Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 22

Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sjónarhóli lokað GUNNAR Karlsson, Triplex, olía 1997. SJONMENNTIR SjónarhóII — Lokasýning MÁLVERK GUNNAR KARLSSON SÝNING Gunnars Karlssonar, sem staðið hefur yfir í Sjónarhóli undanfarnar vikur markar jafnframt endalokin á starfsemi listhússins. Rýmið hafði drjúga sérstöðu meðal listhúsa um hreina og klára hönnun, var afar bjart og fallegt. Bauð enn- fremur upp á sveigjanleika svo að hinar ólíkustu sýningar nutu sín mjög vel, jafnt stíf hugmyndafræði sem málverk í sinni hreinustu mynd, og þó var ekki fengin fullnaðar- reynsla af möguleikum þess. Þetta er hörmuleg þróun, því mörg önnur listhús hafa einnig lokað dyrum sín- um undanfarin misseri, en ekkert þeirra bar í sér jafn mikla framtíðar- möguleika að mínu viti. Það voru ekki aðeins opinberir aðilar og stuðn- ingsmenn, sponsorar, sem brugðust, heldur einnig þeir sem síst skyldi sem voru listamennirnir sjálfir, en þá virðist heija einhver doði og áhugaleysi um þessar mundir, sitja í sínum ranni í stað þess að vera virkir, hreyfanlegir og uppörvandi. Nefni hér síður þá sem beinlínis vinna gegn allri starfsemi í listum sem þeir sjálfir njóta ekki góðs af. Hafa jafnframt fallið í þá gryfju að álíta sig hreinni og betri en aðra og því helgi tilgangurinn meðalið. Reksturinn hafði lengi staðið í járn- um, einkum fyrir þá sök að þrátt fyrir frábært rými og margar mark- verðar sýningar virtist staðurinn ekki hafa nægilegt aðdráttarafl, aðkoman líka dálítið snúin. Þannig var fólk ekki farið að venjast honum og hann hafði fengið fáa trygga gesti utan þeirra sem sækja opnanir sýninga. Upp í hugann kemur Sýn- ingarsalurinn í Alþýðuhúsinu hinum megin við Ingólfsstræti á seinni hluta sjötta áratugarins, sem var gagnmerk framkvæmd hugsjóna- fólks, þegar engin ámóta starfsemi var til á höfuðborgarsvæðinu. Hann gekk ei heldur, lognaðist útaf þrátt fyrir að bæði grónir listamenn sem framsæknar listspírur væru þar með metnaðarfullar sýningar og verk í umboðssölu. Til að listhús af þessari gráðu geti haldið uppi rekstri, skiptir öllu að þau fái svigrúm til að vinna sig upp og festast í sessi sem getur tek- ið nokkur ár, og menn verða að geta bókað milljónatap fyrstu árin. Það segir reynslan erlendis og því njóta þau sums staðar ýmissa styrkja og fyrirgreiðslu, meður því að slík starfsemi er Iífssól hverrar borgar. í næsta sjónmáli höfum við afar nærtækt dæmi sem er listhúsið Nýhöfn í Hafnarstræti, og umskipt- in í næsta nágrenni með tilkomu leiktækjasalar gróðahákarla í hús- næðið, sem líkja má við hvítt og svart um uppbyggjandi og lífræna starfsemi. Sumt verður ekki metið til fjár, frekar en mannslífin, man- nauðurinn og lífsfyllingin, sem gefa af sér mun meiri arð til lengri tíma litið líkt og dæmin sanna. Á nokkr- um árum hafa þau stórborgahverfi þar sem listamenn hafa sest að með starfsemi sína hækkað fasteigna- verð upp úr öllu valdi og má hér nefna mörg fræg dæmi beggja vegna Atlantsála. Þeir bera iðulega með sér þau lífsmögn sem köld reglustika kerfisfræðinga og ákvarðanir misviturra yfirvalda megna engan veginn. Það var þó fleira en rekstrarkostn- aður sem varð banabiti Sjónarhóls, því húsið skipti um eigendur og önn- ur starfsemi mun flytja inn í hið notalega rými Iisthússins. Nú er von, að Hannes Sigurðsson láti ekki deigan síga heldur sæki ótrauður á brattann, „Upp skal á kjöl klífa“ ... Þá hefur borgin naumast efni á að vanmeta jafn umfangsmikla mennt- un og hann hefur viðað að sér, því síður stórhug og ferskar hugmyndir, þótt sumum hafí sjálfsagt komið þær spanskt fyrir sjónir. Hafni þeim jafn- vel fullkomlega. En list á að bera í sér inntak, ögra storka og hræra upp í tilfinningum fólks, síður vera hlutlaust skreyti, líflaus uppfylling á auða veggi... - Rýninum varð á í messunni varðandi skrif um sýningu Gunnars Karlssonar, en hann taldi hana standa til 7. september. En þó hún hafi trúlega ekki hreyft í þeim mæli við fólki sem væntingar stóðu til, er ekki þar með sagt að hlutverki hennar sé lokið, né samræðan hljóðnuð. Gunnar kom þrem voldug- um skiliríum fyrir í aðalsölunum sem báru öll samheitið Triplex, voru ná- kvæmar eftirlíkingar hvert af öðru. Með því hugðist hann hreyfa við arfsögninni um helgi og óskeikul- leika frummyndarinnar í málverki. En þetta er framkallað með til- gangi, sem gerir allar myndirnar í raun og veru að frummynd. Alls ekki fjölföldun frummyndar sem verður til við augnabliks hughrif eða markvisst þróunarferli. Alþekkt er að málarar eiga fjarska erfitt með að setja sig niður í eldri tímabil list- ar sinnar og þannig verða seinni tíma eftirgerðir fyrri myndverka jafnað- arlega meira og minna frábrugðnar frummyndinni. Einnig meður því að listamaðurinn er ekki endilega að eftirgera heldur nota og/eða mála til sín sama myndefnið sbr. Edvard Munch. Gunnar er því í raun og sannleika ekki að flækja hugmynd- ina um frummyndina, það er einfald- lega ekki hægt, því vinnubrögð end- urtekningarinnar eru í andstöðu við framþróun og opið sköpunarferli. Þannig setur Gunnar sig frekar í spor fagmanns og/eða aðstoðar- manns málara sem er að auglýsa íþrótt sína og færni. Hin eiturgula slikja, sem er yfir myndunum, leiðir hugann um sumt að biblíumyndum sunnudagsskólanna og virkar frekar fráhrindandi en að hún hvetji til nánari kynna. Myndin frammi í gangi, af hinum ýmsu sæbúum, nykrum og sæhest- um, kolkröbbum og kuðungum, litl- um fiskum , stórlöxum og hornsílum var að öllu samanlögðu mun áhuga- verðari í viðkynningu. Einfaldlega vegna þess að ferlið er sjálfsprottn- ara og áreynslulausara. Bragi Ásgeirsson Útnefnd til skoskra verðlauna SÍÐASTLIÐIÐ haust kom út bók- in Scottish Skalds and Sagamen: Norse Influence on Modern Scott- ish Literature (Skosk skáld og sagnamenn: fornnorræn áhrif á skoskar nútímabók- menntir), eftir Júlían M. D’Arcy, dósent í ensku við Há- skóla íslands. Þessi bók hefur nú verið útnefnd til bókmennta- verðlauna í Skotlandi af Saltire Society, sem helst mætti líkja við Menningarsjóð hér á íslandi. At- hygli skal vakin á því að bók Júl- ían’s var gefin út af Tuckwell Press í Edinborg í samvinnu við Háskólaútgáfuna. -----» ♦ ♦--- Ljóða- tónleikar MARGRÉT Bóasdóttir sópran- söngkona og Ulrich Eisenlohr píanóleikari halda ljóðatónleika næstu daga. Fyrstu tónleikarnir verða í Ara- tungu á morgun, fimmtudag kl. 21. Á vegum Tónlistarfélags Borg- arfjarðar í Reykholtskirkju, Borg- arfirði, föstudaginn 5. september kl. 21, á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju sunnudaginn 7. sept- ember kl. 20.30, á vegum Tónlist- arfélags ísafjarðar í Sal Frímúrara á ísafirði þriðjudaginn 9. septem- ber kl. 20.30 og í tónleikaröð Kópa- vogsbæjar í Gerðarsafni, Kópa- vogi, sunnudagin 14. september kl. 20.30. Á efnisskrá eru íslenskar þjóðð- lagaútsetnignar eftir Fjölni Stef- ánsson, ljóðasöngvar eftir Franz Schubert, Jórunni Viðar, Edvard Grieg, Jónas Tómasson og Jón Hlöðvar Áskelsson. Júlían M. D’Arcy. Þegar hjólín fara að snúast Það er margt á seyði hjá Guðrúnu Nielsen myndhöggvara; hún var að vinna til verðlauna bæði á vegum Breska myndhöggvarafélagsins og Wybo Haas, er nýlega búin að taka þátt í samsýningu í Bretlandi, og á döfínni er sýning á vegum Breska myndhöggvarafélagsins. Dagur Gunnarsson hitti Guðrúnu að máli. SEGÐU mér frá Wybo Haas verðlaununum. „Wybo Haas er ungt evrópskt hönnunar-, auglýsinga- og markaðssetningarfyirtæki sem hefur tilkomumikinn lista við- skiptavina. Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin eru veitt en þau verða framvegis veitt árlega til þess myndhöggvara eða rithöf- undar sem þykir hafa til þess unnið á árinu. Mér hlotnast sá heiður að hanna sjálfan verðlau- nagripinn sem verður síðan veittur verðlaunahöfunum í framtíðinni. Þessu fylgir líka lítil peningaupp- hæð, en mestu skiptir sú viður- kenning sem verið er að veita manni með öllu þessu tilstandi." Hvernig var staðið að valinu? „Þetta byrjaði allt saman á því að ég hlaut verðlaun í samkeppni Ljósmynd/Dagur Gunnarsson GUÐRÚN Nielsen myndhöggvari. hjá Félagi breskra myndhöggvara, við vorum tíu sem hlutum þau verðlaun sem eru tveggja ára frí aðild að félaginu og útnefning í Wybo Haas samkeppnina." Kom þetta þér á óvart? „Já, eiginlega, ég hef svo oft sent inn verk í ýmsar samkeppnir en aldrei fyrr hjá Myndhöggvara- VERK Guðrúnar Nielsen, Wheel of Progress, sem The Design Museum í London hefur sýnt áhuga. félaginu og átti ekkert frekar von á að komast áfram að þessu sinni.“ Ertu dugleg að senda inn verk í samkeppnir? „Ég var mjög dugleg við það fyrst eftir að ég kláraði skólann. Núorðið er ég ekki alveg jafniðin að eltast við þetta, iðulega þarf líka að borga töluvert há þátttöku- gjöld, en á hveiju ári sendi ég þó inn verk í slatta af samkeppnum." Segðu mér frá höggmyndinni sem The Design Museum hér í London hefur sýnt áhuga á að fá setta upp. „Þetta er stórt verk sem heitir Wheel of Progress, sem á eftir að steypa í brons og staðsetja hér á árbakkanum fyrir utan safnið. Þetta var upphaflega verkefni sem ég gerði í skólanum. Ég byrj- aði á því að velja staðsetninguna og vann verkið útfrá umhverfinu. Það var síðan fyrir tilstilli Jakobs Frímanns Magnússonar, þáver- andi menningarfulltrúa hér í borg, að safnið sjálft blandaðist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.