Morgunblaðið - 19.10.1997, Page 22
** 22 B SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 1997
DÆGURTONLIST
MORGUNBLAÐIÐ
A
*.
HELSTA nýbylgjurokksveit
liðins áratugar var hljómsveit
Franks Blacks sem hann kall-
aði Pixies. Sú sendi frá sér
tvær frábærar breiöskífur og
tvær prýðilegar áður en
Black leiddist þófið og ákvað
að vera bara einn á ferð.
on Pilgrim, og ári síðar Sur-
fer Rosa sem almennt var tal-
in besta breiðskífa ársins
1988. Ári síðar kom út helsta
verk hljómsveitarinnar,
Doolittle. Eftir það gaf Pixies
út tvær breiðskífur til viðbót-
ar, en Black var hættur að
sem kom út fyrir skemmstu er
kjörin til þess arna.
Á Death to the Pixes er að
finna sautján laga safn frá
ferlinum öllum, flest af
Doolittle, sem vonlegt er, en
einnig lög sem einungis var
hægt að fá á smáskífum á sin-
Pixies snýr aftur
kunna við sig í nýbylgjurokki
og vildi á aðrar slóðir. Þrátt
fyrir prýðilegar skífur hefur
honum ekki tekist að ná sömu
hæðum einn, kannski vegna
þess að tíðarandinn er breytt-
ur. Hvað sem því viðkemur þá
er löngu kominn tími á Pixies-
endurreisn og safnskífa sveit-
arinnar, Death to the Pixies,
um tíma. Á plötunni má
glöggt heyra hversu mikil
áhrif Pixies hafði þó ekki hafi
hún náð milljónasölu eins og
getið er. Þrátt fyrir það hafa
fáar sveitir náð eins miklum
vinsældum hér á landi og
fróðlegt hvort eimi eftir af
þeim vinsældum hjá nýrri
kynslóð.
FÁAR rappskífur hafa komið
eins skemmtilega á óvart á und-
anfórnum árum en fyrsta plata
Gravediggaz. Þar var valinn
maður í hverju rúmi og þó hætt
sé við að slíkur stjörnufans
verði andlaus var þar listilega
siglt á milli ske'rs og báru.
Gravediggaz var hugarfóstur
Prince Pauls, sem hélt um
upptökuvölinn hjá De La Soul á
sínum tíma, en hann fékk til liðs
við sig RZA, sem er helsti rapp-
upptökustjóri heims um þessar
mundir, Too Poetic og Fruitkwan
úr Stetasonic. Fyrsta skífa Gra-
vediggaz, Niggarmortis/Six Feet
Deep, var mikið meistaraverk þar
sem hryllingsmyndir gáfu inn-
blástur í stað tuðs um dólga og
byssur. (Eftirminnileg línan: Líf
er ekkert annað en fjörgaður
dauði.) Skömmu eftir að sú skífa
kom út varð Wu-Tang Clan, sem
RZA leiðir, að helstu rappsveit
heims og Gravediggaz hvarf í
skuggann. Sem betur fer tóku
þeir félagar upp þráðinn sem
heyra má á nýútkominni skífu,
The Pick, the Sicle and the
Shovel. Þar fara þeir á kostum
líkt og forðum og velta fyrir sér
hlutskipti litra með líkingum sem
sóttar eru í hryllingssögur um
magt myrkranna og ókræsileg ill-
menni.
Á skífunni nýju má heyra að
þeir félagar kunna því vel að
koma fram undir nýju nafni og ná
býsna vel saman. RZA hefur ful-
lítið gert af því að rappa undan-
farið og frammistaða hans bendir
til þess að væntanleg sólóskífa
verði vel mögnuð.
Pixies var inerkileg sveit,
ekki síst fyrir það að þó
hún hafi aldrei orðið veru-
lega vinsæl um heim allan
hafði hún mikil áhrif á fram-
þróun óháðra rokksveita, sem
kannski náði hámarki í
Seattle-rokkinu sællar minn-
ingar. Tíu ár eru síðan fyrsta
Pixies-skífan kom út, Come
PIXIES Frank Black, Kim Deal, David Lovering og Joey Santiago.
Kópavogsklíkan Hljómsveitin Soðin fiðla.
SOÐNAR
FIÐLUR
ÚTGÁFURÖÐ Smekkleysu sem kallast Skært lúðrar hljóma hefur
gengið bráðvel það sem af er og fjölmargar afbragðsskífur eru
komnar út. Síðasti skammtur í útgáfunni er stuttskífa hljómsveitar-
innar Soðinnar fiðlu, sigursveitar síðustu Músíktilrauna. Sú leikur
laglegt rokk og reyndar merkilegt að þær skífur fjórar sem komið
hafa út eru allar rokkkyns, það er eins og íslenskir dansliðar séu
ekki reiðubúnir í slaginn.
Soðin fiðla er tæplega ársgömul,
en liðsmenn hennar eru þraut-
reyndir úr öðrum sveitum, en
kjarninn er „gamla Kópavogsklík-
an“ eins og þeir kalla það. Þeir
hafa leikið í mörgum helstu bíl-
skúrssveitum síðustu ára en segja
að þrír félaganna, sem allir hefðu
þekkst frá því í æsku, hafi byrjað
að æfa saman sér til gamans og þá
hafi streymt fram hugmyndir.
„Það var engin sérstök pæling í
gangi, við pældum ekkert í því
hvað við ættum að spila, létum
tónlistina bara flæða fram.“ Lögin
á disknum eru sex, þar af eitt sem
heyrðist á Músíktilraunum á sín-
um tíma, og hin í eldri kantinum
að þeim finnst, enda segjast þeir
vera á kafi í að smíða nýja tónlist.
„Við ætlum þó að fylgja þessum
gömlu lögum vel eftir, því þau eru
eftir Árna
Matthiasson
ný fyrir aðra en
okkur.“
Upptökur hóf-
ust í júní síðast-
liðnum og miðaði
svo áfram út
sumarið, „við
vorum að dunda
okkur í allt sum-
ar“, segja þeir og bæta við eftir
smáhlé, „það var kannski ekki rétt
að vinna þetta svo rólega, það
reynir meira á að taka þetta upp
smám saman og örugglega betra
að taka upp á skemmri tíma, þó
hljóðblöndun og frágangur séu
unnin hægar. Meðal annars höf-
um við lítið spilað í sumar vegna
þess að við vorum alltaf í stúdíó-
inu að okkur fannst og þar voru
hljóðfærin og græjurnar sem
gerði allt þyngra í sniðum. Það
hefur þó ekki komið svo að sök,
því við höfum frekar viljað taka
fáa tónleika og góða en spila út
um allt.“
Þeir félagar segjast hafa fullan
hug á að brjótast áfram á íslensk-
um markaði, að komast eins langt
og komist verður. „Við ætlum að
fara eins langt og við getum, leggja
aðaláherslu á að gera góða tónlist
og ekki síður að vera duglegir að
vinna að sveitinni og öllu sem sinna
þarf í kringum hana. Það var gam-
an að taka upp þessa skífu, en nú
er vinnan rétt að byrja," segja þeir
ákveðnir að lokum.