Morgunblaðið - 03.09.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 13
AKUREYRI
Þriðji bíllinn sem hafnar í garðinum að Bjarmastíg 10
Sendibif-
reið lenti á
tré og valt
á toppinn
LITLU munaði að illa færi er
sendibíll frá Möl og sandi hf.
hafnaði á tré í garði við húsið
númer 10 við Bjarmastig á Akur-
eyri og valt á toppinn. Garðurinn
liggur um 3-4 metrum neðar en
vegurinn og því var fallið nokk-
urt, en tréð kom í veg fyrir að
bíllinn færi áfram ofan í Skáta
gilið.
Okumaðurinn sem var einn í
bílnum slasaðist en meiðsl hans
voru ekki talin alvarleg. Hann
var fluttur á slysadeild FSA en
fékk að fara heim að lokinni
skoðun. Bíllinn er hins vegar
mikið skemmdur og ekki síst eft-
ir að hann var hífður upp úr
garðinum með öflugum krana og
honum snúið á hjólin.
Samkvæmt upplýsingum frá
rannsóknardeild lögreglu stopp-
aði ökumaðurinn bílinn í brekk-
unni og ætlaði þar inn í hús.
Hann taldi sig hafa drepið á biln-
um en er hann kom út úr bílnum
fór hann að renna af stað. Oku-
maðurinn stökk þá upp í bílinn
aftur og gerði tilraun til að
stöðva hann en það gekk ekki.
Baldur Ingimarsson, íbúi að
Bjarmastíg 10 segir þetta í þriðja
sinn sem bíll hafnar niðri i garð-
inum hjá honum, en í fyrri skipt-
Morgunblaðið/Kristján
SENDIBILLINN hafnaði á tré í garðinum og valt svo á topp-
inn. Eins og sést á myndinni er fallhæðin töluverð, eða 3-4
metrar. Uppi á vegi ræðir lögregla við sjónarvotta.
HÍFA þurfti sendibílinn upp
úr garðinum með öflugum
krana. Bíllinn skemmdist
töluvert við óhappið og hann
fór ekki síður illa er verið var
að koma honum á réttan kjöl
uppi á vegi.
in lentu bílar þar vegna hálku
að vetrarlagi. Baldur segist hafa
gert ítrekaðar tilraunir til að fá
bæjaryfirvöld til að gera eitthvað
til að koma í veg fyrir að slíkt
gerist á þessu horni en segist
hafa talað fyrir daufum eyrum.
Ekki hafi orðið alvarleg slys í
þessum óhöppum en kannski það
sé það sem þurfi að gerast svo
bæjaryfirvöld taki við sér.
Skömmu áður en bílinn hafn-
aði í garðinum hafði unglings-
piltur, Sigvaldi Þór Loftsson, far-
ið yfir götuna þar sem bílinn fór
um. Sigvaldi taldi að bíllinn hefði
ekki verið í gangi er óhappið
varð og hann sagðist hafa séð
bílstjórann kastasttil i bilnum i
árekstrinum við tréð.
Ospin sem bíllinn hafnaði á var
hátt í 30 ára gömul og taldi Bald-
ur hana um eða yfir 15 met’ra á
hæð. Ospin skemmdist nokkuð
og taldi Baldur ekki þýða annað
en að fella hana vegna þessa.
Guðmundur Arnason selur
15% hlut í Hótel Hörpu
Páll Sigiirjónsson tekur
við hótelstj órninni
GUÐMUNDUR Árnason hótelstjóri
á Hótel Hörpu hefur seit 15% hlut
í hótelinu en núverandi hluthafar
nýttu sér forkaupsrétt sinn að þeim
hluta. Guðmundur mun áfram eiga
10% hlut í hótelinu. Hann lætur af
starfi hótelstjóra um næstu áramót
og heldur til náms í Frakklandi.
Við starfi hans tekur Páll Sigur-
jónsson en hann hefur rekið Hótel
Egiisbúð í Neskaupstað síðastliðin
ár. Páll er kominn til starfa á Hótel
Hörpu en tekur við hótelstjórastarf-
inu um áramót.
Hótel Harpa hefur tekið upp sam-
starf við Foss-hótel en þau eru í eigu
Úrvals-Útsýnar, Ferðaskrifstofu
Guðmundar Jónassonar, Safaríferða
og Ómars Benediktssonar. Fosshótel
reka hótel á sex stöðum á landinu,
Hótel City og Hótel Lind í Reykja-
vík, Bifröst í Borgarfirði, Áningu á
Sauðárkróki, Hótel Hörpu og Hótel
Kjarnalund á Akureyri, Foss-hótei
Hallormsstað og Hótel Vatnajökul á
Höfn í Hornafirði. Öll hótelin bjóða
upp á herbergi með baði og er hug-
myndin að baki þeim að sögn Guð-
mundar að geta tekið á móti og þjón-
að ferðahópum sem eru á hringferð
um landið.
Að sögn Guðmundar kom sumarið
þokkalega vel út og varð nokkur
veltuaukning á milli ára. „Þrátt fyr-
ir lítilsháttar samdrátt almennt í
ferðaþjónustu varð nokkur veltu-
aukning hjá okkur. Þéttbýlisstaðir,
eins og Akureyri hafa fengið tölu-
vert af ráðstefnum og fundum til
sín og það bætir samdráttinn upp,“
sagði Guðmundur. „Við erum líka
Morgunblaðið/Margrét Þóra
GUÐMUNDUR Árnason og
Páll Siguijónsson við Hótel
Hörpu.
farin að sjá erlenda ferðamenn á
jaðartímum, í apríl, maí og septem-
ber og október, en þeir sáust ekki
fyrir nokkrum árum.“
Guðmundur sagði að horfur fyrir
næsta sumar væru góðar en þar
kæmi m.a. til samstarf við þær
ferðaskrifstofur sem ættu Fosshótel-
in. „Við gerum ráð fyrir að þetta
samstarf færi okkur aukin viðskipti
og bókanir fyrir næsta sumar líta
vel út,“ sagði Guðmundur, en vetur-
inn sagði hann óskrifað blað líkt og
vant væri.
Við bjóðum nú vikuferð til Madrid. Þessi einstæða borg státar
af stórfögrum byggingum frá tímum Mára, rómantískri
stemningu, tískuverslunum og veitingastöðum á heimsmæli-
kvarða. Kynnist Madrid með Kristni R. Ólafssyni. Gist verður
á Hotel Opera sem er þriggja stjörnu hótel í hjarta borgarinnar.
* Á mann, miðað við tvo saman í tvíbýli. Innifalið: Flug til og frá Alicante,
rútuferðir til og frá Madrid, gisting, islenskur fararstjóri, skattar og gjöld.
Lágmarksþátttaka 20 manns.
* Á mann, miðað við fjóra saman í íbúð.
14.900 kr. miðað við tvo saman í íbúð.