Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Formaður Sambands sparisjóða um þróun á fj ármagnsmarkaði
Endurmeta þarf
stöðu sparísjóðanna
ÞÆR umfangsmiklu breytingar á
fjármagnsmarkaði sem orðið hafa
á þessu ári kalla á endurmat á stöðu
sparisjóðanna. Að þessu verki er
nú unnið hjá Sambandi íslenskra
sparisjóða (SÍSP) í tengslum við
stefnumótunarvinnu sem fram fer
á vegum sambandsins. Þetta kom
fram á aðalfundi Sambands ís-
lenskra sparisjóða sem haldinn var
á föstudag í Keflavík._
„Kaup Landsbanka íslands á VÍS
hf. fyrr á árinu, breytingar Lands-
banka íslands í Landsbanka íslands
hf. og Búnaðarbanka íslands í Bún-
aðarbanka Íslands hf. og síðan
stofnun Fjárfestingarbanka at-
vinnuveganna hf. upp úr Iðnlána-
sjóði, Fiskveiðasjóði, Iðnþróunar-
sjóði og Útflutningslánasjóði hafa
verulega breytt sviðinu," sagði Þór
Gunnarsson, formaður sambands-
ins, í ræðu sinni. „Bæði hafa for-
svarsmenn Landsbanka íslands og
íslandsbanka hf. haldið því fram,
að rétt væri að sameina Búnaðar-
banka íslands þeirra banka. Sjónar-
mið eigandans, ríkisins, virðist vera
að selja ca. 10-12% í FBA hf. og
jafnvel í Búnaðarbanka með svipuð-
um hætti og gert var í Lyfjaverslun
íslands hf. I framhaldinu verði 1-3
aðilum boðið að keppa um ca.
30-35% hlutafjár. Þeim aðila sem
best býður yrði ætlað að vera akker-
ið í viðkomandi banka. Vandséð er
þó hver vilji kaupa 30-35% þegar
óvíst er um 50-60% sem óseld verða,
dfl mest seldu fólksbíla- ~ itegundimar í B frá S ^0 jan.-okt. 1997 fyrra ári Fjöldi % %
1. Tovota 1.509 16,9 +7,2
2. Volkswagen 955 10,7 +6,8
3. Subaru 936 10,5 +113,2
4. Mitsubishi 844 9,4 +67,5
5. Hvundai 693 7,7 +29,3
6. Nissan 671 7,5 -0,6
7. Opel 613 6,9 +49,5
8. Suzuki 498 5,6 +14,7
9. Ford 371 4,1 +17,8
10. Renault 357 4,0 +21,4
11. Honda 296 3.3 +82.7
12. Ssanavona 172 1,9 +201,8
13. Peuaeot 160 1.8 +116,2
14. Daihatsu 143 1,6 +98,6
15. Mazda 130 1.5 +18,2
Aðrar teg. 598 6,7 -14,9
Samtals 8.946 100,0 +26,2
8.946
Bifreiða-
innfiutn.
í janúar
til október
1996 og
1997
VÖRU-,
SENDI- og
HÓPFERÐA-
BÍLAR, nýir
725
+28,7
1996 1997 1996 1997
Sölukippur í október
Verulegur kippur kom í sölu nýrra fólksbíla í októbermánuði.
Alls seldust 969 bílar en 678 í október 1996, sem er tæplega 43%
aukning. Frá áramótum hefur salan nú aukist um liðlega 26% frá
sama tímabili í fyrra. Sú breyting hefur nú orðið að Volkswagen
hefur skotíst upp í annað sætið, upp fyrir Subaru. Þá vekur athygli
góður árangur Bílabúðar Benna sem selt hefur samtals 172 jeppa frá
Ssangyong fyrstu tíu mánuði ársins.
þ.e. hvenær og hveijum þau verða
seld.“ Hann greindi frá því að á
vegum stjórnar Sambandsins hefði
farið fram umfangsmikil könnun á
möguleikum sparisjóðanna til að
taka þátt í þessum leik. Niðurstöður
lægju þó ekki fyrir.
Framtíðin ekki í
hlutafélagsformi
Þór sagði að það væri skoðun
SÍSP að framtíð sparisjóðanna fælist
ekki í hlutafélagsforminu, enda væri
þróunin í Danmörku víti til vamað-
ar. „Eftir að sparisjóðirnir þar urðu
að hlutafélögum, liðu aðeins örfá
ár þar til allir stærri sparisjóðir höfðu
sameinast bönkum, og sparisjóða-
kerfið nánast þurrkað út þar í landi.
Hjá vinum okkar í Noregi höfðu
sparisjóðamenn annan hátt á, en
sparisjóðir í Noregi eru að sumu
leyti þyggðir upp með öðrum hætti
en á íslandi. Þeir náðu samkomulagi
við löggjafann um breytingu á lög-
um um stofnfé og var sú leið valin
að gefa út markaðsbréf sem metin
eru sem hluti af eigin fé sparisjóð-
anna. Bréfín kallast „Grundfondsbe-
viser“ og veita takmarkaða stjóm-
unaraðild eða 25% af heildaratkvæð-
um. Góð reynsla er af þessu fyrir-
komulagi í Noregi, og hafa stofnfjár-
bréf sparisjóðanna þar orðið öflugir
markaðspappírar sem seldir em víða
um lönd.
Til viðbótar „Grundfondbevis"
bréfunum var sparisjóðunum heim-
ilað að leggja árlega af hagnaði í
arðjöfnunarsjóð. Sjóðurinn nýtur
skattfrelsis og er tilgangurinn með
sjóðnum að jafna arðgreiðslur á
milli ára eftir því hvemig árar í
rekstrinum. Stjóm SÍSP hefur nú
látið vinna hugmyndir sem byggja
að hluta til á norsku aðferðinni og
ennfremur að nokkm leyti á lögum
um samvinnufélög á íslandi. Hug-
myndir SÍSP verða innan tíðar út-
búnar í lagatexta ef til kemur en
ætla má að þær verði á næstu vikum
til umræðu hjá forsvarsmönnum
sparisjóðanna. Fulltrúaráðsfundur
yiói þá boðaður til þess að fjalla um
þessar hugmyndir."
UR VERIIMU
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
VARÐSKIPIN Ægir og Týr í höfn í Reykjavík.
• •
Oraggari
varðskip eft-
ir breytingar
VARÐSKIPIÐ Ægir er komið
heim eftir breytingar, sem gerðar
voru á því í Póllandi, en lokið var
við endurbætur á Tý í júlí sl. Haf-
steinn Hafsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, segir, að
skipin fari nú mun betur í sjó en
fyrr og taki lítið inn á sig en áður
var talsverð hætta á því.
Meðal endurbóta á Tý má nefna,
að göngum og afturþilfari undir
þyrlupalli var lokað en við það
lengdist þyrlupallurinn. Gerir það
lendingar öruggari og sömuleiðis
störf áhafnarinnar á afturþilfari.
Þá var sett kúla úr trefjaplasti á
útsýnisturninn og ver hún rat-
sjána og fjarskiptabúnað fyrir ís-
ingu og veðrum.
Breytingamar á Ægi voru svip-
aðar og á Tý en auk þess var sett-
ur svokallaður svínahryggur og
öldubijótur á Ægi en hækka
þurfti stefnið til að aldan gæti
ekki gengið eftir skipinu aftur að
brú.
Hafsteinn segir, að nú sé beðið
eftir smíði nýs varðskips og megi
vænta frétta af nefndarskipun um
það mál á næstunni. Varðskipin
íslensku séu komin vel til ára sinna
og of lítil. Fiskiskipin og flutn-
ingaskipin hafi stækkað og til að
geta komið þeim til aðstoðar þurfi
öflugt skip. Séu hugmyndir uppi
um 3.000 tonna skip, sem sinnt
geti öllum hefðbundnum verkefn-
um varðskipanna auk björgunar-
og vísindastarfa.
lelgtanda?
Skráðu húsnæðið þitt hjá Leigulistanum þér að kostnaðarlausu. Með
aðeins einu slmtaii er húsnæðið þitt komið á skrá hjá okkur og þar með
ert þú komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Skráðu fbúðina núna
áður en hún losnar og komdu I veg fyrir að hún standi auð og arðlaus.
Skráning í síma 511-1600
p
WIGl
EIGULISTINN
LEIGUMIÐLUN
Skipholtl 50B, • 105 R«ykiavík
Vél-
stjórar
þinga
VÉLSTJÓRAÞING verður
haldið að Grand Hóteli í
Reykjavík næstkomandi
fimmtudag, föstudag og laug-
ardag. Helztu málefni þingsins
verða menntunarmál, umhverf-
ismál, öryggismál, framtíðar-
skipulag félagsmála vélstjóra,
stjórnun fiskveiða, fækkun í
farmannastétt og önnur mál-
efni vélstjóra á sjó og í landi.
Vélstjóraþingið hefst klukk-
an 13 með þingsetningu Helga
Laxdals, formanns Vélstjórafé-
lags íslands, árvarpi Þorsteins
Pálssonar sjávarútvegsráð-
herra og annarra gesta. Að
lokinni kosningu þingforseta
og formanna nefnda verður
flallað um félagsmál vélstjóra
og stöðu og framtíð stéttarfé-
laga á íslandi. Ræðumenn
verða Guðmundur Þór Krist-
jánsson og Jón Baldvin Hanni-
balsson alþingismaður.
Að því loknu verður fjallað
um starfslýsingu vélstjóra og
menntun þeirra. Framsögu-
menn verða Bjþrn H. Herberts-
son frá VFSÍ,_ Guðfinnur G.
Johnsen frá LÍÚ og Þrándur
Rögnvaldsson frá VFSÍ.
Þinginu verður síðan fram
haldið klukkan 8.30 á föstudegi
og hefst sá dagur með umfjöll-
un um fjarkennslu og rann-
sóknaraðferðir Hafrannsókna-
stofnunar. Erindi flytja Karl
Jeppesen, kennari við KHÍ, og
Jakob Jakobsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar. Þá flytur
Bragi Árnason, prófessar við
Háskóla íslands, erindi um
vetni sem mögulegan framtíð-
arorkugjafa fiskiskipa og Al-
bert Albertsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Hitaveitu Suður-
nesja, ræðir um starfsmögu-
leika vélstjóra pg vélfræðinga
í landi. Þá kynnir Valdimar
Tómasson, framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðsins Hlifar, starf-
semi sjóðins undir hádegisverð-
arborðum. Eftir hádegið skipt-
ast þingfulltrúar í fjóra um-
ræðuhópa, sem fjalla um mál-
efni fiskimanna og stjórnun
fiskveiða; málefni farmanna og
hvernig bregðast skuli við
fækkun í farmannastétt; mál-
efni vélstjóra í landi og mennt-
unarmál, umhverfismál, örygg-
ismál og framtíðarskipulag fé-
lagsmála vélstjóra. Síðan verða
nefndastörf fram að kvöldverði.
Þinginu verður síðan fram
haldið á ný klukkan 8.30 á
laugardag og verða þar lögð
fram álit starfsnefnda um mál-
efni fiskimanna, stjóm fisk-
veiða og málefni farmanna og
umræður fara fram um þau.
Eftir hádegi verður framsaga
og umræður um önnur málefni
þingsins en þingslit eru áætluð
klukkan 16.