Morgunblaðið - 03.09.1997, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FURUGRUNDAR-
MÁLIÐ - RANN-
SÓKN ÓHJÁ-
KVÆMILEG
SVOKALLAÐ Furugrundarmál, sem fíkniefnadeild lög-
reglunnar í Reykjavík fullrannsakaði á árinu 1988,
týndist í embættismannakerfinu og hefur ekki verið hreyft
við því í 9 ár. Samkvæmt upplýsingum Arnars Jenssonar
fór málið frá lögreglumönnunum með eðlilegum hætti, en
síðan veit enginn hvað af því varð.
Furugrundarmálið snerist um 130 g af hassi, sem Frank-
lin Steiner játaði fyrir lögreglu að hafa átt, auk amfetam-
íns. Málið fór frá fíkniefnadeild lögreglunnar og þá væntan-
lega í hendur þess aðila innan embættis lögreglunnar í
Reykjavík, sem tók ákvarðanir um afgreiðslu mála, svo
sem um niðurfellingu eða framhaldsmeðferð til ákæruvalds
eða dómstóla.
Guðjón St. Marteinsson, fyrrverandi deildarlögfræðingur
fíkniefnamála hjá lögreglustjóranum í Reykjavík og héraðs-
dómari í Reykjavík, hefur sagt í samtali við Morgunblað-
ið, að málið hafi komið upp í þann mund, sem hann hætti
störfum hjá embætti lögreglustjóra eða um áramótin 1988
til 1989. Sturla Þórðarson yfirlögfræðingur lögreglustjór-
ans í Reykjavík, sem tók við af Guðjóni, segir að til sinna
kasta hafi aldrei komið nein rannsókn er varðaði Franklin
Steiner, hvorki Furugrundarmálið né önnur mál.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins barst Furu-
grundarmálið aldrei til ríkissaksóknara, en við rannsókn
Atla Gíslasonar, setts rannsóknarlögreglustjóra til að rann-
saka samskipti fíkniefnalögreglu við Franklin Steiner, kom
fram að frumrit rannsóknarskýrslna málsins væru týnd,
en afrit af gögnunum reyndust vera til í fíkniefnadeild
lögreglunnar.
Hvað varð um frumrit rannsóknargagnanna? Á að láta
staðar numið við svo búið? Rannsaka ber hvað varð um
gögnin og hvers vegna þau skiluðu sér ekki til þeirra, sem
áttu að fjalla um málið. Það er ekki við unandi að alvar-
legt fíkniefnamál gufi upp innan kerfisins eins og ekkert
sé. Það hefur verið efnt til rannsóknar af minna tilefni.
„SIÐRÆN ÚRKYNJUN“
FLEST getum við verið sammála um það,“ segir Þor-
steinn Jóhannesson, bæjarfulltrúi og yfirlæknir á
ísafirði, í grein hér í blaðinu, „að fiskinn í hafinu umhverf-
is landið, sameign þjóðarinnar, megi ekki veiða án stjórnun-
ar . . . Margir hafa trú á því að hina miklu fiskgengd í
fjörðum og flóum landsins, sem trillusjómenn skýra nú
frá, megi þakka takmörkun á veiðum, sem núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi skipar fyrir um . . . Óánægju veldur
hins vegar sú mikla mismunun, sem felst í því að fáum
einstaklingum er veittur aðgangur að auðlindinni, sameign
okkar allra, ekki aðeins að þeir megi nýta hana endur-
gjaldslaust, heldur geta þeir verzlað með hana að eigin
geðþótta.“
Greinarhöfundur telur að handhöfum kvótans hafi verið
afhent ígildi um 300 milljarða króna. „Sýnist manni að
nú keppist hver sem mest hann má,“ segir bæjarfulltrú-
inn, „við að ná beinhörðum peningum út úr þessari s.k.
sameign okkar. Þessum peningum er kippt út úr atvinnu-
greininni. . . Afleiðing alls þessa er lítið atvinnuöryggi í
þeim landshlutum, sem allt sitt hafa átt undir fiskveiðum
og fiskvinnslu. Það leiðir til byggðaröskunar . . .“
Greinarhöfundur heldur því og fram að kerfið leiði til
þess að „einstaklingar, sem vilja hasla sér völl innan grein-
arinnar, séu fyrirfram dæmdir úr leik. Slík fyrirbrigði
þekkjum við alltof mörg úr sögunni," segir hann, „og fyrr
eða síðar mun þetta leiða til siðrænnar úrkynjunar og
hruns atvinnugreinarinnar.“
Niðurstaða greinarhöfundar er sú að „aldrei frá því að
ísland byggðist hafi nokkur stjórnvaldsaðgerð mismunað
þegnum þessa lands jafn gríðarlega og samþykkt núver-
andi fiskveiðistjórnunarkerfis." - Tilvitnuð skrif eru dæmi-
gerð fyrir vaxandi gagnrýni, ekki sízt á landsbyggðinni,
á meinta vankanta gildandi stjórnkerfis fiskveiða og þá
mismunun, sem það felur í sér.
Skjólskógar nýtt umhverfísverkefni í Dý
Bætir lífsskilyrði
og þjónar
búskaparháttum
Sveitungar Sæmundar Kr. Þorvaldssonar, for-
manns Skógræktarfélags Dýrafjarðar, kalla
hann gjaman kraftaverkamann en honum
hefur tekist með aðstoð Amlínar Óladóttur
skógfræðings á Bakka í Bjamarfírði á Strönd-
um að hrinda í framkvæmd nýju umhverfís-
verkefni, Skjólskógum. Kristín Gunnarsdótt-
ir fylgdist með þegar þau kynntu verkefnið á
aðalfundi Skógræktarfélags Islands.
ARNLÍN Óladóttir skógfræðingur og Sæmundur Kr. Þorvaldsson, fo
fjarðar, en hann átti hugmyndina að Skjólsl
MARKMIÐIÐ með Skjól-
skógum er, eins og Sæ-
mundur segir, að bæta
lífsskilyrðin og þjóna
þeim búskaparháttum sem fyrir eru
við Önundarfjörð og í Dýrafirði.
Gert er ráð fyrir að heildarkostnað-
ur vegna verkefnisins verði rúmar
227 milljónir og að framkvæmdin
taki 20 ár. Undirbúningur er þegar
hafinn við Bakkabæina í Dýrafirði
og við bæinn Tröð í Önundarfirði.
„Eftir að ég fékk skógræktar-
bakteríuna fyrir sjö árum fór ég
að velta því fyrir mér hvort ekki
mætta bæta lífsskilyrðin með skóg-
rækt og eftir kynni mín af mönnum
sem hafa ferðast um landið, ráðlagt
um gróðursetningu og blásið á allar
efasemdir en þess í stað stappað
stálinu í menn, þá hef ég styrkst í
trúnni á skógrækt,“ sagði Sæmund-
ur. Hann segist hafa sett fyrstu
hugmyndir að Skjólskógum á blað
með hálfum huga fyrir tveimur
árum. Síðan hafi tíma hans að
mestu verið varið í að afla þekking-
ar og safna upplýsingum um fyrri
reynslu af ræktun í eldri skógarreit-
um á svæðinu. Hann kynnti fagaðil-
um hugmyndina og hvöttu þeir
hann óspart til dáða, einkum þó
starfsmenn Skógræktarfélags Is-
lands. í ársbyijun 1996 var verk-
efnið fyrst kynnt formlega meðal
bænda í héraðinu og eru nú 34
bændur með 42 jarðeignir í Önund-
ar- og Dýrafirði formlegir aðilar
að Skjólskógum en það eru um 80%
bænda á svæðinu auk Þingeyrar
og Flateyrar.
Breytilegar aðstæður
Svæðið sem verkefnið Skjólskóg-
ar nær yfir, en það er Önundarfjörð-
ur, Dýrafjörður og tvær jarðir í
Arnarfirði, býður ekki upp á bestu
vaxtarskilyrði fyrir tijágróður og
þó að firðirnir séu um margt líkir
eru aðstæður afar breytilegar í jafn
íjöllóttu og vogskornu landi. Nefndi
Sæmundur sem dæmi að snjóþungt
væri við norðanverðan Önundar-
fjörð en nær snjólaust á vetrum við
sunnanverðan Dýrafjörð. „Þegar
við kynntum verkefnið fyrir íbúum
á svæðinu gerðum við þeim grein
fyrir að þetta væri mjög stórt verk-
efni,“ sagði hann. „Um væri að
ræða nýtt hugtak í landgræðslu og
skógrækt. Til að tryggja okkur
stuðning heimamanna og um leið
okkar bakland lögðum við áherslu
á að öll undirbúningsvinna færi
fram á heimaslóðum og að heima-
menn yrðu vel undirbúnir
áður en við snerum okkur
til annarra aðila eftir að-
stoð. Um 30 ár eru síðan
skógrækt lagðist nánast
af í héraðinu enda hefur
því löngum verið haldið fram að
veðurfarsskilyrðin séu of erfið fyrir
skógrækt. Ég komst að þeirri niður-
stöðu í hugleiðingum mínum að í
stað þess að sætta sig við erfiðleika
yrði að vinna á þeim og nýta skóg-
rækt og landgræðslu til að bæta
búsetuskilyrðin rétt eins og Danir
gerðu. Af hveiju að vera með kotbú-
skap á ofbeittu lándi eins og gert
var á Jótlandi á fyrri öld ef hægt
er að koma á arðbærum búskap?"
Sæmundur segir að Skjólskógar
séu auk þess að vera stórt skóg-
ræktarverkefni, byggðaverkefni
fyrir landeigendur og landlausa á
svæðinu. „Vestfjarðaaðstoð þekkja
menn með um 300 milljónir í
byggðaverkefni,“ sagði hann.
„Þetta er ef til vill eitt slíkt en á
öðru sviði en hingað til og miðar
að því að gera héraðið byggilegra.
Aðalatriðið er að allt sem gert er,
er til viðbótar og aðstoðar við hefð-
bundinn búskap á svæðinu. Við
höfum náð skemmtilegum
árangri í samskiptum við
bændur, sem eru tilbúnir
að horfa á verulega breytt
skipulag á sínum búskap
og sinni beit. Við vitum
að mönnum líður betur í skjóli en
á berangri en það hefur stundum
reynst erfitt að sannfæra þá sem
ekki þekkja annan skóg en siglutré
um að þetta sé rétt.“
20 ára verkefni
Verkefni Skjólskóga beinist að
ræktun skjólbelta, á bújörðum, í
þorpum, við skóla, sumarbústaða-
byggðir, á áningarstöðum ferða-
manna og við opinberar byggingar
í sveitum. Markmiðið er að auka
arðsemi ræktunar í landbúnaði og
gefa möguleika á nýjum fram-
leiðslugreinum svo sem garðyrkju
og úrvinnslu þess sem til fellur úr
skóginum. Lækka hitunarkostnað,
skýla íbúum, mannvirkjum, búfé
og útivistarsvæðum. Stýra skafla-
myndun við bústaði og samgöngu-
æðar ásamt því að gefa gaum að
möguleikum á einhvers konar að-
stoð við snjóflóðavarnir með tijá-
gróðri. Samkvæmt áætlun um
Skjólskóga er gert ráð fyrir að
heildarkostnaður verði rúmar 227,4
milljónir og að verkið verði unnið
á 20 árum. Árlegur kostnaður yrði
því rúmar 11 milljónir og er gert
ráð fyrir að opinberir aðilar leggi
til 97% eða 11 milljónir en landeig-
endur 400 þús. á ári. Til þessa
hefur verkefnið verið styrkt af
heimamönnum, Framleiðnisjóði
landbúnaðarins, Skeljungssjóði og
Umhverfissjóði verslunarinnar. Að
auki hefur skógrækt rfkisins lagt
verkefninu !ið með ráðgjöf sérfræð-
inga.
Tvö tilraunasvæði
Arnlín Óladóttir skógfræðingur
hefur starfað að verkefninu um eins
árs skeið og hefur hún mótað hug-
myndir heimamanna og fært í læsi-
legan búning. Unnið hefur verið að
útfærslu tillögunnar á einstökum
Aðstoðar við
hefðbundinn
búskap