Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 46
. 46 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavik • Simi 5691100 • Símbréf 569 1329 EFþlÐ ER. E!T rtil/AÐ tiÆSM SlNfi EA,U/IÐO/Wp Þ'AEKX/ FÉLA6A) rr< _____ Grettir Smáfólk Ég hélt að þú ætlaðir að vinna Laufin eru ennþá Rakaðu þau af! þér inn svolitla peninga með á trjánum. þvi að raka saman laufi. Þankabrot í tilefni aldarafmælis Einars Sigurðssonar, Fáskrúðsfirði Frá Einari Þór Þorsteinssyni: HINN 29. júlí sl. var þess minnst í frétt í Morgunblaðinu, að á þessu ári er ein öld frá fæðingu Einars Sigurðssonar, skipasmíðameistara á Fáskrúðsfírði. Ég sem þetta rita átti því láni að fagna að kynnast Einari. Ég man vel ýmsar heimsóknir hans suður að Löndum í Stöðvarfirði, en þaðan var Þórhildur kona hans. Mér fannst alltaf hátíð þegar hann kom. Eitt sinn um haust kom hann til þess að leiða rafmagn í bæinn frá vindrafstöð. Það var reyndar ekki hans sérfag, að fást við raf- magn, en allt lék í höndum hans sem hann vann að. Ég man að ég beið í ofvæni eftir að ljós kæmi á fyrstu peruna. Ég starði á peruna og allt í einu kviknaði ljós á henni. Það lýsti um herbergið og út í kvöldmyrkrið. En eins og Einar lagði strengi að svona ljósi kveiki hann mörg ljósin í samfélagi sínu, ekki aðeins með verkum sínum, heldur einnig með framkomu sinni við aðra, sem heiðursmaður. Eins og áðurnefnd frétt í Morg- unblaðinu ber með sér, var hinn 26. júlí sl. afhjúpaður minnisvarði um Einar í skrúðgarði kaupstaðar- ins á Fáskrúðsfirði. Dóttir hans, Guðrún, húsfreyja á Fáskrúðsfirði, bauð mér að flytja þar ávarp, sem ég og gerði á ákveðnum stað í dagskránni. Þar á eftir afhjúpaði svo alnafni Einars minnisvarðann, sonarsonur hans, Einar Sigurðsson, sem er ungur námsmaður í Reykja- vík. Áðurnefnd frétt í Morgunblað- inu, þetta varðandi, er því ekki rétt. Kona Einars, Þórhildur, lést árið 1940. Til minningar um hana af- henti Einar formanni bindindis- og skógræktarfélagsins Nýgræðings á Stöðvarfirði, Arnleifí V. Þórðarsyni, 2.000 krónur. Það átti sér stað á gamlársdag 1943. Minningargjöf- inni skyldi varið til skógræktar á Stöðvarfirði. Fyrir þessa gjöf Einars var meðal annars keypt land fyrir utan kauptúnið á Stöðvarfirði, einn- ig girðingarefni umhverfis landið og dálítið af ttjáplöntum, sem voru gróðursettar í skógarreitinn. Þetta var gert á árunum 1944-1945. Má því segja, að upphaf skógar- reitsins utan við kauptúnið á Stöðv- arfirði, með þeim skógi sem þar er í dag, sé að þakka fyrmefndri minningargjöf Einars Sigurðsson- ar. Það er vissulega þakkarefni að hafa kynnst manni eins og Einari, sem smíðaði báta og hús og lagði ljós í hús og var þar að auki sann- ur mannræktarmaður í sínu lífi. Mættum við íslendingar ávallt eiga sem flesta slíka menn. EINAR ÞÓR ÞORSTEINSSON, Eiðum, 701 Egilsstöðum. Er límið í þjóðfélag- inu að bila? Frá Þóri N. Kjartanssyni: JÓNAS Kristjánsson, ritstjóri, skrifar leiðara í Dagblaðið þann 13. september þar sem gert er að um- ræðuefni gegndarlausar kröfur til verkafólks um síaukna framleiðni í fískvinnslu og auðvitað gildir það sama um aðrar framleiðslugreinar. Jónas fjallar um þetta eins og hon- um er einum lagið í áhrifamiklum og hnitmiðuðum texta og margt er þar rétt að mínum dómi. Höfundi þessarar greinar fínnst þó ekki trú- verðugt að atvinnurekendur láti svona af einskærri mannvonsku og gróðafíkn eða að þeir vilji endilega taka sig eftir einhveijum nýjum sið- um sem viðgangast í bandarísku viðskiptalífi. Ef dýpra er kafað í þetta hljóta flestir að muna að þessi sami ritstjóri hefur verið manna ólatastur að beijast fyrir fijálsum innflutningi á öllum sköpuðum hlut- um til þess að lækka vöruverðið svo að blessaður neytandinn geti keypt meira fyrir þessar fáu krónur sem hann fær í launaumslaginu. Það er sjaldnar talað um það að þessi sami neytandi er um leið að grafa undan eigin atvinnumöguleik- um og verðmætasköpun í þjóðfélag- inu. Þarna erum við að ég held að nálgast hina raunverulegu ástæðu fyrir hinum síauknu kröfum og lágu launum sem fólkið í framleiðslunni stendur frammi fyrir. Það er ánægjulegt ef jafn áhrifamikill maður og Jónas Kristjánsson er farinn að átta sig á því að það er ekki réttlátt að verkafólk á Islandi þurfi að standa í beinni og óheftri samkeppni við þrælana í verksmiðj- unum austur í Asíu. Það er aftur á móti sjálfsagt og eðlilegt að keppa á jafnréttisgrundvelli við þær þjóðir sem næst okkur eru og búa við svipuð skilyrði og við. En kannski finnst einhveijum kratahagfræð- ingum það réttlætanlegt að einn íslenskur iðnverkamaður þurfi að standast 30-40 asíuþrælum snúning enda ekki miklar líkur á að ritstjór- ar og hagfræðingar þurfí að sanna samkeppnishæfni sína við kollegana í hinum vestræna heimi hvað þá í Austurlöndum. Nei, nei, við skulum bara hætta að púla í verksmiðjum og físk- vinnslu og láta útlendingana um það. Hversvegna að hafa áhyggjur af nokkrum milljörðum í viðskipta- halla þegar hægt er til dæmis að skapa ný, spennandi og þjóðhags- lega hagkvæm störf við blaða- og tímaritaútgáfu, eða þó ekki væri annað en að lesa klámsögur inn á símatorgið. ÞÓRIR N. KJARTANSSON, framkvæmdastjóri Víkurpijóns í Vík í Mýrdal. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.