Morgunblaðið - 03.09.1997, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997
MIIMIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
MAGNÚSÁGÚST
HARALDSSON
+ Magnús Ágúst
Haraldsson
fæddist í Bolungar-
vík 24. ágúst 1905.
Hann lést 15. ágúst
síðastliðinn í sjúkra-
skýlinu í Bolungar-
vík. Foreldrar hans
voru Haraldur Stef-
ánsson frá Tröð í
Álftafirði, f. 27.10.
1877,, d. 19.3. 1961,
og Ágústa Marís-
dóttir frá Langey-
jarnesi, Dalasýslu,
f. 15.12. 1880, d.
13.12. 1930. Systk-
ini hans voru: Eggert Karvel
Haraldsson, Bolungarvík, f. 9.4.
1904, giftur Valborgu Guð-
mundsdóttur, f. 1.8. 1914, Katr-
ín Guðrún Haraldsdóttir, f. 9.6.
1907, d. 13.9. 1907, Marís
K.G.A. Haraldsson, Reykjavík,
f. 29.8. 1908, giftur Guðrúnu
Þórarinsdóttur, f. 29.6. 1916.
Magnús giftist Sigríði Níels-
ínu Níelsdóttur, f. 17.10. 1900,
d. 2.11. 1961, og eignuðust þau
sjö börn: 1) Kristján Björn, f.
20.2. 1928, d. 18.11. 1943, 2)
Ágústa Stefanía, húsmóðir,
ísafirði, f. 15.8. 1929, gift Ólafi
Halldórssyni, sem lést 1994,
börn þeirra eru:
Birkir Már, Halldór
Magnús, Sigríður
og Ingibjörg. 3)
Margrét Elísabet,
húsmóðir, Siglu-
firði, f. 24.11. 1930,
d. 22.2. 1996, gift
Jóhannesi Þór Eg-
ilssyni, fram-
kvæmdastjóra á
Siglufirði, dóttir
þeirra er: Sigríður
Eddý, f. 15.1. 1953.
4) Herdís Katrín,
húsmóðir, Hafnar-
firði, f. 22.8. 1932,
d. 15.4. 1977, gift Kristjáni
Baldri Krisljánssyni, börn
þeirra: Krislján Magnús, Reyn-
ir, Björk og Ágústa. 5) Níels,
f. 12.5. 1934, d. 27.7. 1934. 6)
Sigurður Magnús, skipstjóri,
Eskifirði, f. 8.5. 1936, giftur
Guðrúnu Haiidórsdóttur, börn
þeirra eru: Bryndís Fjóla,
Magnús Ómar og Brynjar. 7)
Haraldur Níeis, vélvirkjameist-
ari, Hafnarfirði, f. 13.7. 1937,
d. 24.7. 1976, sonur hans og
Fríðar Jónsdóttur: Siguijón.
Utför Magnúsar Ágústs fór
fram frá Hólskirkju í Boiungar-
vík 23. ágúst.
Það var að kvöldi 17. ágúst að
mér bárust þær fréttir frá íslandi
að afi minn Magnús Ágúst Haralds-
son hefði látist föstudaginn 15.
ágúst. Ég var á ferðalagi í Dan-
mörku og hafði notið lífsins í björtu
og góðu veðri. Það er einkennilegt
að einhvern veginn finnst manni
það draga úr söknuði og sársauka
ef veðrið er bjart og fallegt heldur
en ef það er dumbungslegt veður.
Afi var orðinn háaldraður og þess-
ari stund held ég hann hafi beðið
lengi eftir. Þegar ég heimsótti hann
þá sagði hann alltaf við mig að það
væri ekki pláss fyrir sig fyrir hand-
an, það væri alveg sama hvað hann
væri búinn að biðja mikið. Magnús
afi var skemmtilegur og spaugileg-
ur karl sem hafði mikla kímni.
Hann sagðist aldrei ljúga, bara
plata stundum. Þetta lýsir að sumu
leyti hans kímni. En það sem mér
fannst merkilegast við afa var að
með honum fór kynslóð sem ólst
upp við svo gjörólíkar aðstæður sem
við búum við í dag að þegar hann
var að segja manni frá þeim tímum
sem hann ólst upp á þá hélt maður
stundum að hann væri að segja
manni ævintýri. Og í raun held ég
að líf hans hafi að mörgu leyti ver-
ið ævintýri. Á sínum yngri árum
var hann formaður á bátum og í
þá daga var nú ekki algengt að
bátar hefðu vélar. Þá voru hafnirn-
ar helst gerðar af náttúrunnar
hendi. Sæta varð lagi þegar lenda
átti í fjörunni við búðina í Bolungar-
vík. Sjósókn stundaði afi af miklum
dugnaði og kappi, því í þá daga var
enginn kvóti og hugsuðu menn fyrst
og fremst um að draga björg í bú
svo allir hefðu nóg að bíta og
brenna. Afi var mikiil keppnismaður
og hlaut hann ótal verðlaun fyrir
glímu. Það er því ólíkt hugarfar sem
við búum við í dag þar sem við
teljum alla hluti svo sjálfsagða að
við eigum erfitt með að setja okkur
inn í það hugarfar sem ríkti á þeim
dögum. Kynslóð afa var miklu sátt-
ari við hlutskipti sitt 'en fólk í dag.
Þó lasleiki hafi hin síðari ár gert
vart við sig hjá afa þá var hann
alltaf skýr. Afi hefur gengið í gegn-
um mikla lífsreynslu og hefur orðið
að horfa á eftir eiginkonu og fimm
börnum kveðja þennan heim. En
hann hefur uppskorið af því sem
hann sáði og eru nú niðjar hans
orðnir yfir 50 talsins.
Með örfáum orðum vil ég þakka
þér, afi minn, fyrir þær stundir sem
við áttum saman og að sýna mér
þá lífsýn sem helst er Jiægt að lesa
um í bókum í dag. Ég vil einnig
þakka þér fyrir þær gleðistundir
sem við upplifðum saman og þá
kímni sem í þér bjó.
Ég veit það, elsku afi minn, að
nú ertu kominn í góðar hendur og
nýtur samvista við ömmu og börnin
þín.
Siguijón Haraldsson
og fjölskylda.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar og
tengdamóður,
HÖLLU B. GUÐLAUGSDÓTTUR,
Hjallaseli 55,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir
góða umönnun.
Guðlaugur Stefánsson, Lilja Jóhanna Gunnarsdóttir,
Halla V. Stefánsdóttir, Höskuldur Stefánsson,
Stefanía Stefánsdóttir
og aðstandendur.
Lokað
Fyrirtæki okkar verður lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar
ÞÓRU MARTEINSDÓTTUR.
E.T. ehf,
Klettagörðum 11.
Höggvið
nærri meti
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
SIGURBJÖRN vann enn einn sigur sinn í tölti á hinum marg-
reynda Oddi frá Blönduósi.
ERLING Sigurðsson er kominn með nýjan hest, Rökkva frá Fífl-
holti, og þykja þeir til alls líklegir eftir sína fyrstu keppni saman.
HESTAR
Lokasprcttur * 9 7
Varmárbökkum,
Mosfellsbæ
LOKASPRETTUR Harðar var
haldinn á Varmárbökkum í Mos-
fellsbæ að þessu sinni þar sem
keppt var í tölti og skeiði. Þátttaka
var temmileg miðað við eins dags
mót og gekk vel að framfylgja
auglýstri dagskrá. Nú eins og und-
anfarnar helgar voru Oddhólshjónin
Sigurbjöm og Fríða á Oddi og Hirti
í efstu sætum í töltinu en Erling
Sigurðsson sem nýverið keypti
hestinn Rökkva frá Fíflholti sem
sló í gegn á íslandsbankamótinu á
Akranesi varð þriðji.
Einnig var keppt í opnum flokki
sem þó bar ekki nafn með rentu
því þeir sem höfðu náð 6,5 í ein-
kunn á skráðum hesti fengu ekki
að keppa í þeim flokki og flokkur-
inn þar af leiðandi ekki opinn. Þá
fengu aðeins þeir að keppa í meist-
araflokki sem ekki höfðu náð þess-
ari einkunn á skráðum hesti. Var
nokkur óánægja með þetta fyrir-
komulag og leiddi þetta til þess
að margir þrautreyndir knapar
voru í neðri flokknum þ.e. opna
flokknum. Má þar nefna meðal
annarra Sævar Haraldsson sem
keppti á glæsilegri hryssu Glóð frá
Hömluholti og nýbakaðan íslands-
meistara Sigurð Sigurðarson á
fimmgangsgæðingnum Prins frá
Hörgshóli. Skemmst er frá því að
segja að þessir tveir röðuðu sér í
efstu sætin Sævar í því fyrsta og
Sigurður í öðru sæti. Þess má geta
að Erling Sigurðsson var undan-
þeginn þessari 6,5-reglu, hefði með
réttu átt að vera í opna flokknum.
Styrkleikaflokkakerfið
í geijun
Þetta mót og önnur sem boðið
hafa upp á styrkleikaflokka sýna
glöggt að þörf er á fijórri umræðu
um framhaldið á styrkleikaflokka-
kerfinu, allir virðast sammála um
að halda skuli áfram með þá. Fram
hafa komið ýmis atriði sem þarf
að endurskoða í ljósi fenginnar
reynslu og er full ástæða fyrir
Hestaíþróttasambandið að halda
málþing um þessi mál í haust.
Sá gamli í góðu formi
Góðir tímar náðust í skeiðkeppni
Lokaspretts. Snarfari gamli frá
Kjalarlandi með Sigurbjörn við
stjórnvölinn hjó nærri metinu í 150
metrunum, rann skeiðið á 13,85
sekúndum aðeins 0,05 frá gildandi
meti. Þess má geta að Lúta frá
Ytra Dalsgerði og Þórður
Þorgeirsson jöfnuðu metið á
Suðurlandsmótinu á dögunum.
Ósk frá Litladal og Sigurbjörn
voru í stuði í 250 metrunum,
skeiðuðu á þeim skemmtilega tíma
22,22 sek. Viðar Halldórsson
reyndi gæðing sinn Prins frá Hvít-
árbakka í skeiðinu og sýndi að
hann hefur ekki einungis fagurt
skeiðlag því hann er skruggu fljót-
ur. Rann hann skeiðið á 22,66
sek. á sama tíma og Elvar Sig frá
Búlandi og Auðunn Kristjánsson
náðu í þriðja sætið. Þórður Þor-
geirsson og Kjarkur frá Ásmúla
höfðu nokkra yfirburði á keppi-
nautana í gæðingaskeiðinu.
Verða metin slegin í
Garðabæ?
Keppendur í yngri flokkunum
voru með prýðisgóðar sýningar í
töltinu. Hinrik Þ. Sigurðsson sigr-
aði í unglingflokki á Kolbaki og
Sylvía í barnaflokki en þar vakti
sérstaka athygli keppandi í öðru
sæti, Sigurður Pálsson á Hugi frá
Stykkishólmi, sem er góðkunnur
gæðingur í röðum Harðarfélaga
og naut klárinn sín sérlega vel hjá
Sigurði og hlutu þeir sérstaka
viðurkenningu fyrir. Lokasprettur
lukkaðist vel að þessu sinni, veðrið
slapp rétt fyrir horn, fór að rigna
eftir síðustu úrslitin þannig að 250
metra -skeiðið fór fram í kalsa
rigningu og tímarnir þar því
ótrúlega góðir. Ástæða er til að
setja út á skrána hjá Harðarfélög-
um að þessu sinni því ekki var
getið um fæðingarstað hrossanna
í mótsskrá og ber úrslitaupptaln-
ingin hér að neðan þess merki.
Keppnistímabili hestamanna lýkur
um næstu helgi með Metamóti á
Kjóavöllum í Garðabæ. Það skyldi
þó ekki fara svo að gamli jaxlinn
Snarfari endi glæsilegan ferill þar
með nýju meti í 150 metrunum?
Gæti Sigurbjörn þá lagt honum
með góðri samvisku ef það tækist.
Talandi um met í 150 metrunum
verður að minnast á Lútu, en ekki
mun hún eiga minni möguleika.
Þess ber þó að geta að hún greip
á sig í skeiðmeistarakeppninni á
Suðurlandsmótinu og óvíst hvort
hún hafi náð sér eftir það en við
sjáum hvað setur á Kjóavöllum.
Úrslit Lokaspretts urða annars
sem hér segir:
Tölt - meistarafiokkur
1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á
Oddi frá Blönduósi, 7,73/7,84
2. Fríða Steinarsdóttir, Fáki, á Hirti
frá Hjarðarhaga, 6,90/7,53
3. Erling Sigurðsson, Fáki, á
Rökkva frá Fíflholti, 6,87/7,33
4. Hugrún Jóhansdóttir, Gusti, á
Blæ frá Sigluvík, 6,80/7,03
5. Vignir Siggeirsson, Sleipni, á
Hvönn frá Torfunesi, 6,70/6,88
Tölt - opinn flokkur
1. Sævar Haraldsson, Herði, á Glóð
frá Hömluholti, 7,03/7,28
2. Sigurður Sigurðarson, Herði, á
Prins frá Hörgshóli, 6,40/6,73
3. Halldór Svansson, Gusti, á Byr,
6,63/6,63
4. Sigurður Ævarsson, Sörla, á
Þokka, 6,17/6,19
5. Sigurður Kolbeinsson, Mána, á
Ögra, 5,83/5,88
Tölt - unglingar
1. Hinrik Þ. Sigtirðsson, Sörla, á
Kolbaki, 6,65
2. Sigurður R. Sigurðsson, Fáki, á
Baldri frá Hörgshóli, 6,20
3. Þórarinn Orrason, Andvara, á
Gjafari, 5,97
4. Sigurður Halldórsson, Gusti, á
Krapa, 5,81
5. Jóna M. Ragnarsdóttir, Fáki, á
Eyrarrauð, 5,63
Tölt - börn
1. Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Fáki,
á Djákna frá Litla Dunhaga, 6,21
2. Sigurður Pálsson, Herði, á Hugi
frá Stykkishólmi, 6,16
3. Bryndís K. Sigurðardóttir,
Sörla, á Skruggu frá Hala, 5,48
4. Kristján Magnússon, Herði, á
Garra, 5,40
5. Skúli S. Vilbergsson, Mána, á
Dögun, 5,31
Gæðingaskeið
1. Þórður Þorgeirsson, Geysi, á
Kjarki frá Ásmúla, 8,58
2. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á
Snarfara frá Kjalarlandi, 8,11
3. Auðunn Kristjánsson, Fáki, á
Hvassa, 7,80
4. Viðar Halldórsson, Fáki, á Prins
frá Hvítárbakka, 7,75
5. Eiríkur Guðmundsson, Geysi, á
Asíu, 7,58
Skeið 150 metrar
1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á
Snarfara frá Kjalarlandi, 13,85
sek.
2. Þórður Þorgeirsson, Geysi, á
Áka, 14,25 sek.
3. Logi Laxdal, Geysi, á Hraða,
14,69 sek.
4. Sigurður Matthíasson, Fáki, á
Hrafnfaxa, 14,73 sek.
5. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á
Frama, 14,75 sek.
Skeið - 250 metrar
1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á
Ósk frá Litladal, 22,22 sek.
2. Viðar Halldórsson, Fáki, á Prins
frá Hvítárbakka, 22,66 sek.
3. Auðunn Kristjánsson, Fáki, á
Elvari Sig frá Búlandi, 22,66 sek.
4. Ragnar Hinriksson, Fáki, á Glað
frá Sigríðarstöðum, 22,68 sek.
5. Ragnar Hinriksson, Fáki, á
Hirti, 22,93 sek.
Valdimar Kristinsson