Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 35 AÐSEIMDAR GREINAR Kvennalistinn og biðlarnir MIKIÐ var gaman að íslenskum samein- ingarsinnum fyrr á þessu ári þegar þeir töldu sér trú um að sig- ur Tony Blairs og Verkamannaflokksins i Bretlandi gæfi þeim byr í seglin við að selja hug- myndina um samein- ingu „vinstrimanna" og vfélagshyggjufólks“ á Islandi. Það var ekki annað hægt en brosa. Blindaðir af löngun til að feta í spor Bretanna láðist þeim blessuðum að muna að Verka- mannaflokkurinn skipti Helga Garðarsdóttir ^ Margrét ívarsdóttir um forystu. Hann stokkaði spilin á ný, en það virðist ekki vera til um- ræðu hér. Tilhugalífið Hugmyndin um að Kvennalistinn, Aþýðubandalagið og Alþýðuflokkur- inn sameini krafta sína, annaðhvort í kosningabandalagi eða stjórnmála- flokki, er ekki ný af nálinni. Sumar- ið 1994 barst Kvennalistanum boð Kvennalistinn á betra skilið, segja Helga Garðarsdóttir og Mar- grét Ingvarsdóttir, en að veslast upp í heimtröð uppgjafa sósíalistaflokks og gjörspillts flokks sem kennir sig við alþýðuna. um samstarf við fólk sem vildi sam- eina vinstri- og félagshyggjumenn. Síðan þá hafa kvennalistakonur margrætt málið. Nú er ljóst að hóp- ur kvenna vill reyna að fínna sam- starfsgrundvöll og ræðir þessar vik- umar við fulltrúa hinna flokkanna. Hvað sameinar „vinstri“- og „fé- lagshyggjuflokkana", Kvennalista, Alþýðubandalag og Alþýðuflokk? Tveir þeir síðar töldu skilgreina sig til vinstri. Kvennalistinn hefur aftur á móti ætíð sagst vera þriðja víddin, hvorki til vinstri né hægri. Listinn er grasrótarsamtök sem leggur áherslu á að dreifa valdi. Hann hafn- ar miðstýringu, en hún einkennir hina flokkana. Menn fá áhrif innan þeirra með tímanum; en fyrst verða þeir að klífa fjallið og komast á tind- inn. Okkur er fyrirmunað að skilja hvernig Kvennalistinn á að halda í vinnubrögð sín, sem einkennast af valddreifingu, í náinni samvinnu við Alþýðuflokk og Alþýðubandalag. Á ráðstefnu fyrir fáum árum sagði þekktur sameiningarsinni að sér virtist að femínismi væri það sama og félagshyggja. Augljóst er að þessi stjómmálamaður á margt ólært. í ljósi þessa hættum við okkur ekki út á þá braut að skilgreina hvað sameiningarsinnar eiga við með „fé- lagshyggjuflokkar“. Sambúðin Af samviskusemi höfum við fylgst með umræðunum, en gengið illa að fóta okkur, því hugur okkur dvelur við spurningarnar hvert skal halda og hvers vegna? Menn svara gjarna: „Til að búa til sterkt félagshyggju- afl gegn Sjálfstæðisflokknum." Við finnum hins vegar ekki skynsemina í því að hefja sambúð með einhveij- um bara til að storka öðrum. Einstaka sameiningarsinni má eiga það að hann hefur reynt að tína til mál sem flokkamir geta verið sam- mála um. Þrátt fyrir það virðist okk- ur að höfuðmarkmiðið sé að koma Sjálfstæðisflokknum frá. En til hvers? Hver er framtíðarsýn sameiningar- sinna? Að hvers konar samfélagi stefna þeir? Við viljum koma Sjálf- stæðisflokknum og öðram frá og Kvennalistanum að. En við viljum ekki að gamlir og spilltir flokkar ryðji öðram gömlum og spilltum flokkum úr vegi í skjóli Kvennalistans til þess eins að koma sjálfum sér til valda. Þegar við ákváðum að leggja Kvennalistanum lið var það af vel yfirlögðu ráði. Við horfðumst í augu við þær staðreyndir að aðrir flokkar búa hvorki yfir því hugarflugi né þeim dug sem þarf til að breyta. Á þeim bæjum virðist mönnum sjaldn- ast detta neitt nýtt, róttækt og skyn- samlegt í hug. Þetta opinberaðist einn ganginn enn í síðustu eldhúsdagsum- ræðum á Alþingi Við létum okkur hafa það að hlusta. Það veit sú sem allt veit að ekki komu ræðumenn á óvart. Ræðumar höfðu verið fluttar áður, ekki einu sinni heldur margoft. Fæðist lítill verkamannaflokkur? Hugsanlega stendur Kvennalist- inn frammi fyrir endalokum sínum. Það ákveða kjósendur m.a. En hvernig þau verða skiptir miklu máli. Listinn á betra skilið en að veslast upp í heimtröð uppgjafa sós- íalistaflokks og gjörspillts flokks sem kennir sig við alþýðuna. Kvennalistinn er stórmerkileg hreyf- ing og verður líklega ekki, fremur en stórmenni sögunnar, metinn að verðleikum fyrr en eftir dauða sinn. Enn um sinn verður fólk að bíða og sjá hvort íslenskir sameiningar- sinnar feta í spor Bretanna. Skyldi vera til mikils að hlakka? Er að vænta íslensks verkamannaflokks? Hver ætli hreppi hlutverk hins ís- lenska Blairs? Ljóst er að valið er erfitt; umsækjendur eru margir og líklega hver öðrum hæfari! Höfundar eru kvennalistakonur í Úrvals heilsuefni Meiriháttar C-vítamín með kalki EC-200, EC-500. Eykur úthald og vellíðan. V&M Fjölvítamín með steinefnum, spírúlína þara og amínósýrum 12 vítamín 11 steinefni 18 amínósýrur A ...0.8 mg B1 ...1.5 mg B2 ...1,7 mg B3 ....20 mg B5 B6 B12 C ....60 mg D E Folsýra 400 mcg Biotin 200 mcg Kalcium ..150 mg Fosfor Magnesium ..100 mg Kopar. 2 mg Joð .150 mcg Sclen ...60 mcg Spirulina... V&M Fjölvítamínið er náttúrulegt gæðaefni sem fullnægir daglegum þörfum okkar. Berðu það saman við önnur fjölvítamín og þá sérðu að V&M er sterk úrvalsblanda. BÍÓ-SELEN UMB..SIMI 557 6610 Stúdentar mótmæla ekki að ástæðulausu! Ásdís Magnúsdóttir ÞANN 14. október sl. birtist hér á síðum þessa blaðs grein eftir Gunnar Birgisson stjórnarformann LÍN þar sem hann segir málfiutning stúdenta í „klásusmálinu" svo- kallaða hafa í megin- atriðum verið „eins og stundum áður byggður á misskilningi “ svo haft sé orðrétt eftir honum. Það er nokkuð merkilegt þar sem menntamálaráðherra og bæði fulltrúar stjórnarandstöðunnar og stjórnarliðar sáu ástæðu til að taka undir þennan „misskilning" okkar og benda meiri- hluta stjórnar LIN á að ástæða væri til að skoða málið betur. Það er stundum ótrúlegt hvað fáir „skilja Þessi skerðing bitnar — - að mati Asdísar Magnúsdóttur, harðast á þeim efnaminnstu. raunverulega" um hvað málin fjalla nema meirihluti stjórnar LÍN. Málið var tekið upp utandagskrár á Al- þingi þar sem alvarleiki þess var tí- undaður og ítrekuð voru mótmæli við afstöðu meirihluta stjórnar LÍN í málinu. Allt kom fyrir ekki, „upp- hlaup“ stúdenta var á misskilningi byggt. Jafnræðisreglan mikilvæg - þar sem hún á við! Meirihluti stjómar LÍN ber fyrir sig jafnræðisreglu stjómsýslulag- anna sem forsendu þess að hætta að lána klásusnemum tvisvar, þ.e. nemum sem búa við íjöldatakmark- anir. Ekki lítur út fyrir annað en meirihlutinn sé eitthvað hvekktur eftir að hafa verið talinn bijóta jafn- ræðisregluna skv. áliti Umboðsmanns Alþingis í máli hjúkranarfræðinema þann 6. ágúst sl. Ég dreg hins vegar í efa að nauðsynlegt sé að afnema allar sérreglur og meðhöndla alla eins, óháð aðstæðum, til að forðast það að bijóta jafnræðisreglu stjóm- NY SPARPERA sem kveikir og slekkur Electronic -fC Energy Savcr w sýslulaganna. Allar góð- ar reglur hafa sín tak- mörk og það hefur jafn- ræðisreglan líka. Maður brýtur einfaldlega ekki jafnræði á tveimur hóp- um ef aðstæður þeirra eru ólíkar. Ef annar hópurinn hefur vissa sérstöðu er eðlilegt að um hann gildi vissar sérreglur. Vilji Lánasjóðsins Lánasjóðurinn hefur séð ástæðu til að lána klásusnemum tvisvar til að reyna við fyrsta misseri svo lengi sem menn muna. Forsendan fyrir því að það sé eðli- legt er sú að þessi hópur nemenda hafi einhveija þá sérstöðu sem rétt- lætir að annars konar reglur gildi um þá en aðra nemendur í Háskólan- um. Þessi sérstaða er ítrekuð í ofan- greindu áliti Umboðsmanns Alþing- is. Þar er skýrt tekið fram að ekki megi rugla saman reglum um lág- marksnámsárangur hverrar deildar annars vegar og reglum um fjölda- takmarkanir hins vegar. Reglur um fjöldatakmarkanir eru tilkomnar til að takmarka fjölda fólks í deildum sem geta ekki annað eftirspurn vegna aðstöðuleysis síns. Þær eru því augljóslega af öðrum rótum runnar og óeðlilegt að Lánasjóðurinn líti afleiðingar þeirra sömu augum og afleiðingar þess að nemendur standist ekki þær kröfur sem hver deild gerir til námsárangurs. Lána- sjóðnum er því óhætt að halda áfram þeirri framkvæmd að lána klásus- nemum tvisvar sem stunduð hefur verið um árabil, sé viljinn enn fyrir hendi. Miklir hagsmunir í húfi Á þessu byggjum við stúdentar okkar málflutning. Við erum ekki að misskilja neitt og vonum að meiri- hluti stjórnar LÍN komi ekki til með að gera það heldur. Allir hljóta að sjá nauðsyn þess að málið verði skoð- að mjög vandlega á komandi vetri og reynt að finna farsæla lausn fyr- ir alla aðila. Það er von okkar í Stúd- entaráði að ekki gleymist í þessari umræðu hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Þessi skerðing bitnar harðast á þeim efnaminnstu sem ekki getað stundað nám í Háskóla íslands án aðstoðar Lánasjóðsins. Möguleikar þeirra til að stunda nám í heilbrigðisvísindadeildum skerðast til muna nái fyrirhuguð breyting fram að ganga. „Upphlaup" okkar stúdenta var því síður en svo að ástæðulausu að okkar mati. Þegar fyrirhugaðar eru óréttmætar breyt- ingar beijum við í borðið og látum í okkur heyra. Höfundur er fulltrúi SHÍ í stjórn LÍN. Ræsti dagar 1:1 Missiu ekkiaf vagninum Nýbýiavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 Söluaðilar um land allt Slysa- og bráðasvið SIUKRAHUS Kfc Y KJ AV l KU H. Málþing um slys og forvarnir Upplýsingatækni í þágu forvarna 10. nóvember 1997, kl. 14-18 Staður: Ráðstefnusalir ríkisins, Borgartúni 6 Fundarstjóri: Dagskrá: Kynning Ávarp Slys, forvarnir, framtíðarsýn Nýjungar i slysaskráningu Samræmd slysaskráning Erna Einarsdótttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri Brynjólfur Mogensen, forstöðulæknir Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, borgarstjóri Jón Baldursson, yfirlæknir Ólafur Ólafsson, iandlæknir Tölvur: Möguleikar í viðu samhengi Baldur Johnsen, forstööumaður Dauðaslys barna 1985—1994 Jan Triebel, læknir Hlé: Kaffiveitingar Veggspjaidasýning Sýningarbásar Umferðarslys Ofbeldi Vinnuslys Kostnaður vegna slysa Pallborðsumræður Þórhallur Ólafsson, form. Umferðarráðs Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Tryggvi Þór Herbertsson, lektor Eftir pallborðsumræður verður sýnikennsla í tölvufærslu slysaskráningar fyrir þá sem áhuga hafa. Málþingiö er öllum opið. Þátttaka tilkynnist fyrir 6. nóvember í síma 5251715 (Ólöf eða Dóra) milli kl. 09.00 og 16.00 virka daga. Þátttökugjald: kr. 1.800,-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.