Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVTKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tisk/\n Vontenþað venst I „Þetta var lokuð skemmtun j>ar J sem hvert skemmtmtriðið á fœt-1 ur öðrit val flutt. Ég benti á að Davíð Oddsson hefði fundið upp ! alveg nýja aðferð til að auka vin- sældir rfkisstjórnarinnar. 'I'C ortp v ðe/t£u/ cv ^ÍqaIuAcujA - oxy Haiiíju aAux^aÍz vlöixkuri/ v jULrúa/v. Perlan er afbragös veitingastaður þar sem allt snýst um fólk. Kvöldstund í Perlunni er öðruvísi. Veitingar eru fyrsta flokks og þjónustan snýst um þig meðan þú snýst um borgina. Til að fullkomna rómantíska stund er svo tilvalið að fá sér snúning á dansgólfinu við Ijúfan söng og undirleik. a^/piÆÁ&tcuicU/ tnai&xiáxÆ Sj oáíuuXUl mxLÍAÍxWOA.' V c fdÍvUAÁAVU' (va|ó.t.nA Fjórir sérvaldir sjávarréttir, hver öðrum betri. Onú / QAs aU OA '0 e/nAúS/ 6 <inJlivnxv\j - tu, n/U/t/ <x Q/'letA/t/. SIMI: S62 0200 Þar sem allt snýst umfólk Ráðstefna um heilsufar kvenna Mjög alvarlegt hversu margar konur reykja AMORGUN, fimmtu- daginn 29. janúar, verður í Borgartúni 6 haldin viðamikil ráð- stefna um heilsufar kvenna. Dögg Pálsdóttir er ráð- stefnustjóri og formaður vinnuhóps um heilsufar kvenna. „Ráðstefnan er undirbú- in af vinnuhópi sem var skipaður af Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðis- ráðherra vorið 1995. Bandaríkjamenn hafa sett af stað umfangsmiklar rannsóknir á heilsufari kvenna. Á heilsuþinginu árið 1995 komu fram upp- lýsingar um mun á heilsu- fari kvenna og karla og loks hélt Kvenréttindafé- lag íslands athyglisverða ráð- stefnu um heilsufar kvenna í febrúar árið 1995. Öll þessi um- ræða varð til þess að full ástæða þótti til að gefa heilsufari kvenna sérstakan gaum og því var þessi vinnuhópur settur á laggimar." - Að hverju komst hópurinn um heilsufar kvenna? „Við lögðum áherslu á að fá nokkuð góða yfirsýn yfir stöðu þessara mála hér á landi, kölluð- um til ýmsa sérfræðinga og við- uðum að okkur ógrynni upplýs- inga. Því miður verður ekki hægt að gera öllu skil á ráðstefn- unni. Við brugðum því á það ráð að gefa út sérstakt rit þar sem við drógum saman meginþætti sem við töldum að hefðu breiða skírskotun. Sérstakur hópur í nefndinni hafði veg og vanda af undirbúningi ritsins undir for- ystu Lilju S. Jónsdóttur læknis. Ritið er meðal gagna sem dreift verður á ráðstefnunni." Dögg segir að margt af því sem fram kom við upplýsingaöfl- un nefndarinnar sé þess eðlis að það kalli á frekari viðbrögð heil- brigðisþjónustunnar. Hún nefnir sérstaklega upplýsingar um reykingar meðal kvenna og þró- un í þeim málum á liðnum árum. „Reykingar virðast hafa aukist hratt hjá ungum konum eftir lok síðari heimsstyrjaldar og þær reykja nú til jafns við karla. Þetta er mjög alvarlegt mál þar sem nýlegar rannsóknir benda til að konur auki áhættu sína meira en karlar miðað við sömu reykingar. Jafnframt virðist sem konur eigi erfiðara með að hætta að reykja en karlar. Sérfræðingar vilja jafnvel orða það svo að lungnakrabba- meinsfaraldur geisi hér á landi þar sem það sé nú í efsta sæti yfir dánartíðni beggja kynja af völdum krabbameins. Tengsl ——“ lungnakrabbameins og reykinga eru löngu kunn.“ - Leita konur oftar en karlar til læknis? „Já, þær koma oftar en karlar á heilsugæslustöðvar og það sem er athyglisvert er að það virðist sjaldnar tekið mark á kvörtun- um þeirra. Þá leita konur meira en karlar í hjálækningar sem gæti bent til að þær séu ósáttari við heilbrigðisþjónustuna en karlmenn.“ Dögg segir ýmislegt benda til að konur séu oftar en karlar af- greiddar með lyfseðli í stað þess Dögg Pálsdóttir ►Dögg Pálsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1956. Hún Iauk lagaprófi frá Háskóla íslands árið 1980, stundaði framhalds- nám í Svíþjóð og lauk meistara- gráðu i heilbrigðisfræðum (MPH) frá Johns Hopkins í Baltimore vorið 1986. Hún starfaði í tæplega 15 ár í heilbrigðisráðuneytinu. Dögg er hæstaréttarlögmaður og hef- ur frá ársbyrjun 1996 rekið eig- in lögfræðistofu. Eiginmaður Daggar er Ólaf- ur Isleifsson framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Is- lands og eiga þau einn son. Konur af- greiddar með lyfseðli að grafist sé fyrir um ástæðu vandans. „Tölur eru til um að konur leiti ítrekað til læknis með svokallaðar yfirborðskvartanir. Það er hluti af störfum vinnu- hópsins að koma með tillögur að úrbótum og það er t.d. spurning hvort ástæða er til að koma á fót viðvörunarkerfi hvað þetta mál snertir? Ef kona er t.d. búin að koma á heilsugæslustöð þrisvar eða fjórum sinnum með óskil- greindar kvartanir þarf þá ekki að reyna að finna út raunveru- legar ástæður heimsóknanna?" - Sjálfsímyndin er líka tekin fyrir á ráðstefnunni? „Já, og við gefum henni gott pláss enda full ástæða til. Álag á konum er mikið og ábyrgð þeirra á mörgum sviðum. Þorri kvenna vinnur utan heimilis og býr því við margfalt álag þar sem þær axla oft einar ábyrgð heima fyrir. Oft hafa þær valið sér það hlutverk sjálfar með því að treysta körlunum ekki til að axla þessa ábyrgð með sér.“ Dögg bendir á að þó fyrirlestrar um reyk- ingar kvenna og sjálfsímynd verði íyr- irferðarmestir á ráð- “““““““ stefnunni verði fjallað um ýmis önnur málefni s.s. þunglyndi kvenna, meðgöngu og fæðingu, þvagleka og í lok ráð- stefnunnar verða tekin fyrir við- brögð heilbrigðisþjónustu við kvörtunum kvenna. - Er ráðstefnan ætluð hverj- um sem er? „Ráðstefnan er öllum opin en við buðum nokkrum hópum sér- staklega s.s. heilbrigðisstarfs- mönnum og þingmönnum. Markmið okkar með þessari ráð- stefnu er að efna til opinskárrar umræðu um stöðu kvenna með tilliti til heilsufars."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.