Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDAHATIÐ Söngnr frá fjarlægu landi Háskólabíð SONGUR CORLU „CARLA’S SONG“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Ken Loach. Aðalhlutverk: Robert Carlyie, Oyanka Gabezas, Scott Glenn. Bretland. 1996. EINN af höfuðpostulum hinnar vinsælu raunsæisstefnu í breskri kvikmyndagerð samtímans er Ken Loach. Hann á það sameiginlegt með Mike Leigh að fjalla af ýtr- asta raunsæi um breskt alþýðufólk en hefur í undanfömum myndum flutt það út fyrir landsteinana sem vitni að pólitískum átökum og styrjöldum; til Spánar 1936 í þeirri ágætu mynd Land og frelsi og nú til Nicaragua árið 1987 í myndinni Söng Cörlu. Ártalið er mikilvægt. Fyrir áratug áttu sandínistar í blóðugri baráttu við kontraskæru- liða í sveitum landsins og önnur aðalpersóna myndarinnar, Carla, hefur flúið hemaðinn og skelfing- una og hryllinginn sem af honum hefur hlotist. Loach er ástríðufullur vinstrimaður og myndin verður mjög hörð og óvægin ádeila á þátt Bandaríkjanna í stríðinu gegn sandínistum. Carla (Oyanka Gabezas) endar í Glasgow þar sem hún hittir vel- viljaðan strætóbílstjóra (Robert Carlyle), sem dauðleiðist starf sitt og hefur ekki skipt sér mikið af heimspólitíkinni hingað til en fær stutta leiðsögn um ástand mála í Nicaragua hjá yngri systur sinni Robert Carlyle í hlutverki sínu í kvikmyndinni Söngur Cörlu. eftir að hann kynnist Cörlu; hann verður ástfanginn af konunni frá Nicaragua eftir að hún tekur sér far með vagni hans. Hann finnur að hún getur ekki orðið hans fyrr en hún hefur losnað við drauga fortíðar í landi sínu og saman halda þau til Nicaragua inn í skæmhern- aðinn miðjan að finna aftur líf sem hún hefur flúið. Loach á það sameiginlegt með Leigh að geta dregið allt það besta fram í leikurum sínum. Það em mikil viðbrigði fyrir strætóstjórann frá Glasgow að koma til Nicaragua þar sem hann verður í raun augu okkar og eyra en Carlyle er hlut- verkinu vaxinn og sýnir dæmalaust vel hvemig ástandið í landinu ork- ar á hann, hvernig hann skilur það ekki og hræðist það en reynir samt að halda hugrekki sínu. Á sama hátt er leikur Gabezas í titilhlut- verkinu frábær. Hún sýnir svo ágætlega inn í sálarangist Cörlu og ótta við fortíðina en líka vilja til að ná einhverskonar sátt við sjálfa sig og þá sem hún skildi eftir. Scott Glenn er einnig fínn í aukahlutverki Bandaríkjamanns sem lætur CIA fá það óþvegið. Kvikmyndin Söngur Cörlu segir átakanlega sögu og er óvægin þeg- ar hún kemur boðskap sínum á framfæri en hún er líka full af hlýju og mannúð og samhygð sem fáir hafa sterkari tök á en Ken Loach. Arnaldur Indriðason Lífskraftur söngsins Rcgnboginn PARADÍS ARVEGURINN „Paradise Road“ ★ ★ V2 „PARADISE Road“ minnir um margt á sjónvarpsþættina „A Town Like Alice“ sem voru byggð- ir á skáldsögu Nevils Shutes. „Paradise Road“ byggir á sann- sögulegum atburðum og segir frá hópi ólíkra kvenna sem lenda í fangabúðum Japana í seinni heimsstyijöld. Þó flestar hafi dval- ið í Singapore til lengri eða skemmri tíma þá þekkjast konurn- ar takmarkað þar sem ólík stéttar- staða og þjóðerni sköpuðu óyfir- stíganlega fjarlægð, og jafnvel þegar þær eru farnar að svelta heilu hungri saman og deila öðrum þrælakjörum eiga sumar erfitt með að brjóta odd af oflæti sínu. Samhugur er samt kjarni „Para- dise Road“, ekki sundurlyndi, og þungamiðjan er tilraun tveggja kvennanna (Glenn Close og Paul- ine Collins) til þess að stofna söng- sveit sem flytur klassísk tónverk. Kraftur myndarinnar liggur í ódrepandi lífsvilja kvennanna sem hægt og hljótt, og með englasöng, neita að láta kúga sig og sefa jafn- vel villidýrið í fangavörðunum. Bmce Beresford, leikstjóri, hefur fengið sterkan hóp leikkvenna sem standa sig flestar með afbrigðum vel. Sagan rennur þokkalega vel i gegn með vænum skammti af hefð- bundnu mótlæti til þess að fá áhorf- endur til að tárast, og umgjörðin er í stórmyndastíl hvað varðar kvik- myndatöku og tónlist. Utkoman er væn og uppbyggileg mynd. Bandarískir úthverfa- draumar Regnboginn K/IKMYNÞAHÁTÍ£> \ í T^yÁsÆVl^ Óskiljanleg-ur Shakespeare Regnboginn LEITIN AÐ RICHARD „Looking for Richard" ★ ★ ★ ÆTLUNARVERK Als Pacinos í heimildarmyndinni „Looking for Richard" (ef það má kalla hana heimildarmynd) er ekki lítið. Hann vill bijóta niður fordóma fólks gegn verkum Shakespeares og fá það til að takast á við tilfinningamar og hugmyndimar á bak við orðaflaum- inn. Þegar Pacino spyr fólk út á götu um skáldið kemst hann fljótt að því að fáir em haldnir sama eld- móði og hann þegar kemur að Rík- arði þriðja og Shakespeare, og út- skýringar eins og leiðinlegur og óskiljanlegur látnar fylgja með. Pacino lætur samt ekki deigan síga og hellir sér út í það að kryfja verk- ið og túlka það í þeim tilgangi að auka skilning og ánægju almenn- ings á Shakespeare. Pacino býður áhorfendum í hressilegt ferðalag þar sem við fáum að flakka með honum fram og til baka milli leiklestra á verk- inu, uppfærslu á helstu atriðum þess, og útskýringa frá lærðum Shakespeare-fræðingum og virtum Shakespeare-leikumm. Krafturinn í Pacino er smitandi. Hann hrífur mann með í, oft á tíðum kómísk- um, átökum sínum við textann þó að viðleitni hans til að einfalda verkið og skýra geri lítið annað en að undirstrika hversu flókið og margrætt það er. ÚTHVERFI „Suburbia“ ★ ★ MYND Richards Linklaters fjallar eins og fyrirrennarar henn- ar um ungt fólk sem er að reyna að fóta sig í líf- inu. „Suburbia“ er samt ólík fyrri myndum leikstjórans að því leyti að hún er ekki skrifuð af honum sjálfum heldur byggir á leikriti Erics Bogosians um eina nótt í lífi fimm ungmenna og við- brögð þeirra þegar gamall skólafé- lagi, sem er orðinn poppstjarna, kemur í heimsókn. Allir takast á við sína djöfla og drauma um betra líf, ef þeir eru fyrir hendi, og um morguninn hefur margt breyst þó kannski sé allt í rauninni eins. Linklater lætur vel að fylgja stefnulausu ungu fólki á bæjar- rölti og hlusta á það kryfja allt og ekkert til mergjar. Verk Bogos- ians er oft hnyttið og á köflum alvöruþrungið en dettur stundum niður í einhvers konar mennta- skólaskáldakomplex. Leikarahóp- urinn er líka snotur en hefur mis- vel skrifaðar persónur til að tak- ast á við. Þegar upp er staðið er „Suburbia" ekkert sérlega fmmleg en ágætlega framsett hugvekja um bandaríska drauminn. Anna Sveinbjarnardóttir Leiðin langa heim Laugarásbíó SÁTTMÁLINN „La tréve“ ★ ★ V2 ÍTALSKI leikstjórinn Francesco Rosi hefur kvikmyndað endurminn- ingar ítalska gyðingsins og rithöf- undarins Primo Levis, Sáttmálann, frá 1963 með bandaríska leikaran- um John Turturro í hlutverki höf- undarins. Segir myndin, sem leikin er á ensku, frá frelsun Levis úr útrýmingarbúðum nasista í Ausch- witz og hvernig hann velkist um Evrópu og Rússland með frelsumm sínum, rússneska hemum, þar til hann kemst loks á leiðarenda til heimabæjar síns, Turin. Þetta er tregafull mynd enda býður efnið ekki uppá annað en hún er líka full af húmor og skemmtilegum karaktemm sem verða á vegi gyð- ingsins. Mösulbeina Turturro er feikilega sterkur í aðalhlutverkinu og sýnir með hófstilltum leik og látleysi inn í sálarlíf þess sem lifir af helvíti á jörðu og vill ekki að það gleymist. Kastljósið á von Trier Regnboginn UMSKIPTI „Transformer" ★ ★ ★ SÆNSKI heimildarmyndargerð- armaðurinn Stig Björkman gefur fágæta innsýn í starfsaðferðir og hugarheim danska leikstjórans Lars von Triers í heimildarmynd- inni Umskipti eða „Transformer". Birt eru viðtöl' við leikstjórann fælna, sem hljóta að teljast nokkur fjársjóður nú þegar von Trier er hættur að tala við fjölmiðla. Einnig er rætt við samstarfsmenn hans, sýnd atriði úr fyrstu 8mm myndun- um sem hann gerði krakki, skóla- myndunum og síðan bíómyndunum „Forbrydelsens Element“, „Epi- demic“ og „Europa" auk þess sem sýnt er úr Lansanum I og „Break- ing the Waves“. Einnig er sýnt frá tökum á síðastnefndu myndinni. Heimildarmyndin er virkilegur fengur hveijum þeim sem áhuga hafa á leikstjóranum og yndi hafa af verkum hans. Margar góðar sög- ur eru sagðar af honum og von Trier sjálfur leikur við hvern sinn fingur, minnist æsku sinnar og skólagöngu og talar um víðfræga fælni sína. Rætt er við ásamt öðrum klipparann Tómas Gíslason, sem var með von Trier í kvikmyndaskól- anum í Kaupmannahöfn og leik- stjórinn segir að hafí verið einn af þeim samstarfsmönnum á þeim árum sem hvað mest áhrif hafði á hann. Björkman hefur varpað kast- ljósi á einn fremsta leikstjóra Evr- ópu í dag, mann með yfirburða tækniþekkingu sem er veikur fyrir hinu illa er menn gera en líka fyr- ir hinu melódramatíska. í hans huga er form og efni órofa heild. Arnaldur Indriðason Lúðar í Las Vegas Laugarásbíó SIGURVEGARINN „Winner“ ★ ★ ALEX Cox er bandarískur jaðar- myndaleikstjóri sem er góður þegar honum tekst upp (Sid and Nancy) og óþolandi þegar hann er vondur (Walker). Sigurvegari hangir ein- hversstaðar þarna á milli, á sína góðu og vondu spretti en er auð- gleymd þegar upp er staðið. Hand- ritshöfundurinn og leikstjórinn Cox gerir hér grín að meinleysingja sem óvænt verður „sigurvegari“ í spila- borginni Las Vegas, en reynist vita- skuld mestur tapara. Vincent D’Onfrio leikur aulann af sannfær- ingu og er bestur í skemmtilegum hópi þar sem allir leika ófyrirleitin sníkjudýr sem reyna að nærast á slembilukku D’Onofrio. Þetta eru Rebecca De Mourney í hlutverki mellunnar, Billy Bob Thornton (óþekkjanleg- ur úr Sling Blade), Micha- el Madsen, Frank Whaley og Delroy Lindo. Þokka- legt en ekki jafn krassandi og það lítur út fyrir. Ramminn er góður en Cox er enginn Jarmusch eða Kaurismaki þó hann reyni. lausan hátt hið ótvíræða gildi AA- funda og -samtakanna fyrir þá sem orðið hafa undir í dansinum við Bakkus. Sem byijar oftar en ekki { huggulegheitum við kertaljós og dinnermúsik. Sumir em svo lánsamir að stinga við fótum þegar hljómfallið æsist. Alkarnir ranka hinsvegar ekki við sér fyrr en vals- inn hefur breyst í ormstu í hringn- um þar sem andstæðingurinn þekk- ir engin velsæmismörk en lætur höggin dynja þar sem hann nær til fórnarlambsins. Hér fara nokkr- ir leikarar á kostum, einkum Lewis í aðalhlutverkinu og Spalding Gray sem alki „í skápnum“. Stórkostleg- ir báðir. Sama er að segja um hann Howard E. Rollins, sem byggir á reynslunni. Líkt og flestir hér, það gerir gæfumuninn. James Woods, taktu þér pásu. Sæbjörn Valdimarsson Dagur í senn Laugarásbíó BYTTUR „Drunks" ★ ★ ★ SÖGUHETJURNAR i Byttum em óhefðbundnar, líkt og nafnið bendir til. Þær eru hópur dóp- og áfengissjúklinga sem reynir að halda áttum á AA fundi 0g vera edrú einn dag í senn. Það tekst hjá öllum nema Jim (Richard Lewis) sem springur á limminu, en mynd- inni lýkur á því hvar hann skríður örmagna og niðurbrotinn inná fund eftir fallið. Kostir Byttna eru ótví- ræðir. Hún gefur sanna mynd af ástandi sjúklinganna og kemst að kjarna málsins með því að undir- strika á sannfærandi og hispurs- Sfyörnugjöf Laugarásbíó Byttur ★★★ Sigurvegarinn ★★ Að hafa eða ekki ★ ★ Endalok ofbeldis ★ ’/2 Sáttmálinn ★★‘/2 Sumarið í Goulette ★ ★ ★ Regnboginn Hugrekki ★ Paradísarvegurinn ★ ★ Cosi ★ '/2 Fjölskylda á krossgötum ★ ★★ Lansinn II ★ ★ ★ Hamlet (st) ★ ★ ★ Umskipti ★ ★ ★ Úthverfi ★ ★ Leitin að Richard ★ ★ ★ Háskólabíó Georgía ★★★ Söngur Körlu ★ ★ ★ A snúrunni ★ ★'/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.