Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 20

Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Víetnam GEGNVOTIR fánar skreyttir hamri og sigð hanga þunglama- lega í þrumuveðri yfir götum Hanoi, höfuðborgar Víetnams, þegar hraktir pílagrímar úr sveitum landsins bíða í röð við grafhýsi Ho Chi Minhs, bylting- arleiðtogans fyrrverandi, sem enn er í hávegum hafður meðal stórs hluta almennings. Smurt lík hans er varðveitt í grafhýsinu. Víetnambúar fögnuðu því í gær, að 52 ár voru liðin frá því Ho Chi Minh lýsti yfir sjálfstæði landsins og frelsi undan nýlendu- yfirráðum Frakka. Veðrið þótti að nokkru leyti viðeigandi á þessum degi, þar sem fáir voru í hátíðarhug. Efna- hagsumbætur eru í járnum, leið- togaskipti í ríkisstjórninni standa fyrir dyrum og róstur krauma á landsbyggðinni. Vo Van Kiet, forsætisráðherra Víetnams, hét því i ræðu að umbótum yrði hrað- að. „Við munum hraða stöðugt umbótaferlinu til þess að nýta til fullnustu innlendar auðlindir og erlenda fjárfestingu og aðstoð,“ sagði Kiet meðal annars. Hann sagði víetnömsku þjóðina hafa fært margar fórnir og barizt heljulega undir „skýrri stjórn“ kommúnistaflokksins. Danmörk Samvinna eftir skilnað? DÖNSK yfirvöld hyggjast nú kanna hvort gripið verði til þess ráðs að þvinga foreldra, sem ekki ná samkomulagi um börn sín við skilnað, til að vinna sam- an. Frank Jensen, dómsmálaráð- herra Danmerkur, lýsti á mánu- dag yfir því að hann væri reiðu- búinn til að kanna þetta mál eftir að norskir vísindamenn lögðu fram niðurstöður af því að beita slíkum kvöðum í Nor- egi. Þar hafa foreldrar verið knúnir til samráðs og samvinnu þegar ágreiningur var um um- ráðarétt yfir börnum þeirra. Samkvæmt frétt í dagblaðinu Jyllands-Posten hafa dönsk yfir- völd Iegið undir ámæli fyrir að taka lítið tillit til barna þegar ákveðið er hvar þau verði niður- komin eftir skilnað. Reuter Barátta Plavsics við serbneska harðlínumenn harðnar enn Gæsluliðar NATO beittu trékylfum Udrigovo, Banja Luka. Reuter. BANDARISKIR friðargæsluliðar í Bosníu beittu í gær trékylfum gegn herskáum Serbum er réðust gegn gæsluliðunum sem stóðu vörð um umdeildan sjónvarpss- endi. Átökunum í gærmorgunn lauk án þess að nokkur hlyti alvar- leg sár, en Serbamir höfðu í hót- unum um frekari aðför síðdegis. Bandaríkjamennirnir bjuggu sér til kylfur úr tijágreinum til þess að forðast blóðsúthellingar, að því er yfírmaður þeirra við sjón- varpssendinn tjáði fréttamanni Reuters. „Við lærðum okkar lexíu á fimmtudaginn. Við viljum veija hendur okkar án þess að meiða neinn,“ sagði yfírmaðurinn og vís- aði til þess er argir Serbar grýttu gæsluliða í bænum Brcko í síðustu viku. Yfírráð yfír ljósvakamiðlum er orðið helsti ásteytingarsteinninn í valdabaráttu forseta serbneska lýðveldisins, Biljönu Plavsic, er nýtur stuðnings Vesturlandam, og Radovans Karadzics, fyrrum for- seta og ákærðs stríðsglæpamanns, er harðlínumenn fylgja að málum. Sjónvarps- og útvarpsstöðvar und- ir stjórn þeirra síðarnefndu hafa lýst gæsluliði Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, sem „hemámsliði“ og Plavsic sem svikara. Það eru stuðningsmenn Karadzics sem hafa sótt að gæsluliðunum. „Glæpamenn" frá Júgóslavíu Plavsic sagði eftir fund með bandaríska sendimanninum Ro- bert Farrand á mánudag, að „glæpamenn" frá • Júgóslavíu hefðu staðið fyrir uppþotinu í Brcko og hefðu verið fluttir þang- að í langferðabílum. Plavsic, sem nýtur stuðnings vestrænna ríkja, berst um völdin í Serbneska lýð- veldinu við harðlínumenn, sem styðja Karadzic. Farrand sagði einnig, að fólk, sem ekki byggi í Brcko og jafnvel ekki í Bosníu, hefði staðið fyrir óeirðunum. Er Farrand eftirlits- maður vestrænna ríkja í Brcko en staða bæjarins er óráðin enn og var ekki ákveðin með Dayton- samningunum. Brcko er á mjórri landræmu, sem tengir vesturhluta serbneska Iýðveldisins þar sem Plavsic nýtur mests stuðnings og austurhlutann þar sem harðlínu- menn ráða mestu. Milosevic neitar að styðja Plavsic Erlend ríki og sérstaklega Bandaríkin hafa lagt hart að Slobodan Milosevic, forseta Júgó- slavíu, að styðja Plavsic en hann hefur neitað því hingað til. Fylgismenn Karadzics beijast fyrir yfírráðum yfir lögreglunni, ríkissjónvarpinu og hernum og vilja ekki sætta sig við, að vestræn ríki hafi eftirlit með sveitar- stjórnarkosningum eftir hálfan mánuð. Aleksa Buha, leiðtogi SDS, flokks harðlínumanna, sagði í Brcko að flokkurinn myndi ekki taka þátt í kosningunum nema kosningareg’lunum yrði breytt. Trúarleiðtogi úr klóm skæruliða Dushanbe. Reuter. Reuter TRUARLEIÐTOGI múslima í Tadsjíkistan, sem skæruliðar rændu í liðinni viku, var látinn laus í gær ásamt bróður sínum, samkvæmt upplýsingum háttsetts embættismanns í ráðuneyti Imo- malis Rakhmonovs, forseta. Sagði embættismaðurinn í samtali við Reuter að stjórninni hefði tekizt ræðir lýtur stjórn Rizvon Sad- irovs, sem er óháður stríðsherra í borgarastríðinu í Tadsjíkistan. Hann krefst þess að bróðir hans, Bakhrom Sadirov, verði látinn laus úr haldi, en hann var dæmd- ur til fangelsisvistar fyrir þátt sinn í að taka nokkra starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og rússnesk- Leyfa um- ferð Palest- ínumanna að nýju Jerúsalem, Túnis. Reuter. ÍSRAELAR tilkynntu á mánudag að þeir myndu leyfa takmörkuðum fjölda palestínskra verkamanna, sem búsettir eru á heimastjómarsvæðum Palestínumanna, að halda til vinnu í ísrael. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt frá því ísraelar lokuðu heimastjórnarsvæðunum á Vesturbakkanum og Gaza í kjölfar sprengjutilræðis á markaðstorgi í Jerúsalem 30. júlí sl. Aðstoðarmaður Benjamins Net- anyahus, forsætisráðherra, sagði að leyfið væri ekki veitt vegna fyrirhug- aðrar heimsóknar Madeleine Al- brights, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, til Mið-Austurlanda, sem hefst nk. þriðjudag. Eina ástæðan fyrir leyfísveitingunni væri öryggis- ráðstafanir. Alls er um fjögur þúsund Palest- BENJAMIN Netanyahu, for- sætisráðherra Israels, skoðar nýja ísraelska Tabor-riffla í tækni- og þróunarmiðstöð hersins í Tel Hashomer í gær. ínumönnum heimilt að fara til ísra- el. Eru það giftir menn og eldri en 35 ára. Alls voru um 51 þúsund Palestínumenn í vinnu í ísrael áður en ferðabann var sett í kjölfar sjálfs- morðsárásar tveggja manna í Jerú- salem í lok júlí. að semja um lausn múftísins Amunullos Nigmatzoda. Trúar- leiðtogar múslima af sambærilegri tign við biskupa hinnar kristnu kirkju nefnast múftíar. { skiptum fyrir múftíinn og bróður hans, sem einnig var í haldi mannræningjanna, lét stjóm Rakhmonovs skæruliðunum í té fjóra meðlimi skæruliðahópsins, sem teknir voru höndum sl. sunnu- dag. Skæruliðahópurinn sem um an fréttamann í gíslingu í febrúar sl. Synir trúarleiðtoga í haldi Sadirov rændi tveimur sonum múftísins í byijun síðasta mánað- ar og hefur þá enn í haldi í bæki- stöðvum sínum í fjöllunum upp af Dushanbe. Borgarastyrjöld hefur staðið undanfarin fjögur ár í Tadjikist- an, sem er fyrrum Sovétlýðveldi, milli Kína og Afganistan. Yilja hert- ar reglur BRESKA stjórnin lagði í gær til að reglur um losun úrgangs í sjó yrðu hertar til muna. Nái tillögur Breta fram að ganga myndi það m.a. þýða að ekki yrði lengur heimilt að sökkva úreltum olíuborpöllum í sjó, nema í einstaka undantekn- ingartilvikum. Michael Meach- er, umhverfisráðherra Breta, kynnti þessa stefnubreytingu breskra stjórnvalda á fundi aðildarríkja Ósló og Parísar- samkomulagsins gegn meng- un sjávar (OSPAR) í Brussel í gær. Sagði ráðherra að lík- lega væri þetta mikilvægasta stefnubreyting Breta í málefn- um hafsins í nokkra áratugi. í tillögunum er einnig gert ráð fyrir að dregið verði verulega úr losun geislavirkra efna og annars hættulegs úrgangs í sjó. Tvö ár eru nú liðin frá því Shell-olíufyrirtækið varð að láta af áformum um að sökkva borpallinum Brent Sparr í Atl- antshaf vegna mótmæla um- hverfisvemdarsamtaka. Gaf Meacher í skyn að ríkisstjórn Verkamannaflokksins myndi ekki geta fallist á að Brent Sparr eða öðrum borpöllum yrði sökkt í sjó nema í ein- staka, sérstökum tilvikum. Norskir embættismenn sögðu þetta setja þrýsting á Norð- menn að gera slíkt hið sama. Sprengdi mæli lög- reglu FINNSKT blað greindi frá því í gær að áfengismagn í blóði finnskrar ökukonu hefði mælst 4,5 prómill. Það vakti athygli lögreglu er ökuferð hinnar fer- tugu konu endaði í skurði í vegarkanti skammt frá Rauma í suðvesturhluta landsins. Er mæla átti áfengismagn kom í ljós að hinn hefðbundni mælir lögreglunnar dugði ekki til því hann sýndi hæst 3,0 prómill. Varð því að færa konuna á sjúkrahús og mæla áfengis- magn í blóði til að fá endan- lega niðurstöðu. Hæsta leyfi- lega áfengismagn í blóði öku- manna er 0,5 prómill í Finn- landi. „Dvergmorð- inginn“ fyrir rétt DÓMSTÓLL í Hong Kong sýknaði í gær mann af morð- ákæru, en hann hafði vegið unnustu sína í kjölfar þess að hún kallaði hann „bölvaðan dverg“. Chan Wing-hong er einungis 1,37 sm á hæð og hafði um fimm vikna skeið átt í ástarsambandi við vændis- konuna Chow Mei-hing. Fyrir rétti bar hann að hún hefði á þessum vikum blóðmjólkað hann peningalega og er allir fjármunir hans voru uppurnir uppnefnt hann með eftirfar- andi hætti og lýst því yfir að hún ætti sér annan ástmann. Réðst hann þá að henni og drap með hníf á hrottalegan hátt. Chow var sýknaður af morðákæru en lýsti sig sekan um manndráp. Hefur dómari fyrirskipað að hann verði send- ur í geðrannsókn áður en refs- ing hans verður ákveðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.