Morgunblaðið - 03.09.1997, Side 21

Morgunblaðið - 03.09.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 21 Herferð aðskilnaðarsinna Baska ETA hótar morði Madríd. Reuter. 'BASKNESKIR aðskilnaðarsinnar á Spáni hafa hótað að myrða bæjar- stjóra í norðurhluta landsins, og virð- ist hótunin liður í herferð gegn stjómmálamönnum. Skammt er síð- an baskneskur bæjarráðsmaður var ráðinn af dögum. Luis Valero, bæjarstjóri í Tafalla í Navarrahéraði, greindi frá því í gær að sér hefði borist hótunarbréf frá skæruliðasamtökunum ETA (Heim- kynni Baska og frelsi). í bréfinu hefði sér verið sagt að hann ynni héraðinu, þar sem ETA berst fyrir sjálfstæðu ríki Baska, mikið tjón, og var honum skipað að hafa sig á brott innan mánaðar. „Ef ekki neyðumst við til að grípa til aðgerða sem eng- um hugnast, en hafa haft kvalafullar afleiðingar nýverið,“ segir í bréfínu. Bréfið, sem Valero barst, var samhljóða bréfi sem sent var til talsmanns helsta stjórnarandstöðu- flokksins í Pamplona, höfuðstað Navarrahéraðs, í síðasta mánuði. Bæjarstjórinn í Tafalla kvaðst halda að fleiri stjórnmálamönnum hefðu borist hótanir en þeir hefðu ekki gert uppskátt um þær. ETA-samtökin rændu Miguel Angel Blanco, sem var bæjarráðs- maður í Baskalandi, 10. júlí og myrtu hann tveim dögum síðar, er stjórnvöld neituðu að verða við kröf- um þeirra. Atburðurinn olli gífur- legri reiði á Spáni, og milljónir manna mótmæltu honum opinber- lega. Sænskir ráðherrar um EMU Svíþjóð fylgi Bretlandi í myntbandalag SÆNSKA ríkisstjórnin ætti að byrja að róa að því að búa Svíþjóð undir að gerast aðili að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, þrátt fyrir andstöðu meirihluta almennings í landinu. Ef Bretar gerast aðilar að EMU ætti sænska stjórnin að íhuga EMU-aðild alvar- lega. Þetta sagði Leif Pagrotsky, viðskiptaráðherra Svíþjóðar, í við- tali við Svenska Dagbladet. Segir ráðherrann að vegna efnahagslegra forsendna verði Svíþjóð beinlínis nauðbeygð til að taka þátt í myntbandalaginu, ef það verður það stórt að umfangi að það nái einnig til Bretlands. Hverfi brezka pundið, sem hingað til hefur að verulegu leyti verið gengistengt Bandaríkjadollar, inn í hinn nýja sameiginlega gjaldmið- il Evrópu, evróið, verði til svo öflugt svæði með einn gjaldmiðil í Evrópu, að Svíþjóð ætti að sjá sér margvíslegan hag í því, að mati Pagrotskys, að taka fullan þátt. En áður en gengið yrði frá EMU-aðild Svíþjóðar segir Pagrot- sky að þjóðinni eigi að gefast færi á að greiða atkvæði um málið, annaðhvort með beinni þjóðarat- kvæðagreiðslu eða þingkosning- um. En slíka þjóðaratkvæðagreiðslu vill sænski forsætisráðherrann, Göran Persson, ekki sjá. „Ég vil ekki að Svíþjóð verði steypt i nýtt tröllastríð um Evrópumál," segir Persson í viðtali við Svenska Dag- bladet. „Að kasta þjóðinni í slíkt stríð væri heimskulegt. Ef við fær- um samt út í það gæti niðurstaðan orðið „nei“, sem gæti bundið hend- ur okkar um langa framtíð. Þar að auki myndum við gefa út þau skilaboð til Evrópu að hér sé land sem uppfylli aðildarskilyrðin en íbúarnir séu þeirrar skoðunar að verkefnið sé svo asnalegt að þeir vilji frekar halda sér utan við.“ Segist Persson hafa haft nógu góð kynni af leiðtogum Evrópu til að vita að víða sé litið á EMU sem fyrsta skrefið í átt að enn nánara samstarfi ríkjanna innan ESB, að „dýpra“ Evrópusambandi, sem stefni í að snúast æ meir um sam- ræmingu á stjórnun ríkisfjármála. Yilmaz segir tolla- bandalag við ESB í vanda Ankara. Reuter. MESUT Yilmaz, forsætisráð- herra Tyrklands, sagði á mánu- dag að tollabandalag Tyrklands og Evrópusambandsins væri í vanda statt vegna þess að ESB stæði ekki við skuldbindingar sínar, „Þar sem sambandið hefur ekki staðið við skuldbindingar sínar er samningur okkar um tollabandalag í alvarlegum vanda,“ sagði Yilmaz við frétta- menn stuttu áður en hann átti fund með Jacques Poos, utanrík- isráðherra Lúxemborgar, sem nú situr í forsæti ráðherraráðs ESB. Poos var í stuttri heimsókn í Tyrklandi. Yilmaz útskýrði ekki nánar þau vandkvæði, sem tengdust tollabandalaginu. Það hefur nú verið í gildi í 20 mánuði og hef- ur í för með sér að verzlun mdli ESB og Tyrklands er frjáls, en sameiginlegur ytri tollur gildir. Minni fjárhagsaðstoð en ætlað var Fyrir stuttu var haft eftir Bulent Ecevit, aðstoðarforsætis- ráðherra, að tyrkneska stjórnin vildi semja við ESB að nýju vegna þess að tollabandalagið hefði haft neikvæð áhrif á við- skiptajöfnuð Tyrklands við sam- bandið. ESB hefur ekki veitt Tyrlq'um jafnmikla fjárhagsaðstoð og upp- haflega var ætlað til að styrkja tyrknesk fyrirtæki í harðnandi samkeppni. Astæðan er einkum andstaða Grikkja, erkifjenda Tyrkja, sem hafa neitunarvald í ráðherraráði ESB. FRAMTÍÐARBÖRN G E F Ð U B A R N I N U Þ I N U forskot A F R A M T I Ð I N A Framtíöarbörn er tölvuskóli fyrir börn og unglinga á aldrinum 4-14 ára. í hverjum hóp eru aðeins 4-8 nemendur sem gerir mögulegt að nýta viðurkenndar og þróaðar kennsluaðferðir. Nemendur ganga í gegnum að minnsta kosti 800 námsmarkmið yfir veturinn. Þessum námsmark- miðum er skipt eftir tiu meginsviðum tölvutækn- innar. Námið er byggt upp eftir aldri og þroska nemenda og þeim skipt niður í fjóra hópa; 4-5 ára, 5-8 ára, 8-11 ára og 11-14 ára. Öll börn og ung- lingar geta skráð sig í skólann. Það er ekki skilyrði að eiga tölvu. Námsefnið er þróað af fjölda sérfræðinga á sviði kennslu og uppeldis- og tölvufræði og nýtt náms- efni kemur frá Futurekids International á sjö vikna fresti. Því hefur skólinn ávallt námsefni sem enginn annar tölvuskóli getur boðið. Kennslan fer þannig fram að nemendurnir upplifa námið sem leik. í vetur er unnið eftir þema sem er kallað „Fjölmiðlun Framtíðarbarnanna". Fjöl- miðlun framtíðarbarnanna er ímyndað fyrirtæki sem hefur sex fjölmiðla á sínum snærum og er unniö við hvern miðil í sjö vikur. Mikil áhersla er lögð á gæði kennslunnar og að nemendur læri í gegnum uppgötvunarnám og eigin reynslu. Hver einstaklingur fær að njóta sín en einnig er lögð áhersla á samstarfshæfni í hópvinnu. 553 3322 er símanúmer Framtíöarbarna. Hringdu ef þú vilt skrá barnið þitt í skólann eða til að fá nán- ari upplýsingar. Síminn er líka opinn á kvöldin. Þú getur einnig komið við á skrifstofu Framtíðarbarna að Grensásvegi 13. Gefðu barninu þínu tækifæri tn að læra á heim tölvutækninnar. Gefðu barninu þínu forskot á framtíðina. Tíu meginsvið tölvutækninnar • Töflureiknir • Ritvinnsla • Myndvinnsla • Gagnagrunnar • Forritun • Umbrot og útgáfa • Jaðartæki tölvunnar • Hagnýting tölvunnar « Margmiðlun « Tölvusamskipti Fjölmiðlun Framtíðarbarnanna • Tímarit • Dagblað • Útvarpsstöð • Sjónvarpsstöð • Margmiðlun • Internetið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.