Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 Borgarstjón um fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur Fullyrðingum fjármálaráðherra vísað á bug INGIBJORG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vísar í bréfi til fjármála- ráðherra á bug fullyrðingum hans um að ekki hafi verið gerð minnsta tilraun til að efna samkomulag um aðgerðir í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur. Stjóm og fram- kvæmdastjórn sjúkrahússins hafa verið reiðubúnar til þess að stuðla að framgangi samkomulagsins. Bréf borgarstjóra er svar við bréfi fjármálaráðherra til borgarráðs, þar sem gerð er athugasemd við bókun borgarráðs vegna fjárveitinga til Sjúkrahúss Reykjavíkur í fjárlaga- frumvarpinu. Borgarstjóri rifjar upp að fjármálaráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og borgar- stjóri hafi gert með sér samkomulag um aðgerðir í rekstri spítalans og að í minnisblaði ráðuneytisstjóra fjár- málaráðuneytisins, skrifstofustjóra heilbrigðisráðuneytis og borgarlög- manns er vakin athygli á að Sjúkra- hús Reykjavíkur eigi við fjárhags- vanda fyrri ára að glíma. Ekki tekið á vandanum Jafnframt segir: „Samkomulagið tók ekki á þessum vanda og er fjár- málaráðherra um það kunnugt. í minnisblaðinu kemur einnig fram að áætlanir sjúkrahúsanna í Reykjavík bendi til enn frekari fjárþarfar en áætlanir gerðu ráð fyrir í apríl sl. en samkomulagið miðaðist við fjár- þörf samkvæmt áætlun eftir rekstur fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Pjár- málaráðherra var því fullkunnugt um að samkomulagið frá 12. sept- ember leysti ekki að fullu fjárhags- vanda sjúkrahúsanna í Reykjavík á þessu ári. Fjárhagsvandi Sjúkrahúss Reykjavíkur á þessu ári er nú áætl- aður 144 m.kr. og samkvæmt upp- lýsingum frá Ríkisspítölum er áætl- aður halli 155 m.kr. á þessu ári. í bréfi borgarstjóra segir að í greinargerð með samkomulaginu komi fram að gera megi ráð fyrir 10 m.kr. í sparnaði í rekstri sjúkra- húsanna í Reykjavík á þessu ári ef ráðist verði í þær aðgerðir til hag- ræðingar sem nefndar eru. Sam- komulaginu hafi því ekki verið ætlað að leysa að fullu vanda sjúkrahús- anna í Reykjavík vegna ársins í ár. Um þetta sé fjármálaráðherra kunn- ugt. Samkomulagið geri ráð fyrir að sparnaður vegna aðgerða sem fyrirhugað sé að grípa til geti num- ið um 205 m.kr. á árinu 1998. Til þess að sá sparnaður náist verða allir þættir samkomulagsins að ganga eftir en Sjúkrahús Reykjavík- ur hafi þá ekki alla á valdi sínu. Bent er á að jafnframt hafi athygli heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins verið vakin á að yfirfara þurfi betur þær forsendur sem út- reikningarnir byggjast á. Ráðuneytisins að hafa eftirlit Loks segir að það sé heilbrigðis- ráðuneytisins að hafa eftirlit með framkvæmd samkomulagsins og að aðilum þess ætti að vera ljóst að gert er ráð fyrir verkefnaflutningi milli sjúkrahúsanna og hugsanlegum breytingum á rekstrarformi ákveð- inna eininga. „Stjórn og fram- kvæmdastjórn Sjúkrahúss Reykja- víkur hafa verið reiðubúnar til þess að stuðia að framgangi samkomu- lagsins og er verið að fara yfir fjár- hagslegar afleiðingar þess að flytja deildir milli aðalbyggingar og Grens- áss. Hins vegar geta stjórnendur Sjúkrahúss Reykjavíkur ekki borið ábyrgð á þeim þáttum samkomu- lagsins sem varða tilflutning verk- efna milli sjúkrahúsa." Mörg umferðaróhöpp í fyrstu hálkunni á Suðvesturlandi HÁLKA sem varð í slyddu og snjó- komu á suðvesturhorni landsins á sunnudagskvöld gerði ökumönnum víða erfitt fyrir. Voru rúmir tveir tugir bíla skildir eftir á Hellisheiði og Þrengslavegi og allmargir árekstrar urðu á höfuðborgarsvæð- inu. Lítið var um slys á fólki. Sex manns voru flutt á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir árekstri tveggja jeppa á Nýbýlavegi við Reykjanesbraut í Kópavogi. Hafði annar jeppinn oltið og voru kona og íjögur börn úr honum og ökumaður hins jeppans flutt á slysa- deild en meiðsli voru óveruleg. Tvö önnur umferðaróhöpp urðu í Kópa- vogi sem bæði mátti rekja til hálk- unnar og valt bíll i öðru tilvikinu. tm. Bókabúð Máls og menningar Síðumúla 7 Mikið úrvai af kertum og servíettum, ikii verðiækkun. ÉÉái WMBBŒEM Bvidi iiienniny Laugavegl 18 • Síml 515 2500 • Síðumúla 7 • Síml 510 2500 ! MÓRGUNBÍÁÐIÐ FRÉTTIR Skip Úthafssjávarfangs sökk við strönd Bandaríkjanna Áhöfninni bjargað NORTHERN Voyager, 53 metra frystiskip sem var að hluta í eigu Samherja, Síldarvinnslunnar og SR- mjöls, sökk skammt undan Gloucest- er norðaustur af Boston á sunnudag. Fimmtán manna bandarískri áhöfn skipsins var bjargað og engin slys urðu á mönnum. Ekki er vitað hvers vegna leki kom að skipinu. Þegar óhappið varð voru skipveij- ar að frysta síld og var skipið nærri landi. Ríflega 200 tonn af frystum afurðum voru um borð. Veður var mjög slæmt á þessum slóðum. Leki kom að Northem Voyager og kom bandaríska strandgæslan á staðinn með dælubúnað. Eftir nokkurn tíma kom í ljós að dælurnar höfðu ekki undan og fór áhöfnin frá borði og um borð í skip strandgæslunnar. Skipið sökk um miðjan dag að ís- lenskum tíma. Samheiji, Síldarvinnslan og SR- mjöl stofnuðu hlutafélagið Úthafs- sjávarfang nú í haust um fjárfesting- ar og rekstur erlendis á sviði útgerð- ar, landvinnslu og sölu sjávarafurða. Samheiji réðst fyrr á árinu í rekstur tveggja togara, sem gerðir voru út frá austurströnd Bandaríkjanna og gekk hið nýja hlutafélag inn í þann rekstur. Úthafssjávarfang átti 75% hlut á móti 25% hlut bandarísks fyrirtækis í hlutafélagi, sem átti 49% í útgerð togaranna. Ekki farnir að huga að nýju skipi Togararnir tveir, Northern Voya- ger og Northern Traveler voru báðir að veiðum við austurströndina þegar óhappið varð á sunnudag. Northem Traveler, sem er nokkru minna skip en Voyager, varð ekki fyrir neinum skakkaföllum. Að sögn Björgólfs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Sam- heija, voru bæði skipin endurnýjuð að verulegu leyti í sumar og settar í þau nýjar vinnslulínur. „Northern Voyager hóf veiðar í lok ágúst,“ sagði Björgólfur. „Það er svo stutt frá því að við misstum skipið að við höfum ekki enn áttað okkur á hvert framhaldið verður og vitum ekki núna hvers vegna skipið sökk. Okkur er efst í huga að áhöfnin er hólpin og erum ekkert farnir að huga að því að fá nýtt skip. Skipið var tryggt og á næstu dögum verður unnið að upp- gjöri tryggingabóta.“ Umræðufundur í Háskólanum um lögleiðingu hnefaleika Morgunblaðið/RAX SIGURBJÖRN Sveinsson, læknir, leggur áherslu á mál sitt með handahreyfingu, en áhugi andmæl- anda hans, Bubba Morthens, virðist ekki ýkja mikill. Skortur á langtímarann- sóknum á heilsu iðkenda SKORTUR er á langtímarann- sóknum á áhrifum ólympískra hnefaleika á heilsu þátttakenda. Slys eru þó algengari og alvar- legri í ýmsum öðrum íþróttum, til dæmis ákveðnum hestaíþrótt- um, ísknattleik, kappakstri og fótbolta. Þetta var meðal þess sem fram kom á umræðufundi sem Vaka, félag Iýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla íslands, hélt í gær. Bubbi Morthens, tónlistarmaður og áhugamaður um hnefaleika, og Sigurbjörn Sveinsson, sljórn- armaður í Læknafélagi íslands, ræddu rökin fyrir og gegn lö- gleiðingu ólympískra hnefaleika og svöruðu spurningum áheyr- enda. Vankast að meðaltali í hundruðustu hverri keppni Bubbi lagði áherslu á það að greinarmunur væri gerður á áhugamannahnefaleikum og at- vinnumannahnefaleikum og sagðist ekki styðja lögleiðingu síðarnefndu greinarinnar á Is- landi. Hann benti á að miklar varrúðarráðstafanir væru gerðar til að verja þátttakendur í áhuga- mannahnefaleikum meiðslum. „Hnefaleikarar í þessari grein vankast að meðaltali í hundruðustu hverri keppni. Ef það gerist þurfa þeir sérstakt leyfi læknis til að mega halda áfram keppni. Ef menn rotast er þeim bannað að keppa að minnsta kosti þijá mánuði á eftir. Reynd- ar er enginn hvati til að rota andstæðinginn því það gefur eng- in stig.“ Siðferðileg spurning eða smekksatriði? Sigubjöm tók undir það að mikill munur væri á áhugmanna- og atvinnuhnefaleikum. Hann sagði að rannsóknir hefðu sýnt greinilega skaðlega áhrif hinna síðarnefndu en mun óljósara væri með þá fyrrnefndu. Að vísu hefði komið í ljós í samanburðarrann- sókn að ýmsir augnskaðar væru n\jög algengir hjá þátttakendum. Hann sagði að skortur væri á langtimarannsóknum, enda hefðu áhugamannahnefaleikar með þeim reglum og öryggisráð- stöfunum sem nú eru í gildi ekki verið stundaðar lengi. „Það getur verið að það verði ekki hin læknisfræðilega hlið sem ræður því hvort áhugamanna- hnefaleikar verði leyfðir, heldur heimspekileg eða siðfræðileg. Kannski er þetta smekksatriði. Ég viðurkenni að ég hef ekki smekk fyrir hnefaleikum." Sigurbjörn benti á að box væri í eðli sínu öðruvísi en aðrar íþróttir. „Markmiðiðin era önnur: Að veikja varnir andstæðing- anna, valda honum skaða, vanka hann og rota.“ Hann lagði áherslu á að laga- breyting um áhugamannahnefa- leika yrði ekki þvinguð fram, heldur færi fram umræða. Rothögg og nefbrot algeng í karate og tae-kwon-do Bubbi benti á fjölmörg dæmi um meiðsli í öðrum íþróttum sem væru mun alvarlegri heldur en í áhugamannahnefaleikum. Augnáverkar væru til dæmis al- gengir í handbolta. „f keppnum í karate og tae-kwon-do er al- gengt að menn nefbrotni eða rot- ist. Menn eiga reyndar ekki að komast upp með að gera það í þessum íþróttum en gera það samt.“ Bubbi sagði frá því að rætt hefði verið um það í Svíþjóð að banna áhugamannahnefaleika, en eftir að skýrslur með saman- burði við meiðsli í öðrum íþrótt- um höfðu verið kannaðar hefði verið hætt við. „Ég fer fram á bláköld rök fyrir því að banna eigi hnefa- leika, en ekki tilfinningar og smekk. Ég samþykki það að hnefaleikar eru ákveðin tegund af ofbeldi, en það gildir um allar íþróttagreinar. Skák byggist á sömu grundvallarforsendum og hnefaleikar, að sigrast á vörnum andstæðingsins, og í vissum skiln- ingi að rota hann. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að hnefa- leikamenn nota sömu svæði heil- ans í keppni og skákmenn." h i l t i i I i i i i f i r I i i i í i i í i i l i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.