Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 MINIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, KJARTAN ÞÓR KJARTANSSON, Heiðvangi 19, Hellu, lést af slysförum föstudaginn 31. október. Jarðarförin auglýst síðar. Hrafnhildur Einarsdóttir, Elín Huld Kjartansdóttir, Einar Aron Kjartansson, Elín Sveinsdóttir, Kjartan Kjartansson, Sigríður Kjartansdóttir, Sveinn Kjartansson, Þórir Kjartansson, Ólafia Oddsdóttir, Einar Hróbjartsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AGNES KRAGH, Seljahlíð, andaðist á heimili sínu aðfaranótt sunnudags- ins 2. nóvember. Hanna Fríða Kragh, Sveinn Jónsson, Páll Júlíusson, Mai Wongphoothon, Hans Kragh Júlíusson, Guðrún Alfonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi, mágur og bróðir, SIGURGEIR GÍSLASON . húsasmíðameistari, Grunarlandi 9, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 2. nóvember, Anna Rósa Sigurgeirsdóttir, Halldór Leifsson, barnabörn, barnabarnabörn, Fanney Samsonardóttir, systur og mágar. t Hjartkær móðir okkar, HELGA METÚSALEMSDÓTTIR frá Egilsstöðum, í Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 31. október. Börn, tengdabörn og aðrir aðstandendur. t Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓHANNSSON, Kjarrvegi 10, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum föstudaginn 31. október. Anna Áslaug Sigurðardóttir, Þorleifur Grímsson, Ólafur Jón Sigurðsson, Valdís Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, fósturmóðir og amma, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Samtúni 14, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Jóna Kristín Jónasdóttir, Guðrún Jónasdóttir, Magnús Bjarni Guðmundsson, barnabörn og aðrir aðstandendur. LILJA GOÐMUNDA ODDGEIRSDÓTTIR + Lilja Goðmunda Oddgeirsdóttir fæddist 3. júní 1931 í Vestmannaeyjum. Hún var dóttir hjón- anna Oddgeirs Hjartarsonar raf- virkja f. 15. júní 1902, d. 11. ágúst 1959, og Ástu Sig- ríðar Ólafsdóttur f. 8. september 1904, d. 13. desember 1985. Lilja kvæntist þann 25. desember 1956 Ólafi Heiðari 4. september 1975 og Baldína Krist- jánsdóttir f. 10. des- ember 1896, d. 10. júlí 1939. Börn Lilju og Ólafs Heiðars: a) Baldína Hilda f. 24. september 1960, b) Oddgeir Heiðar f. 28. nóvember 1965, c) Ólafur Eggert f. 29. maí 1968. Fyrir átti Lilja Ástu Sig- ríði f. 27. maí 1950, faðir Sigurður Guð- mundsson f. 17. maí 1931. ólafssyni f. 12. maí 1932. Foreldrar Ólafur Eggert Þorsteinsson verksljóri, Akra- nesi, f. 30. desember 1901, d. Útför Lilju fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þriðjudaginn 4. nóvember verður til moldar borin Lilja Goðmunda Oddgeirsdóttir, kölluð Stúlla, og langar mig að minnast þessarar elskulegu frænku (systur) minnar með nokkrum orðum. Stúlla var fædd í Vestmannaeyjum og var þriðja barn foreldra sinna, þeirra Oddgeirs Hjartarsonar rafvirkja og konu hans frú Ástu Olafsdóttur. Eldri eru Guðbjörg og Ólafur, en yngri Hjördís, sem er látin. Eg und- irritaður, sonur Guðbjargar, var al- inn upp hjá afa og ömmu og leit því á Stúllu sem mína stóru systur og erfítt er að lýsa því hvílíkan kær- leika og væntumþykju_ hún sýndi mér. Stúlla giftist ung Ólafí Heiðari Ólafssyni, miklum mannkostar- manni og öðlingi og áttu _þau þijú börn, Baldínu, Oddgeir og Ólaf. Fyr- ir átti Stúlla eina dóttur, Ástu, sem Ólafur Heiðar gekk í föður stað. Fyrir átti Ólafur Heiðar son, Liljar, prýðis pilt og höfðu hann og hans fjölskylda mikið og gott samband við föður sinn og fjölskyldu hans. Hjónaband Stúllu og Heiðars var langt og farsælt svo missir Heiðars er mikill. Stúlla mín var sérstaklega lund- góð kona og mikil húsmóðir sem allir er hana þekktu kepptust við að heimsækja því það var alltaf veisla hjá Stúllu en ekki síst vegna hennar Erfidrykkjur H H H H H Sími 562 0200 H H H H H H H H H H J I III I U L/ flIIIIIIIIIll CiarðsKom v/ Fossvogskirl<juga>*3 " 5ímt! 554 0500 hlýja viðmóts og væntumþykju gagnvart fólkinu sínu svo allir fóru betri menn af hennar fundi, sérstak- lega yngsta fólkið sem dýrkaði hana og dáði. Þegar ég hugsa til hennar Stúllu minnar kemur svo ótal margt upp í hugann. Hún var snillingur í höndunum og þær voru ófáar flík- urnar sem hún saumaði handa mér. Eg man eftir cowboy skyrtum og Davy Crockett búningi þegar ég var peyi í Vestmannaeyjum, svo aðrir peyjar á svipuðu reki urðu grænir af öfund. 0g alltaf hlakkaði ég jafn mikið til þess á sumrin eftir að Stúlla fluttist til Reykjavíkur, að fara suður til hennar, en eftir að afi dó dvöid- umst við amma oftast hjá Stúllu og Heiðari á sumrin. En þegar ég lít til baka er svo margs að minnast. Ég var svo heppinn að veija dögum með þeim mæðgum Stúliu og Inu úti í Portúgal í júní ’96. Það verður stór íjársjóður í minningunni, en þær mæðgur voru mjög samrýndar og samband þeirra sérstakt. Það kom best í ljós þegar Stúlla lá banaleguna hvað hún var dáð og elskuð af öllum, því Heiðar, börn hennar og ástvinir sátu hjá henni öllum stundum. Fallin er frá yndisleg kona sem hugsaði um það eitt að gleðja og þjóna öðrum. Gott er til þess að vita að nú er erfíðum veikindum lokið Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um hclgar. og að nú dvelur hún í paradís með foreldrum, tengdaforeldrum og öðr- um ástvinum í náðarfaðmi Guðs. Ég kveð elsku hjartans Stúliu mína og þakka henni fyrir allt og Guði fyrir öll árin sem við áttum saman, því það eru forréttindi að þekkja slíka konu. Óli Geir. Fallin er frá einstaklega glaðlynd og góð kona, elskuleg tengdam- amma mín, hún Stúlla, er dáin eftir löng veikindi. Mig langar að minn- ast hennar hér í fáum orðum. Ég var einn af þeim heppnu sem fengu að kynnast þessari vel gerðu konu. Það var þegar við dóttir hennar kynntumst sem unglingar. Ég var ungur þegar ég kom inn á heimili tengdaforeldra minna og var mér strax tekið einstaklega vel. Minning- arnar hrannast upp þegar horft er yfír farinn veg, og ylja manni um hjartarætur á sorgartímum. Ég minnist ferðalaganna, jólaboð- anna og allra heimsóknanna. Alltaf varst þú á þönum að þjóna þínu fólki. Nú þegar þú ert horfin úr þessum heimi vottar fyrir eigingirni hjá mér yfir því að fá ekki að njóta lengur samvista við þig. Elsku Stúlla mín, ég vil að lokum þakka þér fyrir allar samverustund- irnar í gegnum árin, Guð blessi þig og varðveiti. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Þinn tengdasonur, Kristján. Þegar við hugsum til þín, elsku Stúlla frænka, sjáum við þig fyrir okkur skælbrosandi og hressa eins og þú alltaf varst. Þú geislaðir svo fallega af gleði og miklum lífskrafti sem því miður slokknaði alltof snemma. Það er eitthvað svo tákn- rænt að þú skulir kveðja þennan heim á fyrsta vetrardag. Þegar við vorum lítii þá tengdum við nefnilega sumarið við Stúllu frænku. Þið kom- uð til Vestmannaeyja eða við fórum „upp á land“ og þá var ævinlega farið í Kópavoginn og síðar Dala- landið. Alltaf fengum við höfðingleg- ar móttökur. Okkur krökkunum þótti alltaf jafn spennandi og skemmtilegt að koma til ykkar Heið- ars. Þótt þar væri fullt af börnum, þótti þér ekkert tiltökumál að bæta okkur í hópinn og sjálfsagt mál að fá gistingu. Þú dreifst okkur með í útilegur og veiðiferðir og varst vak- andi yfir því að leyfa okkur að upp- lifa það sem Vestmannaeyjar höfðu ekki upp á að bjóða. Þú vissir alltaf nákvæmlega hvað hitti í mark hjá okkur krökkunum. Bleika kókómalt- ið þitt er enn í fersku minni hjá okkur. Það fékkst bara hjá Stúllu. Við áttum ekki orð yfir allt það sem Stúlla gerði fyrir okkur. Minningin um þennan tíma skilur eftir sig sælutilfinningu. Svona var Stúlla, alltaf tilbúin tii að hjáipa, brosandi og blíð. Þú kunnir þá list að varðveita barnið í þér og varst sannur félagi, spjallaðir alltaf við okkur sem jafn- ingi sama á hvaða aldri við vorum. Þar sem þú varst, var alltaf kitlandi hlátur og gleði. Elsku frænka, þú varst tengiliður LEGSTEINAR SKEMMUVEGI 48, 200 KOP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410 í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Yerið velkomin til okkar eða hafið sambancl og fáið myndalista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.