Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 47 i i í : i i i ! I < i < < I < ( ( l I i I _________BREF TIL BLAÐSINS____ Kristin trú eða spíritismi - þitt er valið Frá Lindu Karlsdóttur: MIKIL umfjöllun hefur verið í þjóð- félaginu síðustu daga um spíritisma og kirkjuna. Mig iangar að leggja orð í belg þar sem ég hef verið á báðum stöð- um og þekki muninn af eigin reynslu. Ég var aðeins unglingur þegar ég byrjaði leitina. Leitina að sann- leikanum, leitina að því hvað biði mín í framtíðinni, leit að kærleika og ýmsar spurningar vöknuðu. Ég stundaði bænahring í Ljósgeislan- um, sótti miðilsfundi, skyggnilýs- ingafundi og leitaði svara. í tuttugu ár leitaði ég í spíritismanum og með árunum varð leitin erfiðari og erfið- ari því ofan á svörin hlóðust enn meiri spurningar. Af hvetju þarf ég að gjalda þess í þessu lífi sem mér mistókst í síðasta lífi, er þessi Guð sem ég leita refsiguð, er hann að hegna mér? í mínum augum var fjóðkirkjan úrelt, Biblían skáldsaga og Jesús var sá mesti miðill sem uppi hafði verið. Djöfullinn var ekki til og ég sá ekki betur en spíritism- inn væri það rétta. Ég skildi ekki af hverju spíritismi væri ekki sam- þykktur í kirkjunni. Svo gerðist það fyrir tæpum þremur árum að ég ákvað að gefa kirkjunni tækifæri og gefa Jesú þrjár vikur af lífi mínu (sem reynd- ar urðu mánuðir og ár) og skoða þá fordóma sem ég hafði gagnvart kirkjunni og af hverju sgíritismi væri ekki samþykktur. Ég hóf gönguna og fór á mína fyrstu sam- komu í kirkju, að vísu hafði ég litla löngun í hefðbundna messu en fann samkomu á léttari nótunum hjá Ungu fólki með hlutverk sem í dag heitir íslenska Kristskirkjan. Svip- aðar samkomur eru í dag hjá þjóð- kirkjunni sem Þorvaldur Halidórs- son söngvari stýrir. En þarna sem ég stóð á samkomu hjá Hlutverkinu sá ég að mikið var að gerast, sungn- ir voru hressir lofgjörðarsöngvar, fyrirbænaþjónusta var sterk og þarna var fólk sem gaf sér tíma til að biðja fyrir mér, hlusta á mig og hugga. Það var eitthvað þarna sem ég hafði ekki fundið fyrir áður. Það var heilagur andi (kraftur Guðs) sem snerti hjarta mitt. Það var ekki bara einhver andi. Nei. Það var þessi eini sanni andi, Heilagur andi. Það sem ég hafði leitað að öll árin hafði ég loks fundið og það togaði í mig að fara aftur og aftur, sunnu- dag eftir sunnudag. Ég fann frið í hjarta mínu, ég fann betri valkost. Á þessum þremur árum hefur Guð leyst mig undan miklum sárs- auka, sektarkennd, fordómum, gefið mér lækningu líkamlega og andlega og ég hef lært að fýrirgefa sjálfri mér og öðrum. Guð hefur fyrirgefið mér mín feilspor, hann tók mér nákvæmlega eins og ég er með öll- um mínum kostum og göllum. Guð er ekki refsiguð, hann er kærleiks- ríkur Guð og þráir að fá að kynnast þér, það eina sem þú þarft að gera er að gefa honum tækifæri, tæki- færi til að hjálpa þér og bera byrð- ar þínar með þér. Sá munur sem t.d. er á spíritisma og kristinni trú er sá að í spíritisma er grundvöllurinn lagður öðruvísi, líkt og þegar hús er byggt þá er byggður grunnur en það skiptir máli hvað við byggjum ofaná grunn- inn, hús úr hálmi fýkur í næsta roki. Málið snýst nákvæmlega um það að byggja sterkt hús sem þolir alla heimsins storma, að byggja hús sem stendur. í spíritisma er grunnurinn byggð- ur réttur, hann er byggður á bæn til guðs, en hvað er byggt ofaná? Það er ekki Jesú Kristur. Nei, það er leitað til framliðinna. Það er leit- að til fólks sem er dáið, fólks sem voru ástvinir okkar, frændfóiks og líka framliðinna sem við könnumst ekkert við. Við leitum svara annars staðar en hjá Kristi. Það er eitt sem við þurfum líka að átta okkur á og það er að það illa er til. Við þurfum ekki annað en að lesa blöðin til að sjá það. Besta aðferð hins illa er einmitt að fá okkur til að haida að hann sé ekki til. Ef hinn illi mætti okkur í þeirri dýrslegu mynd sem hann er í þá myndi spíritismi ekki þekkjast, en þar sem hann birtist okkur á miðilsfundum sem indjáni, nunna, munkur, eða hvað sem er, þá nær hann að blekkja okkur til að nálgast okkur. Við sem höfum misst ástvini okkar viljum trúa því að þeir séu hjá Jesú, að það sé Jes- ús sem gætir þeirra. Getum við hugsað okkur betri stað? Ættum við þá ekki að leita líka beint til hans sem er æðstur? Bænin kostar ekkert, hún gefur svör, og Guð heyr- ir bænir þínar, það eina sem þú þarft að gera er að opna dyrnar og bjóða honum inn í stofu til þín því hann ryðst ekki inn, hann er herramaður. Þú getur sjálf(ur) tal- að við Guð, við þurfum ekki ein- hverja milligöngumenn, framliðna eða miðla til að fá svör, við erum sjálf þess megnug að geta náð beinu sambandi við Guð, það þarf ekki annað en litla bæn sem er byggð á réttum grundvelli. Ertu tilbúin(n) til að gefa Guði tækifæri í þínu lífi og skoða áður en þú for- dæmir? Það hefur reynst mér vel, manneskju sem hafði mikla for- dóma. Viltu betra líf? Viltu hjálp við að bera byrðar þínar? Viltu frið og sátt í hjarta þitt? Ef svo er þá er það mín reynsla að Drottinn Jesús Kristur er svarið. Að lokum fyrir ykkur sem eruð Ieitandi: Kynntu þér Þjóðkirkjuna eða aðra trúaða söfnuði þar sem grunnurinn og uppbyggingin er Jesús Kristur. Því Jesús elskar þig og þráir að mæta þér hvar eða. hvernig sem þú ert staddur á lífsleiðinni. Settu punkt við spurningar þínar og þú munt upplifa dýrmæta reynslu. LINDA KARLSDÓTTIR, Hrísateigi 33, Reykjavík. ReykingafólK! Viljið þið vita um kolmónoxíðmagnið í útöndun og blóði ykkar? Ef svo er, komið þá í Lyfju 4. og 5. nóvember milli kl. 14 og 18. Ráðgjöf á staðnum. 20% afsl . af Nicotinell plástrum og tyggjó. LYFJA Lágmúla 5 Sími 533 2300 - Lyf á lágmarksverði -kjarnimálsins! Tölvuöng- þveiti 2000? Frá Leó M. Jónssyni: „ALDAMÓTASPRENGJAN" nefn- ist vandamál sem nú er orðið helsti höfuðverkur tölvudeilda fyrirtækja um allan heim og af og til hefur verið varað við (en ekki nógu oft). Tölvukerfi geyma dagsetningu eftir reglunni ár-ár-mán-mán-dag- dag. Sem dæmi skráir tölva dag- setninguna 23. ágúst 1996 sem 960823. Þetta þýðir að þegar árið 2000 rennur upp verða allar tíma- breytur á milli dagsetninga 20. og 21. aldar rangar, nema sérstakar ráðstafanir séu þegar fyrir hendi. Eins og nú er reiknar tölva út aldur einstaklings sem fæddur er 1940 með því að draga 40 frá 96 og fær út 56 ár. Árið 2000 mun tölvan draga 40 frá 00 og fá út mínus 40. Þetta þýðir að allur útreikningur aldurs, vaxtadaga, notkunartíma o.fl. á milli dagsetninga tveggja alda ruglast. Þótt nú séu ekki nema rúm 2 ár til stefnu hafa ekki verið fundn- ar lausnir á þessu vandamáli fyrir öll kerfi og því er engin leið að gera sér grein fyrir þeirri ringulreið sem kann að skapast. Hafi einhver haldið að lausnin sé einföld eða augljós fer hann villur vegar. Sér- fræðingar um allan heim hafa vax- andi áhyggjur af þessu vandamáli vegna þess að nú þegar er ljóst að ekki hefur verið brugðist nægilega skjótt við. Skammt er til aldamóta og hjá mörgum tölvunotendum er lausnin varla í sjónmáli hvað þá prófuð. LEÓ M. JÓNSSON, tæknifræðingur, Sólvangi, Höfnum. Er að tölvan þín gefa upp öndina ? Þarftu stækkunargler til að lesa á skjáinn ? Veistu ekki hvað internetið er ? Er nýjasti tölvuleikurinn eins og flettiskilti ? Þá er kominn tími til að endurnýja ! TARGA turn 200 MMX AMD K6 örgjörvi 4320 MB Quantum harður diskur 32 MB ED0 innra minni Tseng Labs ET6000 4mb skjákort BT.Tölvur kynna vinnuþjark heimilanna sem er á við tveggja tonna trukk í vinnslu en sem sportbíll í keyrslu. Hver hlutur hefur verið valinn vandlega í þetta jrábæra tilboð sem inniheldur geggjaðan 17 TOMMU SKJÁ. 17" Targa skjár (1024x768x85hz) 24 hraða Pioneer geisladrif Soundblaster 16 hljóðkort 240 watta hátalarar 33.600 mótald m/ faxi og símsvara Windows 95 CD og bók 6 íslenskir leikir 149.900 kr GSM símar og fjöldi fylgihluta NOKIA 1611 •110 tíma rafhlaða • Númerabirting • 199 númera símaskrá • Sendir/Móttekur SMS • Vinnuþjarkur NOKIA 8110 • 70 tíma rafhlaða • Númerabirting • 324 númera símaskrá • Sendir/Móttekur SMS • Sýnir hverjir hringdu • Einstaklega nettur ERICSSON 628 • 83 tíma rafhlaða • Númerabirting •150 númera símaskrá • Sendir/Móttekur SMS • Sýnir hverjir hringdu • Góður í vasa 19.990 44.990 25.990 $ oð Stækkun í 64mb og Soundblaster 64 kostar aðeins 10.000.- BT.T0LVUR ÖRUGGT 0G ÖDÝRT Grensásvegi 3 • Sími 5885900 • Fax 5885905 www.bttolvur.is • Netfang : bttolvur@mmedia.is Opið virka daga 10-19 • Opið laugardaga 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.