Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ YFIRLÝSING - samþykkt á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna 31. október 1997 FRAMFARIR Alla þá öld sem nú er senn á enda hefur sjávarútvegur verið undir- staða framfara og velferðarþróunar á íslandi. Það er sjávarútvegur- inn sem fyrst og fremst hefur fært landsmönnum vaxandi tekjur og lífskjör sem jafnast á við það besta í nágrannalöndunum. Það er æskilegt að efnahagur landsmanna byggist á mörgum atvinnugrein- um, þó er ljóst að sjávarútvegurinn verður næstu áratugi burðarás x atvinnu- og efnahagslífi íslendinga. ÞEKKING Kunnátta, upplýsingar og þekking á lífn'ki sjávar, veiðum, vinnslu og markaðssetningu sjávarafurða skipta sköpum fyrir afkomu ís- lensks sjávarútvegs og fyrir lífskjör í landinu. I harðri samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum sjávarafurða skapast mörg sóknarfæri á sviðum skyldra greina í iðnaði og þjónustu. Öflugur sjávarútveg- ur hefur staðið undir margháttaðri nýsköpun í íslenskum iðnaði, sem hefur verið að skila sér í stórauknum útflutningstekjum hans. íslenskir útvegsmenn líta á það sem hlutverk sitt að efla, styrkja og styðja vísindi og rannsóknir í þágu íslensks sjávarútvegs. ARÐSEMI Hlutverk útvegsmanna er að vera í fararbroddi fyrir ábyrgri, hag- kvæmri og sjálfbærri nýtingu auðlinda sjávar. Okkur ber að skila góðri arðsemi í rekstri, stuðla að sem mestri verðmætasköpun og tryggja íslensku þjóðarbúi sem mestan arð. RÉTTINDI OG SKYLDUR Með þvi' að eiga frumkvæði og taka þá áhættu sem er samfara því að stofna til atvinnurekstrar í sjávarútvegi hafa útvegsmenn aflað sér mikilvægra atvinnuréttinda. Þennan sögulega rétt okkar ætlum við að standa vörð um en jafnframt rækja þær margvíslegu skyld- ur sem hann leggur okkur á herðar. UMHVERFISMARKMIÐ Stefna íslenskra útvegsmanna er að byggja á sjálfbærri nýtingu auð- lindarinnar en meginstoðir hennar eru þrjár; árangursríkt stjórn- kerfi, öflugar rannsóknir og stöðug þróun vísinda. Það er skylda ís- lenskra útvegsmanna að vernda og verja vistkerfi sjávar og gera ekkert sem spillt getur þeirri mynd að íslenskur sjávarútvegur sé ábyrgur og vistvænn og að afurðir hans séu hreinar og ómengaðar. Við höfum sett okkur þau umhverfismarkmið að skila auðlindum sjávar í jafngóðu eða betra ástandi til komandi kynslóða. Islenskir útvegsmenn ætla ekki að liggja á liði sínu við eflingu allra þátta sjálfbærs sjávarútvegs á íslandi. Til þess að markmiðin náist ætla útgerðir landsins að taka upp umhverfisstjórnun og móta sér um- hverfisstefnu. JAFNRÆÐI Það er skylda okkar að skila þjóðarbúinu eðlilegum arði af þeim verðmætum sem skapast við að nýta auðlindir sjávar. íslenskir út- vegsmenn krefjast engra sérréttinda en ætlast til þess að fá að sitja við sama borð og aðrar atvinnugreinar. Óeðlilegt er að setja sér- stakar álögur á sjávarútveg og íþyngja honum með sérstökum skatti sem gerir greininni erfitt fyrir í alþjóðlegri samkeppni sem nýtur oft ríkisstyrkja og kemur illa niður á dreifbýli landsins þar sem sjávarútvegsfyrirtæki eru uppistaðan í atvinnuh'finu. Reykjavík, 31. október 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.