Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 11 Álit prófessora í læknadeild Háskóla íslands á skýrslu um sameiningu sjúkrahúsa Öflugt háskólasjúkra- hús gúður kostur _____Sameining Landspítalans og_ Sjúkrahúss Reykjavíkur og fjögurra annarra sjúkrahúsa þykir góður kostur í svokallaðri VSÓ-skýrslu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. I framtíðarsýn skýrslunnar er í framhaldi sameiningarinnar boðað eitt og fullkomið háskólasjúkrahús á íslandi. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við prófessora við læknadeild Háskóla -j Islands um þessa framtíðarsýn og fleira úr umræddri skýrslu. I SKIPULAGSATHUGUN sjúkrahúsanna í Reykjavík og nágrenni sem heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti lét VSO ráðgjöf gera í samvinnu við Ernst & Young kemur fram sú framtíðarsýn að á íslandi verði, eftir samein- ingu Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur ásamt fjórum smærri sjúkrahúsum í nágrenni Reykjavíkur, komið á fót öflugu háskólasjúkra- húsi. Ýmsir læknar létu í samtölum við Morg- unblaðið fyrir skömmu í ljós þá skoðun að fyrir kennslu í læknadeild væri allvel séð með því skipulagi sem nú ríkir, en kennslan fer fram á Landspítala, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og fleiri stofnunum. Þeir prófessorar við lækna- deild sem Morgunblaðið leitaði álits hjá, segja hins vegar að eitt öflugt háskólasjúkrahús virð- ist betri kostur en sú skipan sem nú ríkir, en eru sammála um að því takmarki verði ekki náð nema að kosta til þess talsverðu fé. Þeir telja að slíkt framtíðar háskólasjúkra- hús sé ekki síst góður kostur út frá faglegum forsendum og eru þeirrar skoðunar að stefna beri að þessu markmiði eða auka sem mest samvinnu og samhæfingu sjúkrahúsanna. Sjálfa skýrsluna telja þeir þó í mörgum atriðum gallaða. Þórður Harðarson Framtíðar- sýnin góð, sparnaður tálsýn AÐ SÖGN Þórðar Harðarsonar prófessors og yfírlæknis á lyflækn- ingadeild Landspítalans hefur skýrslan, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið lét gera og kölluð er manna á meðal VSÓ- skýrslan, verið talsvert rædd meðal kennara í læknadeild Háskóla ís- lands. „Ég held að óhætt sé að segja að flestir fagna framtíðarsýninni sem kemur fram í skýrslunni," sagði Þórður. „Þar er gert ráð fyr- ir einu öflugu háskólasjúkrahúsi sem hafi aðstöðu á tveimur stóru sjúkrahúsunum en nái að einhveiju leyti til hinna fjögurra smærri sem ætlunin er að sameina. í þessu hlýtur að felast það að ætlunin sé að efla háskólastarfið sem einkum er fólgið í kennslu og rannsóknum. Það er auðveldara að samhæfa kennslustarfið og rannsóknarstarf- ið með nánara samstarfi eða sam- einingu. Það er þó ekki þar með sagt að illa sé staðið að kennsl- unni núna en ég tel samt sem áður að á þessu sviði sé um nokkur sóknarfæri að ræða. Það hlýtur að felast í skýrslunni líka að ætlunin sé að efla rann- sóknarstarf einnig. Nú þegar er fyrir hendi talsvert öflugt rann- sóknarstarf, sérstaklega á Land- spítalanum og einnig á nokkrum sviðum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þær rannsóknir sem unnið hefur verið að undanfarin ár hafa verið mikilvægar en takmarkast mjög af fjármunum, verkefnin hafa haft í för með sér fremur lítinn kostnað yfirleitt vegna þess að íslenskir rannsóknarsjóðir eru veikburða, það er helst nú á allra síðasta ári að menn hafa getað sótt með krafti inn í Evrópusamstarfið. Ef skýrslu- höfundar eru að leggja til að auk- in fjárframlög komi til rannsókna í læknisfræði á sjúkrahúsunum, þá hljótum við að fagna því. Þriðja höfuðstoð háskólasjúkra- hússins er þjónusta við sjúklinga. Það mætti ætla að unnt væri með aukinni samhæfingu í starfi sjúkrahúsanna að fá fram meiri verkaskiptingu og meiri samhæf- ingu sem leiddi til betri þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra. í heild er sú framtíðarsýn sem birtist í skýrslunni mér að skapi.“ Sparnaður byggður á sandi Þórður sagðist á hinn bóginn hafa ýmislegt við skýrsluna að athuga, eins og flestir sem um hana hefðu fjallað. „Það sem ég hef einkum við vinnubrögð skýrsluhöfunda að at- huga er þrennt. í fyrsta lagi er sú niðurstaða að unnt sé að spara 520 störf á sjúkrahúsunum byggð á sandi. Hún grundvallast á útreikn- ingum á aflcöstum sem eru ónot- hæfir vegna þess t.d. að allar út- skriftir sjúklingar eru lagðar að jöfnu sem grunneining. Það gefur augaleið að þjónusta við sjúkling sem þarf á hjartaskurðaðgerð að halda er mjög frábrugðin þjónustu við sjúkling sem þarf á hálskirtla- töku að halda. í skýrslunni er þetta hins vegar nánast lagt að jöfnu. í öðru lagi tel ég óhugsandi að hafa bráðamóttöku sjúkrahúsanna á einum stað, við á Landspítalanum höfum 50 ára reynslu af að hafa ekki bráðamóttöku og það er hjól- far sem við vildum ekki fara aftur ofan í. Það er óframkvæmanlegt að staðsetja alla bráðamóttöku og bráðaþjónustu á öðrum hvorum spítalanna. Hvorugt sjúkrahúsið hefur bolmagn til þess. í þriðja lagi kemur ekki fram að því fylgi neinn kostnaður eða aðgerðir að koma á öflugu háskóla- sjúkrahúsi og það er auðvitað mjög villandi. Það myndi vera dýrt að koma á öflugu háskólasjúkrahúsi, til þess þyrftu að koma aukin fram- Þórður Einar Jónas Harðarson Stefánsson Magnússon lög til kennslu og rannsókna og vafalaust byggingaframkvæmdir ef háskólasjúkrahúsið á að verða meira ein orðin tóm. Ég held að röksemdir fyrir sameiningu sjúkra- húsanna séu fyrst og fremst fag- legar en það sé tálsýn að af því muni hljótast mikill fjárhagslegur sparnaður." Einar Stefánsson Skýrslan mótar rétta megin- stefnu „ÍSLENSKU spítalarnir eru minni en háskólaspítalar í öðrum löndum. í nágrannalöndum okkar leggja menn mikla áherslu á að skipu- leggja og efla þessar stofnanir, t.d. í Þrándheimi, þar sem er háskóla- spítali sem þjónar 250 þúsund manns, svo og í Ósló og Kaup- mannahöfn. Þar skilja menn nauð- syn öflugs háskólasjúkrahúss sem er grundvöllur heilbrigðisþjónustu hvers lands og endurnýjar í sífellu þann þekkingargrunn sem öll heil- brigðisþjónusta byggist á,“ sagði Einar Stefánsson prófessor og for- seti læknadeildar. „Einstakar starfseiningar spítal- anna hér þurfa að stækka og eflast til þess að geta sinnt hlutverki sínu í þjónustu, öflun og miðlun þekking- ar. Stærri einingar leyfa meiri sér- hæfingu. Þetta er að mörgu leyti sambærilegt við sjávarútvegsfyrir- tækin sem hafa verið að samein- ast, bæði til þess að styrkja fyrir- tækin almennt og leyfa sérhæfðan og samfelldan rekstur einstakra eininga, t.d. að setja upp heilstæða rekstrareiningu í karfa, aðra í upp- sjávarfískum o.s.frv. Sameining hefur farið fram í öldrunarþjónustu sem hefur verið búin aðstaða að mestu leyti á Landakoti. Þar áætla menn að spara í rekstrarkostnaði 150 millj. kr. á ári. Þess utan hafa þeir aukið sérhæfingu t.d. komið á nýrri deild fyrir heilabilaða einstakl- inga og móttöku fýrir slíka sjúkl- inga. Aður urðu allir læknar og hjúkrunarfræðingar að vera „allir í öllu“, en núna er möguleg sérhæf- ing sem bætir þjónustu og eflir þróun, gerir þeim til að mynda bet- ur mögulegt að fylgjast með hvað er að gerast á tilteknu sviði, t.d. í heilabilun. Þeir gátu líka sameinast um eitt bókasafn í stað tveggja, og eru fræðslu- og þróunarmiðstöð fyrir öldrunarþjónustu á landinu en fýrir sameiningu hafði hvorug ein- ingin burði til að standa undir slíkri sérhæfíngu, heldur urðu þær að dreifa kröftunum. Tvískipt þjónusta veikir báðar einingarnar, ekki er hægt að skapa þá sérhæfingu sem eðlileg er talin í nágrannalöndum. Gæði þjónustu, þróun, rannsóknir og kennsla verða veikari en ella. Flutningur sjúklinga milli spítala eftir vakt- dögum er óhagkvæmur og stund- um hættulegur. Möguleikar á skipulögðum viðbragðshópum, t.d. stórslysateymi, heilabóðfallsteymi o.fl. verða minni en ella.“ Meginstefnan rétt Einar sagðist líta svo á að áfangaskýrsla VSÓ mótaði rétta meginstefnu, þá að stefna að því að koma á fullkomnum háskólasp- ítala á íslandi. „Um leið ættu menn að gera sér grein fyrir að mark- mið slíkrar stofnunar er fyrst og fremst að efla og viðhalda gæðum heilbrigðisþjónustu og skapa henni þann þekkingargrundvöll sem hún þarf á hveijum tíma. Hugmyndir um háskólaspítala má hins vegar ekki nota sem skálkaskjól fyrir enn frekari niðurskurði á fjárframlög- um til heilbrigðismála.“ Jónas Magnússon Sameining ólíkleg en faglega nauðsynleg „AÐ MÍNU mati er sameining sjúkrahúsanna og háskólasjúkra- hús tvær spurningar. Ég hlýt að fagna hugmyndum um eflingu háskólasjúkrahúss en háskólinn hefur átt undir högg að sækja og menntamál yfirleitt, þannig að mér finnst jákvætt að efla háskólann," sagði Jónas Magnússon, prófessor Skurðdeildar Landspítalans. „Sameining spítalanna er nátt- úrlega jákvæð ef þjónustan batn- ar. En mun hún gera það? Ég er a.m.k. viss um að hægt er að bæta þjónustuna í þeim greinum sem eru undir minni stjórn, það er skurðlækningar í víðum skiln- ingi. Ég held að deildirnar yrðu stærri og hver deild fengi fleiri tækifæri til að spreyta sig á sér- hæfðum verkefnum. Að undanförnu hefur þróunin orðið þannig í skurðlækningum að verkefnin verða æ sérhæfðari og hver læknir er með mjög þröngt sérsvið - en þannig batnar þjón- ustan við sjúklingana. Nú er svo komið að við eigum í erfiðleikum með vaktir og mönnun í sérgrein- um nema að stóru spítalarnir leggi saman. Það kemur fram í skýrsl- unni og vitnað er í því sambandi til Kvinnsland Report, að því fleiri verkefni sem sérhver deild fær, því líklegra er að verkin verði vel af ' hendi leyst. Þetta má kalla „golf- sjónarmiðið“, þ.e. þeir sem spila mest golf eru bestir í greininni. í mínum huga og mínum fögum virðist nánast nauðsyn á faglegri sameiningu til þess að bjóða fólki upp á bestu þjónustu. Ekki má gleyma því að allt snýst þetta um að veita sjúklingum sem besta fag- lega þjónustu. Og hinn eini sanni sparnaður er að gera hvern hlut vel, ekki ódýrt. Allar rannsóknir á íslandi í greinum sem eru bútaðar niður í litlar þjónustueiningar verða hvorki fugl né fiskur, betra er að hafa alla þjónustueininguna undir einni stjóm. Hópur fagfólks- ins verður að vera sameinaður um þjónustuna. Ef sameina á Landspítalann og Sjúkrahús Reykjavíkur, sem ekki virðist líklegt miðað við undirtektir lækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, gerist það ekki nema byggður verði nýr spítali sem hýsir þessa starf- semi alla, það er dýrt en verður að gera og ákvörðunin þarf að liggja fyrir sem fyrst.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.