Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. NOVEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Isafoldar- hús í Aðal- stræti? RÆTT hefur verið um að flytja Isafoldarhúsið í Austurstræti 8-10 á lóð sunnan við Aðal- stræti 10. í deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir uppbyggingu á horni Túngötu 2-4 og Aðal- strætis 12-18. Samkvæmt til- lögum verður þar torg á hom- inu. Fjallað var um deiliskipulags- tillöguna á fundi skipulags- og umferðamefndar og var málinu vísað til umsagnar hjá umhverf- ismálaráði. Skiptar skoðanir era um flutning Isafoldarhúss- ins og verður einnig skoðuð staðsetning þess á uppranaleg- um stað án skúraþyrpingar sem standa upp að húsinu. Umsögn liggur fyrir frá húsa- friðunamefnd ríkisins og frá borgarminjaverði sem gera ekki athugasemdir við flutning húss- ins. Yfír þúsund umsóknir um 120-130 störf hjá Norðuráli Gengið frá ráðning- um um næstu áramót YFIR þúsund umsóknir hafa borist um 120-130 störf í nýju álveri Norðuráls sem taka á til starfa 4. júní á næsta ári. Öllum umsækj- endum hefur verið sendur spurn- ingalisti um viðhorf til ýmissa þátta starfsins til að fá fram hvers vænt- anlegt starfsfólk óskar. Verða þess- ar óskir hafðar til hliðsjónar við mótun starfsmannastefnu Norður- áls. Þórður Óskarsson starfsmanna- stjóri segir að unnið verði úr hinum mikla fjölda umsókna á næstu vik- um og mánuðum og gengið frá ráðningum upp úr næstu áramót- um. Þá taki við starfsþjálfun, sem staðið geti allt frá viku upp í tvo til þrjá mánuði, eftir því hver störfin væra, og fari hún fram bæði hér- lendis og erlendis. Auglýst voru einkum ýmis störf við framleiðsluna, m.a. í steypu- skála, kerskála og skautsmiðju en bæði er um að ræða störf sem krefjast fagmenntunar, t.d. vél- virkjunar og rafvirkjunar og störf fyrir ófaglærða. Einnig nokkur störf á skrifstofu. Meirihluti um- sóknanna kemur frá Vesturlandi en talsvert er einnig um umsóknir frá höfuðborgarsvæðinu og víðar af landinu, að sögn Þórðar. Þátttaka starfs- manna í stjórnun Gert er ráð fyrir að mynduð verði nokkúr lið sem sinna ákveðn- um verkefnum á hinum ýmsu stig- um framleiðsluferlisins. Segir Þórður hugmyndina að hvert lið beri í heild ábyrgð á þeim starfs- þáttum sem að því snúa og að liðið hafi fyrirliða. Kemur hann úr liðinu og gert er ráð fyrir að menn geti skipst á og segir Þórður þannig gert ráð fyrir liðsvinnu og þátttöku- stjórnun á sem flestum sviðum. „Það verður ákveðin sérhæfíng inn- an liðsins en í einhverjum mæli eiga menn einnig að geta tekið við verk- um hvers annars. Liðið sem slíkt ber mikla ábyrgð og við eram með þessu að reyna að draga úr þessari beinu stjórnun, að fólk stjórni sér sjálft og að valdi og ábyrgð sé dreift á starfsmenn í eins miklum mæli og hægt er,“ segir Þórður. Öllum umsækjendum hefur verið send viðhorfskönnun þar sem þeir era beðnir að svara því hversu miklu máli tilteknir þættir skipti þá. Meðal annars er spurt um starfsþróun, starfsöryggi, kjör, samstarf, viðurkenningu og dreif- ingu ábyrgðar en Þórður segir mik- ið lagt upp úr því að fá fram skoð- anir og framlag starfsmanna og því hafí verið ráðist í þessa könnun. Hún er nafnlaus og verða ábend- ingar sem fram koma hafðar til hliðsjónar þegar unnið verður að mótun starfsmannastefnu Norður- áls og vinnufyrirkomulagi hjá fyi’ir- tækinu. „Við viljum lika gjarnan vita eftir hverju fólk er að sækjast en það er þó ekki víst að við getum uppfyllt allt,“ segir Þórður. Viðræður við verkalýðs- félög að heíjast Viðræður við verkalýðsfélög era að hefjast og segir Þórður þessi at- riði eflaust koma eitthvað þar við sögu: „Við viljum að starfsmenn njóti sín sem best á vinnustaðnum, viljum hafa einfalt skipurit, en við- ræður við verkalýðsfélögin era að hefjast, félög faglærðra og ófag- lærðra á Akranesi og Hvalfirði og Rafiðnaðarsambandið og þær hafa gengið ljómandi vel,“ segir Þórður að lokum. Reiknistofa bankanna Erfiðleik- ar í gagna- grunni HRAÐBANKAR og þjónustusími bankanna lokuðust upp úr kl. 13 í gær eftir að erfiðleikar gerðu vart við sig í gagnagranni Reiknistofu bankanna. Bilunin íþyngdi jafnframt afgreiðslu í bönkum þar til þeir lok- uðust. Að sögn Helga H. Steingríms- sonar, forstjóra Reiknistofu bank- anna, voru hraðbankar komnir í gang á ný um kl. 16 en erfiðleikar voru þá enn við notkun posatækja og þá sérstaklega varðandi síhringikort. „Þetta er ekki vandamál sem tengist mánaðamótaálagi heldur í hugbúnaði og er það í skoðun hjá sérfræðingahópi okkar og sérfræð- ingum breska fyrirtækisins, sem seldi Reiknistofu hugbúnaðinn," sagði Helgi. „Við erum að vona að þetta séu eftirskjálftar í framhaldi af stækkun tölvubúnaðarins um síðustu helgi og að þetta muni leysast fljót- lega.“ Stækkun samkvæmt áætlun Sagði hann að stækkun tölvunnar um síðustu helgi hafi gengið sam- kvæmt áætlun og að öll vinnsla í síð- ustu viku hafi gengið mjög vel. Það sama eigi við um mánaðamóta- vinnsluna sem unnin er utan af- greiðslutíma banka og sparisjóða. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SAFNIÐ komið í réttina, sem er nálægt flugvellinum í Eyjum, vestan við Sæfell. Á laugardag var smalað á þriðja hundrað kindum. Hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps Ráðherra staðfesti úr- skurð skipulagsstjóra HREPPSNEFND Reykholtsdals- hrepps hefur með fimm samhljóða atkvæðum samþykkt að biðja um- hverfisráðherra að staðfesta sem allra fyrst úrskurð skipulagsstjóra ríkisins þar sem hann fellst á tillögu Vegagerðar ríkisins og Hönnunar hf. um lagningu Borgarfjarðarbrautar samkvæmt svokallaðri efri leið, sem einnig hefur verið kölluð leið 3 eða sátteleið. Úrskurður skipulagsstjóra ríkis- ins var birtur 22. ágúst síðastliðinn og kærðu átta íbúar Reykholtsdals- hrepps hann til umhverfisráðherra tæplega mánuði síðar. Vilja þeir að umræddur vegur verði lagður sam- kvæmt svokallaðri neðri leið, eða leið 1, sem m.a. myndi liggja yfir land Stóra-Kropps, en það var sú leið sem Vegagerð ríkisins taldi upphaflega heppilegasta. 10. október leitaði umhverfisráðu- neytið lögum samkvæmt umsagnar hreppsnefndar Reykholtsdalshrepps um kæruna og var fjallað um málið á hreppsnefndarfundi 29. október. í umsögn hreppsnefndarinnar kemur m.a. fram að hún hafni alfarið þeirri röksemdafærslu sem liggi til grund- vallar kæru íbúanna átta. Tveir af þeim átta sem kærðu úr- skurð skipulagsstjóra ríkisins til um- hverfisráðherra eiga sæti í hrepps- nefnd Reykholtsdalshrepps og aðrir tveir eru 1. og 4. varamaður í hreppsnefnd. Vafi þótti leika á hvort þeir teldust hæfir til að fjalla um er- indi umhverfisráðuneytisins í hreppsnefndinni og var því leitað álits félagsmálaráðuneytisins á því. Að sögn Gunnars Bjamasonar, odd- vita Reykholtsdalshrepps, úrskurð- aði ráðuneytið að þeir væru ekki hæfir og voru því 2. og 3. varamaður kallaðir inn. Hrúta- réttir í Eyjum FJÁREIGENDUR í Vestmannaeyj- um héldu hrútaréttir síðastliðinn laugardag. Þá var smalað kindum sem hafa gengið lausar á suður- hluta Heimaeyjar frá því féð var sótt af fjöllum og úr úteyjum í haust. Venjan er að hafa hrútarétt- ir fyrstu helgi í gormánuði og eru þá hrútar teknir úr safninu. Ánum var aftur sleppt og verða þær tekn- ar á hús í byrjun ýlis. Nú eru um 50 sauðfjáreigendur f Eyjum og eiga þeir um 400 kindur á gjöf, þannig að fátt er um stór- bændur. I hópi gangnamanna á laugardag voru margir „stjórar", hafnarstjóri, verkstjóri, útgerðar- stjóri, bílstjóri, skipstjóri, skóla- stjóri, starfsmannastjóri auk út- gerðarmanna, bankamanna, raf- virkja og kennara. Af þessu má ráða að fjáreigendur í Eyjum eru fjölskrúðugur hópur. Dómkirkj- an kirkja biskups HERRA Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, segir að það hafi verið stórt skref að flytja biskupsvígslu séra Karls Sigurbjörnssonar úr Dóm- kirkjunni í Hallgrímskirkju. „Það er eðlilegt að það sé einhver viðkvæmni sem fylgir þessu en ég held að þegar menn horfa á heildarmyndina sjái þeir að það er eðlilegt að rjúfa hefð stöku sinnum. Dómkfrkjan verður eftir sem áður kirkja biskupsins." Biskup segir frágengið að séra Hjalti Guðmundsson dómkirkju- prestur þjóni fyrir altari og Mar- teinn H. Friðriksson dómorganisti muni leika á orgel og stjórna söng Dómkórsins við biskupsvígsluna í Hallgrímskirkju 23. nóvember. Hann sagði að það væru hinar ytri aðstæður og þörf fyrir aukið rými sem knýðu á um að vígslan yrði flutt. Vígslan færi nú fram um hávetur og jafnkær og Dómkirkjan sé öllum þá sé hún 200 ára gamalt hús. BLETTUR, af sumum kallaður „Séra“, er fjögurra vetra hrút- ur sem beitir hornunum óspart á fengitímanum. MAGNÚS fjallkóngur Magnús- son, áður bóndi í Dölum, hefur um langt árabil átt sauðfé og fæst nú einnig við hænsnarækt. Tíu mál hjá sáttasemjara TÍU mál eru enn óútkljáð hjá emb- ætti ríkissáttasemjara. Á sunnudag var fundað í deilu Læknafélags ís- lands og Læknafélags Reykjavíkur vegna sjúkrahúslækna og fundað verður aftur í dag. Þá eru samningar sjómanna á borði sáttasemjara, sem og vélstjóra á fiskiskipum og skipum Hafrannsóknastofnunar. Af öðram málum má nefna kjaradeilu Starfs- mannafélags Sinfóníuhljómsveitar- innar. Samkvæmt upplýsingum embætt- isins era mestar líkur á að kjaradeila lækna verði næsta stóra viðfangsefn- ið og sjómenn sigli í kjölfarið. ll í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.