Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Skammur tími
til stefnu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá skólanefnd Akra-
ness:
„Skólanefnd Akraness hélt fund
þriðjudaginn 16. september og
ræddi m.a. um launadeilu leikskóla-
kennara og grunnskólakennara við
sveitarfélögin. Af því tilefni var
eftirfarandi ályktun samþykkt:
Skólanefnd Akraness lýsir
áhyggjum sínum vegna stöðunnar
sem upp er komin í kjaraviðræðum
leik- og grunnskólakennara við
sveitarfélögin. Skólanefnd bendir á
að mjög skammur tími er til stefnu
til að ná samningum við ieikskóla-
kennara áður en til boðaðs verk-
falls kemur sem mun hafa víðtæka
röskun á högum fjölskyldna í för
með sér. Einnig óttast nefndin þær
afleiðingar sem uppsagnir stórs
hóps kennara munu hafa á skóla-
starf. Skólanefnd tekur undir sam-
þykkt bæjarráðs Akraness þar sem
lýst er fullu trausti á störf kennara
hjá Akraneskaupstað.
Skólanefnd Akraness skorar á
launanefnd sveitarfélaga að leita
allra leiða til að ná samningum við
leik- og grunnskólakennara."
BRIPS
Umsjðn Arnór G.
Ragnarsson
Sameiginleg bridskvöld hjá
Bridsfélagi Breiðfirðinga og
Bridsfélagi Breiðholts
BFB og Bf. Breiðholts hafa ákveðið
að standa sameiginlega að brids-
kvöldum veturinn 1997-98. Spilað
verður á fimmtudögum í húsnæði
Bridssambandsins, 3. hæð, Þöngla-
bakka 1. Spilamennska byrjar kl.
19.30. Keppnisstjóri verður ísak
Öm Sigurðsson.
Dagskrá vetrarins er ekki tilbúin
en næstu tvo fimmtudaga, 18. og
25. september, verða spilaðir eins-
kvölds tölvureiknaðir tvímenningar
með forgefnum spilum. Efstu pör á
hveiju kvöldi verða verðlaunuð með
rauðvíni.
Hausttvímenningur
Hreyfils
Staðan eftir 13 umferðir:
Flosi Ólafsson - Sigurður Ólafsson 415
GuðmundurMagnússon-KáriSiguijónsson 401
Birgir Kjartansson - Ámi Kristjánsson 396
ÖmFriðfínnsson-JóhannesEinksson 372
ÓliB.Gunnareson-ValdimarElíasson 368
AnnaG.Nielsen-GuðlaugurNielsen 348
Óskar Sigurðsson - Þorsteinn Berg 348
Ásgrímur Aðalsteinss. - Sveinn Aðalsteinss. 340
Skafti Bjömsson - Jón Sigtryggsson 338
SveinnKristinsson-MagniOlafsson 336
Bridsdeild Barðstrendinga og
Bridsfélag kvenna
Vetrarstarf félaganna hófst 15.
sept. sl. Spilaður var eins kvölds
Mitchell tvímenningur. 26 pör mættu.
Meðalskor 216.
Besta skor í N/S:
Ólína Kjartansd. — Dúa Ólafsd. 255
Friðrik Jónsson - Tómas Siguijónsson 252
Cecil Haraldss. - Viðar Guðmundsson 250
Besta skor í A/V:
Guðlaugur Sveinss. - Lárus Hermannss. 262
AlbertÞoreteinss.-BjömÁmason 238
HannesIngibergss.-LámsAmórsson 235
Mánudaginn 22. sept. nk. verður
aftur spilaður eins kvölds tvímenning-
ur (Mitchell). Verðlaun fyrir bestu
skor í N/S og A/V.
Mánudaginn 29. sept. nk. hefst
Aðaltvímenningur félaganna, 3-5
kvöld. Spilastjóri er ísak Óm Sigurðs-
son.
Bridsdeild félags
eldri borgara í Kópavogi
Spilaður var Mitchell-tvímenn-
ingur þriðjudaginn 9. september sl.
34 pör mættu og urðu úrslit N-S:
EysteinnEinareson-LárusHermannsson 411
IngunnBemburg-Eb'nJónsdóttír 381
VilhjálmurSigurðsson-ÞórðurJörundsson 360
JónStefánsson-MagnúsOddsson 345
A-V:
HannesAlfonsson-EinarEinareson 391
EmstBackmann-JónAndrésson 361
Halla Ólafsdóttir - Garðar Sigurðsson 354
Þórhildur Magnúsdóttir - Sigurður Pálsson 343
Meðalskor 312
Spilaður var Mitchell-tvímenn-
ingur föstudaginn 12. september
sl. 24 pör mættu, úrslit N-S:
Þórarinn Ámason - Ólafur Ingvareson 244
Rafn Krjstjánsson - Oliver Kristofereson 244
Baldur Ásgeireson - Magnús Halldóreson 243
Eysteinn Einarsson—Þoreteinn Erlingsson 235
A-V:
Róbert Sigmundsson - Sveinn K. Sveinsson 266
Cyrus Hjartareon—Fróði Pálsson 247
Ingiríður Jónsdóttir- Heiður Gestsdóttir 238
EmstBackmann-JónAndrésson 237
Meðalskor 216
ADAUGLÝSINGAR
TILBOÐ/ÚTBOÐ
Birtist vegna mistaka undir röngum haus í gær
og á sunnudag.
Ké&SZVÉLAR
Uppsteypa
og ytri frágangur
Kraftvélar ehf. óska eftirtilboöum í uppsteypu
og ytri frágang við Dalveg 6—8 í Kópavogi.
Verkið felst í uppsteypu, ísetningu hurða og
glugga, einangrun og klæðningu útveggja og
byggingu og frágangi þaks.
Helstu magntölur eru:
Mót 2.400 fm
Steypa 560 rm
Bending 48.000 kg
Klæðning útveggja 650 fm
Þakflötur 980 fm
Útboðsgögn verða afhent hjá VSÓ Ráðgjöf,
Borgartúni 20, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skila-
gjaldi.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
23. september 1997 kl. 14:00 að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
VSÓ RÁÐGJÖF
Útboð
RARIK óskar eftir tilboðum í:
RARIK 97007 Bygging aðveitustöðvarhúss
. á Fáskrúdsfirði.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofum RARIK,
Rauðarárstíg 10, Reykjavík og Þverklettum 2—
4, Egilsstöðum, frá og með föstudeginum
19. september nk. Verð fyrir hvert eintak er
kr. 5.000.
Skila þarf tilboðum á umdæmisskrifstofu
RARIK Austurlandi, Þverklettum 2—4,700
Egilsstaðir, fyrir kl. 14.00 mánudaginn 6. októ-
ber nk. Tilboðin verða þá opnuð í viðurvist
þeirra bjóðenda sem óska að vera nærstaddir.
’ Vinsamlega hafið tilboðin í lokuðu um-
slagi, merktu: RARIK-97007 Bygging að-
veitustöðvarhúss á Fáskrúðsfirði.
Ib RARIK
Rauðarárstígur 10.105 Reykjavík
Sími 560 5500 . Bréfsími 560 5600
Útboð
Fyrir hönd Húsbyggingarsjóðs Verzlunarskóla
íslands er hér með óskað eftirtilboðum í að
innrétta og ganga frá að fullu 1. áfanga
Verzlunarháskóla íslands sem er að rísa við
Ofanleiti 2 í Reykjavík.
Húsið erkjallari ogfimm hæðirauktæknirýmis
á 6. hæð. Húsið er 4.070 fm og 14.494 rúmm.
Helstu verkþættir eru einangrun, milliveggir,
innréttingar, lagnir og allur frágangur að inn-
an. Þá fylgir verkinu að fullbúa lóð með tilheyr-
andi hellulögn og malbiki.
Verkið getur hafist 15. desember 1997.
Verkinu skal að fullu lokið 15. ágúst 1998.
Sala útboðsgagna hefst mánudaginn 15. sept-
ember 1997 á skrifstofu Verelunarskóla íslands,
Ofanleiti 1,103 Reykjavík. Óendurkræft sölu-
verð útboðsgagna er kr. 10.000.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Verzlunar-
skóla íslandsfyrir kl. 16:00 fimmtudaginn
16. október 1997.
VERKFRÆÐI/TOFA
/TANLEY/
PÁL//ONAREHF
Krókhálsi 5,110 Reykjavík,
sími 577 1616, myndsendir 577 1617.
KENN5LA
Söngsmiðjan ehf. auglýsir
Nú geta allir lært að syngja
ungir sem aldnir, laglausir sem lagvísir.
Hópnámskeið:
Byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið, söng-
leikjahópur (byrjenda/framhald), barna- og
unglingahópar, einsöngsnám (kassískt og
söngleikja) og píanókennsla.
Upplýsingar og innritun í síma 568 2455.
Söngsmiðjan, Grensásvegi 12.
HÚSNÆBI DSKAST
Húsnæðisnefnd
Mosfellsbæjar
íbúðir óskast
Húsnæðisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir að
kaupa nýjar eða notaðar íbúðir í Mosfellsbæ.
Alls eru um 10 íbúðir að ræða og skal hluti
þeirra uppfylla skilyrði vegna aðgengis fatlað-
ra. íbúðirnar skulu vera 3ja, 4ja og 5 herbergja.
Stærðir og frágangur íbúðanna sé í samræmi
við hönnunarreglur Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins um félagslegar íbúðir.
Tilboð með verði, stærð og byggingarári ásamt
teikningum og lýsingu íbúðar sé skilað í Hlé-
garð fyrir kl. 14.00 eigi síðar en 22. september.
Tilboðsgögn eru til afhendingar í Hlégarði.
Húsnæðisnefnd Mosfellsbæjar.
SMAAUGLYSINGAR
YMISLEGT
Að ráða sinni eigin líðan
* Ertu viðkvæm(ur) fyrir athuga-
semdum annarra og tekur mi-
kið inn á þig?
* Færðu oft kviðahnút í mag-
ann?
* Ertu oft uppstökk(ur), pirruð
(aður), reið(ur) og næstum því
þunglynd(ur)?
* Hefurðu upplifað það að fram-
koma, hegðan og tal annars
fólks hefur breytt líðan þinni
í einni svipan?
Ef þú kannast við eitthvað af of-
angreindu, þá átt þú kannski er-
indi á námskeið hjá Sjálfefli sem
gæti hjálpað þér að takast á við
ofangreint. Efni námskeiðsins
hefur hjálpað mörgum að ná
stjórn á eigin liðan i daglegu lifi.
Á námskeiðinu verður m.a. sýnt
fram á áhrif mismunandi teg-
undar tónlistar á liðan okkar.
Námskeiðinu verður fylgt eftir
með stuðningshópum til sjálf-
styrkingar fyrir þá sem vilja.
Dags. námskeiðs: 20.—21.sept.
kl. 10:00—15:30. Kennari: Krist-
Cn Porsteinsdóttir. Verð kr.
8.000 — innifalið í verði eru veit-
ingar í hádegi báða dagana.
Nánari uppl. eru gefnar í síma
554 1107 frá kl. 14:00-16:00
virka daga. Þeim sem ekki ná í
gegn í símatíma er velkomið að
mæta án skráningar.
FELAGSLIF
I.O.O.F. 11 = 1799188 1/2 = Kk.
Landsst 5997091819 VIII GÞ
íriitið tamlilag
Fyrirbænasamkoma f kvöld
kl 20.00 í Bæjarhrauni 2,
Hafnarfirði.
Jón Þór Eyjólfsson predikar.
Beðið erfyrir þörfum einstaklinga.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Kl. 20.30 Lofgjörðarsamkoma í
umsjá Helgu Bolladóttur og
Hjalta Gunnlaugssonar.
t# J iS*
5>
RT fl i—.
iVlldlJ 3
H/illveigarstíg 1 • sími 561 4330
Dagsferð
Sunnudaginn 21. sept. Reykja-
vegurinn 10, áfangi. Gengið
frá Stóru-Sandvík að Reykjanes-
vita. Brottför frá BSÍ kl. 10.30.
Verð er kr. 1.000.
Helgarferðir
26. -28. sept. Básar — haustlita-
ferð. Hin árlega haustlitaferð Úti-
vistar. Gönguferðir, varðeldur og
fagrir haustlitir í einstakri náttúru.
27. -28. sept. Fimmvörðuháls.
Gengið yfir Fimmvörðuháls á
tveimur dögum. Gist i Fimm-
vörðuskála.
Heimasíða: centrum.is/utivist
FERÐAFELAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Fjölbreyttar haustferðir
Laugard. 20. sept. kl. 8.00.
Fljótshlíð — Einhyrningur/
Markarfljótsgljúfur.
Dagsferð.
1. 19.—21. sept. Haustlita- og
fræðsluferð í Skaftafell og
Núpsstaðarskóga.
Gist í Freysnesi. Samvinna við
Skógræktarféiagið.
2. 20.—21. sept. Emstrur —
Almenningur — Þórsmörk.
Gengin síðasti áfangi „Laugaveg-
arins". Falleg leið. Gist í Skag-
fjörðsskála.
3. 20.—21. sept. Þórsmörk,
haustlitaferð. Gönguferðir. Gist
í Skagfjörðsskála. Tilvalin fjöl-
skylduferð. Upplýsingar og far-
miðar á skrifstofu, Mörkinni 6.
—.—
a
Q. # 0.
Eitt blað fyrir alla!
-kjarni málsins!