Morgunblaðið - 30.10.1997, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hrífandí ljóð
Lesið úr nýj-
um bókum á
Súfistanum
FIMMTUDAGSUPPLESTUR
Súfistans, bókakaffinu í Bóka-
búð Máls og menningar,
Laugavegi 18, verður helgaður
nokkrum af þeim bókum sem
eru að koma glóðvolgar í bóka-
verslanir þessa dagana. Þetta
er fjórða upplestrarkvöldið á
Súfistanum nú í haust og hafa
upplestrarkvöldin verið afar
vel sótt.
Meðal þeirra bóka sem
kynntar verða er skáldsagan
Ástfóstur eftir Rúnar Helga
Vignisson, Eldfómin eftir Vil-
borgu Davíðsdóttur og ljóða-
bókin Heilyndi eftir Erling
Sigurðarson frá Grænavatni.
Upplesturinn hefst kl.
20.30 og stendur til 22. Að-
gangur er ókeypis og öllum
opinn.
Ljóðakvöld í
Djúpinu
LJÓÐAKVÖLD verður haldið í
Djúpinu í kvöld kl. 21. Fram
koma: Ólafur, Joan, Hr. T.,
Valrún, Dúsa, Kristjana, Krist-
ín dáðaskáld, Grétar, Guð-
brandur Siglaugsson, Ægir og
fleiri. Skáldin lesa ýmist eða
kveða með aðstoð hljóðgjafa.
Yfirskrift ljóðakvöldsins er
Huldukonan kallar.
Leiðsögn um
sýningu
LEIÐSÖGN um sýningu Gunn-
laugs Schevings, Úr smiðju
listamannsins, verður á laugar-
daginn 1. nóvember, kl. 15.
I fyrirlestrasal verður sýnd
heimildarmynd um Gunnlaug
Scheving, Hið hljóðláta verk,
kl. 12 og kl. 16.
Safnið er opið alla daga nema
mánudagakl. 11-17. Kaffistofa
safnsins er opin á sama tíma.
BOKMENNTIR
Ljóö
VINDAR í RAUMSDAL
eftir Knut Odegárd. Þýðendur; Jó-
hann Hjálmarsson og Matthías Jo-
hannessen, Hörpuútgáfan, 1997 - 43
bls.
KNUT Ddegárd er íslendingum
að góðu kunnur. Störf hans hér á
landi og vensl við ísland og íslend-
inga eiga sinn þátt í því en hann
hefur auk þess þýtt mörg íslensk
öndvegisverk yfir á norsku. í heima-
landi sínu er hann þekkt og viður-
kennt skáld og hafa kvæði hans einn-
ig komið víða út í þýðingum. Mörg
ljóð hafa birst eftir hann á prenti hér
á landi en einnig kom út úrval ljóða
hans í þýðingu Einars Braga 1973,
Hljómleikar í hvítu húsi. Nú hafa
skáldin Matthías Johannessen og
Jóhann Hjálmarsson þýtt og gefið
út annað úrval ljóðaþýðinga hans sem
nefnist Vindar í Raumsdal.
Knut 0degárd er tilfinningaríkt
og ósérhlífið Ijóðskáld. Víða opnar
hann magnaða sýn inn í ljóðveröld
sína sem er á sinn hátt Ijóðræn enda
þótt hún virðist herðast í eldi tímans
og verði allt að því vægðarlaus í
seinustu bókum hans.
Ljóðin í úrvalinu eru flest úr bók-
inni Kinomaskinist (1991) en einnig
hafa þýðendur valið einstök ljóð úr
öðrum bókum skáldsins. Þannig eru
kvæði úr Vind gjennom Romsdal
(1978), Biesurr, laksesprang (1983)
og Buktale (1994). Kinomaskinist
þótti marka nokkur tímamót í ferli
skáldsins og af þeim fáum við all-
góða mynd en auk þess tekst þýð-
endum með vali sínu að opna augu
lesenda fyrir þeirri þróun sem orðið
hefur i skrifum þess.
Æskuminningar einkenna mörg
Ijóða 0degárds. Hann notar þær til
að koma á framfæri maigvíslegum
kenndum, jafnt fögnuði og draum-
hygii sem firringu og sorg. Framan
af eru þær sveipaðar draumkenndri
ljóðrænu en í seinni ljóðum hans er
eins og þær verði sársaukafyllri.
Hann er einnig fundvís á hið skop-
lega sem gerir kveðskap hans tvíræð-
an og kíminn og kærleikurinn í ýms-
um myndum er honum ævinlega
ásækið yrkisefni. Glögglega má þó
greina ; ljóðum hans ákveðna breyt-
ingu á yrkisefnum og raunar ljóðstíl.
Á það er réttilega bent í vönduðum
inngangi þýðenda hvemig rómantísk
lífssýn eldri bóka víkur fyrir ásókn
öllu harkalegri veruleikasýnar
Kinomaskinist og Buktale.
í titilljóðinu, Vindar í Raumsdal,
beinir skáldið athygli sinni að
bemskuslóðum og yrkir ljóð í „bjöm-
sonskum anda“ um vindinn og árs-
tíðimar. Ljóðmælandi birtist sem
rómantískur og draumhugull fagur-
keri og ljóðstíllinn einkennist af því.
Þannig leikur fiðlarinn í Raumsdal
á fiðluna í morgunsólinni fyrir dansi
og söng og „fyrstu geislamir veltast
/ í grasi eins og gullteningar. Lyftir
fíðlunni, / leggur hana undir hökuna
með bogann hátt í hægri hendi,
strýkur / strengina svo að gullten-
ingar hoppa í grasinu...“
Annað ljóð, Fyllibyttur og bijá-
læðingar úr Biesurr, laksesprang
flöktir milli módemískrar ljóðsögu
og myndhverfrar ljóðveraldar. Les-
andanum finnst hann vera með í
höndunum söguefni í bók, frásögn
byggða á endurminningum af bijál-
æðingnum Lundli sem smíðaði sér
kross og gekk með hann um Molde-
borg í fylgd fyllibyttna og port-
kvenna bæjarins uns hann var hirtur
upp. Ljóðið er draumkennt og endar
á draumi:
Við flugum vænglaus
yfir boigina, svifum í oddaflugi eins og
fugiahópur
með bijálæðinginn Lundli og kross hans
fremst, svifum
upp í himin þar sem stórir fiskar fara með
sporðaköstum
komnir úr botnlausum djúpum myrkursins.
Kvæðin úr Kinomaskinist og
Buktale eru miklum mun hrárri og
hvassari. Yrkisefiiin eru líka líkam-
legri ef svo mætti að orði komast,
fengin úr hversdagslegu umhverfi
og einkalffi, veruleikinn nærgöngulii
og vægðarlausari. Þótt bemsku-
minningar ásæki skáldið enn sem
fyrr er þó meir áberandi glíman við
ýmiss konar tilvistarvanda og jafn-
vel sjúkdóma. Þannig er ort um
kransæðasjúkdóma og geðræna
sjúkdóma. Þetta eru opin ljóð og á
vissan hátt raunsæisleg en í þeim
Islenskir tannlæknar
BÆKUR
Stéttartal
TANNLÆKNATAL
1854-1997
Gunnlaugur Haraldsson:
Þjóðsaga 1997,435 bls.
TANNLÆKNATAL kom fyrst
út árið 1984. í öllum aðalatriðum
var það svipað því sem nú birtist,
þó ekki eins vandað og vitaskuld
allmiklu styttra. í því vora 246
æviskrár, en nú eru æviskrámar
366. Þessum mismun veldur bæði
það að fjölgað hefur í stéttinni og
nokkrar æviskrár hafa bæst við frá
eldri tímum vegna rýmri skilgrein-
ingar og eitthvað hefur einnig kom-
ið í leitimar sem ekki var áður vit-
að um.
Ritnefnd Tannlæknatals skipuðu
Gunnar Þormar, Gunnar 0. Rósars-
son, Jónas Birgisson, Jónas Geirs-
son, Páll Jónsson og Siguijón Sig-
urðsson. Ritnefndin hefur verið
mjög virk, einkum sá fyrstnefndi,
og hefur m.a. annast söfnun gagna.
Gunnlaugur Haraldsson, þjóðhátta-
fræðingur, hefur ritstýrt verkinu
og búið það til prentunar. Hann
hefur gefið æviskránum það form
sem þær hafa, endurskoðað og end-
urbætt fjölmargt, s.s. ættfræðiefni
æviskránna.
Gunnlaugur fylgir ritinu úr hlaði
með einkar ítarlegri greinargerð um
alla tilhögun verksins. Þar næst
kemur löng ritgerð (84 bls.) eftir
Lýð Bjömsson, sagn-
ffæðing, er nefnist
Tannlækningar á ís-
landi. Er þar rakin for-
saga tannlækninga allt
frá því i fomöld, greínt
er frá tannheilsumálum
á íslandi fram undir síð-
ustu aldamót, alþýðu-
lækningum og upphafi
tannlækninga hér á
landi. Kafli er um tann-
lækningar á íslandi frá
1896-1929. Sagterfrá
mótunarárum Tann-
læknafélags íslands
1929-1945, stofnun
Tannlæknadeildar Há-
skóla íslands og að lok-
um er greint frá tann-
lækningum á íslandi 1946-1994.
Saga Tannlæknafélagsins og
tannlæknakennslu hér á landi er
einungis sögð i mjög stuttu máli.
Mun saga beggja vera í smíðum og
birtast þær sjálfsagt sérstaklega.
Ritgerð Lýðs er hin ágætasta, fróð-
leg mjög og skemmtilega skrifuð.
Er að henni góður fengur.
Að lokinni þessari ritgerð eru taldar
upp stjómir Tannlæknafélagsins frá
því að það var stofnað árið 1927 og
á einni síðu er mynd af öllum heiðurs-
félögum, en þeir eru níu talsins.
Æviskrámar era að sjálfsögðu
meginefni bókarinnar. Þær era
mjög skipulegar, gagngerar og inni-
halda allt sem þar á að vera, nema
menn hafi beðist undan svo miklum
upplýsingum. Það er þó mjög sjald-
gæft. Æviskrámar era
í tveimur flokkum.
Fyrir utan aðalflokk-
inn koma nítján ævi-
skrár manna sem ekki
hafa starfað á íslandi.
Eins og áður segir
var Tannlæknafélag Is-
lands stofnað árið
1927. Þetta tann-
læknatal er því gefið
út af tilefni sjötfu ára
afmælis félagsins. Árið
1854 miðast við það að
þá lauk fyrsti Islend-
ingurinn prófi í tann-
lækningum. Það var
Grímur nokkur Þor-
láksson. Hann starfaði
aldrei á íslandi. Fyrsta
fslenska konan til að ljúka tannlækn-
inganámi var Thyra Loftsson árið
1925, en fyrsta konan sem lauk slfku
námi á íslandi var Þórunn Clementz
Þorkelsdóttir.
í lok bókar er kandídataskrá. Era
þar upptaldir (nöfnin ein) allir sem
lokið hafa kandídatsprófí í tann-
lækningum og er skráin sundur-
greind eftir löndum, skólum innan
hvers lands og útskriftaráram.
Gunnlaugur Haraldsson hefur séð
um útgáfu nokkurra stéttartala á
síðustu árum. Öll bera þau merki
góðrar kunnáttu um æskilegustu
gerð slíkra verka, einstakrar vand-
virkni og nákvæmni. Þessi bók er
með sama marki. Hún er til fyrir-
myndar í hvívetna.
Sigurjón Björnsson
Gunnlaugur
Haraldsson
Knut Matthías Jóhann
Bdegárd Johannessen Hjálmarsson
gætir þó spennu milli skáldlegs ljóð-
máls og hversdagsmynda á venju-
legu talmáli. Tekst höfundi að skapa
nýstárlega veröld hlaðna sterkum
tilfinningum og yfir öllu vakir til-
finning fyrir forgengileikanum eins
og í djarflegu kvæði og fallegu sem
hann tileinkar konu sinni og ást
þeirra. Þar spyr skáldið sig hvar
allt þetta verði sem þau kalli ást
sína þegar hrafnamir komi. Þeir
sæki þau ekki bæði í einu:
Það okkar sem er þá fyrir innan gluggann,
kæra,
sem vaknar á morgnana og gerir allt það
sem við erum vön að gera: Sækir Morgun-
blaðið í
póstlúguna. Sem skrúfar frá krana
og skoðar sig í speglinum: Sér það okkar
nokkuð annað
en sitt eigið andlit? Mun þá andlit hins
birtast í andlitinu í speglinum, eins og yfir-
gefin hús
standa og lýsa við hafið?
Enn opnari er texti ljóðanna úr
Buktale. Á stundum er hann eins
og dagbókarbrot eða athugasemd
sem ekki er ætlað að fara lengra
og minnir um sumt á opna ljóðagerð
stöku íslenskra skálda. Þar gætir
jafnvel skammstafana sem ekki era
algengar í ljóðum.
Þýðingin er skáldleg og fáguð.
Ljóst er að þýðendur hafa ekki látið
nægja að íslenska texta 0degárds
heldur reynt eftir fremsta megni að
vera trúir breytilegum stíl hans og
tilraunum hans með norskt ljóðmál.
Sumu af því tagi er vitaskuld ekki
unnt að koma til skila en benda má
t.d. á vel heppnaða glímu þýðenda
við slangur og götumál í kvæðinu
Kvikmynd þar sem spenna skapast
milli götumáls og háfleygara ljóð-
máls:
Hann hefur sýnt þessa mynd áður) eins og
bflljós yfir akur þjálfaðrar syndar. Það
grósku-
mikla og ótuktarlega, rakar tungur, litlar
blúndubuxur, kókaín,
lambhúshettur, örvandi svipusmellur og
dropar renna
milli hvítra læra hnífamir ó hárkitlari
reimar teygjur dingla
stíftúttur klemmur nýslegin tittlingsþúfa
nauðrakaðir barmar stinga
svo æsandi upp við silkið þama já ó
kylfumar og þetta gula í blóðblettunum í
lakinu: Maður riður
og riður og kemur á reglu.
Annars era það ótalmörg smáat-
riði í þýðingunni sem gera það að
verkum að hún leynir víða á sér, er
í senn trú verkunum en þó sterkt
mótuð af skáldmáli þýðenda. Þann-
ig era staðarheiti staðfærð á stöku
stað þar sem það á við, tilvitnun í
Biblíu með gotnesku letri höfð með
fomri stafsetningu og stundum eins
og ósjálfrátt fæðast snjallar lausnir:
„Það er árrisull / ágústmorgunn"
(Det er ein tidleg augustmorgen)
segir á einum stað og annars staðar
finnast hendingar sem leiftra af
persónuleika þýðenda: „á Óna -
eyju sem rís geislandi sól / út við
sjónbaug...“(pá Ona som stend som
ei hag og klár sol mot den ende-
lause horisonten) og „Ljóð eins
svört og olíufiekkir / hverfi til fjör-
unnar..." (Dikt myrke som olje /
sig inn som veldige svarte flak mot
strendene).
Hér er á ferðinni bók sem höfðar
sterkt til kennda og tilfinninga.
Hún hrífur lesanda með sér inn í
minningar og myndræna kærleiks-
veröld sem þó er full með sársauka
lífsins og þar sem tíminn gnauðar
eins og vindur við súðina. Þýðingin
er fáguð, skáldleg og persónuleg
en umfram allt frumtextanum trú.
Skafti Þ. Halldórsson
KVARTETT Sigurðar Flosasonar I Tívolí.
Kvartett Sig'urðar Flosa-
sonar spilar Coltrane
DJASSTÓNLEIKAR verða á vegum
jassklúbbsins Múlans á morgun,
föstudag, kl. 21. Tónleikamir fara
fram á veitingastaðnum Jómfrúnni,
Lækjargötu 4. Fram kemur kvartett
Sigurðar Flosasonar, en hann skipa
auk Sigurðar, sem leikur á altó-
saxófón, píanóleikarinn Kjartan
Valdimarsson, kontrabassaleikarinn
Þórður Högnason og trommuleikar-
inn Matthías Hemstock.
Kvartettinn var stofiiaður árið
1990 og komst þá m.a. í úrslit Evr-
ópukeppni ungra djassieikara og lék
fyrir Islands hönd á Norrænum
djassdögum í Kaupmannahöfn.
Kvartettinn kemur nú saman aftur
eftir nokkurt hlé og leikur tónlist
eftir John Coltrane, einn af áhrifa-
mestu saxófónleikurum djasssög-
unnar.
Tónsmíðar Coltranes era minna
þekktar, en eftir hann liggur fjöldi
laga.