Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 41 RAQAUGLVSINGAR ATVIIMNU- AUGLÝSINGAR Vestmannaeyjabær Byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabærauglýsir lausttil umsóknar embætti byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúi skal vera arkitekt, byggingartæknifræðingur, byggingarverkfræðingur eða byggingarfræð- ingur. Framangreindir aðilar skulu hafa að minnsta kosti tveggja ára starfsreynslu, sem byggingarnefnd meturgilda. Byggingarfulltrúi mun jafnframt vinna að hönnunar- og skipu- lagsmálum m.a. á útisvæðum bæjarins. Hann mun einnig hafa eftirlit með húseignum í eigu Vestmannaeyjabæjar. Starfið hentar konum sem körlum. Nauðsyn- legt er að viðkomandi hafi staðgóða þekkingu á tölvuvinnslu og reynslu af byggingareftirliti. Byggingartækni- fræðingur Vestmannaeyjabær óskar að ráða sem fyrst byggingartæknifræðing við tæknideild Vest- mannaeyjabæjar. Viðkomandi mun m.a. hafa umsjón með göt- um, holræsum, landmælingum og almennu byggingareftirliti. Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi staðgóða þekkingu á landmælingum, tölvuvinnslu og reynslu af byggingareftirliti. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri, í síma 481 1088 og Ólaf- ur Ólafsson, bæjartæknifræðingur, í síma 481 1323. Umsóknarfrestur er til 21. september 1997. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, skal senda til Vestmannaeyjabæjar, Ráðhúsinu, pósthólf 60, 902 Vestmanna- eyjum. Fjárreiðudeild Reykjavíkurborgar Nýtt upplýsingakerfi Reykjavíkurborg auglýsir lausttil umsóknar starf á vegum verkefnisstjórnar um nýtt upp- lýsingakerfi hjá Reykjavíkurborg. Meginverkefnin eru: • Þarfagreining á viðskiptamanna-, lána- drottna-, eigna- og lánakerfum hjá Reykjavík- urborg. • Vinna við uppsetningu kerfanna í Agresso í samvinnu við söluaðila. • Stjórn yfirfærslu gagna úr eldri kerfum. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á viðskiptasviði eða sam- bærilegu. • Reynsla og þekking á bókhaldi og bókhalds- kerfum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. Næsti yfirmaður er formaður verkefnisstjórnar um nýtt upplýsingakerfi hjá Reykjavíkurborg, Anna Skúladóttir, fjárreiðustjóri. Umsóknum skal skilað til fjárreiðudeildar, Ráð- húsi Reykjavíkur, í síðasta lagi 26. september nk. Nánari upplýsingar veitir Anna Skúiadóttir, fjárreiðustjóri, í síma 563 2000 eða í tölvupósti annas@rvk.is Síld og fiskur Hafnarfirði Starfsfólk óskast til starfa við pökkun og merk- ingu. Einnig óskast starfsfólktil þrifa seinnipart dags. Upplýsingar veitir Sófus í síma 555 4488. Sparisjóðsstjóri - Sparisjóður Ólafsfjarðar - Leitað er að sparisjóðsstjóra fyrir Sparisjóð Ólafsfjarðar. Viðkontandi þarf að hafa metnað og vilja til þess að takast á við krefjandi starf sem meðal annars snýr að samskiptum við viðskiptavini, markaðsmálum, starfsmannastjómun og samskiptum við aðrar lánastofnanir. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á sviði viðskipta og rekstrar fyrirtækja auk reynslu á sviði fjármála og stjórnunar. í umsókn þurfa að korna fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Upplýsingar um starfíð veitir Sigurður Jónsson í síma 565-1233. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og öllurn umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir er boðið að senda inn umsókn til KPMG Endurskoðunar lif., fyrir 24. september 1997. ndurskoðun hf. Löggiltir endurskoðendur Bæjarhraun 12 Sími 565-1233 220 Hafnarfjörður Fax 565-1212 Siglingastofnun — bókhaldsumsjón Siglingastofnun íslands óskar að ráða starfs- manntil afleysinga í eittár. Starfið erfólgið í umsjón með bókhaldi og ársuppgjöri stofnun- arinnar. Leitað er að starísmanni sem hefur góða þekkingu á bókhaldi og starfsreynslu á því sviði, viðskiptafræðingi eða einstaklingi með sambærilega menntun. Áhersla er lögð á skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 560 0000. Umsóknir, ásamt upplýsing- um um menntun og fyrri störf, beristtil starfs- mannastjóra Siglingastofnunar, Vesturvör 2, 200 Kópavogur, fyrir 1. október. Siglingastofnun er stofnun i mótun, er varð til við samruna Siglinga- málastofnunar og Vita- og hafnamálastofnunar á siðasta ári. Stofnun- in veltir um 1,2 milljörðum króna á ári. Boðið er uppá góða starfsað- stöðu í skemmtilegu umhverfi. S I G 1, ■ N G A S T O F N U N í S I. A N I> S Framtíðarstarf -lans Petersen hf. Ijósmyndaradeild óskareftir sölumanni. Starfið býður upp á fjölbreytileg verkefni og samskipti við viðskiptavini. Við leitum að framsæknum og jákvæðum starfs- manni með þekkingu á hefðbundinni og staf- rænni Ijósmyndun. Meðmæli æskileg. Umsóknarfrestur er til 22. september og skal umsóknum skilað í afgreiðslu Mbl., merktar: „2191". YMISLEGT C^^e/Áá/w/arsVa/Já' tíl /eú/u 6 hús á bökkum Rangár, 2 km frá Hellu við Þykkvabæjarveg. Geymiö auglýsinguna! Nánarl upplýsingar i sima: 487 - 5165 Pantanir teknar ísíma ©487-5165 í hverju húsi er: - Rafmagn og heitt vatn - Uppbúin rúm - Sturta og handklæöi - Leirtau og allur boröbúnaöur -Aöganguraö saunahúsi Tilvalið fyrir þá sem vilja gera sér dagamun og njóta sveitasælunar. Þjðnustufulltrúl skammt frá bústöðunum. Stutt keyrsla frá höfuðborginnl. Malblk alla leið. rgu.' UPPBOÐ Uppboð Eftirtalið lausafé veröur boðið upp i Hrefnustöð A, l-Grundartanga, Brjánslæk II, Barðaströnd, Vesturbyggð, föstudaginn 26. septem- ber nk. kl. 16.00: Tvær rækjupillunarvélar af tegundinni Laitram model A, ásamt flæði- tanki og sjóðara. Greiðsla áskilin við hamarshögg. Ávisanir ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðshaldara. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 17. september 1997. Uppboð Eftirtalið lausafé verður boðið upp i Frystihúsi á Strandgötu 1, 465 Bíldudal, föstudaginn 26. september nk. kl. 14.00: Flæðilína. Greiðsla áskilin við hamarshögg. Ávisanir ekki teknar gildar nema með samþykki uppboðshaldara. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 17. september 1997. Brunavörður Laust er starf brunavarðar í Slökkviliði Hafnar- fjarðar. Umsækjendur um starfið skulu full- nægja eftirtöldum skilyrðum, sbr. reglugerð um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðs- manna nr. 195/1994: 1. Vera á aldrinum 20 — 28 ára, reglusamir og háttvísir. 2. Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd. 3. Hafa aukin ökuréttindi til að stjórna: a) Vörubifreið og b) leigubifreið. 4. Hafa iðnmenntun, sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. Upplýsingar gefur slökkviliðsstjóri á slökkvi- stöðinni v/Flatahraun, þar sem liggja frammi umsóknareyðublöð. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 29. septem- ber nk. Um kaup og kjör fer samkv. samningum STH Slökkviliðsstjóri. TIL SÖLU Bækur og rit Evrópusambandsins Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2. HÚSIVIÆOI í BOÐI Til leigu skrifstofuhæð í miðbæ Reykjavíkurertil leigu björt og góð skrifstofuhæð í gömlu steinhúsi. Hæðin, sem er lítið niður hólfuð, er u.þ.b. 134fm með sam- eign og losnar á næstu dögum. Tölvustokkur fyrir hendi. Sanngjörn leiga fyrir réttan aðila. Möguleiki á löngum leigusamningi. Upplýsingar í síma 562 2012, Ólafur, virka daga milli kl. 10.00 og 16.00. LÖGMENN SELTJARNARNESI ÓLAFUR GARÐARSSON HRL. Austurstrðnd 6 • Smu 562 2012 • Telcfax S611730
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.