru í stjórnun. Bjarni er kvæntur Björgu Olafsdóttur aðstoðarskólastjóra og eiga þau þijú börn. Charles F. Fromme Jr. er Full- bright-kennari við Samvinnuháskól- ann á Bifröst í haust. Fromme er dósent í viðskipta- fræðum við City University of New York. Hann lauk MSIE gráðu frá New York Uni- versity 1973. Hann kennir Upplýsingafræði við Samvinnuháskólann. Minnisvarði um Hermann afhjúpaður MINNISVARÐI um Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, var afhjúpaður á fæð- ingarstað hans, að Syðri-Brekk- um í Blönduhlíð, um helgina. Það voru börn Hermanns, Steingrímur og Pálína, sem afhjúpuðu minnis- varðann. Hermann fæddist að Syðri- Brekkum 25. desember 1896, son- ur hjónanna Jónasar Jónssonar bónda og Pálínar Björnsdóttur ljósmóður. Hann ólst upp á Syðri- Brekkum og starfaði þar fram til þess tíma er hann hóf nám í menntaskóla. Hermann var lög- reglustjóri í Reykjavík, alþingis- maður og ráðherra í ýmsum ráðu- neytum. Forsætisráðherra var hann samfleytt frá árinu 1934 til 1942 og aftur frá 1956 til 1958. Hermann var formaður Fram- sóknarflokksins í áratugi. Meðal þeirra sem voru við- staddir afhjúpunina voru ættingj- ar Hermanns, vinir og baráttufé- lagar úr Framsóknarflokknum. Ávörp fluttu Stefán Guðmundsson alþingismaður, Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarfiokks- ins, Þráinn Valdimarsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri flokksins, og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Morgunblaðið/Egill Heiðar Gíslason BÖRN Hermanns, Steingrímur og Pálína, afhjúpuðu minnisvarðann. Breytúigar á fram- kvæmd löggilding'- ar mælitækja LOGGILDINGARSTOFA, sem hefur annast löggildingu mæli- tækja í tæp 80 ár, hefur hætt þeirri starfsemi samkvæmt nýjum reglum sem gefnar hafa verið út um löggildingu mælitækja. Lög- gildingarstofa sinnir framvegis yfirumsjón og stjórnsýsluhlutverki á þessu sviði, en framkvæmd lög- gildinga verður falin faggiltum prófunarstofum sem fullnægja ströngum skilyrðum um tækja- búnað, hæfni og hlutleysi. Um síðustu áramót var gerð sú breyting að Löggildingarstofan og Rafmagnseftirlit ríkisins voru sam- einuð í Löggildingarstofu, og að sögn Þórs J. Gunnarssonar hjá Löggildingarstofu er með reglun- um um löggildingu mælitækja að koma fram einn hluti af þeirri breytingu. „Með þessu eru þessi tvö fyrir- tæki, Löggildingarstofan og Raf- magnseftirlit ríkisins, hætt þessu eftirlitsstarfi sem var alláberandi í störfum þeirra beggja. Það er grundvallarbreyting á starfseminni, og einnig það að með aðildinni að EES hefur markaðseftirlit verið tekið upp hjá Löggiidingarstofu, en sú starfsemi var ekki til áður,“ sagði Þór. Möð löggildingu mælitækja, t.d. verslunarvoga og bensíndælna, er verið að tryggja hagsmuni neytenda, og eru löggilt mælitæki auðkennd með límmiða og eða innsigli. Bif- reiðaskoðun hf. hefur að sögn Þórs ein skoðunarstofa fengið starfsleyfi til löggildingar mælitækja. „Þetta er alveg sambærilegt við fram- kvæmd bifreiðaskoðunar og þess vegna kemur Bifreiðaskoðun inn í þetta því það er svo auðvelt fyrir hana að bæta þessu við sig,“ sagði hann. SNYRTISTOFAN GUERLAIN IÓðingata 1 • 101 • Reykjavík I Sími 562 3220 « Fax 552 232p| YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR [ HÚSI SUNDLAUGAR SELTJARNARNESS YOGA YOGA YOGA Mánudaga og fimmtudaga kl. 17:30 og 19:00 Leiðbeinandi: Anna Björnsdóttir, yogakennari Innritun og upplýsingar í síma 561 0207 TÍSKUVERSLUNIN Sraort GRÍMSBÆ V/BÚSTAÐAVEG Nýjar yörur Urval af peysum, fallegir litir. Kragalaus vatteruð vesti, kóngablá, dökkblá, svört og brún. 15% aukaafsláttur af útsöluvörum út vikuna. Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-15 • Sími 588 8488 Ulpur, jakkar og kápur Tískuskemman Bankastræti 14 L-l M U A ÞVI ÁSKRII AÐ SPARA Það fylgir því þægileg tilfinning að vita af traustum sjóði sem vex jafnt og örugglega og hægt er að grípa til þegar rétta tækifærið kemur. Með því að byrja á lágri fjárhæð, sem þú ræður auðveldlega við í hverjum mánuði, getur þú á agaðan og einfaldan hátt sparað reglulega með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Til að gera sparnaðinn enn sjálfsagðari getur þú greitt hann með greiðslukorti. Láttu reyna á það að spara reglulega með áskrift að spariskírteinum. Þú getur alltaf hætt, en flestir sem byrja halda áfram og jafnvel auka fjárhæðina jafnt og þétt. Byrjaðu að spara í dag og hringdu. Áskriftarsíminn er 562 6040 LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæb, sími 562 6040 ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ASKRIFT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.