Morgunblaðið - 18.09.1997, Page 46
. 46 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavik • Simi 5691100 • Símbréf 569 1329
EFþlÐ ER. E!T rtil/AÐ tiÆSM SlNfi
EA,U/IÐO/Wp Þ'AEKX/ FÉLA6A)
rr<
_____
Grettir
Smáfólk
Ég hélt að þú ætlaðir að vinna Laufin eru ennþá Rakaðu þau af!
þér inn svolitla peninga með á trjánum.
þvi að raka saman laufi.
Þankabrot
í tilefni aldarafmælis Einars
Sigurðssonar, Fáskrúðsfirði
Frá Einari Þór Þorsteinssyni:
HINN 29. júlí sl. var þess minnst
í frétt í Morgunblaðinu, að á þessu
ári er ein öld frá fæðingu Einars
Sigurðssonar, skipasmíðameistara
á Fáskrúðsfírði.
Ég sem þetta rita átti því láni
að fagna að kynnast Einari. Ég
man vel ýmsar heimsóknir hans
suður að Löndum í Stöðvarfirði, en
þaðan var Þórhildur kona hans.
Mér fannst alltaf hátíð þegar hann
kom. Eitt sinn um haust kom hann
til þess að leiða rafmagn í bæinn
frá vindrafstöð. Það var reyndar
ekki hans sérfag, að fást við raf-
magn, en allt lék í höndum hans
sem hann vann að. Ég man að ég
beið í ofvæni eftir að ljós kæmi á
fyrstu peruna. Ég starði á peruna
og allt í einu kviknaði ljós á henni.
Það lýsti um herbergið og út í
kvöldmyrkrið. En eins og Einar
lagði strengi að svona ljósi kveiki
hann mörg ljósin í samfélagi sínu,
ekki aðeins með verkum sínum,
heldur einnig með framkomu sinni
við aðra, sem heiðursmaður.
Eins og áðurnefnd frétt í Morg-
unblaðinu ber með sér, var hinn
26. júlí sl. afhjúpaður minnisvarði
um Einar í skrúðgarði kaupstaðar-
ins á Fáskrúðsfirði. Dóttir hans,
Guðrún, húsfreyja á Fáskrúðsfirði,
bauð mér að flytja þar ávarp, sem
ég og gerði á ákveðnum stað í
dagskránni. Þar á eftir afhjúpaði
svo alnafni Einars minnisvarðann,
sonarsonur hans, Einar Sigurðsson,
sem er ungur námsmaður í Reykja-
vík. Áðurnefnd frétt í Morgunblað-
inu, þetta varðandi, er því ekki rétt.
Kona Einars, Þórhildur, lést árið
1940. Til minningar um hana af-
henti Einar formanni bindindis- og
skógræktarfélagsins Nýgræðings á
Stöðvarfirði, Arnleifí V. Þórðarsyni,
2.000 krónur. Það átti sér stað á
gamlársdag 1943. Minningargjöf-
inni skyldi varið til skógræktar á
Stöðvarfirði. Fyrir þessa gjöf Einars
var meðal annars keypt land fyrir
utan kauptúnið á Stöðvarfirði, einn-
ig girðingarefni umhverfis landið
og dálítið af ttjáplöntum, sem voru
gróðursettar í skógarreitinn. Þetta
var gert á árunum 1944-1945.
Má því segja, að upphaf skógar-
reitsins utan við kauptúnið á Stöðv-
arfirði, með þeim skógi sem þar er
í dag, sé að þakka fyrmefndri
minningargjöf Einars Sigurðsson-
ar.
Það er vissulega þakkarefni að
hafa kynnst manni eins og Einari,
sem smíðaði báta og hús og lagði
ljós í hús og var þar að auki sann-
ur mannræktarmaður í sínu lífi.
Mættum við íslendingar ávallt
eiga sem flesta slíka menn.
EINAR ÞÓR ÞORSTEINSSON,
Eiðum, 701 Egilsstöðum.
Er límið í þjóðfélag-
inu að bila?
Frá Þóri N. Kjartanssyni:
JÓNAS Kristjánsson, ritstjóri,
skrifar leiðara í Dagblaðið þann 13.
september þar sem gert er að um-
ræðuefni gegndarlausar kröfur til
verkafólks um síaukna framleiðni í
fískvinnslu og auðvitað gildir það
sama um aðrar framleiðslugreinar.
Jónas fjallar um þetta eins og hon-
um er einum lagið í áhrifamiklum
og hnitmiðuðum texta og margt er
þar rétt að mínum dómi. Höfundi
þessarar greinar fínnst þó ekki trú-
verðugt að atvinnurekendur láti
svona af einskærri mannvonsku og
gróðafíkn eða að þeir vilji endilega
taka sig eftir einhveijum nýjum sið-
um sem viðgangast í bandarísku
viðskiptalífi. Ef dýpra er kafað í
þetta hljóta flestir að muna að þessi
sami ritstjóri hefur verið manna
ólatastur að beijast fyrir fijálsum
innflutningi á öllum sköpuðum hlut-
um til þess að lækka vöruverðið svo
að blessaður neytandinn geti keypt
meira fyrir þessar fáu krónur sem
hann fær í launaumslaginu.
Það er sjaldnar talað um það að
þessi sami neytandi er um leið að
grafa undan eigin atvinnumöguleik-
um og verðmætasköpun í þjóðfélag-
inu. Þarna erum við að ég held að
nálgast hina raunverulegu ástæðu
fyrir hinum síauknu kröfum og lágu
launum sem fólkið í framleiðslunni
stendur frammi fyrir. Það er
ánægjulegt ef jafn áhrifamikill
maður og Jónas Kristjánsson er
farinn að átta sig á því að það er
ekki réttlátt að verkafólk á Islandi
þurfi að standa í beinni og óheftri
samkeppni við þrælana í verksmiðj-
unum austur í Asíu. Það er aftur á
móti sjálfsagt og eðlilegt að keppa
á jafnréttisgrundvelli við þær þjóðir
sem næst okkur eru og búa við
svipuð skilyrði og við. En kannski
finnst einhveijum kratahagfræð-
ingum það réttlætanlegt að einn
íslenskur iðnverkamaður þurfi að
standast 30-40 asíuþrælum snúning
enda ekki miklar líkur á að ritstjór-
ar og hagfræðingar þurfí að sanna
samkeppnishæfni sína við kollegana
í hinum vestræna heimi hvað þá í
Austurlöndum.
Nei, nei, við skulum bara hætta
að púla í verksmiðjum og físk-
vinnslu og láta útlendingana um
það. Hversvegna að hafa áhyggjur
af nokkrum milljörðum í viðskipta-
halla þegar hægt er til dæmis að
skapa ný, spennandi og þjóðhags-
lega hagkvæm störf við blaða- og
tímaritaútgáfu, eða þó ekki væri
annað en að lesa klámsögur inn á
símatorgið.
ÞÓRIR N. KJARTANSSON,
framkvæmdastjóri Víkurpijóns í Vík
í Mýrdal.
Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.