Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR Morgunblaðið/J6n Svavarsson ÍSLENSKIR framleiðendur og verslanir kynntu vöru sína á tískusýningu í gær og fylgdust erlendu gestirnir með af athygli. Breytingar hjá Víkingalottói Fyrsti vinningur og verðið hækkar ÞRJÁR breytingar hafa verið gerðar á Víkingalottóinu. Viku- legt framlag aðildarlandanna til 1. vinnings verður aukið og leið- ir það til hækkunar í þeim vinn- ingsflokki, í fyrsta sinn næst- komandi miðvikudag, 5. nóvem- ber. í stað þriggja bónustalna verða framvegis dregnar tvær. Þá hefur verð á hverri röð í Víkingalottói hækkað í öllum aðildarlöndunum og er hún mis- mikil milli landa. Hér á landi hækkar verðið um 25%, úr 20 krónum fyrir röðina í 25 krón- ur, í Danmörku hækkar verðið úr 2 dkr. í 2,50, í Svíþjóð hækk- ar röðin úr 2,50 skr. í 4, Finn- landi úr 1,50 finnskra marka í 2 og Noregi úr 2 nkr. í 3 sem er hækkun um 50%. Dregið um tæpar 70 mkr. í aukaútdrætti í 'tiiefni breytinganna verður dregið tvisvar í Víkingalottóinu næstkomandi miðvikudag, 5. nóvember. Dregið verður um einn vinning fyrir 6 réttar aðal- tölur, 850 þúsund ekur, sem samsvara tæpum 70 milljónum íslenskra króna. Gangi vinning- urinn ekki út verður dregið aft- ur að viku liðinni. Fækkun bónustalna mun hafa í för með sér hækkun á 1. heimavinningi (bónusvinn- ingnum) í hvetju landi fyrir sig vegna tíðari yfirhlaupa. Hann er nú á bilinu 300 þúsund til vel á þriðju milljón króna hér á landi. Vilja versla og skoða sveitimar og fossana 80 MANNA hópur bandarískra ferðamanna kom til landsins í gær í þriggja daga verslunar- og skoðunarferð. Þetta er fyrsti hópurinn af nokkrum sem væntanlegir eru í slíkar innkaupaferðir yfir vetrar- mánuðina. Haldin var tískusýning fyrir ferðalangana í hádeginu í gær á Hótel Loftleiðum þar sem kynntar voru vörur frá ís- lenskum verslunum. Að sýn- ingu lokinni fór hópurinn í verslanir á Laugavegi og í Kringlunni. I gærkvöldi var sérstök móttaka fyrir hópinn í boði borgarstjórnar. Barbara Rankin, svæðis- sölusljóri Flugleiða í New Jersey, fór fyrir hópnum. Hún segir að ferðirnar hafi verið kynntar sem ævintýra- og verslunarferðir en meginá- herslan verið lögð á verslunar- þáttinn. „Ferðalangarnir koma þó ekki einvörðungu í þeim erindum. Þeir vilja líka sjá sveitirnar, Geysi og foss- ana og annað sem þeir hafa heyrt um ísland. Við teljum að með því að skipta þessari stuttu ferð niður í einn versl- unardag, einn dag til að skoða landslagið og þann síðasta með viðkomu í Bláa lóninu, fái ferðalangarnir ágæt kynni af landinu. Island er spennandi áfangastaður og er að verða afar vinsælt í Bandaríkjun- um,“ sagði Rankin. Hún segir að þátttakendur í ferðinni muni að líkindum gera verðsamanburð í verslun- um hérlendis. Þeir viti ekki mikið um verðlagið en þó sé ljóst að hér sé ódýrara að kaupa ýmsan varning, t.a.m. íslenskar lopapeysur og varn- ing í fríversluninni. Andlát GUNNAR H. BLÖNDAL GUNNAR H. Blöndal, fyrrv. bankafulltrúi og skólastjóri Banka- mannaskólans, lést á Landakotsspíta laug- ardaginn 1. nóvember sl. Gunnar fæddist á Eyrarbakka 14. júní 1921. Foreldrar hans voru Haraldur L. Blönd- al ljósmyndari og Mar- grét Auðunsdóttir. Gunnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944 og lauk framhaldsnámi í ensku við University of London 1949. Hann stundaði einnig bankanám í Oxford. Gunnar lauk BA prófí í ensku frá HÍ 1952 og lauk sémámi frá The American Institute of Bank- ing 1959. Hann varð löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku árið 1963 og vann mikið að þýðing- um. Gunnar hóf störf í Búnaðar- banka íslands 17. júní 1939 ogstarf- aði þar í öllum helstu deildum bank- ans uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir eftir liðlega 50 ára starf í þágu bankans. Hann fór til starfa á vegum Búnaðarbankans 1958-59 í Bank of New York á Wall Street og starfaði þar í öllum deildum er- lendra samskipta sam- hliða námi í The Amer- ican Institute of Bank- ing. Gunnar var ráðinn skólastjóri Banka- mannaskólans frá stofnun hans 1959- 1978. Hann varð full- trúi bankastjómar og forstöðumaður afurðal- ánadeildar bankans frá 1967. Gunnar var um skeið stundakennari í ensku við Menntaskól- ann í Reykjavík og prófdómari við stúdentspróf frá árinu 1966. Þá var hann prófdómari í ensku við við- skiptadeild Háskóla íslands frá 1975' Gunnar var mikill áhugamað- ur um klassíska tónlist og sá m.a. um útvarpsþætti helgaða klassískri tónlist á árunum 1978-82. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Ingunn Guðmundsdóttir, skip- stjóra í Hvammsvík í Kjós, og k.h. Áslaugar Þórðardóttur, forstöðu- konu Baðhúss Reykjavíkur. Börn þeirra em Haraldur, Guðmundur og Áslaug Margrét. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Sveitarfélögin hafa stutt íþróttafélögin VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, segir að sveitarfélögin hafi stutt dyggilega við bakið á íþrótta- hreyfingunni á undanförnum ámm. Ellert Schram, forseti íþrótta- og Ólympíusambands íslands, lagði það til í setningarræðu á þingi sam- bandsins sl. laugardag að sveitarfé- iögin hlúðu að innra starfi íþróttafé- laganna og veittu stuðning vegna þjónustu og reksturs þeirra. Vilhjálmur segir alveg ljóst að sveitarfélögin hafi bæði byggt íþróttamannvirki og stutt íþróttafé- lög myndariega til þess að byggja íþróttahús. Einnig hafi þau aukið margvíslega rekstrarstyrki og aðra styrki til íþróttafélaga í þeim til- gangi fyrst og fremst að hlúa að innra starfi. Iþróttafélögin skipu- leggi innra starfið „Forystumenn íþróttafélaganna sjálfra skipuleggja hið innra starf en ekki einstaka sveitarstjórnir. Vegna eindreginna óska íþróttafé- laganna hafa sveitarfélögin lagt fram verulega mikið ijármagn til þess að byggja glæsileg íþrótta- mannvirki. Sá kostnaður sveitarfélaganna hefur aukist verulega á síðustu árum. Það er ljóst að uppbyggingin kallar á aukinn rekstrarkostnað sem sveitarfélögin eru stórir þáttakendur í. Það er síðan hlutverk forsvars- manna íþróttafélaganna í samvinnu og samstarfi við einstaka sveitar- stjórnir að skipuleggja innra starf og ráðstafa fjármunum til þess. Ég á ekki von á því að sveitarfélög í landinu auki fjárveitingarnar enn frekar. Það er heldur ekkert sem bendir til þess að þau ætli að draga úr stuðningnum," sagði Vilhjálmur. Hann telur tæplega hægt að gera betur af hálfu sveitarfélaganna. Hins vegar kunni að vera skynsam- legt að forystumenn íþróttahreyfing- arinnar og sveitarfélaganna ræði saman um þessi mál. Morgunblaðið/Kristinn NETVERJAR fjölmenntu á stofnfund nýju samtakanna á sunnudag. Vilja eyða fordómum um alnetsnotendur NÝ HAGSMUNASAMTÖK fólks sem notar alnetið, Félag íslenskra net- veija. voru stofnuð síðastliðin sunnu- dag. Á stofnfundinum voru um fímm- tíu manns, en að sögn Sigrúnar Ólafs- dóttur, vefstjóra netþjónustufyrirtæk- isins Ægis, hafa hundruð manna skráð sig í félagið á alnetinu síðan. „Baráttan við Póst og síma síðustu daga sýndi okkur á þörf væri á slíku félagi og það var á föstudaginn, í kjölfar mótmælafundarins á Austur- velli, að hugmyndin að félagsstofnun- inni kviknaði," segir Sigrún. „En starfsemin mun ekki einskorðast við það svið. Við höfum meðal annars áhuga á að eyða fordómum um notendur al- netsins, sem til dæmis komu fram nýlega í viðtali við blaðafulltrúa Pósts og síma. Hún sagði að notendumir virtust aðallega vera unglingar að leika sér. Sannleikurinn er sá að not- endurnir eru á öllum aldri og nota netið í ýmsum tilgangi. Við segjum stundum að netsamfélagið sé næst- stærsta sveitarfélagið á íslandi. Það hefur verið giskað á að notendur al- netsins á íslandi séu 20-30 þúsund." Eyþór Arnalds tónlistarmaður var kjörinn formaður félagsins á stofn- fundinum. Skipuð hefur verið undir- búningsnefnd til að vinna að stefnu- skrá og að sögn Sigrúnar verður hún kynnt í vikunni. Hægt er að skrá sig í félagið á slóðinni http://this.is.fin. I » I l f I t 1 í » L Í B f: í t f 1 c I c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.