Morgunblaðið - 04.11.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 25
Einlæg
trúarfegurð
TÖNLIST
Dómkirkjan
SETNING
TÓNLISTARDAGA
Flutt voru verk eftir Jón Þórarins-
son, Henry Purcell og tvö verk eftir
Mist Þorkelsdóttur. Flyljendur voru
Helga Ingólfsdóttir, Marteinn H.
Friðriksson og Dómkórinn. Laugar-
dagurinn 1. nóvember 1997.
TÓNLISTARDAGARNIR voru
settir af séra Hjalta Guðmundssyni,
en fyrsta viðfangsefni tónleikanna
var Prelúdía, kórall og fúga eftir Jón
Þórarinsson, gott verk, sem ásamt
mörgum eldri verka eftir Jón marka
upphaf nútímatónlistar hér á landi.
Marteinn H. Friðriksson dómorgan-
isti lék verkið á sannfærandi máta.
Annað verk tónleikanna var Magn-
ificat eftir Mist Þorkelsdóttur, sem
er í hópi yngri tónskálda okkar, svo
að hér var sagan að starfi. Verk
Mistar er mjög stutt en fallega
hljómandi og var ágætlega flutt af
Dómkórnum.
Nýr semball var vígður til vistar
í Dómkirkjunni og mun séra Þórir
Stephensen hafa haft forgöngu um
kaup á hljóðfærinu, sem er lítill og
fallega hljómandi kammersemball.
Helga Ingólfsdóttir flutti svítu í G-
dúr eftir Purcell, einfalt og elskulegt
verk, sem helst gerir kröfur til ein-
leikarans í síðasta kaflanum, sem
eru tilbrigði yfir grunnbassa, form
sem er eins konar ensk útgáfa af
passakaglíu og chaconne. Þessi Gro-
und-þáttur er meðal þekktari semb-
alþátta eftir Purcell, var mjög vel
fiuttur af Helgu og er auðheyrt að
semballinn verður fallega hljómandi,
þegar búið er að spila hann til og
sætta við loftslagið hérna „norður
við heimskaut í svalköldum sævi“.
Tíðindin að þessu sinni var frum-
flutningur á verki eftir Mist Þorkels-
dóttur, sem samið var sérstaklega
fyrir Tónlistardaga Dómkirkjunnar,
við 113. sálm Davíðs, Laudate, pu-
eri, Dominum. Þetta er sérlega fal-
legt verk, einfait að gerð, þar sem
unnið er mikið með víxlnótuferli og
fallega hljómandi þrástefja skipan.
Vel má spá þessu stutta en ljúfa
verki langra lífdaga í flutningi
kirkjulegrar tónlistar. Dómkórinn
undir stjórn Marteins H. Friðriksson-
ar flutti verkið í heild mjög vel og
voru kvenraddimar sérlega fallegar,
enda var til þeirra kallað með sér-
stökum hætti i tónmáli Mistar, sér-
staklega í miðþættinum, sem er
byggður upp sem óhrynbundið hóp-
tónles, er nær hámarki með rísandi
tónferli upp á há-a, er hljómaði
glæsilega. Laudate, pueri, Domin-
um, eftir Mist Þorkelsdóttur er fal-
legt verk og fengur að því í gott
safn trúarlegra verka íslenskra, því
í þessu verki er að fínna einlæga
og jafnvel barnslega trúarfegurð.
Jón Ásgeirsson
TVEIR trúðar frá Tyst Teatern flytja barnaleikrit um Mirad,
drenginn frá Bosníu hjá Félagi heyrnarlausra á morgun kl.15.
menntaarf og gert að sínum.“ Ein-
leikur Jianu Iancu í Shakespearian
hit parade hefur hlotið lofsamlega
dóma gagnrýnanda í Svíþjóð. Jianu
er af rúmenskum ættum og einn
af þremur heyrnarlausum ungum
leikurum sem útskrifast hafa frá
sænsku Leiklistarakademíunni.
Verkið verður sýnt í Loftkastalan-
um í kvöld, þriðjudaginn 4. nóvem-
ber, kl. 20.
Leikritið um Mirad, drenginn frá
Bosníu verður sýnt á morgun, mið-
vikudaginn 5. nóvember kl. 15, í
húsnæði Félags heyrnarlausra að
Laugarvegi 26. Hér er á ferðinni
leikrit fyrir skólabörn frá 9 ára aldri
sem byggir á hollensku leikriti eftir
Ad de Bont og lýsir lífi bosníska
drengsins, Mirad, og upplifunum
hans á stríðsástandinu í heimalandi
sínu. Sýningin hefur ferðast um
Heyrnleysingjaskóla í Svíþjóð og
Tom segir að markmiðið sé að reyna
að ná til allra heyrnarlausra skóla-
barna í Svíþjóð.
Skólatilboð hjá
íslensku óperunni
ÍSLENSKA óperan hefur ákveðið
að bjóða skólafólki miða á óperuna
Cosi fan tutte eftir Mozart á sér-
stökum kjörum gegn framvísun
skólaskírteinis. Verða sérstakir
„skólabekkir“ teknir frá á hverri
sýningu.
í frétt frá íslensku óperunni seg-
ir að þessi sviðsetning ástralska
leikstjórans Davids Freemans á
Cosi fan tutte, sem gerist á sólar-
strönd, ásamt „óviðjafnanlegri tón-
list Mozarts“, sé kjörið tækifæri
fyrir ungt fólk að kynnast heimi
óperunnar og „er það von íslensku
óperunnar að það taki vel þessari
nýbreytni".
Sýningar á Cosi fan tutte eru
fyrirhugaðar fram í síðari hluta
nóvember.
Flauta og
píanóá
háskóla-
tónleikum
FÉLAGAR í Söngsveitinni Fílharmóníu.
Tónleikar í Ytri-
Nj arðvíkurkirlgu
SÖNGSVEITIN Fílharmonía
heldur tónleika í Ytri-Njarð-
víkurkirkju á morgun, miðviku-
dag, kl. 20.30. Á efnisskrá eru
kirkjuleg og veraldleg verk, ís-
lensk og erlend frá ýmsum tím-
um sem ýmist eru flutt án undir-
leiks eða með píanói.
í kórnum eru 60 manns.
Stjórnandi er Bernharður S.
Wilkinson og píanóleikari Guð-
rún S. Sigurðardóttir.
Söngsveitin var stofnuð árið
1959 í því skyni að flytja stór
kórverk með Sinfóníuhyómsveit
íslands og var fyrsti stjórnandi
hennar og einn aðalhvatamaður
dr. Róbert A. Ottósson.
Tónleikar á aðventu eru fast-
ur liður í starfsemi kórsins. 7.
og 9. desember nk. verða þeir
haldnir í Langholtskirkju. Ein-
söngvari verður Jón Rúnar Ara-
son, fulltrúi íslendinga í Royal
Albert Hall í London.
Tónleikarnir á morgun eru
liður í þeirri nýbreytni Söng-
sveitarinnar að heimsækja ná-
grannabyggðir Reykjavíkur og
syngja fyrir heimamenn.
HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í
Norræna húsinu á morgun, mið-
vikudag kl. 12.30. Guðrún Birgis-
dóttir, flautu-
leikari og Peter
Maté píanóleik-
ari leika Stef og
tilbrigði um
„Trockne Blum-
en“ úr Malara-
stúlkunni fögru
eftir Franz
Schubert.
Guðrún Birg-
isdóttir lauk ein-
leikaraprófi frá
Ecole Normale
de Musique í
París árið 1979.
Hún hefur hlotið
margar viður-
kenningar fyrir
leik sinn, m.a.
fyrstu verðlaun í
kammertónlist-
arkeppni UFAM
í París. Hún hef-
ur starfað á íslandi frá árinu 1982
sem einleikari og tónlistarkennari.
Peter Máté er fæddur í Tékkósló-
vakíu en hefur starfað á íslandi
síðan 1990. Hann útskrifaðist frá
Tónmenntaskólanum í Kosice árið
1982. Hann hefur unnið til margvís-
legra verðlauna og hann hefur kom-
ið fram sem einleikari með mörgum
hljómsveitum víða um Evrópu.
Guðrún og Peter hafa starfað
mikið saman síðastliðin ár. Vænt-
anlegur er frá þeim geisladiskurinn
„Fantaisie" nú haust.
Verð aðgöngumiða er kr. 400,
ókeypis fyrir handhafa stúdenta-
skírteina. Dagskrá Háskólatónleik-
anna má nálgast á vefnum. Slóðin
er: http://www.rhi.hi.is/gunnag/
tonlist/tonleikar.html
Guðrún
Birgisdóttir
Peter
Maté
Sópandi sönglist
TÓNLIST
Ilafnarborg
KAMMERTÓNLEIKAR
Kammerverk, söngvar og óperu-
aríur eftir Handel, Brahms, Áskel
Másson, Vaughan Williams,
Dvorák, Mozart, Puccini og
Rossini. Sigrún Hjálmtýsdóttir og
Tríó Reylqavíkur (Guðný Guð-
mundsdóttir, fíðla; Gunnar Kvaran,
selló; Peter Máté, píanó), Hafnar-
borg, Hafnarfírði, sunnudaginn
1. nóvember kl. 20.30.
HÚSFYLLIR eða því sem næst
var við tónleika Sigrúnar Hjálm-
týsdóttur og Tríós Reykjavíkur sl.
sunnudagskvöld í menningarmið-
stöð Hafnfirðinga. Að frátalinni
sellósónötu eftir Brahms voru öll
dagskráratriði söngverk. Fyrst
söng Sigrún þrjár þýzkar aríur
eftir Hándel úr níu laga safni við
texta eftir þýzka píetistann
Brockes, er Hándel tónsetti einnig
eftir passíutexta (líkt og Keiser,
Telemann, Mattheson og J.S.
Bach); taldar samdar einhvern
tíma milli 1716-27. Aríurnar voru
fyrir sópran, fíðlufylgirödd og
fýlgibassa, og söng Sigrún þær
af öryggi, ekki sízt flúrið í
„Flammende Rose, Zierde der Erd-
en,“ þó að undirspilið, einkum
hálfvolgur píanóleikurinn, gæti
bent til lítils æfingartíma. Eftir
meira en 20 ára heilaþvott „upp-
hafshyggjumanna“ verkuðu
píanóhljómur (í stað sembals),
nútímavibrató í fiðlu og selló (þó
að eitthvað virtust strengir reyna
að fara bil beggja) og bel canto
söngmáti 20. aldar núorðið
hálf-ankannaleg, og spurning er,
hvort þessi fornu lög rísi nógu
hátt á sigildleikakvarða til að
standast hvaða túlkunaraðferð
sem er.
Næst var Sónata eftir Brahms
fyrir selló og píanó i e-moll Op.
38 frá 1865; vinsælt meistaraverk,
þótt tónskáldið hafi aðeins verið
32 ára við smíðaupphaf. Fremur
dauft var yfir þessari uppfærslu;
inntónun knéfiðlunnar á köflum
áberandi sár, tempó í settlegra
lagi og neistaflug takmarkað í
lokaþættinum, þar sem Brahms
notar glimrandi útfært fúgatóstef
náskylt 12/8 stefinu í „Contraþ-
unctus 17“ úr Fúgulist Bachs. Enn
kann of lítill samæfingartími að
hafa legið að baki, en hvað sem
olli, þá hafði maður oft heyrt
Gunnar Kvaran í sprækara formi
en nú, og sömuleiðis mun brilljant-
ara hljómborðsflug hjá Pétri Máté,
sem m.a.s. tókst að slá nokkrar
feilnótur þegar mest gekk á, sem
maður var farinn að halda að
væri ekki hægt.
Eftir hlé var frumflutt „Spor“
fyrir sópran, selló og píanó eftir
Áskel Másson, samið 1994 við ljóð
eftir Thor Vilhjálmsson, er Sigrún
góðu heilli las upp á undan flutn-
ingi. Sporin eru í sandi við sjávar-
strönd, þessa erki-ímynd skálda í
aldanna rás um líf, eilífð og til-
gang, sbr. „þraut og heill hjá þjóð-
arskara," og náði tónverkið nánu
sambandi við angurspeki ljóðsins
með sparlegri en hnitmiðaðri beit-
ingu á einföldum en sterkum ís-
lenzkum náttúrulitum; lýrískt og
svipmikið lítið verk og vel flutt.
Eftir Ralph Vaughan Williams
voru kynnt tvö ensk þjóðlög í út-
setningu hans fyrir sópran og fiðlu,
„Searching for Lambs“ og „The
Lawyer.“ Þömbuðu þær Sigrún og
Guðný tært fjallakambaandrúms-
loft fyrra lagsins af sérlega hríf-
andi ferskum kyrrleika, og fíðlan
brá á glens í athugasemdum sínum
við frásögn næsta lags um tilburði
lögmanns við að tæla sveitastúlku,
sem Sigrún söng með íbyggnum
gáska. Söngur Rúsölku úr sam-
nefndri óperu Dvoráks var vel flutt-
ur af Sigrúnu og Máté, en í Ent-
fúhrung-aríu Constönzu úr Brott-
náminu úr Kvennabúrinu eftir
Mozart virtist æfíngaskortsdraug-
urinn enn gera vart við sig; a.m.k.
hefði píanóspilið mátt vera töluvert
ákveðnara. Þessi bravúra-aría var
svolítið hæg en eigi að síður allvel
sungin af Sigrúnu, og hin háttliggj-
andi kanzóna Dorettu úr „La Rond-
ine“ Puccinis, sem fyrst nú er að
komast til vegs og virðingar eftir
langa skuggatilveru, enn betur.
Bæði hvað tækni og tjáningarmátt
varðar virtist Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir í toppformi þetta kvöld, og sóp-
aði hún öllum vafa um það út í
yztu myrkur með hreint út sagt
stórglæsilegri túlkun á einu af
glansnúmerum Maríu Callas, „Una
voce poco fa“ úr Rakaranum í Sev-
ilu eftir Rossini, svo að hinn vel-
hljómandi salur Hafnarborgar sauð
og nötraði sem fárviðrisbrim við
verðskuldað lófatak áheyrenda.
Ríkarður Ö. Pálsson