Morgunblaðið - 03.09.1997, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KARÍTAS
. GUÐMUNDSDÓTTIR
4- Karítas Guð-
■ mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
19. desember 1917.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
26. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðmundur Guð-
jónsson, kaupmað-
ur í Reykjavík, f.
19. júní 1894, d. 3.
september 1961, og
Anna María Gísla-
dóttir, húsmóðir í
Reykjavík, f. 18.
mars 1893, d. 10. apríl 1981.
Systkini Karitasar eru Guðjón
Aðalsteinn, f. 6. janúar 1921,
Borghildur, f. 8. febrúar 1925,
Kristín, f. 18. febrúar 1930, og
Hildigunnur, f. 18. janúar 1936,
d. 26. júní 1936.
Karítas giftist 25. október
1941 Sigurði E. Ingimundar-
syni, fyrrv. alþingismanni og
forstjóra Tryggingastofnunar
ríkisins, f. 10. júlí 1913, d. 12.
október 1978. Foreldrar Sig-
urðar voru Ingi-
inundur Einarsson
verkamaður og Jó-
hanna Egilsdóttir,
fyrrv. formaður
Verkakvennafé-
lagsins Framsókn-
ar. Börn Sigurðar
og Karítasar eru
Anna María, hús-
móðir, f. 4. október
1942, gift Bern-
hard Petersen,
framkvæmda-
stjóra, og eiga þau
þrjú börn. Jó-
hanna, alþingis-
maður, f. 4. október 1942 og
á hún tvö börn og eitt barna-
barn. Hildigunnur, flugfreyja,
f. 19. maí 1950, maki Lárus
Ogmundsson, lögfræðingur,
og eiga þau þrjú börn. Gunnar
Egill, hagfræðingur, f. 19. maí
1950, kvæntur Guðfinnu The-
odórsdóttur, sölustjóra, og
eiga þau tvö börn.
Karítas verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.00.
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma min.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefir unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
fínn hve allt er beiskt og brotið
burt er víkur aðstoð þín,
— elsku góða mamma mín.
* Allt sem gott ég hefi hiotið
hefír eflst við ráðin þín.
Fiýg ég heim úr fjarlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinni
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín.
Okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Árni Helgason.)
Guð geymi þig alla tíð, elsku
mamma mín.
Þín,
Hildigunnur.
í dag er til moldar borin mæt
sómakona, Karítas Guðmundsdótt-
ir, en hún andaðist á hjúkrunar-
heimilinu Eir 26. ágúst síðastliðinn
á áttugasta aldursári.
Ég kynntist Karítas er ég hóf
að gera hosur mínar grænar fyrir
dóttur hennar, Hildigunni, fyrir
rúmum aldarfjórðungi. Vandi ég
þá mjög komur mínar á æskuheim-
ili Hildigunnar að Lynghaga 12.
Karítas og eiginmaður hennar Sig-
urður Egill Ingimundarson, for-
stjóri og fv. alþingismaður, sem
lést árið 1978 langt fyrir aldur
fram, höfðu byggt húsið á Lyng-
haga 10—12 um miðja sjötta ára-
tuginn ásamt foreldrum og systkin-
um Sigurðar og mökum þeirra.
Segja má að þar hafi risið mikil
kratahöll, en Sigurður, Jóhanna
móðir hans og bræður voru alla tíð
virkir þátttakendur í starfi Alþýðu-
flokksins.
Inn á heimili Karítasar og Sig-
urðar var gott að koma. Bæði var
viðmót þessara heiðurshjóna ákaf-
lega hlýtt og andrúmsloftið á hinu
snyrtilega og fallega heimili þeirra
notalegt. Karítas var fyrirmyndar
húsmóðir. Heimilishaldið hlýtur á
köflum að hafa verið nokkuð eril-
samt því þau hjónin eignuðust
tvenna tvíbura, fyrst Önnu Maríu
og Jóhönnu og síðan Gunnar Egil
og Hildigunni. í augum þess sem
einungis hefur glímt við að koma
einburum á legg krefst slíkt a.m.k.
atorku, skipulagshæfileika og
nokkurs æðruleysis. Þessir eigin-
leikar einkenndu tengdamóður
mína. Þetta erfiða hlutverk sitt
leysti hún auðveldlega og að því
er virðist áreynslulaust af hendi.
Ekki verður komist hjá því að minn-
ast Lilju heitinnar Jónsdóttur, upp-
eldissystur Guðmundar föður Ka-
rítasar, þegar minnst er á heimili
hennar og Sigurðar. Um árabil átti
þessi mæta kona sitt annað heimili
á Lynghaganum og naut þar um-
hyggju, alúðar og ekki síst vináttu
Karítasar sem hún virti og treysti
öllum öðrum fremur.
Karítas var falleg og tilfinninga-
næm kona, hæglát en lundin létt
og glaðleg. Snyrtimennsku hennar,
smekkvísi, barngæsku og natni við
stórt og smátt var viðbrugðið. Er
fjölskyldunni sleppti var tónlistin
hennar helsta áhugamál. í æsku
stundaði hún tónlistarnám, m.a.
undir handleiðslu Páls ísólfssonar,
og var alla tíð liðtæk á píanó. Hún
var alþýðleg í viðmóti og afstöðu
til manna og málefna. Þá ein-
kenndi hana ekki síður einhver
höfðingsskapur enda hafði hún yf-
irbragð hinnar dæmigerðu hefðar-
konu.
Fyrir u.þ.b. áratug veiktist Ka-
rítas alvarlega og gekk hún ekki
heil til skógar eftir það. Hún glímdi
við sjúkleika sinn af elju og þraut-
seigju. Fráfall hennar bar engu að
síður nokkuð óvænt að þar sem
heilsan hafði á hennar mælikvarða
verið allsæmileg um alllangt skeið.
Ljóst er þó að hún yfirgaf þennan
heim fullkomlega sátt við Iífið og
það sem það gaf henni. Karítas gat
í raun ekki síður verið sátt við það
sem hún hafði veitt og gefið þeim
sem hún hafði alið önn fyrir og átt
samleið með í lífinu.
Blessuð sé minning hennar.
Lárus Ögmundsson.
Mig langar að kveðja tengda-
móður mína, Karítas Guðmunds-
dóttur, með örfáum orðum og
þakka henni samfylgdina.
Ekki datt okkur í hug þegar við
kvöddum Kaju að þetta væri hinsta
kveðjan, en daginn eftir fengum
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasima 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasið-
um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað
. við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að
** hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
við upplýsingar um að hún væri
látin. Þessi umgangspest, sem hún
var talin vera með, hefur verið
undanfari þess sem koma skyldi.
Kaja var borgarbarn, ólst upp í
Reykjavík þar sem hún hefur búið
alla sína tíð. Ung fór hún til Nor-
egs þar sem hún var við nám á
garðyrkjuskóla um tíma. Hún hafði
yndi af tónlist, stundaði píanónám
hjá Páli ísólfssyni og lauk síðan
prófi sem píanóleikari frá Tónlistar-
skóla Reykjavíkur. Hún var viljug
að miðla kunnáttu sinni og öllum
sínum barnabörnum bauð hún að
setjast á píanóbekkinn hjá sér og
vildi kenna þeim svo lengi sem hún
hafði heilsu til. Kaja var mikil
hannyrðakona og eru eftir hana
margir fallegir munir. Hún var
mikill fagurkeri, enda var heimili
hennar fallegt og smekklegt, öllu
haganlega fyrir komið og þar var
einstaklega hlýlegt. Fjölskyldan öll
var henni afar kær og um hana
snerist hugur hennar og henni vildi
hún þjóna. Hún hafði líka sína
nánustu stórfjölskyldu alla tíð í
nágrenni við sig. þegar ég kom
fyrst á Lynghaga til tengdaforeldra
minna, bjó nánast öll hennar §öl-
skylda við þessa götu, náin vinkona
hennar og báðar systur hennar og
í húsinu sem er nr. 10 og 12 bjó
öll tengdaíjölskyldan, ættmóðirin
Jóhanna Egilsdóttir, hennar börn
og þeirra fjölskyldur. þannig að
vinir og venslafólk hafa ekki þurft
að fara langt til að hittast og öll
systkinabörnin hafa því kynnst
betur en ella.
Kynni okkar hófust þegar ég
kom inn á heimili hennar á Lyng-
haga fyrir rúmum 25 árum. Hún
var þá um fimmtugt, glæsileg og
virðuleg kona. Af gömlum ljós-
myndum sem ég hef séð af henni,
má sjá stórglæsilega og fallega
unga konu. Frá fyrstu kynnum
fann ég hlýju og umhyggju streyma
frá þessari konu. Hún var höfðingi
í eðli sínu, vildi fremur veita og
gefa en þiggja. Hún heilsaði alltaf
innilega eins og maður væri að
koma til baka eftir langa fjarveru
og kvaddi á sama hátt. Þannig má
með sanni segja að þó að andlát
hennar hafi borið brátt að, hafði
hún örugglega kvatt alla sína nán-
ustu á sinn innilega hátt. Kaja
hefði orðið áttræð 19. desember
nk. og reiknuðum við með að þá
yrði haldin veisla. Fjölskyldan hitt-
ist alltaf á Lynghaganum 19. des-
ember og var þessi dagur einskon-
ar byijun á jólum hjá henni því
þennan dag hafði þessi fyrirmynd-
arhúsmóðir lokið nánast öllum sín-
um jólaundirbúningi og leit ég oft
öfundaraugum í kringum mig þeg-
ar mér var hugsað til þess sem ég
átti eftir ógert en þó með þeim
ásetningi á hverju ári að fyrir
næstu jól skyldi ég taka tengda-
móður mína til fyrirmyndar.
Fyrir um tíum árum veiktist
Kaja sem gerði það að verkum að
hún átti erfitt með að halda heim-
ili sjálf. Fluttist þá inn á heimilið
Guðrún Elíasdóttir sem varð henn-
ar vinkona og vinur fjölskyldunnar.
Með aðstoð Guðrúnar og barnanna
gat hún því haldið áfram að búa á
heimilinu og viljum við öll færa
Guðrúnu bestu þakkir fyrir hennar
aðstoð og umhyggju.
Síðustu árin hefur Kaja búið á
hjúkrunarheimilinu Eir við einstak-
lega gott atlæti starfsfólksins þar.
Fyrir stuttu hafði hún fengið píanó-
ið sitt sent á Eir því hún hafði
gaman af að spiia og stundum spil-
aði hún fyrir fólkið á heimilinu.
Fjölskyldan vill þakka öllu starfs-
fólki hjúkrunarheimilisins sem ann-
aðist hana af hlýju og góðvild.
Hún flíkaði ekki tilfinningum
sínum og skoðunum, en sagði okk-
ur þó oft ýmislegt frá fyrri tíð.
Kaja og Sigurður áttu mjög gott
líf saman og það var alltaf gaman
að vera með þeim. Við ferðuðumst
með þeim um landið, þau höfðu
yndi af að fara í sumarbústaðaferð-
ir og það gladdi þau mjög þegar
öll fjölskyldan gat komið með, börn
og barnabörn. Eigum við öll yndis-
legar minningar frá þessum tíma
og var farið í margar slíkar ferðir
vítt og breitt um landið. Þau höfðu
gaman af að spila brids og alltaf til
í að taka einn slag. Þau Sigurður
ferðuðst líka mikið erlendis. Sig-
urður lést árið 1978, langt um ald-
ur fram og var það henni mikið
áfall. Það var kannski ekki svo
greinilegt þá hve mjög hún saknaði
hans því hún vildi alltaf bera sig
vel, en þegar litið er til baka, þá
sér maður að það var sem eitthvað
slokknaði í bijósti hennar þegar
hann féll frá. Nú er hún lögð til
hinstu hvílu við hlið Sigurðar og
ég trúi því að nú sé hún á stað þar
sem henni líður vel og búin að hitta
Sigurð eftir langan aðskilnað.
Það er margs að minnast að leið-
arlokum. Ég vil þakka tengdamóð-
ur minni samfylgdina og allt sem
hún var mér og minni fjölskyldu.
Guðfinna.
Með fáeinum orðum Iangar okk-
ur að minnast ömmu okkar, ömmu
Kaju eins og við kölluðum hana
alltaf, og þeirra yndislegu stunda
sem við áttum saman. Alltaf var
jafn notalegt að heimsækja hana
eða fá hana í heimsókn. Ætíð ljóm-
aði andlit hennar af gleði og hlýju.
Hvergi leið henni betur en í faðmi
fjölskyldu sinnar. Það var aldrei
langt í hláturinn og grínið hjá henni
ömmu. Hún gat oftast komið auga
á eitthvað skemmtilegt í öllu. Frá
því við systkinin munum fyrst eftir
hefur hún verið með okkur á að-
fangadagskvöld. Henni fylgdi hin
sanna jólastemmning. Næstu jól
verða án efa mjög tómleg án ömmu.
Á stundu sem þessari hjálpar það
okkur og huggar að rifja upp hinar
ótal góðu minningar sem við eigum
um hana.
Elsku amma, hjartans þakkir
fyrir allt. Minninguna um þig mun-
um við varðveita í hjarta okkar um
ókomna tíð. Við kveðjum þig með
miklum söknuði.
Guð blessi þig og varðveiti um
ókomna ti'ð, elsku amma.
Lilja Karítas, Dóra María,
Sigurður Egill.
Elsku amma Kaja. Mig langar
með þessum fáu orðum að þakka
þér fyrir allt það sem þú gafst
mér. Þegar ég kvaddi þig sunnu-
daginn fyrir andlát þitt, óraði mig
ekki fyrir því að það væri í síðasta
sinn því þú Ieist svo vel út og virt-
ist vera hress.
Þegar ég minnist þín kemur upp
í hugann hlýja og umhyggja. Þú
tókst alltaf á móti okkur með opn-
um örmum og bros á vör. Mínar
fyrstu minningar um þig eru þegar
ég var hjá þér á Lynghaganum.
Þú kenndir mér margar bænir og
vísur sem ég kann enn í dag. Er
mér minnisstæðast þegar þú
kenndir mér „Ó, Jesú, bróðir besti“
og „Kristur minn ég kalla á þig“.
Ég var svo lítil þegar þú kenndir
mér „Faðir vor“ að ég man ekki
einu sinni eftir því, en mér hefur
verið sagt að ég hafi þulið það fram
og aftur á hinum ólíklegustu stöð-
um. Þú kenndir mér einnig að spila
nokkur lög á píanóið sem ég hafði
mjög gaman af. Þú hafðir ótrúlega
gott minni sem kom fram þegar
þú varst að riija upp gamlan tíma
og mér verða minnisstæð þín oft á
tíðum skemmtilegu tilsvör. Ég
minnist þess einnig hve þú varst
umhyggjusöm og nærgætin við afa
þegar hann veiktist. Ég veit að
hann var þér mikils virði og finnst
mér sárt að hafa ekki náð að kynn-
ast honum betur.
Elsku amma, ég vil þakka þér
fyrir allar þær góðu stundir sem
við áttum saman. Ég mun sakna
þín sárt en mínar góðu minningar
um þig mun ég ávallt geyma í
hjarta mínu.
Þín nafna,
Karítas.
Vertu yfir og allt umkring
með eilífri biessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
. (S.J.)
Amma Kaja kenndi okkur að
biðja bænir, spilaði og söng sálma
og fór með kristilegar tilvitnanir.
Hún ól börn sín og barnabörn upp
í guðrækni, var ástrík kona sem
gaf frá sér mikla hlýju. í henni
bjó manngæska og náungakær-
leikur. Amma passaði vel upp á
sína, gat virst alvarleg en hafði í
raun ríka kímnigáfu, var hlátur-
mild og það var gott að hlæja með
henni.
Amma Kaja eignaðist og ól upp
tvenna tvíbura og segir það meira
en mörg orð um hversu mikil kjarn-
orkukona hún var. Hún og afi Sig-
urður héldu fallegt heimili á Lyng-
haganum sem gott var að komá á
og hápunkturinn að dvelja nætur-
langt. Oftar en ekki var þar laum-
að að okkur útlensku gotteríi sem
nóg var af enda var hún mikill
sælkeri og auk þess með tvær flug-
freyjur í heimili sem sáu um að
halda birgðunum við.
Á okkar yngri árum fóru amma
og afi oft með börn, tengdabörn
og barnabörn í ferðalög og voru
sumarbústaðaferðir í miklu uppá-
haldi. Amma naut sín í faðmi fjöl-
skyldunnar, söng fyrir okkur börn-
in og kenndi okkur að spila á spil.
Hún var þolinmóður kennari og
reyndi á það í píanótímunum sem
við sóttum hjá henni. Við hljótum
að hafi verið frekar erfiðir nemend-
ur þar sem áhuginn var takmarkað-
ur en með elju tókst henni að kenna
okkur lög sem við kunnum enn í
dag.
Árið 1978 lést afi og við það
urðu straumhvörf í lífi ömmu. Sjö
árum síðar veiktist hún alvarlega
og varð aldrei söm eftir það. Helstu
kostir hennar hjálpuðu henni í
gegnum erfiða tíma, hún var trú-
rækin, þolinmóð og það var stutt
í hláturinn. Eftir veikindin naut hún
heimilisaðstoðar og síðastliðin fjög-
ur ár dvaldi hún á Hjúkrunarheimil-
inu Eir. Hún dvaldi oft á heimili
foreldra okkar og nutum við þess
að hitta hana reglulega.
Amma Kaja var glæsileg kona
og bar sig vel. Þannig var hún
þegar hún kvaddi svo óvænt þenn-
an heim.
Við kveðjum ömmu okkar með
hennar eigin orðum: Guð almáttug-
ur annist þig, verndi og varðveiti
alla tíð.“
Bernhard; Hrönn
og Egill Orn.
Minningarnar hrönnuðust upp
þegar mér var sagt frá láti Kaju
móðursystur minnar, þriðjudaginn
26.8. sl.
Karítas hét hún og fór það henni
vel, því kærleikur og góðvild var
ríkjandi eiginleiki hennar.
Sem stelpa var ég hjá henni,
þegar foreldrar mínir fóru í siglingu
og þau tilfinningabönd sem þá urðu
til hafa haldið æ síðan.
Kaja var gift Sigurði E. Ingi-
mundarsyni, alþingismanni og
kennara við Verslunarskóla Is-
lands. Mér þóttu kennslustundirnar
hjá honum fljótar að líða vegna
kennarahæfileika hans og ekki var
síðra að kynnast honum í einkalífi
sem heimilisföður. Lést hann um
aldur fram. Var mikið jafnræði með
þeim hjónum og kemur það best
fram í því barnaláni sem þau áttu
að fagna.
Ég minnist vart neinna hátíða-
stunda í mínu lífi án þess að Kaja
frænka tengdist þeim á einhvern
jákvæðan hátt með góðum óskum
eða gjöfum gefnum af rausn og
örlæti. Afmælum í íjölskyldunni
gleymdi hún aldrei og fóru börnin
mín ekki varhluta af góðvild henn-
ar.
Á undanförnum árum hrakaði
heilsu Kaju frænku og síðustu ár
bjó hún á hjúkrunarheimilinu Eir.
Dætur hennar og sonur hugsuðu
vel um hana, raunar öðrum til eftir-
breytni.
Gott er að vita að andlát hennar
bar að með þeirri ró og virðingu
sem einkenndi hana.
Blessuð sé minning hennar og
Guð geymi hana.
Arndís Jóna.