Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Grettir f ÓJÁÐU LATA KÖTTINN B4 1 v SéR. LÚfl'A mOJUfA VESINI SfAÐU SUFO- VALTARANM... Tommi og Jenni Ljóska Hundar eru heppnir, hundar þurfa Ég las hana þegar „Silas Mamer“ er á skyldulesningarlistan- ekki að eyða tímanum í að lesa „Silas ég var í hlýðnisskó- um ... það var kattabókin líka... Marner“ í sumarfríinu. Einu sinni las lanum ... ég bók um kött... BREF TIL BLAÐSLNS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 Plataðir gamlingjar Frá Braga Níelssyni: ÉG HEFI farið margar ferðir með Úrval-Útsýn um dagana og yfirleitt líkað vel. Því gein ég við flugu þeirra í haust, þar sem boðið var uppá Mallorka-ferð, en þangað hefi ég ekki áður komið. Upp á Skaga kom vildarvinur okkar og útmálaði ferð- ina, svo að hún fékk 17 menn með í ferðalagið. Okkur valdist hótel Ca’s Sabones, 3-lykla hótel, nýlegt með vistleg herbergi. En þegar betur var að gáð, var þessu lýst í bæklingi ÚÚ: Hentar vel fyrir flölskyldur og yngra fólk“, en ekki gamalmenni. Þetta vissi Re- bekka en við létum plata okkur og vitanlega sáum við hana ekki í ferða- laginu sem stóð í 3 vikur. Og ekki voru aðrir íslendingar á þessu hóteli. Helstu kvartanir voru ótæpilegur hávaði frá móttöku hótelsins daga og nætur og við vorum sett í þann hluta hótelsins, þar sem síst naut sólar. Hávaði unga fólksins í laug- inni var mikill fyrri 2 vikurnar, en þá þriðju fengum við fjölfatlaða í næsta nágrenni. Kvartanir reyndust árangurslausar, en var ekki fast haldið fram. Hjúkrunarfræðingur var í 2 vikur en ekki 3. Hvers vegna var ekki farin ferð til Fermentor, nyrsta hluta eyjarinnar eða ekki boðið upp á það, þó að það kostaði 2.600 pe- seta á mann? Við vissum að ekki voru lyftur á hótelinu, þótt heppi- legt væri fyrir gamalt fólk á þessu 3-lykla hóteli. En hvað fengum við fyrir 105 þúsund peseta? (verð á herbergi - afslátt). Það var sitt af hverju og ber að þakka, t.d. ferðir til vestur- og austurhluta eyjarinnar, skemmt- anir, velkomst og kveðju, flakk um Palma og ýmislegt fleira. Við vorum á skemmtilegum stað í miðri umferð Palma Nova og Magaluf með líflegum skemmti- húsa- og veitingahverfum, og versl- un í góðu lagi. Um fararstjórana er einnig allt gott að segja. Kjartan Trausti, gamall Skagamaður, sýndi afburða leikni í meðferð og stjórnun ferðalaga. Um Terrý er það að segja, að henni höfum við kynnst á 5 ferðum áður og þekkjum vel einstakt ágæti hennar. Sigríður og Ottó sýndu einnig sérstakt ágæti í skemmtun og leikfimi, sem var vel stunduð. Það verður ánægjulegt að endur- taka þetta siðar með betri aðgæslu. BRAGI NÍELSSON, Esjubraut 7, Akranesi. Arið 1900 og næstu aldamót Frá Sigurði Herlufsen: FYRIR nokkru ritaði okkar vinsæli sjónvarpsmaður og gleðigjafi Omar Ragnarsson grein í Morgunblaðið, „Hvenær byijar október?" og leiddi að því rök að öldin okkar hafi í raun byrjað árið 1901. Að ég nú rita um sama efni er- ekki gert til að bera brigður á þessa staðreynd heldur langar mig til að sameina þá sem þessu halda fram og hina sem því eru andsnúnir. Ástæða þess að menn greinir á í þessu tilfelli er fyrst og fremst af sálrænum toga. Við sem nú lifum lítum öll á árið 1900 sem grunnár þessarar aldar þó svo að í raun sé það seinasta ár áratugarins 1891-1900. Á sama hátt skulum við öll halda hátíðlegt árið 2000 þegar sálfræðilega byijar hin nýja öld. Reyndar er sú öld mjög brothætt með tilliti til uppbyggilegs lífs fyrir jarðarbúa og mun reyna meir á það mannkyn sem þá lifir heldur en þá sem á undan gengu á fyrri öldum þrátt fyrir að brauðstritið sjálft verði léttara. Átökin verða meira sálfræðileg og bundin innri þroska. Ég leyfi mér að vona og biðja að ný öld færi jarðarbúum kraft og áræði og ekki síst ómældan kærleika til að takast á við framtíð- ina. SIGURÐUR HERLUFSEN, Hverfisgötu 35, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.