Morgunblaðið - 03.09.1997, Síða 32

Morgunblaðið - 03.09.1997, Síða 32
•v32 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ _________AÐSENPAR GREiMAR Mengun á varnar- svæðum í Keflavík HINN 16. maí var skýrt frá því í staðar- blaði í Reykjanesbæ og einnig á annarri sjón- varpsstöðinni að haldið væri að sjúkdóm í fóstrum sem ylli fóst- urláti í Reykjanesbæ og nágrenni mætti rekja til mengunar á svokölluðu Nikkel- svæði. Þetta kom mér alls ekki á óvart. Hér er um meira en Nikkel- svæðið að ræða þó svo að gífurlegt magn af olíu og ýmsu eldsneyti hafi farið þar niður í jarðveginn á vegum hersins allt frá 1946 þegar þessi stöð var reist, jafnvel frá stríðsárun- um. A svokölluðu Turner-svæði, sem liggur þar fyrir ofan, þar sem var braggaþyrping, voru öskuhaug- ar á vegum varnarliðsins og enn sjást glögg merki um þá, þó svo að þeir hafi verið jafnaðir við jörðu. Á þá hauga var kastað öllum hugs- *■ anlegum hlutum sem varnarliðið var hætt að nota og liggja þeir að núverandi flugstöðvarvegi, á vinstri hönd þegar ekið er til flugstöðvar- innar. Vegurinn klýfur svæðið þar sem Turner-kampurinn var á hæð- inni fyrir ofan Nikkel-svæðið. Þarna hefur ugglaust verið hent banvæn- um spilliefnum og er deginum ljós- ara, eins og ég hef áður minnst á, að þar þyrftu að fara fram rann- sóknir. í viðtali sagði ljósmóðir í Reykjanesbæ „ef“, en ég held það * sé meira en „ef“, heldur 99% líkur á að þetta sé varnarliðinu að kenna. í þessu samhengi vil ég vitna enn . einu sinni til stöðvar sem Banda- ríkjaflotinn rak (en hann rekur einnig stöðina í Keflavík) við Clyde- fjörðinn í Skotlandi, nánar til tekið í Dunoon við Holy Loch. Dunoon er af svipaðri stærð og Reykjanes- bær, og eru staðhættir þar að mörgu leyti eins og í Reykjanesbæ. Flotastöðin þar var endanlega lögð niður árið 1992 og flutt burt. Þegar ég var staddur í Skot- landi í byijun mars í ár rölti ég um bæinn og kynnti mér aðstæð- ur. Þar er ekkert sem minnir á veru Banda- ríkjamanna lengur. Hús sem þeir skildu eftir hafa annaðhvort verið endurbyggð eða einfaldlega rifín. Bær- inn er ósköp venjulegur skoskur bær. En það sem veldur íbúum hans gífurlegum áhyggjum er að nú hefur komið í ljós að á fjarðarbotni er geysileg mengun. Bandaríkjamenn voru þar úti á firðinum, sem er frekar þröngur, með þurrkví og herskip þar við, og þar fóru fram viðgerðir á kafbátum, áhafnaskipti og ýmis- legt fleira. Sagt er að mengun af völdum PCB í setlögunum á botni Holy Loch sé sú mesta sem finnst við strendur Evrópulanda, og ýmsu öðru var hent þar í ómerktum tunn- um. Vitað er að Bandaríkjamenn losuðu þar mikið kælivatn úr kaf- bátum, en um 20 kafbátar höfðu þar móðurstöð. Eitt skipti þegar ég var staddur þar sá ég fimm kafbáta inni á læginu. Þegar Bandaríkjamenn fóru þá tók breska ríkið við stöðinni og af- henti Clyde Ports. Kostnaður við hreinsun, sem er geysilegur, mun bitna á breska ríkinu. Kannanir hafa verið gerðar og fundir haldnir með heimamönnum, og það er eng- in spurning: þetta verður hreinsað. í blaðinu US News and World Re- port frá 30. nóvember 1992 er haft eftir James Bush, sem þjónaði sem foringi á þrem kjarnorkuknúnum kafbátum, að um 10 ára skeið hafi bandarískir Pólaris-kafbátar losað geislavirkt kælivatn við móðurstöð- ina í Holy Loch og þar í kring. Þetta hefur skapað geislvirkni. Bandaríkjamenn komu þar 1961 og munu hafa hætt þessu um 1972. Bush segir að þetta hafi ekki verið Utanríkis-, umhverfis- og heilbrígðisyfirvöld eiga, að mati Skarp- héðins H. Einarsson- ar, að heija nú þegar hreinsunarstörf á menguðum varnarliðs- svæðum. leyft í bandarískum höfnum, aðeins erlendis. Bandaríski flotinn yfirgaf Holy Loch í júní 1992. í þessari grein kemur fram að tíðni krabba- meins á þessu svæði er sú hæsta í Bretlandi og tíðni fósturláts í bæj- um í nágrenninu er einnig með því hæsta, og veldur þessu kjarnorku- mengunin. í Keflavík er talið að mengun af völdum Bandaríkjahers, hvort sem hún er af olíusvæðinu eða af gömlum sorphaugum, sé orsök þess að tíðni fósturláts sé mikil. í fyrrnefndri grein kemur fram að hvar sem Bandaríkjaherinn hef- ur verið í heiminum hefur hann skilið eftir mengun. Hún virðist hvergi vera meiri eða ógnvæniegri en í Þýskalandi þar sem var hálf milljón bandarískra hermanna þeg- ar mest var. Hvað varðar Holy Loch, þá ætla Bretar að hefjast handa við hreins- un í haust. íbúar Dunoon og nær- liggjandi bæja hafa sett sig upp á móti þeirri hreinsun. Þeir telja að mengunin sem er í dag eigi eftir að margfaldast þegar farið verður að hræra í þessu og að enginn viti með vissu hve mikil mengun er þarna niðri í firðinum. Þeim hefur tekist að byggja þetta upp sem ferðamannabæ; staðurinn er gífur- lega fallegur og nátturufegurðin mikil. Einnig hefur fiskur verið þar, en þeir halda að hann muni hverfa algjörlega og að erfitt yrði Skarphéðinn H. Einarsson Aukinn sparnaður fyrir atvinnulíf og almenning FYRIR skömmu sendi Vinnuveitenda- samband íslands frá sér greinargerð um þróun efnahagsmála og afkomuhorfur í at- vinnurekstri. Þar er að finna ýmis varnarorð sem mikilvægt er að huga að. Einna mikil- vægast í þessu sam- bandi er að auka sparnað þjóðarinnar en hann er mun minni en hjá öðrum þjóðum. Lítill sparnaður en miklar skuldir Ef litið er til sam- keppnisþjóða íslendinga innan OECD kemur í ljós að sparnaður sem hlutfall af landsframleiðslu er lítill eða um 15% á meðan sparnað- urinn er að jafnaði hátt í 20% innan OECD. Einstök lönd leggja enn meira til sparnaðar og bæði Japan- ir og Svisslendingar spara tvöfalt á -*• við okkur. Ekki er nóg með að sparnaður sé lítill, heldur er skuldabyrði ís- lenskra heimila mikil. Þannig uxu skuldir heimilanna úr 20% af tekj- um í byrjun níunda áratugarins í um 120% á árinu 1995. Full ástæða er til þess að hafa áhyggjur af þessu því auknar skuldir draga úr mögu- leikum manna til eignamyndunar og geta jafnframt leitt til krafna um aukin opinber framlög í framtíðinni. Orsök lítils sparnaðar Ýmsar skýringar má finna á lágu sparnaðar- hlutfalli hérlendis og mikilli skuldasöfnun. Þannig má benda á að lengi vel brann sparifé upp í verðbólgubáli, sparnaðarmöguleikar voru fáir og samkeppni á íjárrnagnsmarkaði takmörkuð. Jafnframt hefur stór hluti af sparnaði margra launamanna (fyrir utan íbúðarhúsnæði) verið þvingað- ur sparnaður í lífeyrissjóðum sem þeir hafa ekkert haft um að segja. Af þessum sökum hafa margir ekki vanist því að hugsa um sparnað. Mikilvægi sparnaðar Með auknum sparnaði undirbúa fólk og fyrirtæki sig undir nýjar fjárfestingar eða eignast varasjóð til að nota ef áföll dynja yfir. Auk- inn sparnaður leiðir til aukins fram- boðs lánsfjár, sem almennt ætti að leiða til lægri vaxta. Slíkt hefur jákvæð áhrif á fjárfestingu en dreg- ur um leið úr nauðsyn erlendrar fjármögnunar, en almennt örvar Stjórnmálamenn geta hjálpað til við að auka sparnað með því, segir Kolbeinn Kristinsson, að styrkja sparnaðar- hvötina, þ.e. efla ftjáls- an sparnað, fjárfesting hagvöxt og eykur tekju- möguleika þjóðarinnar í framtíð- inni. Aukinn sparnaður dregur einn- ig úr neyslu en slíkt er forsenda þess að halda megi verðbólgu í skefjum, en það er eitt brýnasta verkefni í hagstjórn á næstunni. Þannig þarf ekki að fara mörgum orðum um það að aukinn sparnaður er þjóðhagslega hagkvæmur og mikilvægt tæki við að halda stöðug- leika í efnahagsmálum. Hvernig má auka sparnað? Stjórnmálamenn geta hjálpað til við að auka sparnað með því að styrkja sparnaðarhvötina, þ.e. efla fijálsan sparnað. Þetta geta þeir gert bæði með því að veita sérstak- ar ívilnanir vegna sparnaðar, af- nema hömlur á sparnað, bjóða upp á áhugaverða fjárfestingarkosti og gæta þess að setja ekki löggjöf sem hefur öfug áhrif. Kolbeinn Kristinsson. að koma honum upp aftur: sjórinn yrði einfaldlega svo spilltur að varla yrði hægt að dýfá hendi í. Ennþá meiri sjúkdómar og plágur myndu fylgja í kjölfarið. Það er kominn tími til að íslend- ingar fari að athuga sín mál. Við erum með umhverfísmálaráðherra, utanríkisráðherra, heilbrigðisfull- trúa á Suðurnesjum, en þessir menn halda að allt sé í lagi og fljóta ein- faldlega sofandi að feigðarósi hér á íslandi. Það er skoðun mín, og ég veit það með vissu að komandi kynslóðir verða að gjalda fyrir þetta. Nú þegar þarf að hefjast handa við að grafa upp gamla ösku- hauga og fjarlægja það drasl sem þar er. Þeir hafa verið á mörgum stöðum á Vellinum: á Turner- svæði, á Patterson-flugvelli fyrir ofan Hagkaup voru öskuhaugar á sínum tíma, við Hafnarveg og á fleiri stöðum. Og enn eru Banda- ríkjamenn að grafa drasl við Staf- nes í landi Miðneshrepps. Þetta þarf að hreinsa. Aðalverktakar eru á Keflavíkurflugvelli með sínar vinnuvélar og munu brátt hverfa þaðan, en ég tel að Bandaríkjamenn og utanríkisráðherra og varnar- málaskrifstofan og allt þetta batt- erí, sem hernum fylgir, ættu að fá Aðalverktaka til að gera þriggja ára áætlun um að hreinsa upp þessa hluti, því að það er líklegt að á næstu árum muni mengun við Reykjanesbæ og í nágrannabyggð- arlögunum margfaldast. Heyrst hefur að tíðni krabbameins sé óvenjuhá í byggðarlögum við her- stöðina miðað við landið í heild. Það er deginum ljósara að gífurleg mengun er á varnarsvæðinu, og íslendingum ber skylda til að fara strax af stað með áætlun um viðeig- andi ráðstafanir og hreinsa þetta upp. Reykjanesbær getur ekki tekið við Nikkel-svæði fyrr en hreinsun hefur farið fram eða athugun hefur sýnt hvort það er heilsuspillandi svæði eður ei. Það þýðir ekkert að koma nálægt þessu svæði eða sam- þykkja móttöku á því fyrr en það liggur fyrir. Eg er viss um að það sem ég hef hér sett á blað á við rök að styðjast - því miður. Í þessu hef ég stuðst við Dunoon Observer og frétt sem sýnd var í skoska sjónvarpinu í febrúar. Höfundur býr & Vatnsleysuströnd. Þannig gætu stjórnmálamenn stigið stórt skref með því að koma á valfrelsi í lífeyrissparnaði, þannig að almenningur gæti ráðið því hvar slíkum sparnaði væri best fyrir komið. Slíkt myndi auka samkeppni á markaðnum, fjölga mögulegum sparnaðarleiðum og auka heildar- sparnaðinn. Viðhalda ætti skattaaf- slætti vegna hlutabréfakaupa (í stað þess að afnema hann) en sá afsláttur hefur leitt til þess að stór hluti þjóðarinnar hefur fjárfest í íslensku atvinnulífi. Veita mætti ívilnun vegna langtímasparnaðar, t.a.m. frádrátt frá sköttum ef sparnaður væri bundinn til ákveðins tíma og einnig (eða jafnvel) mögu- leika á skattfrestun á fjármagns- tekjuskatti við breytingar á sparn- aðarformi. Setja þarf aukinn kraft í einka- væðingu opinberra fyrirtækja og gefa almenningi kost á að kaupa hluti á sem hagstæðustum kjörum. Gæta þarf þess að löggjöf sé vin- samleg sparnaði, t.a.m. að fjár- magnstekjuskattur verði ekki hækkaður. Verkefni næstu mánaða Á næstu mánuðum er mikilvægt að stjórnvöld sýni aðhald og gæti þess að þensla aukist ekki hér á landi. Þar skiptir miklu að opinber- um útgjöldum verði haldið í skefjum og ríkissjóður verði rekinn með myndarlegum afgangi. Hitt er ekki síður mikilvægt, að skapaður verði hvati til þess að auka sparnað, en aukinn sparnaður eflir hag og fjölg- ar tækifærum hjá bæði fólki og fyrirtækjum. Höfundur er fornmdur Verslunnrráðs Islands. BRIDS Umsjón Arnór G. IUjJna rsson Islandsmót ítvímenningi 1997 Mótið verður spilað í tveimur hlutum, opin undankeppni 11. og 12. okt. og síðan úrslit 1. og,2. nóv. Úr undankeppninni komast a.m.k. 32 pör í úrslit og síðan eiga svæðameistarar hvers svæðis rétt til að fara beint í úrslitin. Nýti þeir ekki rétt sinn fjölgar þeim sem komast úr undanúrslitum. Mót á næstunni Opna Hornafjarðarmótið 26. og 27. sept. Árlegt haustmót með góðri þátttöku undanfarin ár. Minningarmót um Einar Þor- finnsson, Selfossi, 18. okt. nk. Tak- mörkuð þátttaka. Tekið er við skráningu á skrif- stofu BSÍ, s. 587-9360. Útboð á veitingasölu í húsnæði BSÍ veturinn 1997-8 Stjórn BSÍ hefur ákveðið að bjóða út rekstur á veitingasölu Bridssam- bandsins næsta vetur. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Skilafrestur er til 9. sept. Útboðs- gögn og nánari upplýsingar á skrif- stofunni, s. 587 9360. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 21. ágúst sl. spil- uðu 23 pör Mitchell tvímenning. N/S Baldur Halldórsson - Baldur Ásgeirsson 271 Lárus Hermannsson - Eysteinn Einarsson 255 Lárus Arnlaugsson - Hannes Ingibergsson 250 A/V Viggó Norquist - Oddur Halldórsson 251 Ragnar Halldórsson - Hjálmar Gíslason 242 Eggert Einarsson - Kristinn Magnússon 242 Mánudaginn 25. ágúst spiluðu 19 pör: N/S Rafn Kristjánsson - Auðunn Guömundsson 257 Ingunn K. Bernburg - Vigdís Guðjónsdóttir 246 Böðvar Guðmundsson - Sæmundur Björnsson 236 A/V Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 242 Sigurleifur Guðjónsson - Oliver Kristófersson 234 Ragnar Halldórsson - Hjálmar Gíslason 220 Fimmtudaginn 28. ágúst spil- uðu 18 pör. N/S EysteinnEinarsson-LárusHermannsson 303 ÞórarinnAmason-BergurÞorvaldsson 260 Rafn Kristjánsson - Auðunn Guðmundsson 230 A/V Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 254 Oddur Halldórsson - Viggó Norquist 252 Sæmundur Bjömsson - Jón Andrésson 230 Meðalskoralladaganavar 216 Bridsmót í Hall- ormsstað 6. sept. NÆSTKOMANDI laugardag, 6. septémber, verður haldið silfur- stigamót í nýju hóteli, Fosshóteli, í Hallormsstað. Mjög góð aðstaða er til spila- mennsku í íþróttahúsi sem er við hlið hótelsins. Til stendur að gera þetta mót að árlegum viðburði en þátttakan nú verður bundin við 32 pör. Skráning er hjá Bjarna, í síma 471-2070 eða Pálma, í síma 471-1421. Þátttökugjald er 3.000 krónur og er innifalið hlaðborð. Frá Bridsdeild Sjálfsbjargar EINS og undanfarna vetur verð- ur spilað á mánudagskvöldum kl. 19 í félagsheimilinu Hátúni 12. Byijað verður mánudaginn 8. sept. nk. með eins kvölds Mitchell-tví- menning, verðlaun fyrir efsta sæti í báðum riðlum verða leikhúsmiðar. Frekari upplýsingar gefa Páll sími 551-3599 og Karl sími 562-9103. Bridsfélag Kópavogs VETRARSTARFSEMIN hefst á morgun með eins kvölds tvímenn- ingi. Spilað er í Þinghól, Hamra- borg 11, þriðju hæð. Spilamennska hefst kl. 19.45. Keppnisstjóri Her- mann Lárusson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.