Morgunblaðið - 03.09.1997, Blaðsíða 51
MORGUNB LAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1997 51
imu
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16.
LOST HIG H WA. Y
H i Fliui l)
★ ★ ★ 1/2 o v
w in 11\< ii
/#) \\ II) I l\( II
mu ni 11 \i \ \
ER RAUNVERULEIKINN DRAUMUR EÐA ER DRAUMURINN KANNSKI VERULEIKI
AogQuiEnnEi
MAGNAÐ
BfÓ
JDDJ
skáta
LOKAHÁTIÐ var haldin í Húsdýragarðinura í Laugardal á sunnudag og var
ýmislegt gert til að skemmta ungum sein öldnum. Um daginn var haldin
skemmtun þar sem leikrit var sett upp, Skari skrípó töfraði og sprellaði og
ýmis önnur skemmtiatriði lífguðu upp á þessa síðustu helgi sumarins í Húsdýragarð-
inum. Um kvöldið voru skátar í Reykjavík fenguir til að halda kvöldvöku og sköpuðu
stemmningu af bestu gerð. Varðeldur var kveiktur og flugeldasýning
haldin auk þess sem gleði og söngur léttu mönnum lund til klukkan
níu um kvöldið. Á myndunum má sjá að skemmtilegt var um að litast
hjá skátunum.
Eftir lokahátiðina breytist sá tími sem Húsdýragarðurinn verður op-
inn en f vetur verður opið alla daga frá klukkan 10 til 17 en lokað á mið-
vikudögum. Leiktækin í Fjölskyldugarðinum verða sömuleiðis lokuð yfír vetrartímann.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Síðustu sýningar
Sýnd kl. 5, 7, 9 og
. i. 12.
Daniels Michael Richards
Sprenghlægileg mynd með þeim Jeff Daniels (úr Dumb and Dumber) og Michael Richards
(Kramer úr Seinfeld). Mynd um tvo tjónaða vini sem koma sér í ótrúlega klemmu eftir
ævintýralegt steggjapartý. Skelltu þér á eina bestu grínmynd sumarsins.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
LOKAHÁTÍÐ HÚSDÝRAGARÐSINS
□□
DIGITAL
DIGITAL
Sími
H
X
SKÁTAR kveiktu varðeld í Húsdýragarðinum um
síðustu helgi.
KÁTT var á hjalla þegar skátarnir hófu upp raust sína og
skemmtu viðstöddum af mikilli innlifun.
LOKAHÁTÍÐ Húsdýragarðsins heppnaðist vel og mátti
sjá bros á vörum margra.
Hildur Sverrisdóttir ræðir um forvarnastarf Jafningjafræðslu framhaldsskólanna
Morgunblaðið/Þorkell
HILDUR Sverrisdóttir vinnur gegn vímuefnaneyslu með Jafningja
fræðslu framhaldskólanna.
GRAFÍKLISTAMENNIRNIR Kjartan Páll Sveinsson, tílfur Chaka,
Andrea Helgadóttir, Trausti Skúlason, Ólafur A. Breiðfjörð og Karl
Davíðsson gerðu bakgrunninn í sviðsmynd umræðuþáttarins. Hér eru
íjögur þeirra fyrir framan verkið.
KVÖLD kl. 21.00 verður sýnd í
samtengdri dagskrá sjónvarps-
stöðvanna heimildarmyndin Fikt,
sem fjallar um ferð Jafningjafræðslu
framhaldsskólanema til Norður-
landa. Eftir á verður umræðuþáttur
um forvarnarstarfsemi í vímuefna-
eyslu hér á landi.
Ranghugmyndir
„Jafningjafræðsla framhaldsskóla-
nema er hópur ungs fólks sem hefur
það sameiginlega áhugamál að vera á
móti fíkniefnaneyslu," segir Hildur
Sverrisdóttir í samtali við Morgun-
blaðið. „Síðasta vetur fórum við í 99
heimsóknir í 26 framhaldsskóla, og
er áætlað að við höfum talað við um 6
þúsund nemendur. í sumar töluðum
við við 3 þúsund krakka í vinnuskól-
anum. Okkar forvarnai’aðferðir felast
í að vera ekki með hræðsluáróður, en
okkur finnst mikið um misskilning
meðal ungs fólks, t.d. að hass sé ekki
eiturlyf, og að það sé í lagi að taka e-
pilluna ef maður drekkur nógu mikið
vatn með. Krakkar tala um þessi efni
sín á milli og tala bai’a um það góða.
Við erum jafningjar þeirra, vinir og
kunningjar og fræðum þau um
dekkri hliðar málsins.
Við viðurkennum að það er eitt-
hvað jákvætt og spennandi við fíkni-
efni, því annars myndi ekki allur
þessi fjöldi að prófa þau. En okkur
finnst hins vegar það sem á eftir
kemur og aldi-ei er talað um ekki
þess virði að prófa einu sinni. Jafn-
ingjafræðslan er fyrsta stigs for-
vörn. Við erum aðallega í því að
segja þeim að prófa ekki, en ekki að
skipa þeim að hætta, því við erum
ekki sérfræðingar, heldur ungt fólk
sem er á móti vímuefnum."
Það er
miklu
flottara
að segja
nei
„í myndinni Fikt, sem frumsýnd
verður 1 kvöld, verður sýnt þegar
við fórum að hitta ýmsa forvarnar-
aðila, lögregluna og fyrrverandi
fíkla í Ósló og Kaupmannhöfn, til
þess að kynnast nýjum forvarnar-
leiðum. I því neyslusamfélagi sem
við lifum í er oft verið að bera okkur
saman við Norðurlöndin í hinu og
þessu, og við vildum gera það í sam-
bandi við fíkniefni og sjá hvar við
stöndum þar.
Reykheróín
Upphaflega ætluðum við að gera
þátt um reykheróín sem er orðið
mjög algengt. Þeii’ sem eru að hefja
neyslu í Noregi, byrja alveg eins að
reykja heróín eins og hass, því það
er svo ódýrt. Margir halda að það sé
ekki jafn skaðlegt og að sprauta sig,
en fólk verður alveg jafn skemmt,
það sleppur bara við sprauturnar og
forðast þannig smitsjúkdóma. Reyk-
heróín hefur orðið að tískubylgju síð-
ustu árin, sérstaklega í Kaupmanna- w
höfn. Það er reyndar mjög lítið um
það hér á íslandi. Fyrrverandi fíklar
segjast hafa haft löngun til að prófa
reykheróínið, en vitað að þeir yrðu
háðir efhinu eftir fyrsta skipti og
ekki getað treyst því að fá efnið hér
þar sem mjög erfítt sé að smygla því
til landsins.
í kvöld viljum við því varpa fram
þeirri spurningu hvort ísland sé
hólpið fyrir reykheróíninu. í þættin-
um er m.a. viðtal við konu á Islandi
sem vann fyi-ir sér með vændi til þess
að fjármagna heróínneyslu sína.“
Gagn og gaman
„Það stendur hvergi skrifað á
blaði að svo eða svo margir hafi tekið c
mai’k á okkur, en við finnum að við
erum að gera gagn. Unga fólkið sem
við tölum við er mjög fáfrótt um eit-
urlyf og hefur mjög miklai’ ranghug-
myndir um þau. Einnig leita það
mikið ráða hjá okkur, t.d. varðandi
vini sem eru komir í vond mál, þá
annað hvort á fundum eða með því
að hringja í okkur. Gagnfræðaskóla-
nemar taka sérstaklega vel á móti
okkur, eru bæði einlægir og þakklát-
ir. Okkur þykir sérstaklega vænt um
að ná til krakkanna í 10. bekk, því
þau standa á tímamótum. Þau eru að
fara í framhaldsskóla þar sem jafn-
vel má drekka á skólaböllum, og hafa
áhyggjur af því að falla ekki inn í
hópinn. Við segjum þeim að stað-
reyndin sé sú að það sé miklu flott-
ara að segja nei í dag þegar kemur
að eiturlyfjum og þau eru okkur
sammála,“ segir Hildur Sverrisdóttir
að lokum, og hvetur sem flesta til að
kveikja á sjónvarpinu í kvöld.