Morgunblaðið - 03.09.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 35
EINAR G.
LÁRUSSON
+ Einar Geir Lár-
usson var fædd-
ur í Vestmannaeyj-
um 24. september
1913. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 22. ágúst síð-
astliðinn. Hann var
fjórði í röðinni í
fimm systkina hópi,
Unnur Halla,
yngsta systkinið, er
ein eftir á lífi. Hin
voru Óskar, Ólafía
og Ólafur. Foreldr-
ar: Lárus Halldórs-
son, fiskkaupmað-
ur, og kona hans Elsa Dóróthea
Ólafsdóttir.
Einar eignaðist son með
Jónu Hjörleifsdóttur, Theodór,
bifreiðasljóra, og á hann þrjú
börn. Með fyrstu konu sinni,
Stígheiði Þorsteinsdóttur,
eignaðist hann þrjú börn:
Sigurbjörgu Ólafíu, skrifstof-
ustúlku, og á hún þrjú börn,
Elsu Dórótheu, starfsstúlku
hjá Flugleiðum, hún á fjögur
börn. Yngstur er
Þorsteinn Einar,
bifvélavirki, og á
hánn fimm börn.
Einar var einn af
stofnendum bif-
reiðastöðvar Hreyf-
ils og ók leigubíl í
10 ár. Vann síðar
um árabil sem bíla-
viðgerðarmaður
hjá Agli Vil-
hjálmssymi, versl-
unarmaður hjá
Byko í 6 ár og rak
jafnframt sauma-
verkstæðið „Signu“
ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu
Elínborgu í átta ár. Síðustu
starfsár vann Einar hjá Vogi
hf. eða í 11 ár en hætti síðan
fyrir aldurs sakir.
Bálför Einars fer fram í dag
frá Fossvogskapellu, en jarð-
neskar leifar verða Iagðar við
hlið Sigrúnar Elínborgar Guð-
jónsdóttur á afmælisdegi hins
látna hinn 24. september næst-
komandi.
Þegar vinir okkar og samferða-
menn í lífsferðinni okkar allra
hverfa frá okkur inn í móðuna miklu
þar sem aldrei segir af ferðum og
við stöndum eftir hér á þessari
strönd, fínnum við að þáttaskil hafa
orðið. Okkur finnst autt rúm standa
eftir í hjörtum okkar.
Við kveðjum í dag Einar Geir
Lárusson bifreiðarstjóra, kæran
bróður og mág, sem hefur verið
okkur tryggur vinur og góður sam-
ferðarmaður um langan veg. Og
eins og ævinlega á slíkum stundum
er margs að minnast frá langri
ævi. Systkini, sem alast upp saman
frá barnæsku, eiga sameiginlega
minningaröð frá bernsku- og ungl-
ingsárum. Þau minnast gleði æsk-
unnar en einnig sorgar og erfíð-
leika.
Á kveðjustund renna minning-
arnar fram í hugann. Oft var minnst
æskustöðvanna kæru, Vestmanna-
eyja, þaðan var gnægð minninga
bæði ljúfar og sárar. Þegar ég
minnist Einars mágs míns, man ég
hann ávallt sem hæglátan og yfír-
lætislausan. Hann var hlýr maður
og þeim eiginleika gæddur að tala
ævinlega vel um alla samferðar-
menn sína. Undantekningalaust
heyrði ég hann aldrei hnjóða til
nokkurrar manneskju. Hann var
höfðingi heim að sækja og með
afbrigðum örlátur við vini sína og
skyldmenni. Áföllunum í lífí sínu
tók hann með stakri ró. Og nú í
síðustu veikindum sínum, sem hann
vissi hvern endi hefðu, sá honum
enginn bregða.
Nú þökkum við kærum bróður
og vini langa samfylgd, þökkum
ræktarsemi hans og vináttu alla.
Far þú í friði, kæri bróðir og vinur.
Bömum hans öllum og fjölskyldum
þeirra vottum við innilega samúð.
Unnur H. Lárusdóttir,
Magnús K. Jónsson.
Mér er ljúft að minnast Einars
G. Lámssonar, en hann lést eftir
stutta legu á Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur 22. ágúst síðastliðinn.
í kringum 1950 kynntist Einar
tengdamóður minni Sigrúnu Elín-
borgu Guðjónsdóttur frá Syðstakoti
í Miðneshreppi og má með sanni
segja að það hafí orðið ást við fyrstu
sýn, því upp frá því vom örlög
þeirra ráðin.
Þau giftu sig skömmu síðar og
Einar hélt með konu sína til Dan-
merkur til lækninga, en hún hafði
lengti glímt við hinn illvíga sjúkdóm
berklaveiki, sem hafði verið landlæg
hér. Allt vildi hann reyna til að hún
næði heilsu. Aðgerð, sem fram-
kvæmd var á sjúkrahúsi við Vejle
á Jótlandi heppnaðist vel.
Á þessum tíma starfaði Einar
sem bílaviðgerðarmaður hjá Agli
Vilhjálmssyni.
Einar var mikill hagleiksmaður
og lék allt í höndunum á honum.
Einnig var hann hugmyndaríkur og
kom það best í ljós er þau stofnuðu
saman fyrirtækið „Signu“ er fram-
leiddi allt mögulegt, sem Einar
hannaði, get ég nefnt serviettustat-
íf, gervijólatré og allan mögulegan
fatnað.
Eftir nokkur ár komu þau sér
upp fallegri íbúð á Nýbýlavegi 27
í Kópavogi og notuðu bílskúrinn
fyrir framleiðsluna, Elínborg stýrði
henni á daginn, en Einar var þá
farinn að starfa hjá Byko í Kópa-
vogi, sem afgreiðslumaður. Á
kvöldin og um helgar sneið Einar
svo allt, sem framleitt var og höfðu
þau nokkrar saumakonur í vinnu,
en tengdamóðir mín var einnig fær
í saumaskap og voru þau mjög sam-
hent við þennan iðnað.
Börn sín rækti Einar vel og báð-
ar dætur hans bjuggu tímabundið
á heimili þeirra á meðan þær voru
að koma sér fyrir í eigin húsnæði.
Þau voru alltaf samstíga að hjálpa
börnum sínum, ef með þurfti, og
var Sigrún Júlía dóttir okkar hjá
þeim eitt sumar, en öll börnin okk-
ar hafa ætíð kallað Einar „afa“.
Maður minn, Kristján Kristjáns-
son, var einkabarn móður sinnar
og henni afar kær. Einar tók okkur
öll inn í líf sitt af slíkri hlýju og
væntumþykju að óvenjulegt hlýtur
að teljast, en hann hafði það stórt
hjarta að böm þeirra beggja og
bamabörn rúmuðust þar vel.
Fram á þennan dag var Einar
alltaf fyrstur að koma í heimsókn
með blóm á afmælum okkar allra,
ég hefí aldrei kynnst trygglyndari
manni. Hann ræktaði samband við
skyldfólk og vini og var sannarlega
vinur vina sinna.
Árin eftir andlát Sigrúnar Elín-
borgar 1971, sem hann syrgði mjög,
voru Einari erfið, en öll él styttir
upp um síðir og lífíð heldur áfram.
Hann kynntist góðri konu, Sig-
ríði Sigurðardóttur og giftist henni.
Þau bjuggu í nokkur ár, fyrst á
Háaleitisbraut í íbúð sonar Sigríð-
ar, síðar á Laugarnesvegi, en síð-
ustu árin bjuggu þau í íbúð fyrir
aldraða í Norðurbrún 1. Sigríður
dó fyrir nokkrum ámm og bjó Ein-
ar þar einn til dauðadags.
Áð leiðarlokum þökkum við góð-
um dreng fyrir allt, sem hann hefur
verið okkur og bömum okkar. Um
leið sendum við börnum hans og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúðarkveðjur, þau launuðu hon-
um öll góðmennsku hans, þegar
heilsa hans fór að bila. Það kunni
hann að meta-og var sáttur við allt
og alla er hann kvaddi þennan heim.
Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást,
elju og þreki, er sjaldan brást,
þér nýttist jafnvel nóttin.
Þú vannst fyrir besta vininn þinn,
þú vinnur nú með honum í annað sinn
með efldan og yngdan þróttinn.
(G. Bjömsson)
Drottinn varðveiti minningu Ein-
ars G. Lárussonar.
Erla Wigelund.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð-
um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað
við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Elskulegur vinur minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN V. HELGASON
frá Bjargi, Vopnafirði,
Skólabraut 5,
Seltjarnarnesi,
lést 1. september á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Ingibjörg Danfelsdóttir,
Helgi F. Jónsson, Frfða Friðgeirsdóttir,
Sigurgeir Þ. Jónsson, Auður Valgeirsdóttir,
Bergvin F. Jónsson,
barnabörn og barnabamabarn.
+
Útför mannsins míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
BALDURS GUÐMUNDSSONAR
fyrrv. símaverkstjóra,
Dunhaga 15,
sem lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
26. ágúst, fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn
4. september kl. 13.30.
Helga Danfelsdóttir,
Skúli Baldursson, Stefanfa Guðmundsdóttir,
Bryndfs Bender,
Ingibjörg Helga Skúladóttir,
Helga Guðmundsdóttir Bender,
Auður Olga Skúladóttir.
+ Systurdóttir okkar,
SONJA JÖRGENSEN CHADWICK
iést fimmtudaginn 28. ágúst í Bergen. Fyrir hönd ættingja á íslandi, Unnur Jónsdóttir, Sigríður Jónsdóttir.
+ Elskulegur bróðir okkar,
JENS GUÐNASON,
frá Þorkelsgerði, Selvogi,
lést á heimili sínu, Reykjabraut 16 í Þorlákshöfn, mánudaginn 1. september.
Jarðarförin auglýst síðar. Systkinin.
+
Ástkær frænka okkar og vinkona,
AÐALHEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR,
Hreimsstöðum
sem andaðist föstudaginn 29. ágúst, verður
jarðsungin frá Hvammi, Norðurárdal, laugar-
daginn 6. september kl. 14.00.
Ættingjar og vinir.
Arnór Ýmir Aðalsteinsson,
Vernharður Aðalsteinsson, Anna Rannveig Jónatansdóttir,
Jónatan Vernharðsson, Sylvía Reynisdóttir,
Anna Sigríður Verharðsdóttir, Auðunn Páll Sigurðsson.
+
Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ERNA DÓRA MARELSDÓTTIR,
Álfheimum 7,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morg-
un, fimmtudaginn 4. september, kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem
vildu minnast hennar, er bent á minningarsjóð Kvenfélagsins Keðjunnar
eða Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Alfreð Júlfusson,
Guðbjörg Pálsdóttir,
Guðbjörg Alfreðsdóttir, Ásmundur Karlsson,
Marfa Júlfa Alfreðsdóttir, Símon Ólafsson,
Ólöf Alfreðsdóttir, Ágúst Victorsson,
Kristín Gróa Alfreðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
HRÓBJARTUR R. EINARSSON
fyrrverandi fulltrúi norræna
menningarsjóðsins í Kaupmannahöfn,
andaðist föstudaginn 29. ágúst á Horsholm
sjúkrahúsi.
Útförin fer fram 5. september kl. 13.00 frá
Horsholm kirkju.
Ásbjörg Einarsson,
Ásbjörn Hróbjartsson, Efnar Hróbjartsson,
Ingibjörg Einarsdóttir,
Ásta Einarsdóttir,
Sveinbjörn Einarsson, Hulda Hjörleifsdóttir,
Sigrún Einarsdóttir.