Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 25 LISTIR Kór Stykkishólms- kirkju á leið til Noregs Stykkishólmur. Morgunblaðið. FELAGAR í kór Stykkishólms- kirkju eru á förum til Drammen í Noregi, fimmtudaginn 3. sept- ember. Kórnum var boðið að taka þátt í norrænu kórammóti sem þar er haldið dagana 5.-7. sept- ember. Hann er eini íslenski kór- inn sem syngur á þessu móti. Þarna syngja kórar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Eystra- saltsríkjum. Það eru 36 kórfélagar sem taka þátt i ferðini og auk þeirra eru makar og eru alls 63 Hólmarar í hópnum. Það er búið að vera mikið að gera hjá kórfélögum við að und- irbúa ferðina, bæði æfing söng- dagskrár og svo að afla fjár til ferðarinnar. Kórinn hefur æft undir stjórn Sigrúnar Jónsdóttur. Tekið var hlé í júlí, en annars æft af fuilum krafti fram að brott- för. Ymsar fjáröflunarleiðir voru reyndar, t.d. sala á kleinum, hald- ið bingó og sungið við ýmis tæki- færi á undanförnum mánuðum. Á föstudagskvöldið 29. ágúst hélt kórinn tónleika og bauð upp á þá dagskrá sem hann hefur verið að æfa fyrir Noregsferðina. í farteskinu eru á milli 12-15 lög og eru þau flest íslensk. Kom þar í ljós að kórinn er í mjög góðri þjálfun og var gaman að hlusta á velæfða söngdaskrá. Á þessum tónleikum kom fram Elísa Vilbergsdóttir sópransöng- kona. Hún er fædd og uppalin í Stykkishólmi, en hefur undan- farna vetur stundað söngnám í Söngskólanum hjá Þuríði Páls- dóttur. Var mjög ánægjulegt að hlusta á söng Elísu. Hún hefur allt til brunns að bera til að ná langt á þessari braut. Hún hefur fína rödd, kemur vel fyrir og hefur mikla útgeislun. Hún hefur stundað söngnámið af miklum krafti og einnig hefur hún lært píanóleik. Verður gaman að fylgj- ast með Elísu á næstu árum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason KOR Stykkishólmskirkju ásamt stjórnanda, undirleikara og einsöngvara. Nýjar hljóðbækur TEIKNING Arthurs Flekar af sr. Árna, 1930. • ÚT er komið á hljóðsnældu fyrsta bindi Ævisögv Árna prófasts Þór- arinssonar, sem Þórbergur Þórðar- son færði í letur, í upplestri Péturs Péturssonar, fyrrverandi útvarps- manns. Ævisaga Árna prófasts kom út á vegum Bókaútgáfunnar Helga- fells í sex bindum á árunum 1945 til 1950. Pétur las Fagurt mannlíf, fyrsta bindi ævisögunnar, sem útvarps- sögu í Ríkisútvarpinu í mars og apríl 1988, alls 19 lestra. Upptökur eru til hjá Ríkisútvarp- inu af lestri Péturs á öllum bindum ævisögunnar. Hefur lestur hans á fjórum bindum verið fluttur og bíða tvö bindi útsendingar. Útgefandi er Pétur Pétursson. SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI 147 PR0NT0 154PREST0 316 REN0V0 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! ✓ Okkur hjá Islenskri erfðagreiningu hefur tekist að staðsetja erfðavísinn fyrir ættgengum skjálfta.. Við óskum eftir þátttöku fleiri einstaklinga með skjálfta, til að geta haldið áfram leit okkar að lækningu. Ert þú skjálfhent(ur)? • Átt þú erfitt með að halda á fullum bolla án þess að hella niður? • Átt þú erfitt með að skrifa, og hefur skrift þín farið versnandi? • Finnur þú fyrir óeðlilegum handskjálfta þegar athyglin beinist að þér? • Hefur þú fundið fyrir eða hefur verið nefnt við þig að þú hafir tif í höfði? Ef eitt eða fleiri þessara einkenna eiga við þig, og sért þú tilbúin(n) að taka þátt, þá biðjum við þig að hringja í síma 570-1900 milli kl. 9:30 og 16:30 Þökkum frábœrar undirtektir þeirra fjölmörgu sem þegar hafa liðsinnt okkur við rannsóknirnar. Islensk erfðagreining ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.