Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.09.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1997 15 Vatnsvörn til að verja skó vetrarhörkunni Það er frekar leiðinlegt að ganga í skóm með hvítum saltrákum. Guð- björg R. Guðmunds- dóttir komst að því að vatnsvöm er lykilorðið þegar verja þarf vetr- arskó fyrir vondu veðri. „Til að skórnir haidi lagi og útliti er frumskilyrði að sinna vatnsvörn reglulega,“ segir Jónína Sigur- björnsdóttir skósmiður hjá Skó- vinnustofu Sigurbjörns. „Skórnir em úðaðir vikulega yfir veturinn eða jafnvel oftar.“ Hvítu saltrákirnar úr skónum sjálfum Hvítar saltrákir sem koma gjarn- an á skó á veturna segir Jónína að séu sjaldnast til komnar vegna salts á götum úti. „Þegar leðrið í skónum er sútað er það sett í saltpækil. Við að fá á sig vatn dregst saltið fram í skónum. Vatnsvömin kemur í veg fyrir þetta.“ - Hvernig á að þrífa saltið af skónum sé það á annað borð komið í ljós? „Ekki með kaffi og ekki með vatni. Hvorttveggja kann að skilja eftir sig bletti. Eina ráðið er að nota leðursápu. Margir nota kalt vatn til að þrífa skóna en alla jafna ætti að forðast slíka aðferð. „Leð- ursápa er best og það þarf ekki mikið af henni.“ Heitur áburður smýgur betur inn í skinnið Þegar búið er að þvo skóna á að bera á þá áburð og bursta síðan. Jónína segist alltaf nota bursta við að bera á skóna því þannig nuddist næringin inn í þá. Þá bendir hún á að best sé að hafa bursta með hross- hárum til verksins og það á iíka við burstana sem notaðir em til að bursta sjálfa skóna með. „Það þarf að bursta skóna hratt til að áburð- urinn hitni. Þannig næst fram best- ur gljái á skóna og næringin nudd- ast vel inn.“ Leðurfóðraðir skór æskilegastir Þegar talið berst að gæðum þess skótaus sem íslendingar ganga í segir Jónína þau afar misjöfn. „Það er hægt að fá mjög vandaða skó og síðan algjört drasl líka. Oftast endurspeglast gæðin í verðinu. Sjálf passa ég alltaf upp á að skórnir mínir séu úr leðri eða rúskinni og síðan er mikilvægt upp á vellíðan að þeir séu leðurfóðraðir. Ef þeir eru fóðraðir með leðri laga skórnir sig betur að eigandanum og fólk á síður á hættu að svitna.“ - Hugsa íslendingar vel um skóna sína? „Það er allur gangur á því en þó held ég að þeir séu fleiri sem hirða þá vel en ekki. „Það segir líka ýmis- legt um fólk sem er vel klætt og snyrtilegt en í óburstuðum skóm,“ segir Jónína. „Hugsi fólk vel um skóna sína verður það líka fljótt vart við hvort þeir eru að byrja að gefa sig. Það er bæði auðveldara og ódýrara að fara með skó til skó- smiðs þegar þeir eru að byija að gefa sig en þegar komið er í óefni. Að auki endast skór miklu betur sé hugsað um þá.“ Rúskinnssteinn nauðsynlegur Þegar Jónína er spurð hvernig halda eigi rúskinnsskóm fallegum talar hún um að rúskinnssteinninn sé málið. „Til eru bæði rúskinnsburstar og steinar og með því að bursta Morgunblaðið/Kristinn JÓNÍNA Sigurbjörnsdóttir skósmiður. lUlunið Reima frá þegar farið er í skó. Notið skó- horn því ef stigið er á hælkappann sjálfan getur hann brotn- að. MUNURINN er mikill og margir segjast lesa ýmislegt um persónuleik- ann ef hann er á illa hirtum skóm. Hvernig á að bursta leðurskó 1. Séu skórnir óhreinir á ekki að þrífa þá með köldu vatni því það getur skilið eftir bletti. Notið leðursápu við þrifin. 2. Notið bursta við að nudda skóáburði inn í leðrið. 3. Burstið skóna með bursta sem gerður er úr hrosshárum. Til að fá fram góðan gljáa þarf áburðurinn að hitna. Það þarf því að bursta hratt yfir. 4. Munið síðan að vatnsveija skóna oft yfír vetrartímann. Þá minnka líkur á að saltrák- ir komi á þá. Það er útbreidd- ur misskilningur að saltið sé af götunum. Leðrið er sútað í saltpækli áður en skórnir eru búnir til og ef þeir fá á sig vatn leitar saltið fram. 5. Notið ekki kaffi við að taka úr saltbletti. Kaffið skilur oft eftir sig bletti. skóna reglulega má halda þeim fal- legum. Það á við um þessa tegund skótaus eins og leðurskó að vatns- vörn er nauðsynleg." Jónína segir að ef rúskinnsskór séu orðnir snjáð- ir sé til áburður í úðaformi sem dragi fram gamla litinn í þeim. - Hvað með fjallgönguskó og aðra skó sem notaðir eru til útivist- ar? „Þá mæli ég oftast með leðurfeiti og bendi sérstaklega á minkaolíuna sem er hentug. Leðurfeiti er ekki notuð á spariskó því hún gefur ekki gljáa. Sé hún notuð þarf ekki að vatnsveija skóna sérstaklega. Leð- urfeitin vatnsver." Mörg pör af sömu tegund - Er algengt að fólk kaupi sér eins skó ár eftir ár? „Það er töluvert um það og jafn- vel nokkur pör í einu en bara í mis- munandi litum. Það er nú þannig að margir eru með viðkvæma fætur og ef þeir lenda á skóm sem henta nota þeir tækifærið og kaupa nokk- ur pör.“ Hægt að losna við táfýlu - Hvað með vandamál eins og illa lyktandi skó? „Táfýla er viðkvæmnismál en hún hefur í raun ekkert með þrifnað að gera. Gerlar hafa tekið sér bólfestu í skóm og til er sérstakur úði sem drepur þessa gerla og gefur ferska lykt,“ segir Jónína. „í þessu sam- bandi vil ég benda fólki á að forðast að lána skóna sína. Þá geta fóta- sveppir eða gerlar flotið með þegar skónum er skilað. Ég veit til þess að á stöðum eins og í keilusölum þar sem skór eru lánaðir er úði notaður sem drepur gerlagróður. Auk þess eru fáanlegar ilmkúlur í skó sem margir nota í íþróttaskó sem liggja kannski í tösku milli þess sem þeir eru notaðir." Gæruleppar hlýja Þeir sem eru fótkaldir nota gjam- an leppa í skó sína og Jónína segir að hægt sé að fá þá með áli sem einangrar og einnig með gæru. Sum- ir nota leppa til að minnka skó eða til að mýkra sé að ganga á þeim. - En hvað með val á barnaskóm? „Það á við um þá eins og aðra skó, þeir þurfa að passa vel og vera úr leðri og leðurfóðraðir. Ég bendi hinsvegar foreldrum á að láta skó aldrei ganga milli barna þ.e. mikið notaða gönguskó. Böm ganga mis- jafnlega til skótau og ef þau eru látin ganga á skóm sem önnur börn hafa átt kann það að skemma göngu- lagið. Það er allt í lagi að láta spari- skó ganga á milli og skó sem ekki eru vel til gengnir.“ Gljáburstarnir góðir - Hvað með sjálfglansefni sem maður ber bara á og þarf ekki að bursta? „Ég hef fengið virkilega slæm til- felli þar sem næstum ógerningur hefur verið að þrífa skóna eftir að slík efni eru notuð. Þetta er eins og að klína einu málningalaginu yfir annað. Það er í lagi af og til að nota slík efni en ekki að staðaldri. Gljásvampamir sem margir hafa í töskunni eða bílnum og stijúka yfír með til að ná af ryki og fá gljáa em alls ekki slæmir. Þeir gefa meiri gljáa og skemma ekki skó.“ Sigling og fegurstu strendur heims. Kjörval: Yikusigling + vika á strönd. Engir staðir komast nær paradís um hávetur. Aldrei betri kjör - ný glæsihótel - allt innifalið - lækkuð fargjöld. Frábær kjör í febr. - apríl (páskar). mrnrsœ&í ^œlan^f Bestu staðirnir: Bangkok - Chiang Mai - Phuket Fá sæti eftir! Á besta árstíma: Brottf. 15. jan. ’98. Verð frá kr. 99 þús. með fararstjórn, 10-22 dagar. attreisan mikla — 5 vikur frá 1. nóv. — 3 sæti laus Það besta í Austurlöndum 4. okt., 3 vikur í algjörum sérflokki. 2 forfallasæti iaus, ef pantað er strax. Austurstræti 17 4. hæð 101 Reykjavlk sfmi 562 0400 Fax 562 6564 FERÐASKRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.