Morgunblaðið - 03.09.1997, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmyndarar látnir lausir í París
Opinber
rannsókn
fyrirskipuð
Jafngildir ekki sjálfkrafa ákæru
fyrir manndráp af gáleysi
FRANSKUR dómari fyrir-
skipaði i gær, að sjö ljós-
myndarar sem eltu bifreið
Díönu prinsessu er hún
beið bana í París, skyldu sæta form-
legri rannsókn fyrir meint mann-
dráp, að sögn lögfræðinga þeirra.
Rannsóknin er ígildi þess að ákveð-
ið hafí verið að hefja sakamál á
hendur þeim vegna dauða Díönu,
Dodi Fayed ástmanns hennar og
hótelbílstjórans Henri Paul, vegna
alvarlegra meiðsla lífvarðarins
Trevors Rees-Jones og fyrir að hafa
látið hjá líða að veita hinum slösuðu
aðstoð eða kalla til hjálp.
Herve Stephan dómari lét sleppa
ljósmyndurunum þegar hann hafði
ákveðið að hefja formlega lögreglu-
rannsókn á hendur þeim. Einn af
öðrum voru þeir leiddir fyrir hann
í handjárnum úr fangaklefum sín-
um til þess að hlýða á niðurstöður
frumrannsóknar á orsökum bíl-
slyssins þar sem Díana prinsessa
beið bana og rök lögfræðinga sinna
gegn því að þeir yrðu bendlaðir við
slysið. Voru þeir fölir og fáir eftir
tveggja sólarhringa yfirheyrslur en
gramir handtöku, héldu fram sak-
leysi sínu og töldu sig ekki hafa
gert neitt rangt.
Hubert Henrotte, forstjóri
Sygma-fréttamyndaþjónustunnar,
vísaði því á bug að sinn ljósmynd-
ari væri svonefndur „paparazzi",
heldur hefði hann komið á slysstað
sjö mínútum eftir óhappið og ein-
ungis tekið myndir af björgunar-
starfi er lögreglan handtók hann.
Lögmenn allra ljósmyndaranna
sögðu að þeir hefðu tekið myndir
af brakinu og ættu því yfir höfði
sér ákæru fyrir að láta hjá líða að
aðstoða björgunarmenn. Ákæra
fyrir manndráp af gáleysi og fyrir
að láta hjá líða að aðstoða fórn-
arlömb slysa getur haft í för með
sér allt að fimm ára fangelsi og 6
milljóna króna sekt. Einn lögmann-
anna, William Bourdon, sagði að
svo virtist sem ætlunin væri að
gera ljósmyndarana að blóraböggl-
um i þágu utanríkisráðuneytisins.
Uppljóstranir þess efnis að bíl-
stjóri Díönu og Dodi Fayeds hafi
ekið á ofsahraða og áfengismagn í
blóði hans verið langt yfir leyfileg-
um mörkum þykir hafa bætt mál-
stað ljósmyndaranna, en um heim
allan hafa spjótin beinst að þeim
og stéttbræðrum þeirra. Fengu þeir
stuðning úr óvæntri átt í gær er
franska leikkonan Catherine De-
neuve sagði þá einungis peð í tafli
óvandaðra fjölmiðlakónga, sem nær
væri að hirta.
Hraðamælir á núlli
Franska lögreglan vísaði því á
bug í gær að nálin á hraðamæli
bifreiðarinnar, sem Díana og Dodi
ERLENT
Reuter
Þúsundir Breta minnast Díönu prinsessu
KONA í Lundúnum þerrar tárin fyrir framan því og hefur geysilegur fjöldi fólks komið þangað
Kensington-höll, heimili Díönu prinsessu. Blóma- til að minnast prinsessunnar og votta henni virð-
hafið út frá hallarhliðinu nær um 400 metra frá ingu sína.
í Frakklandi þær skyldur á herðar,
að hjálpa fórnarlömbum slysa og
öðrum sem eiga um sárt að binda
eða kalla eftir aðstoð, nema því
aðeins að það leggi þá sjálfa í lífs-
hættu. Þau banna mönnum einnig
að hindra starf björgunarmanna.
Spurningin er hvort ljósmyndararn-
ir hafi brotið lögin með því að hindra
björgunarstarf eða með því að hafa
ekki kallað eftir hjálp.
Lýsingum á hegðan ljósmyndara
á slysstað rétt eftir slysið ber ekki
saman, en því hefur m.a. verið lýst
að þeir hafi troðist fram fyrir björg-
unarmenn til þess að geta myndað
Díönu þar sem hún engdist af sárs-
auka í bílflakinu. Aðrar heimildir
herma að þeir hafi hindrað hjúkrun-
arstörf með því að leggja mótorhjól-
um sínum á veginn og lokað þann-
ig fyrir aðkomu lögreglu- og sjúkra-
bifreiða. Enn aðrar heimildir segja
að ljósmyndararnir hafi einungis
verið að sinna starfi sinu og tekið
myndir án þess að hindra eða hjálpa
til við björgunarstörf.
Franskir lögfræðingar sögðu í
gær, að hugsanlega slyppi Mo-
hammed A1 Fayed, faðir Dodi Fay-
dóu í, hefði sýnt 196 km/klst hraða
við áreksturinn. Hefði mælirinn
staðið á núlli.
Rannsókninni, sem ijósmyndur-
unum er gert að sæta, er ætlað að
skera úr um hvort eftirför þeirra
hafi leitt til bílslyssins. í henni felst
það þó ekki að þeir verði sjálfkrafa
ákærðir og leiddir fyrir rétt. Bern-
ard Dartevelle, lögmaður A1 Fayed-
fjölskyldunnar sagðist myndu hefja
skaðabótamál á hendur ljósmyndur-
unum. Sagði hann sjónarvotta hafa
séð mótorhjól aka í sveigum fyrir
framan bifreiðina í þeim tilgangi
að hægja á henni. Kveður lögmað-
urinn ljósmyndarana bera ábyrgð á
slysinu því eltingarleikur þeirra við
Díönu og Dodi hafi komið öryggis-
vörðum á Ritz-hótelinu í uppnám
og leitt til þess að breytingar voru
gerðar á síðustu stundu á fyrirhug-
aðri akstursleið þeirra. Hefði bíl-
stjórinn, Henri Paul, aðstoðaryfir-
maður öryggismála á hótelinu, ver-
ið kvaddur að heiman til að aka
bifreið Díönu en ekill hennar ekið
annari bifreið í þeim tilgangi að
afvegaleiða ljósmyndarana.
Lögmenn ljósmyndaranna sögðu
hins vegar að meintur mótorhjóla-
akstur fyrir framan bifreiðina á
götum Parísar væri ekki nefndur í
350 síðna skýrslubunka franska
saksóknaraembættisins. Framburð-
ur lífvarðarins Rees-Jones mun því
vega þungt en hann hefur enn ekki
náð sér nógu vel af meiðslum til
þess að vera yfirheyrður.
Franska lögreglan hefur lagt
hald á mótorhjól, myndavélar og
filmur og gert húsleit í skrifstofum
nokkurra frétta- og myndaþjónusta
í þeim tilgangi að hafa uppi á ljós-
myndum af slysstað. Jafnframt var
leitað ljósmyndara sem hugsanlega
hafa komist hjá handtöku. Læknir
að nafni Frederic Maillez, sem kom
fyrstur lækna á slysstað og veitti
Díönu neyðarhjálp, sagðist hafa
veitt því athygli að 10-15 ljósmynd-
arar hefðu verið að mynda bílinn
er hann kom á vettvang.
Samverjalögin
Að hafa iátið hjá líða að aðstoða
á slysstað kann að eiga eftir að
koma ljósmyndurunum í klandur.
Svonefnd „samveija“-lög, sem eru
einstök í sinni röð, leggja borgurum
Skráargataáráttan
sem söluvara
Ný kjaftablöð hafa
komið á markaðinn í
Danmörku, samkeppnin
harðnað og þá er keppt
um að vera sem op-
inskáastur. Því hefur
danska konungsfjöl-
skyldan fundið fyrir,
eins o g Sigrún Davíðs-
dóttir rekur hér.
NÝ VIKURIT, sem sérhæfa
sig í hræringum í kringum
þekkta fólkið og þá kon-
ungabornu hafa komið fram á sjón-
arsviðið í Danmörku. Áfergjufullum
útgefendum dugar ekkert minna
en strætisvagnar undir auglýsingar
sínar. En vikuritin keppa ekki að-
eins sín á milli, heldur keppa þau
líka við síðdegisblöðin, sem einnig
róa á efnismarkað frægra og kon-
ungborinna og um leið hefur kon-
ungsfjölskyldan orðið æ eftirsóttara
efni.
Tilmæli hirðar virt að vettugi
Auk þess sem nýju vikuritin
kepptu um verð, eitt blaðið kostar
undir tíu dönskum krónum, var
uppistaðan í auglýsingunum sú að
greinarnar væru nærgöngulli en
keppinautanna. Sum blöðin stefna
á að vera með jákvæðar fréttir, í
anda fyrirmyndarinnar miklu,
Hello, en önnur taka bara það sem
á fjörur þeirra rekur.
Myndir af Jóakim prins og Alex-
öndru prinsessu konu hans hafa
verið ofarlega á vinsældalistanum,
með vangaveltum um hvort hún
færi ekki að gildna undir belti.
Nýlega birti eitt blaðanna myndir
af prinsessunni, þar sem hún var
að kaupa inn í fríhöfninni. Sú mynd
var keypt af farþega, sem átti leið
um með myndavél og smellti af.
Eftir það tók hirðin til máls og tals-
maður hennar mæltist til að blöðin
létu vera að birta myndir af kon-
ungsfjölskyldunni við einkaaðstæð-
ur og einkum að prinsunum yrði
hlíft við ofurathygli.
Þetta létu kjaftablaðaritstjórar
sem vind um eyru þjóta og sögðu
að fyrst Jóakim og Álexandra færu
í frí í hópferð með venjulegu fólki
gætu þau ekki búist við að vera
alveg útaf fyrir sig.
Sundlaugar- og nektarmyndir
Kjaftablöðin fengu brátt tæki-
færi til að standa við orð sín. Se
og Her og Ekstrabladet brutu fyr-
ir skömmu dönsk lög um friðhelgi
einkalífsins og birtu myndir af
Friðriki krónprinsi í sumarleyfi við
sundlaug með vinkonu sinni, söng-
konunni Marie Montell á vínsloti
konungsfjölskyldunnar í Cahors,
þar sem einhver ljósmyndari hafði
lagst á gægjur og myndað þau þar
sem þau létu vel hvort að öðru.
Fyrir nokkrum árum voru birtar
myndir af Jóakim prins á sama stað
í fríi með danskri vinkonu sinni,
fyrir kynnin af Alexöndru. í einu
blaðanna eru reyndar einnig þessa
dagana myndir af öðru ástföngnu
pari á sundlaugarbarmi, sumsé
„Spice Girls“-stúlkunni Mel með
íslenskum unnusta sínum.
í myndaseríunni af Friðrik voru
líka myndir af honum, þar sem
hann spígsporaði um öldungis fata-
laus, en þá mynd birtu dönsku blöð-
in ekki, því þau segja það hafa
verið ákveðið fyrir löngu að birta
ekki nektarmyndir af konungsfjöl-
skyldunni. Slíka reglu hefur
sænska Aftonbladet ekki og þar
birtust myndir af nöktum krón-
prinsinum.
Samkvæmt dönskum lögum er
bannað að birta myndir teknar af
fólki við einkaaðstæður og án leyf-
is. En samkvæmt lögunum er held-
ur ekki hægt að fara í mál við kon-
ungsfjölskylduna og um leið fer
konungsfjölskyldan heldur ekki í
mál við aðra.
Tvíbent skref
Ýmsir velta því fyrir sér hvort
einhver breyting sé að verða á til-
finningu Dana og danskra fjölmiðla
á hvar eðlileg mörk liggi í umfjöllun
um konungsfjölskylduna, en því
hafna áðurnefnd blöð og vísa til
fyrri mynda af Jóakim. Á kjafta-
blöðunum eru hins vegar vangavelt-
ur um hvort lesendur séu að verða
þreyttir á konungsefninu, en spum-
ingin er þá hvort það leiði til meira
krassandi efnis, eða að fjölskyldan
verði síður undir smásjá.
Á móti má benda á að fjölskyldan
hefur undanfarin ár sjálf ærið oft
komið fram í fjölmiðlum og farið
út á bókamarkaðinn með hálfop-
inskáar frásagnir um eigið líf.
Drottningin segir þetta aðferð til
að fylgjast með tímanum, en spurn-
ingin er hvort það er ekki hætta á
að fjölmiðlar æði óboðnir inn á mitt
gólf, ef gluggatjöldin eru á annað
borð dregin aðeins til hliðar.
Ýmsir velta þvi líka fyrir sér
hver áhrif kjaftablaðanna séu. Út-
gefendurnir bera því við að blöðin
séu ekkert annað en stórborgarút-
gáfa smábæjarslúðurs, þar sem
blöðin séu í raun afar prúðmannleg
miðað við það.
Aðrir benda á að óeðlilegar
glansmyndir af lífi hinna frægu og
ríku ýti undir vanmetakennd, öfund
og óánægju lesenda og komi óupp-
byggilegum hugmyndum að í huga
fólks og engu öðru. Lesendur verði
sjúklega háðir þessum yfirborðs-
kenndu frásögnum rétt eins og þeir
verði háðir sjónvarpssápum.
I dönskum kjaftablöðum ríkja
enn ekki þær aðstæður sem Bretar
búa við en þegar hart er barist
gæti stefnt í þá átt. Það ríkja enn
ekki danskar aðstæður á íslenska
kjaftablaðamarkaðnum, en spurn-
ingin er hvenær íslenskir blaðales-
endur mega vænta nektarmynda
af frægum Islendingum. Eiga
blaðaútgefendur að setja sér vel-
sæmismörk og virða einkalífið, eru
lögin nóg - eða á fræga fólkið
bara að passa að striplast ekki?