Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Frakkar gera kvikmynd eftir
bók Steinunnar Sigurðardóttur
Óður til
einhvers
konar ástar
✓
Ast hefur löngum verið Steinunni Sigurðar-
dóttur hugleikin og Tímaþjófurinn, bók henn-
ar sem kom út fyrir 11 árum, fjallar mest-
megnis um þessa margslungnu tilfinninffli.
Franska kvikmyndafyrirtækið Film par film
vinnur nú að gerð kvikmyndar upp úr bókinni
og er Emmanuelle Béart, ein af dáðustu
leikkonum Frakka, í aðalhlutverki. Brynju
Tomer fannst því ærin ástæða til að hitta
Steinunni og ræða við hana um bókina, inynd-
ina, ástina og sitthvað fleira.
ÞEGAR alvöru skvísa, eins
og Alda Oddsdóttir ívar-
sen, lendir í alvöru ástar-
sorg, missir hún þrótt og
lífshlaup hennar breytist í alvöru
dramatík. Hún veslast upp eins og
silkibygg að hausti, missir reisn og
verður lin, missir sumarsins regn-
bogaliti og verður litlaust ekkert.
Alda er tungumálaséní, þýskukenn-
ari í MR, dóttir landlæknis, vel ætt-
uð og vel af guði gerð að flestu
leyti. Margir hrífast af henni, ekki
síst hún sjálf. Hún vefur karlpen-
ingnum um fíngur sér og býður
bekkjarskáldi sem og samkennur-
um að njóta með sér ásta í smíða-
járnsrúmi landlæknishjónanna sál-
ugu. Hún er að upplagi tálkvendi,
sem Frakkar kalla femme fatale.
Hún er vön að eiga síðasta orðið og
lendir því í verulegri sálarkreppu
þegar sanna ástin hafnar henni og
snýr sér að eiginkonu sinni og
stjórnmálum. Saman áttu þau 100
daga og kynnin hófust á því að
hann, bangsalegur í útliti, spennti
upp fyrir hana regnhlif á Austur-
velli.
Lýsing á Öldu, töktum hennar,
viðhorfum og tilfinningum, er ljós-
lifandi í Tímaþjófi Steinunnar Sig-
urðardóttur og auðvelt er að
ímynda sér að Alda sé ekki aðeins
sögupersóna heldur að til séu
margar Öldur hér og þar í veröld-
inni. Fáir komast í það minnsta á
fullorðinsár án þess að elska ein-
Barnamyndatökur
PETUR PETURSSON
LJÓSMYNDASTÚDÍÓ
Lauguvegi 24 ■ 101 Reykjavík
Sími 552 0624
AGFA
Hreinlætistæki
í miklu úrvali
Finnsk gœðavara
í 120 ár
Borgartúni 28 ♦ Sími5621566
STEINUNN
Sigurðardótt-
ir. „Ég hef
aldrei eytt
jafn miklum
tíma í nokkra
bók og Tíma-
þjófinn."
hvern tíma svo mikið að þeir nálg-
ast vitfirru.
Franskur leikstjóri
ástfanginn af Öldu
Bókin hefur veríð þýdd á mörg
tungumál og hefur hvarvetna feng-
ið góðar viðtökur. Fyrir tilviljun,
eins og Steinunn segir sjálf, fékk
flinkur franskur kvikmyndaleik-
stjóri, Yves Angelo, augastað á
Öldu og sögu hennar. Hann ákvað
að koma henni á breiðtjaldið og
standa tökur nú yfir í Frakklandi. I
aðalhlutverki er djúprödduð þrusu-
leikkona, segir Steinunn, Emmanu-
elle Béart. Myndin ber heitið Le
Voleur de Vie, eins og bókin á
frönsku og er stefnt að frumsýn-
ingu á kvikmyndahátíðinni í Cann-
es næsta vor.
- Ég man að þegar ég las bókina
fyrst, 1986, fannst mér eins og hún
væri hugsuð á útlensku, frönsku
eða ítölsku, það var eitthvað
rómanskt við hana. Þess vegna
finnst mér bæði sniðugt og viðeig-
andi að Frakkar geri kvikmynd upp
úr sögunni, en þér?
„Jú,“ segir Steinunn íhugul og
fær sér penan sopa af púrtvíni sem
sofandalegur þjónn á Hótel Borg
hefur loks borið á borð. Við ákváð-
um nefnilega fyrir viðtal að leika
veraldarvanar skvísur og drekka
cappucino og púrtvín til heiðurs
Öldu, verðandi kvikmyndastjörnu.
„Gaman að þér skuli finnast
5TEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Tegund: 3107
Verð: 5.995,-
Stærðir: 39-46
Litur: Svartir m/grænu
Skandiatex vatnsvörn og
kuldavörn í sóla og með lokaðri tungu
5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR • POSTSENDUM SAMDÆGURS
STEINAR WAAGE ý
SKÓViRSlUN
SÍMI 551 8519
✓
hppskórinn
Veltusundi v/ Ingólfstorg,
sími 552 1212
STEINAR WAAGE ^
SKÓVERSLUN f§>
'reunb,a^/Golli
rómönsk stemmning í textanum.
Eg er uppnumin yfir því að Frakk-
ar skuli gera mynd upp úr bókinni,
en þó finnst mér mestu máli skipta
hversu frábærir listamenn standa
að myndinni. Einnig hversu vel
karakter Öldu kemst til skila, sam-
kvæmt handritinu. Emmanuelle
Béart, sem fer með aðalhlutverk, er
ein dáðasta leikkona Frakka. Hún
er engin dúkka, heldur er hún at-
kvæðamikil. Hún lætur sig mann-
úðarmál varða og hefur meðal ann-
ars veitt innflytjendum í Frakk-
landi liðsinni. Leikstjórinn er mjög
fjölhæfur og hæfileikaríkur maður.
Hann er upphaflega píanóleikari og
ég hlakka til að heyra hvemig hann
notar tónlist í myndinni, en þeim
þætti er oft ábótavant, jafnvel hjá
frábæram leikstjórum. Síðar varð
Yves Angelo frægur sem kvik-
myndatökumaður, en varla er hægt
að hugsa sér betri bakgrunn fyrir
leikstjóra. Tímaþjófurinn er þriðja
myndin sem hann leikstýrir. Þetta
er merkilegur maður fyrir margra
hluta sakir. Hann ólst upp í
Marokkó, þar sem faðir hans vann
sem tannlæknir. Þar bjó fjölskyld-
an í höll milli þess sem hún ferðað-
ist heimshorna á milli. Yves skrifaði
handrit myndarinnar í samvinnu
við frábæra skáldkonu, Nancy Hu-
ston, sem er frá Kanada en er bú-
sett í París og skrifar á frönsku.“
Sögusvið Tímaþjófsins er aðal-
lega Reykjavík, en Alda er heims-
borgari og ferðast í sögunni til
helstu stórborga Evrópu, Parísar,
London, Róm og Sevilla, til dæmis.
Steinunn segir að Yves Angelo hafi
komið hingað til lands áður en tök-
ur hófust, meðal annars til að
kanna möguleika á kvikmyndun
hér á landi. „Niðurstaðan varð
samt sú að taka útisenur á eynni
Ouessant, úti fyrir Bretagne-skaga
og innisenur í París. Aherslur í
myndinni eru ekki þær sömu og í
bókinni. Meiri áhersla er lögð á
samskipti Öldu við systur sína og
systurdóttur, en minni á samband
hennar við ástmanninn sem yfírgaf
hana.“
Margir leyniþræðir
dregnir fram
Steinunn segist hafa lesið kvik-
myndahandritið yfir og verið
ánægð. „Ég hef átt gott samstarf
við þá sem koma að myndinni og
mér finnst gaman að sjá hversu
marga leyniþræði þeim hefur tekist
að draga fram úr bókinni.“
- Nú er þetta í fyrsta sinn sem
gerð er kvikmynd eftir bók eftir
þig. Er ekki skrýtið að láta aðra
fara höndum um sögupersónur sín-
ar og söguþráð?
„Nei, því áður en ég tók ákvörð-
un um að selja kvikmyndaréttinn
tók ég ákvörðun sem var öllu mikil-
vægari; ég sætti mig við að kvik-
mynd er gjörólík bók og verkar
öðruvísi á áhorfanda en bók á les-
anda. Ég ákvað að ef Alda væri
sama manneskjan í myndinni yrði
ég sátt. Það tókst og hún er jafnvel
ennþá beittari og - mér liggur við
að segja - kvikindislegri en
hún er frá minni hendi. Mér
finnst Alda sterk kona, henni
finnst hún spes og því bregst
hún ekki við eins og venjulegt
fólk þegar hún er afvopnuð.'
Hún er kannski einum of sam-
kvæm sjáfri sér í ástinni og lifir
ekki með því sem venjulegt fólk
gæti lifað með.“
Ungur maður, líka gestur á
Hótel Borg, staðnæmist fyrir
framan okkur, biður forláts á inn-
gripinu, en kveðst verða að segja
Steinunni að hann þoli ekki Öldu í
Tímuþjóiinum. Segist hafa orðið
ævareiður þegar hann las bókina,
því þráhyggja Öldu hafi farið mjög
í taugarnar á honum. „Þú ert rosa-
lega góður rithöfundur," segir hann
og Steinunn þakkar pent fyi’ii’ það,
en huggar unga manninn með því
að upplýsa að hann sé ekki sá eini
sem hafi þetta álit á landlæknis-
dótturinni. „Hún virðist samt fara
meira í taugarnar á konum en körl-
um. Þær taka kannski nær sér að
líf hennar skuli nánast eyðast
vegna ástar til manns sem hættir
að virða hana viðlits.“
Sjö ár að safna í söguna og
tjasla henni saman
Við pöntum annan umgang af
cappucino og púrtvíni sem sá sof-
andalegi kemur með seint og um
síðir. Steinunn segir aðspurð að
kvikmyndin komi áreiðanlega til
með að kynna bókina enn frekar í
útlöndum. „Það er líka mikilvægt
fyrir mig sem rithöfund að virtir
listamenn skuli koma henni á breið-
tjald, í því felst bæði viðurkenning
og mikil kynning. Mér þykir líka
vænt um að Tímaþjófurinn skuli
hafa verið valinn, því ég held að ég
hafí aldrei lajgt jafn mikla vinnu í
nokkra bók. Eg var í sjö ár að saí'na
efni í hana og tjasla henni saman.“
Steinunn flutti nýlega í útjaðar
Selfoss og spyrli er spurn: Hvernig
gastu flutt úr höfuðborginni? „Okk-
ur Þorstein Hauksson, sambýlis-
mann minn, langaði að vera í húsi
útaf fyrir okkur, enda vinnur hann
líka heima að tónsmíðum. Einbýlis-
hús eru talsvert ódýrari fyrir utan
Reykjavík og við vildum prófa að
flytja úr hávaðamengun í hálfgerða
sveitasælu. Ég bý í útlöndum hálft
árið og fæ þá vænan skammt af
stórborgum, en mér finnst voða
gott að horfa út um stóra glugga og
sjá ekkert nema Ölfusá, fjöll í
fjarska, gras og kindur. Það er góð-
ur andi í bænum og fólkið ér sér-
lega viðkunnanlegt."
Maður heldur að
hann sé dauður
- Hvað hefurðu verið að skrifa
upp á síðkastið?
„Að undanfórnu hef ég aðallega
verið að lesa prófarkir bókar minn-
ar sem kemur út íyrir jólin. Hún
heitir Hana Mi-blómaskoðun, sag-
an af Hálfdani Fergussyni og fjall-
ar um mann sem heldur að hann sé
dauður. Titill bókarinnai- skírskotar
til japanskrar hefðar, en þegar
kirsuberjatré springa út á vorin
fara Japanir út með nestiskörfur og
slá upp veislum undir blómguðum
trjánum."
Astin hefur löngum skipað heið-
urssess í skrifum Steinunnar og því
verður vart hjá því komist að
spyrja hana: Skiptir ást þig miklu
máli?
„Já, það er ekki hægt að hugsa
séi' lífið án ástar, því hún er út um
allt og alls konar. Það afbrigði ástar
sem lýst er í Tímaþjófinum er oft
fyrirferðarmest í lífí fólks. Þegar
þannig ást er hafnað kremur það
kjarnann í okkur. Jafnvel í þeirri
krömdu mynd er ástin stórkostleg.
Sennilega er allt sem maður skrifar
einhvers konar óður til einhvers
konar ástar.“
Ég þurrka móðu af glugga á
Hótel Borg og sé Steinunni í mistri.
Hún gengur yfir Austurvöll í
í-igningarúða og gott ef ekki glittir
líka í bangsalegan mann, sem
spennir upp fyrir hana regnhlíf.