Morgunblaðið - 03.09.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 03.09.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 23 LISTIR Að syngja af lífi og sál TÓNIIST Gcrdarsafn í Kópavogi EINSÖNGSTÓNLEIKAR Olafur Kjartan Sigurðarson og Tóm- as Guðni Eggertsson fluttu söngverk eftir Mozart, Finzi, Ravel, Wolf, Massenet og sönglög eftir Sigfús Einarsson, Arna Thorsteinsson, Jón Leifs, Sigurð Rúnar Jónsson og Karl O. Runólfsson. Mánudagurinn 1. september 1997. Oft hefur því verið haldið fram, að söngvarar nútímans eigi margt sameiginlegt með skáldum fornald- ar sem fluttu konungum drápur sín- ar og urðu frægir um lönd. Líklega hefur flutningur skáldanna verið með einhverjum hætti tónklæddur, m.ö.o. kveðinn, enda var oftlega tekið fram að flutningurinn hefði hið besta verið framfærður. í dag kveðja íslendingar sér hljóðs með söng og hafa margir „þegar fengið hljóð“. Ólafur Kjartan Sigurðarson hefur vakið athygli fyrir söng sinn og voru tónleikar hans í Gerðar- safni sl. mánudag sannarlegur hvellur. Þrátt fyrir að hann sé enn í námi og eigi sjálfsagt eftir að ná enn frekar valdi yfir rödd sinni er eitt víst, varðandi alla uppfærslu hans, músíkalska mótun og lifandi söng, að „hann hefur það“, eins og stundum er sagt. Ólafur Kjartan hóf tónleikana með „flagaralistanum" úr Don Gio- vanni, eftir Mozart. Túlkun Ólafs var ef til vill einum of grallarleg en í þessu lagi hefði mátt leggja meiri áherslu á ísmeygilegt háðið. Það vakti þegar athygli að undirleikar- inn, Tómas Guðni Eggertsson, sem nýlega hefur hafið framhaldsnám við tónlistaakademíuna í Glasgow, sýndi sig að vera orðin glettilega góður undirleikari. í lagaflokknum Let us Garlands Bring, eftir enska tónskáldið Gerald Finzi (1901-1956), var flutningur þeirra félaga mjög góður og ekki síður í Söngvum Don Quixote eftir Ravel. í miðlaginu Chanson épique sýndi Ólafur að hann hefur „mikla hæð“, sem enn á þó eftir að slíp- ast. Þrjú ljóð við kvæði eftir Miche- langelo voru sérlega fallega sungin. Þessi dapurlegu söngvar eru ægi- fögur tónlist og þar var samspil félaganna einstaklega gott. Sér- staklega bera að geta leiks Tómas- ar og að hann er efni í góðan undir- leikara. íslensku lögin eru ávallt sérmæli- kvarði á hæfni söngvara og söng Ólafur Kjartan þau mjög vel og með einstaklega góðum framburði. Fyrstu tvö lögin, sem allir söngvar- ar syngja, Draumalandið, eftir Sig- fús Einarsson, og Fögur sem forð- um, eftir Árna Thorsteinsson, voru mjög vel flutt. Lag Jóns Leifs, Máninn líður, hefur oftast verið flutt með þungum hryn og sterkum rómi, sem mörgum þykir hæfa tón- máli Jóns. Það mætti allt eins flytja þetta sérkennilega tónverk „sotto voce“ , með veikum tóni og fljót- andi „melisma", því það er ekki ógn sem býr í þessu kvæði, heldur kyrrð, hljóðir skuggar og draumur um horfna gæfu. Vor og haust, nefnist lag eftir Sigurð Rúnar Jónsson, við kvæði eftir Pál J. Árdal og söng Ólafur þetta ágæta lag mjög vel við mjög góðar undirtektir áheyr- enda. Hvellurinn var svo Útlaginn, eftir Karl O. Runólfsson sem Olafi tókst að túlka á mjög dramatískan máta. Tónleikunum luku þeir félagar með aríu Heródesar, úr samnefndri óperu eftir Massenet. Ólafur sýndi á þessum tónleikum að honum feli- ur vel að flytja „lieder" og í aríu Heródesar var flutningur hans glæsilegur og ljóst að hann á ekki síður erindi upp á óperusviðið en við „liederinn". Raddlega á Ólafur enn eftir að mótast og röddin að mýkjast en ailt annað er honum leikur einn, tónlistin, textaframburður, túlkunin og hversu honum er eiginlegt að voga öllu, gefa sig á vald viðfangs- efninu, syngja „af lífi og sál“. Jón Ásgeirsson í málið. Skúlptúrinn sem ég vann upphaflega í tré var settur upp á þeim stað sem ég hafði fyrirhug- að og ráðamönnum hefur líkað ágætlega við hann, því þeir sýndu áhuga á að verkið færi upp, þó þannig að safna yrði fyrir því, meiningin er að steypa það í brons við hentugt tækifæri, þ.e. þegar peningasjóðurinn sem á að standa straum af kostnaðinum er orðinn nógu digur til þess arna.“ Þetta hlýtur að hafa verið tölu- verð hvatning fyrir þig. „Jú, jú, því er ekki að neita, það er ekki alltaf nóg að vinir og kunningjar klappi manni á bakið og hrósi manni. Það er gaman að fá staðfestingu á því að maður hafi valið rétta leið í lífinu, ég ákvað að eyða mínum peningum í skólagjöld og spýtur í skúlptúrana mína frekar en sófasett og eldhúsinnréttingar.“ Hjólið er þema sem virðist vera þér hugleikið, er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Það er kannski ekki nein sér- stök eða ein ákveðin ástæða fyrir því, en það er rétt, ég vinn mikið með hringfqrmið, hjólið og hreyf- ingu þess. Ég held að flestir lista- menn vinni þannig að þeir kanni ákveðin form í einu verki og þrói þau síðan áfram í því næsta og þannig koll af kolli. Ég hef unnið dálítið með hugsanlega eða ímyndaða hreyfingu í mínum verkum, þ.e. láta áhorfandann uppgötva og velta því fyrir sér hvert og hvernig hjólið myndi rúlla ef það losnaði af stallinum. Eins og þetta síðasta sem ég var með á sýningunni í Henley við Thames þar sem ég stillti upp hjóli sem var misbreitt efst og neðst og setti það á braut eða teina sem fylgdu formi hjólsins ef það skyldi rúlla af stað.“ Hvernig var að taka þátt í sýn- ingunni í Henley? „Þetta er mjög fallegur staður, ekki langt frá Oxford. Þetta var frekar óvenjuleg listahátíð sem fór öll fram úti undir berum himni, þar sem flestar listgreinar fengu að njóta sín í blíðskapar- veðri. Þarna var tónlist af ýmsum toga flutt á sviði sem flaut á ánni, myndlist og skúlptúr voru tii sýnis á afmörkuðum svæðum og í tjöldum. Þessu lauk síðan öllu með pomp og pragt eftir fjóra daga með gríðarmikilli leysi- geislasýningu á ánni. Það var talið að sextán þúsund manns hafi sótt hátíðina, það var mjög gaman að fá að taka þátt í og vera partur af svona veglegri hátíð, þó hún væri dálítið snob- buð.“ Ég þakkaði Guðrúnu fyrir spjallið og hélt útí stórborgina, mér fannst ég hafa fengið innsýn í listform sem ég hafði ekki hugs- að mikið um fram að þessu og fór að taka eftir öllum listaverk- unum sem ég hafði strunsað framhjá áður. Það er augljóst að Guðrún hefur svo mikla ástríðu fyrir sínu listformi að það er smitandi. Ertu á Mé tíí Reykjavikur? Sértilboð í KoktóbeiL- lci"- 0.900 á dag fyrir 2 Innif: gisting, morgunverður, lOOkm, trygging og VSK. Það borgar sig fyrir þig að kynna þér Lykilhótel Cabin, nýtt hótel miðsvœðis í borginni, sem býður þér ódýra og góða gistingu. Budget Cabin Borgatúni 32, 105 Reykjavík, Sími 511 6030 Golffatnaður 15% afslattur, 20% stgr. HIPPO golfbolir, peysur og regnfatnaður Regnblússa, áður kr. 5.700, nú 4.800, stgr. 4.560 Fleece windbreaker, nú kr. 6.230, stgr. 5.920 Vandadir regngallar frá David Sax, vatnsheldir úr micro efni, Goifskór, Hi-Tec, Rebook, Etonic, ýmsar gerðir 10% afsláttur, 15% stgr. Skólaúlpur Allt að 35% afsláttur Símar: 553 5320 568 8860 Ármúla 40 5% staðgreiðslt i Ein stærsta sportvöruverslun Verslunini 'uafsláttur ■ ýlJU&VþlfWR STÓRÚTSALA ! Reiðhjól allt að 40% afsláttur 21 gíra DIAMOND EXPLOSIVE með Shimano gírum, Grip-Shift, álgjörðum, átaksbremsum, brúsa, standara, gír og keðjuhlíf. Gott hjól á frábæru tilboði. Kr. 19.900 stgr. 18.905 (áður kr. 27.300) BRONCO Ultimate 21 gíra álhjól aðeins kr. 33.300, stgr. 31.635, áður kr. 47.000 Frábær verð á vönduðum SCOTT 21 gíra fjallahjólum m/Alivio gírum frá 29.900,stgr. 28.405 áður 43.000. SCOTT 21 gíra STX frá 39.200, stgr. 37.240, áður 65.300 Barnahjól med fótbremsu og hjálpardekkjum, verð frá kr. 9.900, stgr. 9.450 20“ BMX verð aðeins kr. 11.400, stgr. 10.830 íþróttafatnaður Æfingagallar 20-30% afsláttur Bómullarfatnadur 20-30% afsláttur Hjólabretti og Línuskautar 20-50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.