Morgunblaðið - 28.01.1998, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
7 6 ára maður dæmdur
fyrir leiguakstur án leyfis
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 76
ára gamlan mann fyrir að hafa á síðasta ári
brotið lög um leigubifreiðir með því að aka far-
þegum í leiguakstri án tilskilins atvinnuleyfis,
en samkvæmt lagaákvæðum um aldurstakmörk
leigubifreiðastjóra féll atvinnuleyfi mannsins úr
gildi þegar hann náði 75 ára aldri. Maðurinn
var ákærður fyrir að hafa gerst brotlegur í sex
tilgreind skipti og var hann dæmdur til að
greiða 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs eða
sæta átta daga varðhaldi hafi sektin ekki verið
greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms-
ins;
Akærði, sem upphaflega fékk atvinnuleyfi til
aksturs leigubifreiðar árið 1965, var áður
dæmdur sekur um samskonar brot 17. mars
1997, en ekki gerð refsing í það sinn.
Sækjandi í málinu lagði áherslu á það við
málflutning að öryggissjónarmið, þ.e.a.s. þeir
hagsmunir almennings að gamlir menn væru
ekki í leigubílaakstri, lægju að baki þeim lagaá-
kvæðum um aldurstakmörk leigubifreiðastjóra
sem ákært er samkvæmt. Slíkir almannahags-
munir hlytu að ganga fyrir hagsmunum ein-
stakra manna og einstakra stétta. Það aldurs-
hámark sem hér væri um að ræða væri mjög
hátt, allt að 75 ára aldri. Það væri ekki eins-
dæmi að atvinnustéttum væri sett aldurshá-
mark og nefndi hann sem dæmi flugstjóra og
skipstjóra.
Verjandi kvað atvinnuleyfi ákærða til leigu-
bifreiðaaksturs njóta verndar samkvæmt 72.
gr. stjómarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. 10. gr.
laga nr. 97/1995 og einnig 1. gr. I. viðauka, sbr.
14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, lög nr.
62/1994 og hefði því ekki verið heimilt að fella
úr gildi atvinnuleyfi hans til leigubifreiðaakst-
urs með lögum um leigubifreiðir nr. 61/1995,
sbr. áður lög nr. 77/1989. Þá væri ekki heimilt
að mismuna bifreiðastjórum að því er varði nið-
urfellingu réttinda vegna aldurs. Réttindi sem
njóti stjómarskrárvemdar verði ekki skert
nema með almennum lögum og að því tilskildu
að tilteknar ástæður væm fyrir hendi.
I dómi héraðsdóms kemur m.a. fram að með
lögum nr. 77/1989 um leigubifreiðir, sem fella
lög nr. 36/1970 úr gildi, sé í 1. mgr. 9. gr. kveðið
svo á að atvinnuleyfi skuli falla úr gildi við 70
ára aldur leyfishafa, en samkvæmt 4. mgr. 14.
gr. sömu laga má þó veita þeim sem era 66 ára
eða eldri við gildistöku laganna heimild til að
halda leyfi sínu í fimm ár til viðbótar að öðram
skilyrðum laganna uppfylltum. Atvinnuleyfi
verði þó ekki framlengt lengur en til 75 ára ald-
urs leyfishafa, og þannig séu atvinnuréttindi
leigubifreiðastjóra sem höfðu ótímabundið leyfi
endanlega felld niður við greindan aldur leyfis-
hafa.
Fram kemur að sambærileg ákvæði um ald-
urshámark sé að finna í lögum um skipulag á
fólksflutningum með langferðabifreiðum nr.
53/1987, sbr. lög nr. 67/1995, og þannig hafi
bæði leigubifreiðastjóram og langferðabifreiða-
stjóram verið sett sambærileg skilyrði með lög-
um. Ekki er fallist á það með ákærða að stórn-
arskrárvarinn réttur hans hafi verið afnuminn
á ólögmætann hátt.
Dóminn kvað upp Hjördís Hákonardóttir
héraðsdómari. Af hálfu ákæravaldsins fór Þor-
steinn Skúlason, fulltrúi lögreglustjórans í
Reykjavík, með sókn málsins, en verjandi
ákærða var Brynjar Níelsson hdl.
Framkvæmdastjóri
hljóðvarps
Fjórir
sækja um
stöðuna
FJÓRAR umsóknir um starf
framkvæmdastjóra hljóð-
varps hjá Ríkisútvarpinu
höfðu borist menntamála-
ráðuneytinu síðdegis í gær en
umsóknarfrestur um stöðuna
rann út á mánudag.
Umsækjendur era Freyr
Þormóðsson, framkvæmda-
stjóri í Bandaríkjunum, Hall-
dóra Ingvadóttir, skrifstofu-
stjóri á skrifstofu útvarps-
stjóra, Margrét Oddsdóttir
deildarstjóri menningarmála
hjá Ríkisútvarpinu, og Sig-
urður G. Tómasson, fyrrver-
andi dagskrárstjóri Rásar 2.
Menntamálaráðherra skip-
ar í stöðuna á næstunni að
fenginni umsögn útvarpsráðs.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
SPESSI gerir sig kláran fyrir eina veltuna.
Spessi í konuleit
ísafjörður. Morgunblaðið.
LJÓSMYNDARINN Spessi,
eða Sigurþór Hallbjörnsson,
er um Jjessar mundir í konu-
leit á Isafirði. Reyndar er
Ijósmyndarinn ekki að leita
að kvonfangi fyrir sjálfan
sig, heldur í myndaseríu sem
hann er að vinna að um
kjarnakonur á Vestfjörðum.
Milli mynda hefur Spessi
æft listir sínar á kajak undir
leiðsögn trúbadorsins Sigga
Bjöms og vora meðfylgj-
andi myndir teknar við það
tækifæri í sundlauginni á
Flateyri.
OG hér er kappinn koniinn á hvolf undir vatnsborðið.
45% telja afbrot
mjög mikið vandamál
Fjöldi líkamsárása
staðið í stað
ÚR VIÐHORFSKÖNNUNUM 1989,1994 og 1997
Telur þú að afbrot séu mikið eða lítið vandamál hér á landi?
[ ; Mjög lítið □ Frekar lítið I 1 Frekar mikið □ Mjög mikið
1989 I
1994
31%
12%
56%
1997 8%
47%
Telur þú refsingar við afbrotum hér á landi
of strangar, hæfilegar eða of vægar?_____________________
i Allt of 13 Helst til □ Hæfilegar □ Helst til □ Allt of
vægar vægar refsingar strangar strangar
Forstjóri Skeljungs
Samningar
oft tengdir
heimsmark-
aðsverði
KRISTINN Bjömsson, forstjóri
Skeljungs, segir algengt að útgerðar-
félög hér á landi séu með samninga
um oliukaup sem tengist beint heims-
markaðsverði á olíu, og útgerðimar
geti auðveldlega fylgst með því hvort
verðið sem þær greiða fyrir olíuna sé
ekki í takt við heimsmarkaðsverð á
hverjum tíma.
„Eg fullyrði að þeir samningar
sem mörg fyrirtæki hafa gert við sitt
olíufélag taka fullkomlega mið af
þeim breytingum sem hafa orðið á
heimsmarkaði, og ef menn halda
öðru fram þá bara vita þeir ekki bet-
ur,“ sagði Kristinn í samtali við
Morgunblaðið.
I Morgunblaðinu í gær var haft eft-
ir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar, að þrátt fyrir að olíu-
verð hafi lækkað um 35% frá því í jan-
úar í fyrra til þessa dags hafi sú lækk-
un ekki skilað sér inn í þjóðarbúið.
Kristinn segir að breytingar hafi
orðið á lögum um olíuverð þannig að
nú þurfi ekki lengur að vera sama
verð hvar sem er á landinu, og hann
telji að það sé orðið mun algengara en
menn geri sér grein fyrir að hinar
einstöku útgerðir hafi samið um kaup
og Igör á olíuvörum sínum við það ol-
íufélag sem þær eiga viðskipti við, og
einstök útgerðarfélög hafi mjög
marga og misjafna samninga við sitt
félag.
Verðskrár aðeins
viðmiðunarplagg
Hann sagði að útgerðarfélög sæju
það mætavel á samningum sínum við
olíufélögin um kaup og kjör hvort
þeir séu í takt við heimsmarkaðs-
verðið. Hjá Skeljungi hefði til dæmis
fyrirtækjum verið boðið upp á það að
tengjast heimsmarkaðsverðinu beint,
þannig að verðið á hverjum tíma mið-
ist við heimsmarkaðinn eftir ákveðn-
um formúlum.
„Þetta höfum við boðið viðskipta-
vinum okkar í langan tíma, og það að
segja að þess sjái ekki stað þá er
spumingin einfaldlega á hvað menn
séu að horfa. Ef menn eru að horfa á
einhverja opinbera verðskrá þá hef
ég oft áður lýst yfir að slík verðskrá
er ekkert annað en viðmiðunarplagg
sem lagt er til grundvallar við form-
lega breytingu á verði, en hefur ekk-
ert gildi gagnvart einstökum útgerð-
um. Þetta veit LÍÚ og getur stað-
fest,“ sagði Kristinn.
ÞEIM íslendingum hefur fjölgað
mjög á síðustu árum sem telja að
afbrot séu mjög mikið vandamál
hér á landi og að sama skapi hefur
þeim fjölgað sem telja refsingar
við afbrotum allt of vægar.
Þetta kemur fram í við-
horfskönnunum sem Helgi Gunn-
laugsson, dósent í félagsfræði við
Háskóla Islands hefur gert í sam-
vinnu við Félagsvísindastofnun
HI í þrígang á síðustu átta árum,
nú síðast í nóvember síðastliðn-
um, en frá þessu er skýrt í nýút-
komnu hefti tímaritsins Lifandi
vísindi.
í könnuninni í nóvember 1997
töldu 45% aðspurðrá afbrot mjög
mikið vandamál hér á landi, sam-
anborið við 32% 1994 og 12% árið
1989. Þá töldu 52% refsingar allt
of vægar hér á landi, en samsvar-
andi hlutfall árið 1994 var 39% og
árið 1989 21%.
Að því er fram kemur í blaðinu
hefur innbrotum, fyrst og fremst í
bíla og fyrirtæki, fjölgað vera-
lega, en fjöldi þjófnaða hafi ekki
vaxið með sama hætti. Hins vegar
hafi dregið úr annars konar auðg-
unarbrotum, svo sem fjársvikum,
skjalafalsi og tékkasvikum. Þá
kemur fram að fjöldi líkamsárása
og líkamsmeiðinga hefur staðið í
stað á síðustu árum og frekar
minnkað heldur en hitt. Fátt
bendi til þess að fjöldi afbrota hafi
farið veralega úr böndunum á síð-
ustu árum og enn séu afbrot á Is-
landi hlutfallslega fátíðari en í
flestum vestrænum löndum.
í rannsókninni kemur fram að
ein hugsanleg ástæða þess að fólk
hefur meiri áhyggjur af ofbeldi nú
en áður sé sú að tilviljanakennd-
ara og jafnvel grófara ofbeldi án
sýnilegrar ástæðu milli ókunn-
ugra hafi ef til vill fjölgað frá því
sem var. Jafnframt kemur fram
að umfjöllun fjölmiðla um afbrot
sé mun meiri og jafnvel hasar-
kenndari á þessum áratug en ára-
tugina þar á undan.
Jafnframt kemur fram að al-
mennt séð hafi rannsóknir sýnt
fram á að uppljóstranir brota og
áreiðanleiki viðurlaga hafi að jafn-
aði meiri fælni í för með sér gagn-
vart afbrotum en eingöngu
áhersla á hertar refsingar.
f
!.
I
f
í
I
i
f
I
»
f.
I
!
I
»
»
»
I
I
i