Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER1997 21 ísraelskir landnemar í Austur-Jerúsalem hvika hvergi Flokksþing kínverskra kommúnista Málamiðlun Israelsstjóm- ar hafnað Jerúsalem. Reuter. STJÓRNVÖLD í ísrael lögðu í gær fram málamiðlun- artillögu í framhaldi af því að fjórar ísraelskar land- nemafjölskyldur settust að í tveim húsum í hverfi Palestínumanna í Austur-Jerúsalem á sunnudags- kvöld. Bæði palestínskir ráðamenn og landnemamir höfnuðu tillögunni umsvifalaust. Moshe Peled, aðstoðarmenntamálaráðherra ísraels, gerði grein fyrir tillögunni, og sagði að samkvæmt henni hefði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, sæst á lögmæti hústökunnar og rétt gyðinga til að setjast að í austurhluta Jerúsalem. Fjölskyldurnar fjór- ar myndu hins vegar hverfa á brott úr húsunum en 10 ungir menn yrðu þar áfram við Bibiíurannsóknir og sjá um viðhald húsanna. Þegar viðgerðum á þeim yrði lokið myndu fjölskyldurnar flytja þangað inn aftur. Hústakan sögð brot á f riðarsamningum Ahmed Tibi, ráðgjafi Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínumanna, brást ókvæða við til- lögunum og sagði að allir landnemarnir yrðu að verða á brott úr húsunum. Arafat sagði að hústakan væri brot á þeim samningum sem hann hefði gert við ísra- ela, og að vonandi myndi þessi vandi leysast fljótt því ella mætti búast við „mjög neikvæðum viðbrögð- um.“ ísraelar hertóku austurhluta Jerúsalem í sexdaga- stríðinu 1967 og segja borgina alla og óskipta vera eilífa höfuðborg ríkis síns. Palestínumenn ætla austur- hlutanum að verða höfuðstaður sjálfstæðs ríkis síns. Fyrir réttu ári leyfði Netanyahu að opnun fornra ganga nærri stað, sem múslímar álíta helgan, í austur- hlutanum og í kjölfarið fylgdu óeirðir sem kostuðu 61 Palestínumann og 15 Israela lífið. Reuter BANDARÍSKI auðjöfurinn Irving Moscowitz, umkringdur eigin lífvarðasveit, yfirgefur um- deild hús í hverfi Palestínumanna í Austur- Jerúsalem í gær. Landnemarnir, sem settust að í húsunum tveim á sunnudag, sögðu í gær að málamiðlunartillaga stjórn- valda væri óásættanleg, og létu engan bilbug á sér finna. Bandaríski milljónamæringurinn Irving Moscowitz, sem segist hafa keypt húsin og leigt fjölskyldunum þau með löglegum hætti, ræddi við fólkið í um hálfa klukkustund í gær, en hvarf á braut án þess að ræða við fréttamenn. Hann sendi hæstarétti Israels beiðni um að gefin yrði út tímabundin tilskipun sem mein- aði Netanyahu forsætisráðherra að láta fjarlægja fjöl- skyldurnar með valdi. Dómstóllinn tekur beiðnina fyrir í dag. Hægri hönd Jiangs Zemins hækkuð í tign innan flokksins Peking. Reuter. FLOKKSÞINGI kínverska komm- únistaflokksins lýkur í dag. Á með- al þeirra mála sem afgreidd verða áður en þinginu lýkur eru kosning- ar til mið- og framkvæmdastjórnar flokksins. Búist er við að Zeng Qinghong, einn helsti aðstoðarmað- ur Jiang Zemins, verði hækkaður í tign innan miðstjórnarinnar. í fram- kvæmdastjórninni sitja sjö valda- mestu menn fjölmennasta ríkis heims, en búist er við að nýr borgar- stjóri Peking, Jia Qinglin, Zhang Wannian og Chi Hoatian hershöfð- ingi nái kjöri til setu í henni. Þingið samþykkti frambjóðenda- lista til miðstjórnarinnar í gær, auk frambjóðendalista til nefndar um rannsóknir á agabrotum. í mið- stjórninni sitja 189 fulltrúar auk 130 varafulltrúa sem taka sæti þeirra í forföllum og eru frambjóð- endur mun fleiri en sætin sem þeir beijast um. Ekki var gefið upp hvernig kosningarnar færu fram en á síðasta flokksþingi var um leynilegar kosningar að ræða. Á meðal þeirra sem búist er við að verði að víkja úr framkvæmda- stjórninni eru Liu Huaqing hers- höfðingi og Qiao Shi forseti kín- verska þingsins en báðir hafa þeir gagnrýnt Jiang Zemin, forseta og leiðtoga kínverska kommúnista- flokksins. Getum hefur hins vegar verið að því leitt að Qiao Shi muni taka við forsætisráðherraembætt- inu af Li Peng á næsta ári, en Li Peng verður samkvæmt lögum að segja af sér eftir tvö fímm ára kjör- tímabil. Kenningar Dengs Xiaopings lögfestar Á dagskrá lokafundarins í dag er einnig árétting ræðu sem Jiang Zemin hélt við opnun þingsins fyrir viku. í ræðunni upphóf hann Deng Xiaoping, fyrrum leiðtoga Kína, og kenningar hans sem m.a. miðuðu að því að draga úr miðstýringu og koma á efnahagslegum endurbót- um. Að loknum umræðum um ræðu Jiangs Zemins verður gengið til kosninga um stjórnlagabreytingu sem miðar að því að gera kenning- ar Deng Xiaopings að kennisetning- um flokksins og þar með jafngildar kenningum Mao Zedong. Þessi breyting mun síðan auðvelda Jiang Zemin að réttlæta eigin efnahags- umbætur. Á þinginu vakti athygli í gær, að Raidi, forseti Tíbetþings, sem er hollt stjómvöldum í Peking, hældi þeim árangri sem náðst hefði í baráttunni gegn aðskilnaðarsinn- um í Tíbet, og sagði kínversk stjórn- völd tilbúin til viðræðna við hinn útlæga trúarleiðtoga Tíbetmanna, Dalai Lama, með því skilyrði að hann afsalaði sér fyrst öllu tilkalli til veraldlegra valda. Hægri mótor missti afl FRUMATHUGUN á flugrita norsku Super Puma þyrlunnar sem fórst í byijun síðustu viku hefur leitt í ljós að annar tveggja mótora þyrlunnar hafi orðið afl- vana 12 sekúndum áður en upp- tökur flugritans stöðvuðust. Að sögn norska blaðsins Aftenposten var það hægri mótor þyrlunnar sem missti skyndilega afl. Fram kemur, að í tilkynningu frá flugslysarannsóknarnefnd- inni segi, að ekki sé hægt á grundvelli frumskoðunar á upp- lýsingum á flugritanum að stað- hæfa nokkuð um orsakir hreyfil- bilunarinnar. Stöðvaðu tímann næstu arin með því að nota CELLULAR DEFENSE SHIELD Kynning í dag og á morgun, föstudag. 10% kynningarafsláttur og fallegur kaupauki. H Y G E A <t n y r t i v ö r u í’ e rj l u n Laugavegi Húð þín endurheimtir æskuljómann á ný - (oökk sé stórkostlegri virkni CELLULAR DEFENSE SHIELD frá laprairie SWITZERLAND heimsboxi ^imavöiiuiWi^Pyraunnar teikhús Og smvýeikir i séröo^,- • Borg sem bragd er að ■ Afargt að sjá í*st allt' Wnímlega það _. ,’rS?emmtíie^rsfeoðunarietðtt 31.410 kr Hafið sainband við söluskrifstofur Fluglciða, umboðsmeun, fcrðaskrifstofumar cða símsöludcild Fluglciða í síma 50 50 100 (svaraö m«ínud. - föstud. ki. 8 -19 og á laugard. kl. 8 -16.) Vcfur Flugleiða á Intemetinu: www.icclandair.is Nctfang fyrir almcnnar uppiýsingar: info@icelandair.is Tnnifalið: flug, gisting og morgunvcrður og flugvallarskattar. Gildirfrá 1. október. Jl.TJU Al. á mann í tuibýli i 3 nætui um helqi á Hotel Hoifolk Touieis. FLUGLEIÐIR Traustur tslensktir ferðafélagt m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.